Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. marz 1975 TÍMINN 7 r v Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Bandamaður, sem brást í umræðum um oliumálið, sem fóru fram i neðri deild Alþingis siðastl. föstudag, vék Magnús Kjartansson nokkrum orðum að grein eftir annan af ritstjórum Timans um hækkun hitaveitugjaldsins, en i greininni hafði verið hvatt til hófsemi i verðhækkunum, þvi að heimilin þyldu ekki stöðugt vaxandi byrðar. Jafnframt var lýst stuðningi við þá afstöðu Ólafs Jóhannes- sonar viðskiptamálaráðherra að neita þvi, að fallast athugunarlaust á kröfu um 30% hækkun hitaveitugjaldsins, eins og forráðamenn Hita- veitunnar gerðu kröfu um. Fyrir þetta hafði við- skiptamálaráðherra orðið fyrir nokkru aðkasti i fjölmiðlum. Magnús Kjartansson kvaðst vilja fá skýringu á hvers vegna þessi grein hefði verið skrifuð, þar sem búið væri að fallast á 23% hækkun hitaveitu- gjaldsins. Ritstjóri Timans, sem var staddur á fundinum, veitti honum greið svör. I fyrsta lagi hefði ritstjóri Timans viljað styðja málstað við- skiptamálaráðherra, en i öðru lagi hefði það ver- ið honum hvatning, að hann taldi sig hafa áhrifa- mikinn bandamann. Þann 23. febrúar hefði birzt mjög skelegg forustugrein i Þjóðviljanum, þar sem hækkun hitaveitugjaldsins var harðlega mótmælt. Höfundur greinarinnar var enginn annar en Magnús Kjartansson. í greininni sagði m.a.: ,,Ljóst er, að fyrirtæki Reykjavikurborgar eru nú að koma á neyðarástandi til þess að knýja stjórnvöld og þá sérstaklega Ólaf Jóhannesson viðskiptamálaráðherra til þess að heimila hrika- legar nýjar verðhækkanir á rafmagni og heitu vatni.. Kröfur hitaveitunnar eru miðaðar við það, að fyrirtækið hirði stórfelldan gróða af við- skiptavinum sinum og geti fjármagnað nýjar stórframkvæmdir að meirihluta til með gróðan- um einum. Slik fjármögnun er einsdæmi i is- lenzku þjóðfélagi og krafan um hana siðlaus árás á afkomu almennings i höfuðborginni.” Jafn skelegg afstaða Magnúsar Kjartanssonar virtist vissulega ekki geta þýtt annað en að örugglega mætti treysta á stuðning Alþýðu- bandalagsins i þeirri viðleitni að sporna gegn hækkun hitaveitugjaldsins. En þvi miður fór þetta á aðra leið. Tveimur dögum eftir að þessi skelegga grein Magnúsar Kjartanssonar birtist i Þjóðviljanum, var haldinn fundur i borgarráði Reykjavikur, þar sem hækkunarkrafa hitaveit- unnar var fyrst tekin til formlegrar umsagnar. Úrslitin þar urðu þau, að fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Sigurjón Pétursson, gekk i bandalag með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að krefjast 24% hækkunar hitaveitugjaldsins. Áheyrnarfull- trúi frá Alþýðuflokknum, sem ekki þurfti að greiða atkvæði, bað um leyfi til að vera með og lýsti fylgi sinu við þessa hækkun. Þannig var það sameiginleg krafa þriggja flokka, sem hafa 13 af 15 fulltrúum i borgarstjórninni að baki sér, að hitaveitugjaldið yrði hækkað um 24%. Eftir að bæði Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn höfðu þannig gengið i lið með Sjálfstæðisflokkn- um, var ekki lengur bolmagn til að standa á móti og niðurstaðan varð sú, að hitaveitan fékk leyfi til að hækka gjaldið um 23%. Það reyndist þvi miður i þessu máli, að haldlit- ið reyndist að treysta á Magnús Kjartansson sem bandamann. En það er ekki nýtt i seinni tið, að hann reynist áhrifalitill i forustusveit Alþýðu- bandalagsins, þegar hann beitir sér fyrir réttu máli. þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tekur Richardson við af Kissinger? Vaxandi orðrómur um að Kissinger hætti NÚ UM helgina tók Elliot Richardson við sendi- herraembætti