Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 1
M vélarhitarinn í f rosti og kulda HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 54. tbl. — Miðvikudagur 5. marz 1975—59. árgangur 'ÆNGIR? Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 r> Útfærslan í 200 mílur á tíma- bilinu 10. maí til 13. nóv. ÞAÐ KOM fram í svari Geirs Hallgrímssonar í fyrirspurnatima í samein- uðu þingi í gær, að ríkis- stjórnin stefnir að því, að útfærsla íslenzku fisk- veiðilögsögunnar geti átt sér stað á tímabilinu 10. maí til 13. nóvember á þessuári, þ.e. á tímabilinu Óiafur Jóhannesson dómsmálaráðherra: Flugvélakostur Gæzlunnar efldur ÓLAFUR Jóhannesson dóms- málaráðherra sagði, aö dóms- málaráðuneytið hefði til at- hugunar, á hvern hátt Land- helgisgæzlan yröi bezt efld meö tilliti til útfærslunnar i 200 milur. Sagði dömsmálaráð- herra, aö ef engar óvæntar tafir kæmu til, mætti hiíast viö hinu nýja varöskipi, Tý, um miöjan maimánuö. Þá væri ráðgert, að fram færi gagnger viðgerð á Óðni. Það væri hins vegar alveg ljóst, þrátt fyrir tilkomu nýja varðskipsins, að skipakostur Landhelgisgæzl- unnar væri ekki nægilega Ólafur Jóhannesson mikill til að annast gæzlu á hinu viðáttumikla svæði innan 200 mflnanna. „Þess vegna beinast augun mjög að þvi að efla flugvélakost Landhelgis- gæzkunnar", sagði ráðherr- ann. Ólafur Jóhannesson sagði, að algert samkomulag væri um það innan rikisstjórnar- innar, að biða meö að ákveða útfærsludaginn unz hafréttar- fundinum I Genf lyki. ,,A þessu stigi er ekkert hægt að segja til um það, hvenær út- færslan á sér stað, umfram það, sem forsætisráðherra hefur lýst yfir. Spurningunni um það, hvort ekki mætti búast við harðari andstöðu gegn útfærslunni I 200 milur en þegar fært var út I 50 mílur, svaraði Ólafur Jó- hannesson á þá leið, að það væri undir ýmsu komið, m.a. árangri af hafréttarfundinum. ¦ Ljóst væri, að 200 mllurnar nytu sfvaxandi stuðnings, en það þýddi ekki endilega, að fullrar viðurkenningar væri að vænta I bráð. Það gæti þvi alveg eins farið svo, að íslend- ingar stæðu andspænis þvf að þurfa að verja landhelgina með Hkum hætti og við út- færsluna I 50 milur, enda þótt vona yrði I lengstu lög, að út- færslan gæti átt sér stað I vin- semd við aðrar þjóöir.— a.þ. ísland — | Ö Tékkóslóvakía — s/d íþróttafréttir bls: 1 í 20 eftir að hafréttarfundin- um í Genf lýkur og til þess tíma, er bráðabirgðasam- komulagið við Breta renn- ur út. Eins og fram kemur i viðtali við Einar Ágústsson utanrikisráð- herra annars staöar á sfðunni, hefur rikisstjórnin beitt sér fyrir margvislegum undirbúningi vegna væntanlegrar Utfærslu, m.a. beitt sér fyrir kynningu málsins viða á erlendum vett- vangi. Þá kemurfram i viðtali við Ólaf Jóhannesson, að unnið er að eflingu Landhelgisgæzlunnar. -aþ. Einar Ágústsson utanríkisráðherra: Landhelgisnefndin kölluð saman á ný Hið nýja varðskip, Týr á reynslusiglingu s.I. laugar- dag. TtMINN sneri sér til Einars Agústssonar utanrikisráð- herra og spurðist fyrir um það, hvort á næstunni hæfust formlegar viðræður við þær þjóðir, sem mestra hagsmuna eiga að gæta vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar I 200 mfl- ur. Utanríkisráðherra sagðist ekki geta svarað þvi á þessu stigi, hvenær teknar yrðu upp formlegar viðræður við þessar þjóðir. t'tfærslan nú væri að þvi leyti flóknari heldur en þegar fært var út f 50 milur, að nú yrði að ræða sérstaklega við fulltrúa Norðmanna, Dana og Breta vegna miðlinu lög- sögunnar gagnvart Jan May- en, Færeyjum, Grænlandi og Rockall. