Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. marz 1975 TÍMINN n „ÞAÐ KEMUR EKKERT ANNAÐ TIL GREINA — nema íslandsmeistaratitillinn", segir Karl Benediktsson „ÞAÐ kemur ekkert annað til greina hjá strákunum en að vinna titilinn”, sagði þjálfari Vikingsliðsins, Karl Bene- diktsson, eftir að Víkingar höfðu lagt ÍR-inga að velli. — „Tækifærið er nú fyrir hendi, og þetta á að takast hjá okkur, ef taugaspennan verður ekki of mikil. Strákarnir leika góð- an varnarleik.og markt'arzlan er góð. Það á aðduga gegn Val og FH”. Vfkingur á eftir tvo leiki — gegn FH 9. marz og Vals- mönnum 12. marz. Valur, sem er eina liðið sem getur ógnað Víkingi, á eftir tvo leiki — gegn Vfkingi og FH. — SOS „Ég hélt að þetta væri ekki hægt" — hrópaði Karl Benediktsson, þjólfari Víkings, þegar Viggó Sigurðsson skoraði sigurmarkið gegn ÍR — 19:18 SIGURGEIR í MARKIÐ — fyrir Ragnar Gunnarsson, sem er meiddur Vfkingsmarkvörðurinn Sigur- geri Sigurðsson mun taka stöðu Ragnars Gunnrssonar úr Armanni i landsliðinu gegn Tékkum i Laugardalshöllinni i kvöld. Ragnar getur ekki tekiö þátt i ieiknum þar sem hann er ekki búinn að ná sér eftir meiðsii, sem hann hiaut á hendi á knattspyrnuæfingu hjá Armanni. Landsliðið, sem leikur gegn Tékkum i Laugardalshöllinni i kvöld, verður þvi skipað þess- um leikmönnum: Ólafur Benediktsson, Val, og Sigur- geir Sigurðsson. Aðrir leik- menn: Einar Magnússon, Vfk- ingi, Stefán Halldórsson, Vík- ingi, Björgvin Björgvinsson, Fram, Ólafur Jónsson, Val, Viðar Simonarson, FH, Páll Björgvinsson, Vikingi, Pétur Jóhannsson, Fram, Bjarni Jónsson, brótti, Ólafur Einarsson, FH og Hörður Sig- marsson, Haukum. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.30, og hefst forsala að- göngumiða kl. 17.00 — SOS w' W 77 as ~ fbúð □ ð vorðmæti kt.4 t O KnuMlk-ArtOlA # I BfYKJAVfK . ....... !>...■» ■■'.•’ t •»»*► —■“?--------------—“ % '? , a . . '"'"jíir, MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.i. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. SIGURGEIR SIGURÐSSON. „ÉG hélt að þetta væri ekki hægt”, hrópaði Karl Benedikts- son, þjálfari Vikingsliösins, þegar Viggó Sigurðsson var búinn að skora sigurmarkið gegn 1R, að- eins 4 sek. fyrir leikslok. Staðan var 18:18, þegar Viggó fékk knött- inn fyrir utan punktalinu — hann fann smugu i IR-vörninni, kastaöi sér á milli tveggja varnarmanna og skoraði sigurmark Vikings — 19:18. Stuttu siöar kallaði klukk- an, og gifUrleg fagnaðarlæti brut- ust út I hcrbúðum Vikinga, sem halda nú um islandsmeistaratitil- inn. Viggó Sigurösson var hetja Vik- ingsliðsins, hann skoraði 5 góð mörk i leiknum, mörk, sem tryggðu Víkingum sigurinn. Leik- ur liðanna var mjög jafn til að byrja með, og var staðan jöfn framan af (11:11). Þá tóku Vík- ingar sprett og skoruðu tvö mörk (13:11), og