Bandarikjanna I London. Richardson var heil- brigðis- og menntamála- ráöherra I stjórn Nixons, siðar varnarmálaráðherra og loks dómsmálaráðherra. Hann þótti reynast vel i öllum þess- um embættum, þótt hann ætti stutta viðdvöl i dómsmálaráð- herraembættinu, þvi að Nixon vék honum úr starfi, þegar hann neitaöi að reka Cox rannsóknardómara i Water- gatemálinu. Fyrir þetta varð Richardson frægur maður og hefur hann oft siðan verið nefndur sem eitt álitlegasta forsetaefni republikana. Það kom nokkuð á óvart, að Ford forseti skyldi ekki fela Richardson veigameira embætti en sendiherra- embættiö I London, þvi að ýmist hafa verið skipaðir I það auðkýfingar, sem fengu það sem endurgjald fyrir rif- leg framlög i kosningasjóð forsetans, eða aldraðir stjórn- málamenn, sem hafa fengið það sem eins konar sárabót, þegar þeir hafa orðið að láta af öðrum veigameiri störfum. Hvorugu er til að dreifa i þessu tilfelli. Astæðan fyrir þessari stöðuveitingu er yfir- leitt talin sú, að Ford hyggist skipa Richardson sem utan- rikisráðherra, ef Kissinger forfallast af einni eða annarri ástæðu. Richardson hefur ekki áður látið utanrikismál til sin taka og gæti það orðið honum gagnlegur undirbúningur, ef hann gegndi sendiherra- embættinu i London um nokkurt skeið. Aður en Richardson hélt til London i siðastliðinni viku, átti hann óformlegan fund með brezkum blaðamönnum, sem dveljast vestra á vegum fjölmiðla i Bretlandi. Richardson fór þar ekki dult með það, að hann teldi sig eðlilegan eftirmann Kissinger, ef sá siðarnefndi léti af utanrikisráðherra- embættinu. Richardson taldi óliklegt, að Kissinger myndi láta af embættinu nema vegna þreytu. Hann lét jafnframt i ljós vonir um, að árásum þingmanna á Kissinger myndi linna, og að nýtt samkomulag milli Egypta og Israels- manna myndi auka veg hans að nýju. UND ANFARNAR vikur hefur sá orðrómur verið þrálátur i ameriskum blöðum, að Kissinger stefni að þvi að draga sig I hlé fyrir næstu ára- mót og taka upp háskóla- kennslu að nýju. Astæðan sé sú, að hann sé orðinn þreyttur og einnig falli honum illa hinar vaxandi árásir, sem hann sæt- ir af hálfu demókrata. Tvö helztu forsetaefni demókrata, sem þegar hafa gefið kost á sér, öldungadeildarþing- mennirnir Henry Jackson og Lloyd Bentsen, beina mjög geiri sinum gegn honum um þessar mundir. Þegar hin nýju lög Bandarikjanna um viðskipti við önnur riki, voru til endanlegrar afgreiðslu fyr ir áramót komu þeir Jackson og Bentsen hvor um sig fram breytingum, sem mjög hafa reynzt Kissinger til óþæginda. Jackson kom fram þvi ákvæði, að hin svokölluðu beztu kjör, sem raunar nær öll viðskipta- lönd Bandarikjanna njóta, næðu þvi aðeins til Sovét- rikjanna, að þau leyfðu fleiri Gyðingum að flytja úr landi. Þetta háfa Rússar tekið ó- stinnt upp og það ekki að ástæðulausu/Bentsen kom hins vegar fram þeirri breytingu, að sérstakar hömlur yrðu settar á lönd, sem væru i samtökum oliu- sölurikja. Þetta hefur bitnað á tveimur rikjum rómönsku Ameriku, Venezuela og Ecuador, með þeim afleiðing- um, að öll rómönsku rikin hafa snúizt gegn Bandarikjunum i þessu efni. Þá er þingið tregt til að fallast á tillögur þeirra Fords og Kissingers um aukin framlög til Kambodiu og Suður-Vietnam. Jafnvel Henry Jackson. er til þessa hefur verið einn ákafastur stuðningsmaður Saigon- stjórnarinnar, er nú sagður hafa I hyggju að snúast gegn aukinni fjárveitingu til henn- ar. Siðast en ekki sizt hefur svo þingið stöðvað hernaðar- lega aðstoð við Tyrki sökum tregðu þeirra til að semja um lausn Kýpurdeilunnar. Nú eru að visu horfur á, að öldunga- deildin breyti ákvörðun sinni um þetta efni, en