Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2. marz 1975 TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasfmi 19523. Verö I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaöaprent h.f. Stafsetningarhopið Tvær kynslóðir íslendinga hafa lært stafsetn- ingu, sem sett var á sinum tima að beztu manna yfirsýn, meðal annars með það i huga, að hún væri til leiðsagnar um uppruna orðanna og þar með lykill að sem fyllstum skilningi á þeirri tungu, sem við tölum. Meðal þeirra, sem þar lögðu á ráð og ruddu þessari stafsetningu greiðan veg, voru Sigurður Nordal og Freysteinn Gunnarsson, tveir hinir vitrustu og glöggskyggnustu menn og frá- bærir sökum framlags sins i þágu islenzkrar bók- menningar og Islenzkrar tungu. Um marga áratugi hafa þeir, sem við skriftir fást og bókagerð, fylgt þessari stafsetningu og kunnað henni vel, og aðeins örfáir menn, sem voru i leit að einhverju, er orðið gat rithætti þeirra til sérkennis, hafa farið aðrar götur. Enginn getur annað sagt en hún hafi staðizt dóm reynslunnar. Hún er nokkurn veginn auðlærð hverjum þeim, sem hæfileika hefur til þess að læra einhverja fast- mótaða stafsetningu, og auganu þægileg og gefur prentuðu og rituðu máli viðfelldna áferð, svo að frávik bæta þar ekki um. Um stafsetningu gegnir svipuðu máli og siglingareglur: Þar er hringl og fálm óheppilegt. Eigi að siður gerðist það fyrir skömmu, að skipuð var nefnd til þess að hyggja að breytingum á starf- setningunni, og ávöxturinn af störfum hennar og hugmyndum hefur verið að birtast i smáskömmt- um, þar sem einu hefur verið vikið við þennan daginn, en öðru hinn. Okkur hefur verið miðlað fyrirmælum, sem valda þvi, að stafsetning hefur sifellt verið á reiki undanfarin misseri, að svo miklu leyti sem mark hefur verið tekið á þessum nýmælum. Þetta minnir helzt á örlög krónunnar okkar, sem gengissig og önnur þess konar fyrir- bæri eru sifellt að skerða. Með þessu stafsetningarhopi er smám saman verið að kasta á glæ þeirri festu, sem fólk hafði til- einkað sér, og stefnt á ný i átt til þeirrar ringul- reiðar, sem einkenndi ritað mál, áður en skipan var komið á stafsetninguna. En það er kannski timanna tákn, þvi að þetta gerist samtimis þvi, að fram koma menn, er kenna, að hvorki sé til rétt né rangt i meðferð þeirrar tungu, sem við höfum þó erft og varðveitt öld af öld — vegna þess að rétt og rangt var ekki alltaf lagt að jöfnu. Hér verður ekki fjallað um einstök atriði hinna nýju stafsetningarreglna. En sumar breytinganna virðast hafa verið gerðar til þess eins að breyta, og sumar eru þess eðlis, að þær eru sizt einfaldari en hinar, sem áður giltu. Samt sem áður er það fært fram þeim til afbötunar, að nú þurfi að slá undan og beygja af i námskröfum. Og það er kenning, sem snertir margan illa, og finnst sárt að sjá beitt gegn þjóðtungunni. Eldri stafsetningarreglurnar hafa gilt langt til hálfa öld, án þess að undan þvi væri kvartað að ráði, að þær iþyngdu nemendum óhóflega. Það skýtur óneitanlega skökku við, ef þær eru nú orðn- ar skólunum ofviða, þegar stórum lengri timi er ætlaður til skólagöngu en áður og kennaraliðið margfalt fjölmennara og með lengra nám að baki. Nú er lika svo komið, að mörgum er nóg boðið. Hundrað málsmetandi menn hafa skorað á menntamálaráðherra að visa stafsetningar- breytingunum á bug. Bak við þá standa þúsundir manna, sem eru sama sinnis. Þetta fólk biður þess, hvað næst gerist. John AA. Roots: Ben Gurion hefur reynzt sannspár Hann var andvígur landvinningunum 1967 Ben Gurion Höfundur þessarar greinar er Bandarikjamaður, sem hefur fylgzt með gangi mála fyrir botni Miðjarðarhafsins siðan 1938 og skrifað bækur og margar greinar um það efni. Hann er tvfmælalaust með fróðustu mönnum um þessi mál. GOLDA Meir hefur dregið sig i hlé, og „stofnendurnir” I tsrael hafa eftirlátið „sonum sinum” forustuna. Synirnir bera nú ábyrgð á þvi að ná samkomulagi við Araba. Henry Kissinger, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, er enn einu sinni kominn á stúf- ana til þess að reyna að koma i kring stjórnmálalausn i lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Þegar svona stendur, sýnist timabært að minna Bandarikjamenn á þá litt kunnu friðarskilmála, sem stofnandinn fremsti og mesti, Ben Gurion, lýsti nokkru áður en hann féll frá. Ben Gurion var fyrsti for- sætisráðherra tsraels, og hann lét aldrei bugast. Ef ákveðni hans og atorku hefði ekki notið við i þrengingunum 1948, hefði Iraelsriki ekki komizt á fót og lifað af fyrstu átökin. Ben Gurion mótaði skoðun sina á samningslausn og lýsti henni, þegar liðið var á ævi- kvöldið. Skoðun hans hefur verið vel tekið utan ísraels, og