Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. marz 1975 TtMINN 5 Fyrsta landskeppni í skák milli Færeyja og Islands gébé-Reykjavik. Skákþing Is- lands hefst 20. marz n.k. og er nú að mestu leyti vitað um hverjir verða 1 iandsliðsflokki, en tefit verður á tveim stöðum — í skák- heimilinu að Grensásvegi 46 og i húsnæði Hreyfils. Mjög góð þátt- taka er í kvennaflokki og þá verður einnig keppni I svokölluðum öldungaflokki. Landskeppni verður I fyrsta skipti milli Færeyinga og ts- lendinga. Tólf menn keppa i landsliös- flokki og er þar fyrst aö teljafjóra efstumenn frá siöasta skákþingi, Jón Kristinsson, lslands- meistara, Ingvar Asmundsson, Björgvin Viglundsson og Jónas Þorvaldsson. Þá veröatveir efstu menn i meistaraflokki frá i fyrra nú i landsliðsflokki, en þeir eru Helgi Ólafsson og Gunnar Finnlaugsson. Næst koma svo Björn Þorsteinsson, skákmeistari Taflfélags Reykjavikur og Margeir Pétursson, hinn ungi efnilegi skákmaður, sem varð fjóröi á Skákþingi Reykjavikur nú i vetur og Hauki Angantýssyni er boöiö að vera meö, en Haukur hefur dvalizt við nám i Þyzka- landi að undanförnu. Skák- meistari Norðurlanda verður i landsliðsflokki, en hann er Frank Herlufsen. Þá er sigurvegarinn i Skákþingi Kópavogs næstur, en ekki er enn vitað hver hann er, þar sem keppni stendur þar enn yfir. Um siðasta sætið keppa svo skákmeistarar frá Hafnarfirði, Hreyfli, Keflavik og Skáksam- bandi Suðurlands. Þátttakendur i kvenna- keppninni verða margir, að sögn Gunnars Kr. Gunnarssonar, for- manns Skáksambands lslands. Þegar hafa um þrjátiu konur látiö skrá sig og er enn búizt við fleiri. Kvennaflokkurinn verður væntan lega tviskiptur, og verður skipt i eldri og yngri flokk og miðað við fjórtán ára aldur. Áhugi á skák virðist vera mikill hjá kvenfólki um þessar mundir, og sagði Gunnar að nýlega hefði hann teflt fjöltefli við rúmlega tuttugu konur og hefðu þrjár þeirra farið með sigur af hólmi, en fjórar gert jafntefli. Staðið hefur til i mörg ár, að landskeppni færi fram milli Fær- eyinga og Islendinga i skák, en ekki orðið að fyrr en nú. Þrjátiu manna hópur skákmanna kemur frá Færeyjum 24. marz og dvelja þeir hér i viku. Teflt verður á niu borðum, tvöföld umferð. Einnig munu Færeyingarnir keppa við önnur taflfélög meðan þeir dvelja hér, sagði Gunnar. Fjögur svæðamót eru haldin i Evrópu, sagði Gunnar, og hefur komið til tals, að eitt þeirra verði haldið hér. Tveir skákmenn is- lenzkir hafa rétt á þátttöku á svæðamótum, þeir Friðrik ólafs- son og Guðmundur Sigurjónsson. Ef að þessu verður, þá munu um sautján erlendir skákmenn koma hingað til landsins til keppni. Gunnar sagðist fara til Amster- dam á fund Alþjóöaskáksam- bandsins til að ræöa hverjir möguleikar séu á að unnt verði að halda svæðamót hér, og eru þegar samningaumleitanir i gangi hér á landi við ýmsa aðila. Þá sagði Gunnar Kr. Gunnars- son að lokum, að siðar yrði auglýst þátttaka i skákþinginu i öðrum flokkum, svo sem unglingaflokki, öðrum flokki og meistaraflokki. AuglýsícT iTtmaimm CAV Olíu- og lofíóíur l flestar tegundir bifreiða og vinnu- véla Rafgeymar í miklu úrvali —33LOSSK--------------- Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun - 8-13-51 verkstæöi ■ 8-13-52 skrilstofa ----33LOSSK-------------- Skipholti 35 ■ Simar: 8-13-50 verilun 8-13 51 verkstcöi 8-13-52 skrifstofa Frá Norræna félaginu Stofnuð verða æskulýðssamtök innan Nor- ræna félagsins i Norræna húsinu, fimmtu- daginn 6. marz kl. 21. Félagar i öllum deildum norræna félags- ins 16-35 ára eru velkomnir. Undirbúningsnefndin. AUGLYSINGASTOfA KRISTINAR 62.9 Er þessi reitur á þínum tryggingaskjölum ? $A?.yr, Það er harla ólíklegt, nema því aðeins að þú skiptir við gagnkvæmt tryggingafélag. Gagnkvæm trygginga- félög greiða tekjuafgang til viðskiptavina sinna. Árið 1974 voru endurgreiðslur til tryggingataka hjá Samvinnutryggingum svo sem hér segir: af lögboðnum húsatryggingum af farmskipatryggingum af ferða- og slysatryggingum af frjálsum ábyrgðatryggingum Samtals kr. 1.653.000.- 1.588.000.- 1.698.000.- 1.496.000.- 6.435.000.- Þeir, sem keyptu ofangreindar tryggingar hjá Samvinnutryggingum 1973, fengu því tölur í þennan reit 1974. Tölur þeim til tekna. SAMVINNUTRYGGirVGAR GT ÁRMÚLA3 SÍMI 38500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.