vafasamara að fulltrúadeildin geri það. ÞÓTT Kissinger sé óvenju- legur þrekmaður og sýni sjaldan þeytumerki, verður annað vart talið trúlegt, en að hann sé farinn að þreytast I starfinu. Hann hóf starf sitt i Hvita húsinu i ársbyrjun 1969, sem ráðunautur Nixons i alþjóðamálum og hefur nær stöðugt siðan átt langan vinnudag og nær aldrei unnt sérhvildar. Undanfarin sex ár hafa þvi verið honum strang- ur vinnutimi. Að sjálfsögðu var þessi vinnubyrði léttari meðan að allt lék i lyndi, og honum tókst iðulega að ná góöum árangri og hljóta hrós fyrir. Þannig hefur honum verið þökkuð bætt sambúð Bandarikjanna við Sovétrikin og Kina, vopnahlés- samninginn i Vietnam og vopnahléssamninginn milli Arabarikjanna og Israels i fyrrahaust, ásamt samkomu- laginu um fyrstu brott- flutninga ísraelsmanna af herteknu svæðunum. En siðan hefur flest verið honum mót- drægt. Batinn i sambúð Bandarikjanna og Sovét- rikjanna hefur orðið fyrir verulegu áfalli vegna áður- greindra ákvarðana Banda- rikjaþings. Kinverjar tóku honum ekki sérstaklega vel, þegar hann heimsótti Peking i vetur. Hin nýja Kýpurdeila er að verulegu færð réttilega eða ranglega á reikning hans. Sambúð Bandarikjanna við þróunarlöndin hefur farið versnandi, eins og glöggt kom fram á sfðasta þingi Sam- einuðu þjóðanna. Ekki má svo gleyma oliumálunum, sem á ýmsan hátt hafa veikt stöðu Bandarikjanna. Allt hefur þetta stutt að þvi, að Kissinger er ekki álitinn slikur töframaður og áður.eins og sést á þvi, að for- setaefni demókrata hafa hann orðið fyrir eitt helzta skot- mark sitt. Kissinger er sagður þola þessa gagnrýni miður vel og telja hana jafnvel torvelda honum starf sitt. Ýms ummæli hans gætu bent til þess, að hann gæti vel hugsað sér, að hverfa af sjónarsviðinu, a.m.k. um hrið. Vel má lika vera, að hann óttist ósigur republikana i næstu forseta- kosningum, og að hann telji heppilegt fyrir sig að hafa lát- ið af utanrikisráðherra- starfinu áður. Þá getur hann ekki gert það öllu siðar en um næstu áramót, þvi að hann verður að tryggja eftirmanni sinum a.m.k. eins árs starfs- tima. AÐ NÝJU er nú farið að ræða um, hvor þeirra Kissingers eða Nixons hafi átt meiri þátt i þeim árangri, sem náðist á sviði alþjóðamála i stjórnartið Nixons og lítillega hefur verið rifjaður upp hér á undan. Kissinger hefur hlotið meira þakklæti fyrir þetta en Nixon, en vel má vera, að Nixon hafi verið upphafs- maður að veigamestu ákvörðununum. Svo getur farið, að sagan eigi eftir að leiða i ljós, að hlutur Nixons sé stærri i þessum efnum en al- mennt er talið nú. Nokkuð er það, að utanrikisstefna Bandarikjanna hefur virzt varfærnari og reikulli siðan Nixon let af forustunni. Af Nixon er það annars nýjast að frétta, að hann sat um fyrri helgi fyrstu veizluna, siðan hann fór úr Hvita húsinu. Hann sat þá mikla veizlu, sem auðkýfingurinn Walter Annenberg hélt hon- um, en Annenberg var fyrir- rennari Richardson sem sendiherra i London, en þá stöðu hlaut hann fyrir rifleg framlögi kosningasjóð Nixons 1968. Veizluna sátu ýmsir gamlir vinir Nixons, eins og leikararnir Bob Hope, Frank Sinatra og Ronald Reagan, sem nú er rætt um i vaxandi mæli sem frambjóöanda republikana I forsetakosning- unum 1976. Samkvæmt frá- sögn Bobs lýsti Nixon þvi með svo fögrum orðum, hve gott væri að eiga vini á þrautatim- um, að margir veizlugestir táruðust. Ef svo færi, að Ronald Reagan ætti eftir að verða forseti Bandarikjanna, getur Nixon enn átt eftir að koma við sögu, þótt ósennilegt þyki nú, en hins vegar er Reagan ekki liklegur til að gera hlut Kissingers mikinn. ÞÞ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.