Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. marz 1975 TÍMINN 3 Búnaðarþing í gær: Áburðarframleiðsla sitji í fyrirrúmi — ef gert er róð fyrir aukinni stóriðju A 9. FUNDI búnaðarþings i gær voru 2 ný mál lögð fram. Til fyrri umræðu voru 4 mál: Tillaga til þingsályktunar um breytingu á löguin Búnaðarbanka islands og Stofnlánadeildar land- búnaðarins, erindi Agnars Guðnasonar og Jónasar Jónsson- ar um sumardvöl i sveit, erindi Búnaðarsambands Suðuriands um eflingu bagfræðirannsókna i iandbúnaði hjá Búnaðarfélagi is- lands, og loks frumvarp til laga um búnaðarfræðslu. Eitt mál var afgreitt frá búnað- arþingi i' gær, var það erindi Búnaðarsambands Suðurlands um aukna framieiðslu innanlands á tilbúnum áburði. Var það af- greitt með ályktun jarðræktar- nefndar. 1 ályktuninni segir: „Búnaðarþing beinir þvi til landbúnaðarráðuneytisins, að það hefji nú þegar undirbúning að stækkun Aburðarverksmiðju rik- isins, svo að verksmiðjan verði, svo fljótt sem auðið er, fær um að framleiða allan þann tilbúinn áburð, sem landbúnaðurinn óskar eftir að kaupa. Jafnframt fari fram athugun á þvi, hvort ekki sé eðlilegt, ef gert er ráð fyrir aukinni stóriðju á Is- landi, að áburðar.framleiðsla verði látin sitja i fyrirrúmi, þar sem vitað er, að sú framleiðsla hefur mjög litla mengunarhættu i för með sér.” í greinargerð segir: ,,Nú á siðustu árum hefur Áburðarverksmiðja rikisins að- eins framleitt helming þess köfn- unarefnisáburðar, sem notaður er hér á landi en ljóst er eftir þær miklu verðhækkanir á markaðs- verði tilbúins áburðar og jafn- framt minnkandi framboði áburðarefna á heimsmarkaðn- um, að það er mikið hagsmuna- og öryggismál landbúnaðarins, að áburðurinn sé að mestu fram- leiddur innanlands. Hér á landi hafa nú að undan- förnu verið miklar bollaleggingar um aukinn stóriðnað. Jarðrækt- arnefnd hefur þvi orðið sammála um að beina þvi til landbúnaðar- ráðuneytisins, að rétt myndi vera að láta áburðarframleiðslu sitja þar i fyrirrúmi, bæði vegna þess, að búast má við aukinni eftir- spurn hér innanlands, og svo hef- ur komið i ljós, að mikið áburðar- hungur virðist vera á heims- markaðnum. Talið er, að tiltölulega litil mengunarhætta stafi af fram- leiðslu tilbúins áburðar miðað við ýmsan annan stóriðnað.” Frd kjaramdlaróðstefnu ASÍ Kaupgjald þyrfti að hækka um 50-60% — til þess, að ndð yrði sama kaupmætti og eftir síðustu samninga FB— Reykjavik — Kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambandsins lauk seint i fyrrakvöld, eftir að gerð hafði verið ályktun um ástandið i kjaramálunum, og það sem fram undan er. i ályktuninni segir m.a., að langlundargeð verkalýðssamtakanna sé nú þrotið, og að þau muni nú beita áhrifum sinum af alefli til að sameina alla verkalýðshreyfing- una til allsherjarátaks, til þess að rétta hiut láglaunastéttanna og knýja fram nýja kjarasamninga. Enn fremur segir, að skerðing kaupmáttar, ef ekki verður að gert, yrði 1. mai n.k. 30-40%, og þyrfti kaupgjald þá að hækka um 50-60% til þess að náð yrði þeim kaupmætti, sem samið var um i febrúar 1974. Ályktunin fer hér á eftir: Að fengnum upplýsingum 9-manna samninganefndar ASf um gang samningaviðræðna við samtök atvinnurekenda og við rikisstjórnina, svo og að kannaðri þróun verðlagsmála frá þvi er ráðstefna verkalýtssamtakanna var haldin 30. nóv.