Tíminn - 02.03.1975, Side 23

Tíminn - 02.03.1975, Side 23
Tímm^' 23'r' Sunnudagur 2. marz 1975 ’ Mikiö fjölmenni var i afmælishófi Félags Islenzkra símamanna á fimmtudaginn. Meðal þeirra, sem komu og fengu sér kaffi og meðlæti voru þeir Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra og Matthías Mathiesen fjármáiaráðherra. Tímamynd Róbert Félag ísl. síma manna 60 ára Félag islenzkra simamanna — F.t.S. — var stofnað 27. febrúar 1915. Á þeim tima voru nýir félagslegir straumar að verða til I islenzku þjóðlifi, sem m.a. sköpuðust vegna mikilla breyt- inga I atvinnuháttum. Styrjöld var skollin á I Evrópu, sem leiddi af sér mjög mikla dýrtið hér- lendis og kallaði á aukna sam- stöðu vinnandi stétta, en kjör þeirra voru ekki eftirsóknarverð eins og þá stóðu sakir. Upp úr þessum jarðvegi varð Félag Is- lenzkra simamanna til, en is- lenzkir rikisstarfsmenn höfðu þá ekki myndað starfsmannafélög. Fyrsta stjórn F.I.S. var skipuð þessum mönnum: Ottó B. Arnar formaður, Adolf Guðmundsson ritari og Kristjana Blöndal gjald- keri, en stofnfélagar voru aðeins 20 talsins. Eitt af fyrstu verkefnum félagsins varað hefja útgáfu mál- gagns og tveimur mánuðum eftir stofnfundinn kom fyrsta tölublað- ið út og hefur Simablaðiö komið út óslitið siðan. Slikt stórframtak gefur bezt visbendingu um hve forysta félagsins var framsýn og þróttmikil, en telja má vist að jafn dreifðum félagshóp sem is- lenzkir simamenn eru sé það mikið sameiningartákn að hafa slik tengsl sem blaðið er félags- mönnum. Simablaðið hefur einn- ig reynzt sterkt baráttuvopn fyrir bættum kjörum og betri aðstöðu simamanna. Jafnframt hefur blaðiö flutt fræðilegt efni, sem kemur stofnuninni og starfs- mönnunum til góða. Lengst allra hefur Andrés G. Þormar veriö ritstjóri blaðsins eða i rúm 40 ár. Félagiö hafði strax mörg stór- verkefni á prjónunum og má þá fyrst nefna kröfu um launahækk- un til slmamanna og var verkfall boðað 28. ágúst 1915, ef ráðherra hefði þá ekki gengiö til samninga við F.l.S. Lauk þessari fyrstu kjaradeilu félagsins meö fullum sigri þess, en um haustið setti al- þingi lög, sem bönnuðu verkföll rikisstarfsmanna. Árið 1919 stóð F.I.S. að stofnun fyrstu samtaka opinberra starfsmanna Samband starfsmanna rikisins, þau samtök urðu þó ekki langlif. Arið 1941 stóð F.l.S. svo að stofnun fulltrúaráðs opinberra starfsmanna, er siðar varð að Bandalagi starfsmanna rikis og bæja. Stofnfundur B.S.R.B. var einmitt haldinn i húsakynnum F.I.S. 28. janúar 1941. Mikill áfangi i sögu F.I.S.. náðist með starfsmannareglum Landssimans, sem staðfestar voru á 20 ára afmæli félagsins 27. febrúar 1935, en aðrir rikisstarfs- menn fengu ekki viðurkennd hlið- stæð réttindi fyrr en með lögum 1954. Margir kaflar þeirra laga eru svo aö segja orðrétt teknir upp úr áður nefndum reglum. önnur algjör nýjung á sviði félagsmála hér á landi varð til fyrir tilstuðlan F.