Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMÍNN Sunnudagur 2. marz 1975 Viðar Símonarson: Viðar hefur klæözt landsliðspeys- unni 76 sinnum. Hér sést hann i landsleik gegn Svium. ..Það var notaleg tilfinning að sjá boltann snúast með ofsghrgðg inn í markið og markvörðinn á eftir" Hverjir þekkja ekki VIÐ- AR SiMONARSON, hand- knattleiksmanninn snjalla frá Hafnarfirði? Leik- manninn, sem hefur verið einn af burðarásum FH- liðsins og landsliðsins undanfarin ár. Þeir, sem hafa ekki séð Viðar leika á velli, hafa örugglega oft lesið um hann og ófáar setningarnar á þessa leið hafa sést á íþróttasíðum dagblaðanna: „Viðar komsteftir mikinn barning inn á linuna, og þá var ekki að sökum að spyrja — knötturinn söng í neta- möskvunum". Það eru ekki ófá mörkin, sem Við- ar hefur skorað á sínum handknattleiksferli' og eftirminnilegasta markið er tvímælalaust jöfnunar- mark hans gegn heims- meisturunum frá Rúmeníu í Laugardalshöllinni 1971, þegar Höllin hafði nær því sprungið af fagnaðarlát- unum. Það fer stundum ekki mikið fyrir honum á leikvelli, en þegar dæmið er gert upp eftir leiki, hvort það eru leikir FH- liðsins eða landsliðsins, þá er nafn hans ofarlega á lista yfir beztu leikmenn- ina. Þótt Viðar sé þekktur fyrir prúðmennsku sina jafnt á leik- velli sem utan, er ekki þar með sagt. að hann sé skaplaus. Þvert á móti. hann er ekki vanur að gef- ast upp fyrr én i fulla hnefana, það hefur hann sýnt i þeim 76 landsleikjum, sem hann hefur leikið með islenzka landsliðinu. Hann var mikið i sviðsljósinu sl. keppnistimabil með FH-liðinu, en fyrir það keppnistimabil voru FH-íngar ekki hátt á blaði yfir liklegustu sigurvegara tslands- mótsins, þar sem Geir,Hallsteins- son myndi ekki leika með liðinu. En þá sýndi Viðar fram á það, að Hafnfirðingar þurftu ekki að ör- vænta. Hann tók við stjórn liðsins og stýrði þvi gegnum Islandsmót- ið og i lokin stóð FH-liðið uppi ósigrað. Og hverjir muna ekki þátt hans i velgengni FH i Evrópukeppninni i vetur, en þar lék Viðar eitt af aðalhlutverkun- um. Viðar hefur einnig verið einn af burðarásum landsliðsins, eða siðan hann vann sér fast sæti i þvi haustið 1969. Byrjaði feril sinn á 7. hæð í New York Viðar var fyrst valinn i lands- liðið 21 árs gamall, en þá var landsliðið á leiðinni til Bandarikj- anna árið 1966. Það voru leiknir tveir leikir og fór sá fyrri fram á 7. hæð i stórhýsi á Manhattan i New York og klæddist þvi Viðar i fyrsta skipti landsliðspeysunni i skýjakljúf i stórborginni vestan- hafs. Siðan leið heilt ár, þar til að Viðar klæddist aftur landsliðs- peysunni, en það var gegn Tékk- um. sem þá voru heimsmeistar- ar. Leikurinn fór fram sex hæðum neðar. en Viðar lék sinn fyrsta leik, eða i Laugardalshöllinni i desember 1967 og lauk leiknum með sigri Tékka 18:14. Á þessum árum fékk V'iðar að kynnast þvi, að það er oft erfitt að vinna sér fast sæti i landsliðinu. Hann var settur út i „kuldann", eins og það er oft kaílað, þegar leikmenn eru ekki valdir i lands- lið. Þrátt fyrir að Viðar væri i „kuldanum" næstu tvöárin — eða til ársins 1969, þá lagði hann ekki árar i bát. Hann-sýndi þá að hann væri verðugur landsliðsmaður, enda kom að þvi að hann var val- inn i landsliðið aftur. Það var gegn Norðmönnum, sem léku hér tvo landsleiki i Laugardalshöll- inni i október 1969. Viðar átti þá góða leiki og tryggði sér þá fast landsliðssæti, sem hann hefur haldið siðan. Skoraði eitt þýðingarmesta mark Islands Viðar varð fljótt einn af aðal- mönnum islenzka landsliðsins og sá leikmaður, sem sóknarleikur liðsins helzt byggðist á. Mörgum er eflaust ofarlega i minni, hið þýðingarmikla mark, sem hann skoraði i Laugardalshöllinni 1971, þegar Islendingar náðu jafntefli gegn heimsmeisturunum frá Rúmeniu. Sá leikur mun seint gleymast, þvi að það er einn stór- kostlegasti leikur, sem islenzka landsliðið hefur leikið fyrr og sið- ar. Útlitið var ekki gott fyrir ts- lendinga, þvi að Rúmenar voru komnir i 14:9 þegar 10 min. voru liðnar af siðari hálfleik. En þegar allir töldu leikinn vera tapaðan, þar sem Rúmenar voru búnir að ná 5. marka forskoti, þá kom Hjalti Einarsson, hinn snjalli markvörður i FH i markið og tók að verja af þvilikri shilld, að sjaldan hefur sést önnur eins markvarzla. Þá gæddist islenzka liðið slikum krafti, að sjálfir heimsmeistararnir réðu ekkert við hinar geysilega þungu sóknarlotur leikmanna islenzka liðsins. tslendingum tókst að jafna 14:14 rétt fyrir leikslok, og var það Viðar Simonarson, sem skoraði þetta þýðingarmikla mark og tryggja þar með ts- VIÐAR SiMONARSON.-.sést hér með blómvöndinn, sem hann fékk frá HSÍ á þritugs-afmælinu. (Timamynd Róbert).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.