forustumenn Bandarikjanna fögnuðu henni vel. Siðan 1973 hafa æ fleiri landar hans hall- azt á þá sveif, að i áliti hans sé að finna lykilinn að lausn og löngum lifdögum tsraelsrikis. N(J er Ben Gurion genginn, en eigi að siður kann einmitt að vera upp runnin sú stund, aö hann geti gefið hinni hrjáðu þjóð sinni dýrmætustu gjöfina, sem henni getur fallið i skaut. Ben Gurion gerði kraftaverk með þvi að vinna sigur I frels- isstriði tsraels fyrir rúml. fjórðungi aldar. Nú þarf að minnsta kosti jafn mikið kraftaverk til, ef Israelsriki á að gefa lifað af eilift strið við Arabarikin i grendinni, hvað þá ef takast á að fjarlægja þessa sifelldu ógnun við heimsfriðinn og koma á góðri sambúð, sem byggð sé á varanlegu trausti og sam- lyndi. Afstaða Bens Gurions til Arabarikjanna mótaðist fyrst og fremst af þeirri forsendu, að tíminn vinni óhjákvæmi- lega gegn Israelsmönnum. Hann sagði mér einu sinni með alvöruþunga, að Arabar yrðu orðnir 200 til 250 milljónir aö öðrum aldarfjórðungi liðn- um, Sovétmenn og Kinverjar leggðu þeim til vopn og meiri- hluti Sameinuðu þjóðanna yrði á þeirra bandi. Israelsmönn- um fjölgaði á þessum tima ef til vill upp I sjö milljónir (yrðu orönir tvöfalt fleiri en nú), og heita mættf, að Bandarikja- menn væru einir um að styðja þá. Ofan á þetta bættist, að þessi vinaþjóð ísraelsmanna væri hinum megin á hnettin- um og bitur reynslan af Viet- namstyrjöldinni ylli eindreg- inni andstööu gegn öllum hernaðarævintýrum erlendis. „HVAÐ er til ráða, þegar þessara staðreynda er gætt?” spurði Ben Gurion. Og hann svaraði sér sjálfur: „Við megum aldrei gleyma þvi, aö tvær þjóðir eiga þetta land, sögulega séð, — Pale- stinu-arabar og Gyðingar um allan heim. Hvor þeirra um sig hefur ráðið hér rikjum um 1300 ár, fyrst tsraelsmenn og siðan Arabar. 1 öðru lagi v.erður að minn- ast þess, að Aröbum fjölgar miklu örar en okkur. Og eigi að tryggja tilveru Gyðingarik- is, verða Gyðingar ávallt að vera i miklum og öruggum meirihluta innan landamæra þess. I þriðja lagi leiðir rökrétt af þessum staðreyndum, að við verðum að hverfa aftur til landamæranna fyrir 1967 til þess að öðlast frið. Við höfum blátt áfram ekki nægilega marga Gyðinga til þess að manna alla Palestinu. Þegar ég hugsa og tala um framtið ísraels, á ég aðeins við landið eins og það var fyrir sexdaga striðið. Við eigum að skila öllu unnu landi nema austur-hluta Jerúsalem og Gólanhæðum. Og um þau svæði verðum við að semja”. „SKILA öllu unnu landi?” tók ég upp eftir honum, vantrúað- ur. „Vissulega. Undantekning- arnar eru austurhluti Jerúsal- em, af sögulegum ástæðum, og Gólanhæðir af öryggis- ástæðum. Þegar hinar heitu tilfinningar Araba eru teknar með i reikninginn, þarf óneit- anlega nokkuð til aö þetta megi takast. Hvað snertir Sinai, Sharm el Sheik, Gaza og Vesturbakkann, þá eigum við að láta það allt flakka. Friður er miklu mikilvægari en fast- eignir. Ef viö beitum áveitum rétt, höfum við kappnóg land hér i Negev til þess að sjá öil- um Gyðingum i heimi far- boröa, jafnvel þó að þeir kæmu. En þeir koma áreiðan- lega ekki allir. Hvað öryggi áhrærir, eru þau landamæri, sem auðvelt er að verja, að visu æskileg, en Þau ein geta ei tryggt framtið okkar. Sumir hópar þjóðar- innar hafa ekki enn öðlazt skilning á þessu. Raunveru- legur friður við hina arabisku granna okkar, gagnkvæm virðing og velvild, og hugsan- lega bandalag Araba og Isra- elsmanna, er keppikeflið. Við getum ekki öðlazt fullkomið öryggi, nema með lausn, sem fagnað er af heilum huga sem æskilegri framtiðarlausn. Eitthvað, sem með tregðu er fallizt á að sætta sig við, hrekkur ekki til. 1 sameiningu getum við breytt löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins i nýjan Eden-garð og gert þau að frjóasta belti jarðar i flest- um skilningi". ÞEGAR þetta var talað, gat enginn séð fyrir, hvað komið yrði á daginn eftir tæp fjögur ár, Nú keppist utanrikisráð- herra Bandarikjanna af Gyð- ingaættum við að reyna að koma á sáttum, og kjarninn i stefnu hans er friðaruppskrift Bens Gurions. Hann nýtur við þetta stuðnings Sovétmanna, Israelsmanna og helztu leiö- toga i höfuðborgum Araba- rikjanna. Anvar el-Sadat, for- seti Egyptalands, tekur meira að segja undir ósk leiðtogans fallna um „kraftaverkið” nýja. Margt hefur hamlað i viö- leitninni. en orðiö „krafta- verk” má eigi að siður viöhafa um þann árangur, sem Bandarikjamönnum tókst að ná með afskiptum sinum þeg- ar i upphafi. Sé gert ráð fyrir raunverulegum stjórnmála- heilindum og framsýni af beggja hálfu, kynni sagan sið- ar að viðurkenna noktun orðs- ins um hina endanlegu niður- stöðu. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.