Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Kartöflukofinn, vefnaður Rögnu Róbertsdóttur. Hattahillan, vefnaður önnu Þóru Karlsdóttur. Auðséö er á sýningunni i Norræna húsinu að myndvefnaður hefur unnið hugi ungra listakvenna, sem margar sýna verk sln þar. T.h. Karlmenn og konur, vefnað- ur eftir Sigrúnu Sverrisdóttur. Sólblóm Kristinar Jónsdóttur, en málverk hennar og Júliönu Sveinsdóttur skipa heiðurssess á kvcnnasýningunni. LISTSÝNING ÍSLENZKRA KVENNA r r I NORRÆNA HUSINU 1975 Silfursmiði Asdisar Sveinsdóttur Thoroddsen. i gegnum glerkass- ann sést Lifsmynd konunnar, vefnaður eftir Þorbjörgu Þórðar- dóttur. 43 starfandi listakonur eiga margvísleg verk á sýningunni. Myndvefnaður vaxandi listgrein hér á landi Vefnaður (hör) eftir Sigriði Jó- hannsdóttur. Jöklar, keramik Steinunnar Marteinsdóttur. A veggnum að baki sjást málvcrk eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Sápuaugiýsing, vefnaður eftir Hildi Hákonardóttur og Þrjár konur, silkiþrykk á bómuli, sem Steinunn Bergsteinsdóttir hefur gert. Hafrót, skúlptúr eftir Geröi Heigadóttur. Til hægri á myndinni eru Ragnarrök, oiiumálverk eftir Maríu ólafsdóttur. TÍMINN 9. 2J[ StéltMtyH R {2) wtq 10 » 7m 8M Deiid brmgtt&kull Göltur Ft 10 i 33m 17M Vtí* **0 yT 4 f , - V" GóitufV - : / súí&'/o**" SauAanes P. 20 s 8M %Wnín|tii%eU8' m/4 ?Fs* . Oi ■>%. í> \ fJateyrA Kambsnrs Á 10 '»W *óf»fj*r Urimshólt ÞverQnlt FUtilJaH Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn: AAjólkurskortur °g Inndjúpsáætlun Nýlega barst mér i hendur „Skutull”, málgagn Alþýðu- flokksins á tsafirði. Mun blaöið aldrei þessu vant, hafa verið sent á alla bæi hér i Djúpinu. Astæðan er liklega grein, sem ber yfirskriftina „Mjólkurskort- ur” og merkt upphafsstöfunum BS, sem eflaust er Björgvin Sig- hvatsson skólastjóri, ábm. blaös- ins. Þar fer hann fyrst lofsyrðum um Inndjúpsáætlun, en siðan vik- ur hann að sivaxandi og viðvar- andi mjólkurskorti á Isafirði og nágrannakauptúnunum og telur það ranga stefnu og sóun á al- mannafé, að fyrstu framkvæmdir Inndjúpsáætlunar i sumar hafi mest gengið út á það að byggja fjárhús. Stöldrum nú við og athugum þetta ögn nánar. Ekki er gott að átta sig á, hvort BS er hér aö leggja landbúnaðar- og bænda- hælbitum Alþfl. lið eða fáfræði hans sé um aö kenna, en i trausti þess, að hið siðara sé ástæðan vil ég fara nokkrum orðum um or- sakir þess, að mjólkurframleiðsla hefur dregizt mjög saman hér i Inndjúpinueða iSnæfjalla-, Naut- eyrar-, Reykjarfjarðar- og ögur- hreppum, ef það gæti orðið BS og öðrum kaupstaðar- og kauptúna- búum til nokkurs skilningsauka. Ég held að skipta megi orsökun- um i fjóra meginþætti. 