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra sagði, að enda þótt formlegar viðræður við ein- stakar þjóðir væru ekki hafn- ar, hefði talsvert verið unnið að þvi að kynna ákvörðun um útfærsluna á erlendum vett- vangi — hjá Sameinuðu þjóð- niuini, i Norðurlandaráði, I Evrdpuráðinu, hjá Atlants- hafsbandalaginu og hjá þeim fjölþjóðasamtökum, sem Is- lendingar eru aðilar að. Utanríkisráðherra sagði að lokum. að hann væri ekki i neinum vafa um. að góð sam- staða yrði á Alþingi um út- færsluna. Aherzla yrði lögð á það, eins og þegar fært var út i 50 mílur, að allir þingflokkar hefðu tækifæri til að fjalla um málið. Þess vegna hefði nú verið tekin ákvörðun um að kalla landhelgisnefndina sam- an á ný. — a.þ. Einar AgUstsson Hörð mótmæli Fjórðungssambands Norðlendinga: Una ekki skiptingu leiguíbúðanna 1000 HÖRÐ DEILA er komin upp milli Fjórðungssambands Norðlend- inga og húsnæðismálastjórnar út af reglum um skiptingu leigu- ibúðanna eitt þúsund, sem byggja skal á vegum sveitarfélaga úti á landi til jafnvægis við Breiðholts- framkvæmdirnar svonefndu, og með viðlika fyrirgreiðslu og þær nutu. Alls var sótt um framlög til 1447 ibúða, og hefur húsnæðis- málastjórn nú ákveðið, hver reisa skuli 925 þessara ibúða, en sjötiu og fimm er ennþá óráðstafað. Tuttugu og fimm sveitarfélög á Norðurlandi sóttu um 510 ibúðir, en ákveðið hefur verið af húsnæð- ismálastjórn, að 112 ibúðir komi i hlut Norðurlands vestra og 222 i hlut Norðurlands eystra. Hafa umsóknir Norðlendinga þvi verið skertar um rifan þriðjung. Það eru mörg atriði, sem stjórn Fjórðungssambands Norðlend- inga gagnrýnir, og I samræmi við það var svolátandi mótmælasam- þykkt gerð 26. febrúar: „Fjórðungsstjórn mótmælir gerð þeirrar reikniformúlu, sem hUsnæðismálastjórn virðist binda sig við i Uthlutun leiguíbúða til þéttbýlisstaða. Bendir stjórnin á, að með öllu er óeðlilegt að láta búseturöskun fyrri tima og f jölda gamalla hUsa, ásamt ibUafjölda tiu árganga, ráða rétti sveitarfé- laganna til leiguibUðanna. Fjór'ð- ungsstjórn harmar það með til- vísun til bréfs hUsnæðismála- stjórnar frá 16. des. s.l., þar sem leitað er eftir samstarfi við lands- hlutasamtökin um leiguibUða- málin, að ekki skuli hafa verið haft samstarf við sveitarstjórn- arsamtökin um Uthlutunarreglur. Þá telur fjórðungsstjórn rangt, eftir að viðlagasjóðshUs voru dregin frá leiguibUðum, að þeirri frádráttartölu i leiguibUðum skuli einhig jafnað Ut til þeirra, þar sem viðlagasjóðshUs eru fyrir. Enn fremur telur fjórðungs- stjórn rangt, að þegar sveitarfé- lög, sem engan rétt eiga til leigu- ibUða, þegar viðlagahUs eru dreg- in frá, skuli fá Uthlutað leiguibUð- um. Fjórðungsstjórn mótmælir úthlutun til Reykjanessvæðisins og að íbUafjöldi eða umsókna- fjöldi ráði um leiguibUafjölda til einstakra sveitarfélaga. Fjórð- ungsstjórn getur að ofansögðu ekki faliizt á tillögu hUsnæðis- málastjórnar um Uthlutun leigu- ibUða til Norðurlands vestra og Norðurlands eystra í bréfi 7. febr. s.l." Til skýringar á þessari sam- þykkt er þess að geta, að stjórn fjórðungssambandsins heldur þvf fram, að lögin um leiguibUöirnar Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.