þegar 12 min. voru til leiksloka, voru þeir búnir að ná þriggja marka forskoti, 15:12, og sfðan 17:14. IR-ingar gáfust ekki upp og jöfnuðu(18:18), þegar rúm. min. var til leiksloka. En siðan kom markið frá Viggó, sem tryggði Vikingi sigur. Það var enginn meistarabragur á leik Vikings-liðsins, og stafaði það af þvi, að IR-ingar tóku þá Einar Magnússon og Pál Björg- vinsson úr umferð i siðari hálf- leik. Viggó Sigurðsson fór þá að leika aðalhlutverkið hjá Vikingi, og skoraði hann 5 mörk í siðari hálfleik. Hann og Sigurgeir Sig- urðsson, markvörður Vikings, voru beztu menn liðsins. . Mikil taugaspenna rikti i her- búðum IR-liðsins og i byrjun klúðruðu leikmenn liðsins þremur hraðupphlaupum og nokkrum sóknarlotum á klaufalegan hátt. Beztu menn liðsins voru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Vil- hjálmur Sigurgeirsson.sem sýndi öryggi I vitaköstum. Mörkin i leiknum skoruðu: Vik- ingur: Viggó 5, Stefán 4 (4 viti), Þorbergur 3, Sigfús 2, Skarphéð- inn 2, Einar, Magnús og Páll eitt hvor. ÍR: Vilhjálmur 8 (5 vfti), Gunnlaugur 3, Guðjón 3, Ágúst 2, Brynjólfur og Asgeir eitt hvor. —SOS Seigir eru Ármenningar Fóir dttu von á sigri þeirra gegn FH VIGGÓ SIGURÐSSON. FLESTIR höfðu talið FH-inga sigurstranglegri i leiknum gegn Armanni í fþróttahúsinu i Hafn- arfirði á sunnudagskvöldið, eink- um vegna þess, að landsliös- markvörðurinn snjalli, Ragnar Gunnarsson, gat ekki leikið með Ármannsliðinu vegna meiðsla. En margt fer öðru visi en ætlað er. Ármenningar voru seigir, og þeir voru staðráðiir i að selja sig STAÐAN Staöan er nú þessi i 1. deildar kcppninni i handknattleik: Víkingur..... 12 9 1 2 246:207 19 Valur........ 12 8 0 4 240:206 16 FH.......... 12 7 0 5 252:235 14 Ármann....... 12 7 0 5 206:213 14 Fram......... 13 6 2 5 244:246 14 Haukar....... 12 6 0 6 234:222 12 Grótta....... 13 2 2 9 254:308 6 ÍR.......... 12 1 1 10 215:254 3 Markhæstu menn: Hörður Sigmarss. Hauk .. 110 (38) Björn Péturss. Gróttu....86 (30) Pálmi Pálmason, Fram ... 61 (19) Einar Magnúss., Vikingi .. 59 (15) Ólafur Jónsson, Val.......56 (0) Halidór Kristj., Gróttu...52 (3) Stefán Halldórss., Vikingi . 50 (19) FRAMARAR VORU AUÐVELD BRÁÐ Valsmenn ndðu 10 marka forskoti í leiknum(20:l0), sem lauk síðan með 22:18 Reykjavikurmcistarar Fram voru auðveld bráð fyrir Vals- menn, og Framliðið fór ekki i gang fyrr en rétt fyrir leikslok. En þá var það orðið of seint, þvi að Valsmenn voru búnir að ná 10 marka forskoti. Þegar Framar- arnir tóku við sér, sýndu þeir stórgóðan handknattleik og náðu að minnka muninn i 22:18 á sfð- ustu 10 mfn. ieiksins. Páimi Pálmason var drýgstur hjá Fram-Iiðinu, hann skoraði 8 mörk. Guðjón Magnússon, Ólafur Jónsson og Gisli Blöndal léku aðalhlutverkin hjá Val, sem komst i 5:0 i byrjun leiksins, og þegar fyrri hálfleik lauk, var