1. Sérhæfing i landbúnaði Sérhæfing á nú mjög auknu fylgi að fagna hjá bændum, eink- um þeim yngri. Þetta bitnar meira á kúabúunum. Kýrnar verður að mjólka tvisvar á dag alla daga jafnt, undan þvi verður ekki vikizt. Mjög erfitt er að fá fólk til að hlaupa i skarðið, þegar bóndinn og skyldulið hans vilja taka sér fri eins og annað fólk. Sauðfjárbændur geta um miklu frjálsara höfuð strokið að sumr- inu, auk þess sem auðveldara er og áhættuminna að fá hjálp viö fjárbú að vetrinum. Þessi þróun á sér stað um allt land, og ekkert siður i „paradis” mjólkurframleiðenda, Eyjafirði og á Suðurlandsundirlendi. Þar fækkar innleggjendum mjólkur jafnt og þétt, en kúabúin stækka svo mjólkurframleiðslan helzt i horfinu og vel það. Árferði og veðurfarssveiflur hafa þar litil á- hrif samanborið viö haröbýlli héruð landsins, svo sem Vestfirði. 2. Kal og harðæri Ég slæ því föstu, aö BS muni eftir haröæris- og kalárunum frá 1965—1970. Eflaust hefur hann átt leið inn á ísafjaröarflugvöll og séö hvernig túnin i Skutulsfirðin- um litu þá stundum út, hvitkalin og nálega graslaus. Svipaö var ástandið viða, og verra en þetta, t.d. hér inn frá, þar sem kalskemmdirnar bæöi urðu fyrr og geru seinna. Við bár- um á rándýran tilbúinn áburð, en fengum litið eða ekkert gras, viö rifum upp túnin og endurræktuð- um og færðum þau út og stækkuð- um þau meö nýrækt, sem i bezta falli gaf uppskeru eitt sumar. Svo dauðkól aftur — og aftur var haldið á stað og tún stækkuð og stækkuð, en alltaf minnkaði hey- fengurinn. Við slógum tún eyðijarða, heyj- uðum norður i Graunnavik, suöur i Dölum, ruddum vegi á eigin kostnað langleiðir til að komast á engjar, slógum þar með orfi og ljá, svo og alla útskækla heima við. Reyndum við grænfóðurrækt með misjöfnum árangri. Keypt- um hey úr fjárlægum landshlut- um fyriroffjár, gáfum fóðurbæti i stórum stil, settum þó á „guð og gaddinn” hvern vetur, stóðum yfir fé á beit og tefldum þvi á tvær hættur I ótið og áhlaupsveörum, fækkuðum bústofni. Þaö kom mest niður á kúnum. Þeim fækk- aði á um annað hundrað i þessum fjórum hreppum. Sauöfénu fækk- aði ekki eins, þvi heldur var hægt að nlöast á þvi án óhappa, en auð- vitaö varð þó stórfellt afurðatjón á þeim bústofni, sem eftir var. Við þraukuðum sem sagt eins og þessi elzta stétt landsins hefur gert i ellefu aldir, þrátt fyrir eld- gos, harðindi, drepsóttir, erlenda áþján og Alþýðuflokk, þangað til árferði batnaði upp úr 1970. En þá var fjárhagur bænda hér flestallra i kaldakoli. Þeir voru reyrðir i verzlunar- og lausa- skuldir og bjargráðasjóðslán og gátu sig hvergi hrært. Bústofninn kominn niður i 290 ærgildiá móti landsmeðaltali upp á 400 ærgildi. Túnin hafa gróið hægt upp og eru hvergi nærri búin að jafna sig ennþá. Eðlilegt við- hald og nýbyggingar að mestu legið niðri. Sem sagt: Framund- an mikið og aðkallandi uppbygg- ingarstarf eða byggðareyðing aö öðrum kosti. Forvigismenn okkar fengu svo bændur i þessum fjórum hrepp- um til að taka höndum saman, hið opinbera kom okkur til hjálpar i gegnum Landnám rikisins með að skipuleggja uppbygginguna og útvega viðbótarlánsfé til áætlun- arframkvæmdanna, þar sem hið almenna lánakerfi þraut. Sér- staklega ber að geta um og þakka þeim Árna Jónssyni og Jóni Ragnari Björnssyni hjá Land- náminu og Jóhanni T. Bjarna- syni, framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambands Vestfjarða fyrir þeirra stóra hlut i undirbúningn- um og áætlanagerðinni. Þar voru réttir menn á réttum stöðum. 