Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 36

Tíminn - 02.03.1975, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 2. marz 1975 Indriði G. daglegt amstur nema ég vilji blanda mér i það, þá daga sem vitaö er aö næöis er þörf. Kannski er maður stundum önugur fram úr hófi. En þvi er tekið með jafn- aöargeöi af öllum. „Þegar illa gengur er ég liprasti maður" — Finnst þér ekki, þar sem þú <ilsi upp I sveit, erfitt að sitja við skrifborð allan daginn? — Ég hef aldrei tekið eftir því. Ég sezt ekki við skrifborð nema ég eigi erindi i stólinn. Annars ættum við heldur að tala um rit- vélarborð, þvi ég skrifa aldrei neitt. Ég nota ritvél. Og ég er þvi aðeins ókyrr við borðið að illa gangi. Þá getur það orðið eins og sending af himni fái ég veður af þvi að skipta þurfi um peru. Þeg- ar illa gengur er ég liprasti mað- ur, og spyr gjarnan hvort ég geti ekki hjálpað eitthvað til. Gangi hins vegar vel get ég setið enda- laust, og við yfirskriftir, eða þeg- ar ég er að ljúka við eitthvað, veit ég ekki hvaö skrifborö er og ekki timi heldur. — Telur þú ekki, að rithöfundar þurfi að takmarka þrásetu slna við skriftir? — Það fer ntl eftir rasssæri og öðru. — Hvaða lifnaðarhætti telur þú hollasta skáldum? — Ef þú átt við búsetu, þá held ég aö hver verði að búa þar sem bezt þykir. Gunnar Gunnarsson settist að á Skriðuklaustri þegar hann kom heim. Ég hef aldrei . spurt hann að þvi, hvort honum hafi fallið betur að skrifa þar en hér I Reykjavik. Fyrir mitt leyti þá vil ég taka mér i munn orð karlsins, sem sagði: Berið mig þangað sem skvaldrið er. Rithöf- undar eiga nefnilega ekki að ein- angra sig. Þeir eiga að reyna að láta sér Hða eins vel og unnt er. Ég vil geta brugðið mér eitthvað til skemmtunar, gefist timi til þess, og þess vegna hef ég ýmist skrifað hér éða á Akureyri, þar sem þeir hafa Sjallann. Ég held að kenningin um einangraðan stað sé eins konar útilegumanna- rómantik. Og ekki skíifaði Fjalla- Eyvindur bækur, þótt hann hefði bæði Höllu og hálendið. — Hverja af bókum þlnum hefur þér þðtt erfiðast að skrifa? — Land og syni, og hún ber þess kannski einhver merki. En htin er samt sem áður heiðarleg bók. — En hvað heldur þii sjálfur, að þér hafi tekizt bezt? ' — Þvi get ég ekki svarað. — Heldur þú að þér muni nokk- urntíma þykja leiðinlegt að sýsla við skáldskap? — Maður dregst að hverju verkefniá fætur ööru án nokkurr- ar tilfinningar um skemmtun. Það fylgir mikill kviði hverju upphafi og kviði út af setningum ogblæbrigðum.ogaðlokum kviði út af þvi hvort þetta sé nú full- skrifað. Við ættum kannski að efna okkur i nýtt viðtal um álög? —VS. Áður en farið er í vinnuna: Tíminn og morgun- kaffið SVALUR Lyman Young íiJHver er þessi náungi?J"^ Hann er með mik inn hitá Hann er eigandí ^ og þjálfari > ( hvalsins sem J Vflutti mig <££ ' Ég er "^Vertu ekki of ánægður að| viss, þeir i kþU sást mig ctrúá mér £ fara sitjandiekki'héldur á hvalnum,j þeir trúa mér VAte, (¦ Þeir bíða I eftirvænt .. ,ingu eftir hvalasögunhi /^ Svalur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.