í.S. er Starfs- mannaráð Landssima Islands var stofnað 1953, en það er skipað fulltrúum stofnunarinnar og féiágsins. Starfsmannaráðið hef- ur gegnt mjög mikilvaegu hiut- - verki fyrir starfsmenn og stofn- unina. Nú rúmum 20 árum siðar er verið að ræða um nauðsyn þess að koma á slikum samstarfs- nefndum bæði i opinberum rekstri og einkafyrirtækjum und- ir hugtakinu atvinnulýðræði. Árið 1931 hóf félagið byggingu orlofshúss við Elliðavatn. Siðan voru sumarbústaðir byggðir I Vaglaskógi, Egilsstaðaskógi og Tungudal við Isafjarðarkaupstað, með mikilli fjölgun félagsmanna og almennum áhuga á útivist og hvildarstöðum var farið að huga að nýju landnámi upp úr 1960. Festi félagið kaup á 25 ha landi við Apavatn i Laugardal hefur félagið nú reist þar 4 fjölskyldu- hús og eitt stórt aðalhús. Þá á félagið einnig 3 hús i Munaðar- nesi. Eins og gefur að skilja hefur Landssimi Islands frá fyrstu tið orðið að þjálfa upp sina eigin starfsmenn vegna nauösynjar á sérmenntun. Kennsla þessi var oft laus i reipunum. Leiddi það til 0 Verðmæti af fóöri, sagði Björn. Þó á nokkuð eftir að gera, áður en hægt er að hefja stórframleiðslu, t.d. að láta gera eldistilraunir á dýrum, þ.e.a.s. að fóðra t.d. kálfa á fisk- slógsfóðri, og svo aðra kálfa á sama tima á þurrmjólk, og bera siðan saman vaxtarhraða og þyngd. Verða einnig gerðar tilraunir af þessu tagi á rottum i samvinnu við efnafræðideild Háskóla Islands. Núer ver- ið aö gera á þessu ýmsar efna- greiningar sem nauðsynlegar eru. Fisklóg er i mjög litlu verði hér, og þykir yfirleitt ekki taka þvi að hirða það á sjó. Kilóið er aðeinsá fimmtiu aura (þó að búið þess að F.I.S. beitti sér fyrir þvi að kennslumál kæmust á fastari grundvöll og varð það til þess að Póst- og simaskólinn var stofnað- ur. Ráðherra staðfesti reglugerð um stofnun skólans 28. mai 1968. Allt frá þvi að verkfallsréttur var tekinn af rikisstarfsmönnum eftir að F.I.S. hafði hótað verk- falli árið 1915 var þeim skömmtuð laun með launalögum fram til ársins 1963, en þá voru fyrstu kjarasamningarnir gerðir milli B.S.R.B. og rikisins samkv. þeim takmarkaða samningsrétti sem opinberir starfsmenn þá fengu. Þeim samningsrétti hefur nú ver- ið skift milli bandalagsins og hinna einstöku bandalagsfélaga og gerði F.t.S. sina fyrstu kjara- samninga við fjármálaráðherra á sl. ári. Félagið hefur lagt mikla áherslu á að þau félög rikisstarfs- manna, sem þess óska, fari með óskiptan samningsrétt. Félag is- lenzkra simamanna er landsféiag og skift i allmargar deildir. Félagsmenn eru nú milli ellefu og tólfhundruð. Stjórn félagsins skipa nú: Agúst Geirsson, for- maður, Jón Tómason, varafor- maður, Jóhann L. Sigurðsson rit- ari, Bjarni ólafsson, gjaldkeri, Brynjólfur Björnsson, meðstjór- andi. Varamenn: ölafur Eyjólfs- son og Þórunn Andrésdóttir. sé að afnema aurana) og ef hirt væri slóg á togara sem hefði feng- iö meöalafla i veiðiferð, yrði and- virði þess i mesta lagi um þrjú þúsund krónur, sagði Björn. Björn taldi, að markaður hlyti að vera til fyrir þetta fóður hér, og yrði það þá aðallega notaö i kálfafóður tii að komast hjá þurr- mjólkurgjöf, en eins og áður er sagt, er fóðrið mjög rikt af eggja- hvitu og vitaminum. Eftir er að finna ákveðna kaup- endur að fóðrinu þó að markaður virðist fyrir hendi, sagði Björn, og sibast en ekki sizt: Hver vill byrja framleiðslu? Fiskframleið- endur hafa sýnt áhuga á fram- leiðslu fóðursins, en það gæti dregizt að slikt kæmist til framkvæmda, vegna ýmissa fjárhagsörðugleika