3. Mjólkurflutning- arnir og vegakerfið Við verðum sjálfir aö koma mjólkinni á bryggjur i veg fyrir Djúpbátinn, endurgjaldslaust, tvisvar i viku, sumir um langveg, ef þá þessir niðurgröfnu moldar- troöningar eru færir. Þó hafa mjólkurbilar farið undanfarin tvö sumur tvær af þremur vikulegum mjólkurferðum, en aöeins i þrjá mánuöi um hásumarið. Annars verðum við sjálfir aö brölta með mjólkina á bát i haustveðrum, vetrarhriðum og aurkafhlaupi á vorin — eða hella henni niður aö öðrum kosti. Sveitarfélögin hafa ekkert bol- magn til að standa undir kostnaði viö snjómokstur að hálfu á móti rikinu, uppbygging veganna gengur alltof hægt og viröist svo sannarlega mál til komið, að mjólkurfélagsstjórnin hafi frum- kvæði að þvi, I samvinnu við hlut- aðeigandi aðila, aö leita úrbóta á þessu öngþveiti, svo þeir bændur, sem ennþá halda tryggð við kýrn- ar, feti ekki i slóö hinna, sem af- tekið hafa að hálf- eða aldrepa sig við að koma mjólk frá sér — eða mega ganga að þvi visu að mjólka meira og minna i flórinn hvern vetur. 4. Sauöfé eöa kýr? öllum ber samán um, aö land- kostir hér við Inndjúpið séu betur fallnir til sauðfjár- en kúabúskap- ar. Kúahagar lélegir, ræktunar- skilyröi viða takmörkuö, enda hvergi hægt að beita mjólkurkúm á ræktað land eða áborið að sumrinu, allt slikt verður aö heyja út i æsar. Bændur víðast hvar annars staöar mundu lik- lega hrista hausinn I forundran og ekki telja álitlegt að fá góðan arð af kúahjörð, sem gengi á úthaga öll sumur. 1 „Gulbók” Inndjúpsnefndar segir orðrétt: Dala- og fjallahlið- ar eru viða mjög grösugar allt upp i 200—300 metra hæð og gróð- ur fjölbreyttur, þar á meðal birki og viðikjarr. Beitiland i heild verður að telja mjög gott fyrir sauðfé og hvergi virðist um ofbeit að ræða. Telja má fullvist, að sumarhagar á þessu svæði þoli a.m.k. þá fjárlögun, sem ráðgerð er I þessari áætlun”, (þ.e.a.s. úr 77761972 upp i 10434 vetrarfóðraðs fjár 1978, en nautgripum á sama tima úr 191 i 305). Mér virðast helztu annmarkar hér á fjárbúskap vera haust- og vorhret, sem geta valdið verulegu tjóni, einkum hér að norðan- verðu, svo og hitt, sem hlýtur að standa til bóta, að sláturhús er nú ekkert i Inndjúpinu og verður að flytja allt förgunarfé suður yfir heði eða til Isafjarðar og Bolung- arvikur. Þegar fé verður komið á ellefta þúsund vetrarfóðrað og ekki óliklegt að þvi fjölgi ennþá meir, má búast við 14-^-16 þúsund- um sláturfjár á svæðinu. Að flytja það út eftir eða suður yfir Þorska- fjarðarheiði, jafnvel þó yfir hana yrði þá kominn góður vegur, er óðs manns æði, enda eðlilegast, að viö njótum þeirrar vinnu og fjármuna, sem framleiðsla okkar skapar, eins og framast er unnt. Fjárhúsbyggingarnar Ef BS athugaði nú framantalin atriði af dálitilli sanngirni, getur hann varla undrazt það, þótt fjós- byggingar yrðu ekki ofarlega i huga eða á framkvæmdalista okkar Inndjúpsbænda fyrir sum- ariö 1974. Geta