staðan 14:8 fyrir Val. Siðan kom- ust Valsmenn i 20:10, og þá slök- uðu þeir á, enda öruggur sigur i höfn. Framarar léku á sama tima góðan handknattleik. Mörkin i leiknum skoruðu: Val- ur — Guðjón 5, Gisli 4, Ólafur 4, Gunnsteinn 2, Jón Pétur 2, Stein- dór 2, Agúst, Stefán og Jóhann Ingi eitt hver. Fram — Pálmi 8, Stefán 4, Arnar 3, Sveinn, Sigur- bergur og Arni eitt hver. eins dýrt og mögulegt væri. Þeim tókst lika að brjóta niður FH-liðið og vinna sætan sigur — 19:18. Skafti Halldórsson tók við hlut- verki Ragnars og stóð sig mjög vel I leiknum, varði hvað eftir annað glæsilega. Lykilmenn að sigri Armanns voru ungu leik- mennirnir Pétur Ingólfsson og Jens Jensson, ásamt Herði Harð- arsyni. Það var Pétur, sem skor- aði sigurmark Ármanns, rétt fyrir leikslok, eftir að Ólafi Einarssyni hafði mistekizt vita- kast. Með þessum sigri Armanns eru FH-ingar búnir að missa af lestinni I baráttunni um meist- aratitilinn i ár. Mörkin i leiknum skoruðu: Ar- mann: Hörður H. 7 (5 vfti), Jens 4, Björn 2, Pétur 2, Jón 2, Hörður K. og Kristinn eitt hvor. FH: Þór- arinn 5 (2 viti), ólafur 3 (1 viti), Guðmundur 2, Arni 2, Gunnar 2 (1 vfti), Geir 2, Jón Gestur og Viðar eitt hvor. —B.R. ÞROTTARAR A TOPPINN Þróttarar hafa nú tekið forust- una i 2. deildar keppninni i hand- knattleik eftir að liafa sigrað Keflavik .26:16. KA frá Akureyri fylgir Þrótturum fast á eftir — KA sigraði Þór 25:23 um helgina. Staða efstu liðanna i 2. deild er nú þessi: Þróttur.....11 9 1 1 KA 12 9 12 KR.......... 12 9 0 3 Þór ....... 12 6 0 6 276:195 19 276:222 19 258:228 18 234:228 12 Baráttan verður á milli Þróttar og KA, og eru Þróttarar sigur- stranglegri. Hörður setti nýtt markamet Slær hann gamalt met Ingdlfs frd 1954? LANDSLIÐSMAÐURINN örv- henti úr Haukum, Hörður Sig- marsson, sló markamet Axels Axelssonar (106 mörk) á sunnu- dagskvöldið, þegar hann átti snilldarleik gegn Gróttu. Hann skoraði þá 14 mörk og er nú orð- inn langmarkhæstur með 110 mörk. Iiörður á örugglega eftir að bæta þetta nýja met vcrulega, þvi að hann á eftir aö leika tvo leiki með Hauka-Iiðinu i 1. deildar keppninni — gegn Fram og Hauk- um. Nú, þegar Hörður er búinn að slá metið hans Axels (i stórum , sal), getur hann farið aö spreyta sig á gamla metinu hans Ingólfs Óskarssonaar (Ilitlum sal) — 122 mörk, sem hann skoraöi i Háloga- landsbragganum gamla 1964. Ingólfur skoraði þá þessi 122 mörk i aðeins 10 leikjum I 1. deild. Haukar áttu aldrei i erfiðleik- um með Gróttu, og þegar leikn- um lauk, var staðan 29:19 fyrir Hauka. Mörkin i leiknum, skor- uðu: Haukar: Hörður 14 (5 viti), Elias 6, Þorgeir 2, Frosti 2, Hilm- ar 2, Ingimar 2 og Arnór eitt. Grótta: Björn 10 (3 viti), Arni 3, Atli 2, Halldór og Magnús eitt hvor. —BR/SOS. HöRÐUR SIGMARSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.