sem fisk- höfum til fiskihalds í heimahúsum fyrir byrjendur og lengra komna: Fiskabúr, 17-1601. Hitara með eða án hita- stillis. Hreinsitæki, margar gerðir. Loft- dælur. — Allt vandaðar vörur. Fiskafóður frá Tetra Werke. Bezta fáanlega fiskfóðr- ið. Nýkomið: Rafknúnar vatnsdælur og vatnshreinsitæki frá Eheim. Við flytjum inn lifandi skrautfiska og geymum i sóttkvi i a.m.k. 10 daga áður en við seljum þá. GULLFISKABÚÐIN Skólavörðustig 7 — Simi 1-17-57 Við allt Auglýsing um skoðun ökurita Með tilvisun til fvrri auelvsinear ráðunevtisins um skoðun ökurita i stýrishúsi i dieselbifreiðum yfir 5 tonn að eigin þyngd hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðunarmenn verði staddir á eftirtöldum stöðum og tima dagana 3-7 mars n.k. til hagræðis fyrir viðkom- andi bifreiðastjóra. Keflavik v/Bifreiðaeftirlit mánud. 3. mars kl. 10-17 Grindavík v/Festi mánud. 3. mars kl. 18-20 Þorlákshöfn v/Kaupfélagið þriðjud, 4. mars kl. 10-15 Hveragerði v/Hótel Hveragerði þriðjud. 4. mars kl. 16-18 Stokkseyri miðvikud. 5. mars kl. 10-12 Selfoss v/Bifreiðaeftirlit miðvikud. 5. mars kl. 13-20 Hvolsvöllur v/Kaupfélagið fimmtud. 6. mars kl. 10-15 Hella v/Kaupfélagið fimmtud. 6. mars kl. 16-18 Akranes v/Vörubilastöðina föstud. 7. mars kl. 13-16 Skoðunarmaður verður ekki sendur aftur á framan- greinda staði. Komi umráðamenn viðkomandi bifreiða þvi ekki við, að láta skoða ökuritana á hinum auglýstu timum verða þeir að koma með bifreiðina eða senda ökuritann til V.D.O. verkstæðisins Suðurlandsbraut 16 Reykjavik fyrir 1. april n.k. framleiðendur eiga við að striða eins og er. Það þarf að fá tæki og vélar, eins og þær sem notaðar eru til þurrmjólkurvinnslu, til að setja upp verksmiðju. Verksmiðja af þessu tagi, sem yrði sett upp i stórri verstöð. og fengi slóg frá öllum þeim bátum og skipum sem þar landa, gæti framleitt nokkur þúsund tonn af fóðri á ári, sagði Björn Dag- bjartsson að lokum. Vlenntamálaráöuneytiö 26. febrúar 1975. Námsvist í félagsráðgjöf Fyrirhugað er að fimm islendingum verði gefinn kost- ur á námi i félagsráðgjöf i Noregi skólaárið 1975-76. þ.e. að hver eftirtalinna skóla veiti inngöngu einum nemanda: Noregs kommunal- og sosialskole. ósló Norske Kvinners Nasjonalraads Sosialskole. ósló Sosialskolen, Stafangri Sosialskolen, Þrándheimi og Det Norske Diakonhjem, Sosialskolen. ósló. Til inngöngu i framangreinda skóla er krafizt stú- dentsprófs eða sambærilegrar menntunar. Islenzkir umsækjendur, sem ekki hefðu lokið stúdentsprófi mundu ef þeir að öðru leyti kæmu til greina þurfa að þreyta sérstakt inntökupróf, hliðstætt stúdentsprófi stærðfræðideildar i skriflegri islenzku, ensku og mann- kynssögu. Lágmarksaldur til inngöngu er 19 ár og ætl- azt er til þess að umsækjendur hafi hlotið nokkra starfsreynslu. Þeir sem hafa hug á að sækja um námsvist samkvæmt framansögðu skulu senda umsókn til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. april n.k. á sérstöku eyðublaði. sem fæst i ráðuneytinu. Reyndist nauðsynlegt að einhverjir umsækjendur þreyti sérstök próf i þeim greinum. sem að framan greinir. munu þau próf fara fram hérlendis i-vor.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.