verður þess, að á stærri kúabúunum voru nokkuð nýleg f jós, Fjárhús voru hins veg- ar langviðast léleg eða hrunin, svo byggingarnar I sumar voru meira eðlileg endurnýjum, sem of lengi hafði setið á hakanum. Og mér er ekki kunnugt um annað en bændur sjálfir eigi að borga þær eins og fyrr segir. En ég get endurtekið fyrir BS, aö Land- námið aðstoðar okkur við að skipuleggja uppbygginguna og útvega viðbótarlánsfé til áætlun- arframkvæmdanna, þar sem hið almenna lánakerfi þrýtur. Þær fimm milljónir, sem veittar voru til áætlunarinnar 1974, voru eðli- lega notaðar til efniskaupa I vor, þegar við borð lá, að fram- kvæmdir strönduöu vegna þess millibilsástands, sem skapaðist þá vegna þingrofsins og kosning- anna, og þjóðfélagið var eins og bill I frigir. Ekki er óliklegt, að fjárveitingin nú i ár, sjö milljónir, fari sömu leiö. Helzt var annars talað um, að þessum fjármunum yrði skipt sem nokkurs konar staðaruppbótogkæmi til bóndans sem viönót á grundvallarverð þeirrar vöru, sem hann legði inn i mjólkurbú og sláturhús. Varla mun af veita og dregur þó skammt til að jafna þann að- stöðumun, sem við búum við, samanborið við stéttarbræður okkar mjög marga, einkum sunn- an-, suðvestan- og norðanlands. En ég get ekki sillt mig um, svona i framhjáhlaupi, að segja við þá allt of mörgu bændur hér um slóðir, sem ennþá stunda hjarðmennskubúskap, en hafa verið að byggja i sumar eða hugsa til þess á næstu árum, að ef þeir auka ekki ræktun og heyfeng, helzt á unda og a.m.k. samhliða byggingum og bústofnsaukningu, og ef þeir stefna ekki jafnframt að aukinni frjósemi fjárins og há- marksafurðum, þá eru þeir ekki einungis að fremja efnahagslegt sjálfsmorð,heldur að vega að rót- um Inndjúpsáæltunar. Ef menn ráða ekki viö hvort tveggja i einu, og það gera ekki einyrkjar, þá er betra að fara sér hægar i byggingunum og láta ræktunina ganga fyrir, þvi staðreynd mun það, að af 120 hektara túnauka, sem var á áætlun 1974, má kallast gott, ef ræktun nemur 20 hektör- um á svæði. Eins hitt, að þeir bændur hér, sem náð hafa nægum heyfeng og stefna alfarið að rækt- unarbúskap, eru nú að komast i fremstu röð á landinu, hvað af- urðasemi sauðfjár snertir. Þröngsýni BS óskapast svo yfir þvi, ,,að hinu takmarkaða fjármagni þjóð- arinnar” sé varið i sauðfjarrækt á Vestfjörðum,þ.e. i Inndjúpið. Ja svei! Er þetta ekki músarholu- sjónarmið? Ég veit ekki betur en við bændur hér innra gleðjumst af heilum hug, þegar framfaraspor eru stigin i kaupstöðum, þangað koma ný atvinnutæki eða þegar fjármagn fæst i nauðsynlega upp- byggingu og til aðkallandi verk- efna þar. Við gerum okkur nefni- lega ljóst, að sveitirnar og sjávarplássin eru eins og fingúr á sömu hendi, þurfa og verða að styðja hverjir aðra, ef vel á að fara. Þess vegna vildum við óska þess, að okkur væri gert kleift að framleiða alla þá mjólk, sem þið út frá þurfið. Bændur eru ekki uppi i f jölmiðl- um með leiðbeiningar til sjó- manna um sjósóknina eða ráö- leggingar til útgerðarmanna um, hvemig þeir eigi að fara að þvi að hætta aö tapa. Né heldur til skóla- stjóra um hvernig þeir eigi að ráða við baldna unglinga. Hins vegar getur hver langskólageng- inn apaköttur sem er, svo og pólittskar vanmetakindur vaðið yfir bændur og búalið á skitugum skónum, hafandi uppi ósanninda- vaðal um þennan atvinnuveg, sem framleiöir 2/3 af fæðu þjóð- arinnar og 20% hennar a.m.k. hafa framfæri sitt af, og eru þvi sperrtari sem þeir eru fjær þvi að hafa nokkurn tima komið á grænt gras eða nálægt búfé. Þvi miðurfá svona „spámenn” alltaf einhvern hljómgrunn hjá hugsunarlitlum malbikssálum. Maður littu þér nær Niðurlag greinar BS er nálægt bergmál frá Gylfa Þ. Guðföðurj Jónasi á Visi og Bjössa Matt., þar sem þeir Bakkabræður voru svo hressilega kveðnir i kútinn i út- varpinu i landbúnaðarþætti Páls Heiðars Jónssonar 13. febrúar, læt ég hjá liða að anza þvi, utan þar sem Björgvin segir, að sér sé illa viö útflutningsbætur á dilka- kjöt. Þaö er engan veginn vist, að það dæmi sé þjóðhagslega óhag- kvæmt, þegar á allt er litið, Meö þessum útflutningi aflar landbún- aðurinn stórs hluta þess gjaldeyr- is, sem hann þarfnast til innflutn- ings i sina þágu. Er það vitavert eins og útlitið er núna? Eða sá gjaldeyrir, sem fæst fyrir ullar- og skinnavöruna, þann hluta sem kemur af „umframdilkunum”? Eða þá vinnu, sem þeir skapa öðrum en bændum? Eða vill hann borga 10% hærra verð innan- lands, svo bændur nái grundvall- arveröi? Kannski kýs hann kjöt- skort, þegar verr árar? Fram- leiösla umfram heimaþörf er ekkert sérislenzkt fyrirbæri i góö- um árum, heldur algengt og snú- ist við þvi annars staðar á likan hátt og hér nema hjá þeim, sem efni hafa á að eyðileggja eða gefa umfram birgðir. En sauðfjárhald i þéttbýli á að dómi alvörubænda ákaflega tak- markaðan rétt á sér og ætli það fari nú ekki mesti kúfurinn af dilkakjötsútflutningnum, ef það væri ekki til staðar. Væri ekki nærtækara og verð- ugra verkefni fyrir BS og Alþ.fl., þar sem hann er einhvers megn- ugur ennþá, t.d. á tsafiröi, að vinna að þvi að sauðfjárhald inn- an bæjarmarkanna dragist sem mest saman og stuðla þá heldur að aukinni mjólkurframleiðslu i Hnifsdal, Skutulsfirði og Arnar- dal, heldur en að vera reka hornin i okkur bændur hér inni i Djúpi, vegna þess, að við, með tak- markalitlar viðáttur úrvals sauð- fjárbeitilanda bak við okkur er- um að reyna að koma fótum undir okkur á þann eðlilegasta og fljót- virkasta hátt, sem verða má. 16.2. 1975 Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn, N-ts. KAUPMENN — INNKAUPASTJÓRAR Allir helztu fataframleiðendur landsins kynna yður vor- og sumartizkuna á kaup- stefnunni ÍSLENZKUR FATNAÐUR að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, 6.-9. marz n.k. Tizkusýningar verða alla daga kaup- stefnunnar kl. 14:00, nema opnunardaginn kl. 13:30. Verið velkomin á kaupstefnuna ÍSLENZKUR FATNAÐUR Allar nánari upplýsingar varðandi kaup- stefnuna eru veittar i sima 91-24473. ISLENZKUR FATNAÐUR HOTEL LO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.