—1. des. sl„ ályktar kjaramálaráðstefna ASt eftirfarandi: 1. Frá þvi er ráðstefnan var haldinum mánaðamótin nóv/des. sl., hefur óðaverðbólgan geisað fram af meiri hraða og tilfinnan- legar fyrir alþýðuheimilin en Aðalfundur Framfarafélags Breiðholts III Þriðji aðalfundur Framfarafé- lags Breiðhols III var haldinn 26. febrúar sl. Samþykkt var á fund- inum að skora á borgarstjóra að beita sér fyrir þvi, að þegar verði hafizt handa um lagningu gang- stiga um hverfið, að hraðað verði byggingu leikskóla og dagheimil- is i Hólahverfi, og að strax verði komið upp færanlegri sundlaug við Fellaskóla. Þá voru borgar- yfirvöld gagnrýnd vegna skorts á leikfimi- og sundkennslu barna i Breiöholti III. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á lögum fálagsins, og var á- kveðiðað feila árgjöld niður og að fjölgað yrði i stjórn félagsins. Nú- verandi formaður er Sigurður Bjarnason lögreglumaður. nokkru sinni áður. Sú kjararýrn- un sem þá var metin sem 13—23% lækkun kaupmáttar, hefur vaxið á þeim 3 mánuðum, sem siðan eru liðnir, yfir 30 stig i framfærslu- visitölu og fullvist er, að á næstu dögum og vikum mun hún enn vaxa um a.m.k. 20 stig. Skerðing kaupmáttar, ef ekki er að gert, yrði 1. mai n.k. 30—40% og þyrfti kaupgjald þá að hækka um 50—60% til þess að náð yrði þeim kaupmætti, sem samið var um i febrúar 1974. Þessi geigvænlega þróun kjara- mála hefur orðið án þess að stjórnvöld hafi gert minnstu til- raun til að spyrna við fótum, og að verulegu leyti fyrir þeirra til- verknað. Gengið hefur veriö fellt um 20%, lagðir hafa verið á ýmsir sérskattar, söluskattur verið hækkaður um 1% og heimilaðar stórfelldar hækkanir á fjölmörg- um vörum og almennri þjónustu, sem ekkert heimili getur án ver- ið, svo sem rafmagni, hitaveitu, afnotum útvarps og sjónvarps, svo fá dæmi séu nefnd. Visitala framfærslukostnaðar stóð hinn 1. febrúar i 372 stigum á móti 297 stigum 1. ágúst sl., og nú er vitað um miklar hækkanir viðkvæm- ustu neysluvara, svo sem búvara, og stórfelldra almennra hækkana vegna gengisfellingarinnar, sem nú mun leggjast með ofurþunga á framfærslukostnað næstu daga og vikur. Framfærslukostnaður heimilanna mun þvi án mótað- gerða hækka um 10—11% a.m.k. á næstu 2 mánuðum. Á sama tima fer atvinna minnkandi og veldur storfelldum tekjumissi heimila láglaunafólksins, en stöðvun út- lánaaukninga viðskiptabanka, aukin bindiskylda þeirra i Seðla- bankanum, og samdráttarstefna rikisvaldsins i heild, ógnar nú al- varlega þvi atvinnuöryggi sem vinnustéttirnar hafa þrátt fyrir allt búið við siðustu árin. Af þess- um sökum öllum stefnir óðfluga að neyðarástandi meðal alls þorra verkalýðsstéttarinnar. 2. Þessi ógnvekjandi þróun kjaramála er af stjórnvöldum skýrð með versnandi viðskipta- kjörum, sem vissulega verður ekki synjað fyrir að eiga hér nokkra sök, en þó hvergi nærri nema að hluta. Orsaka er ekki siður að leita i algeru andvara- leysi stjórnvalda gagnvart að- steðjandi vanda, og viljáleysi þeirra og samtaka atvinnurek- enda til að verja i nokkru hag verkalýðsstéttarinnar. Ráðstefn- an lýsir þvi sök á hendur þessum aðilum, og fordæmir ábyrgðar- leysi þeirra og andstöðu gegn réttmætum og óhjákvæmilegum kröfum verkalýðsstéttarinnar um launahækkanir, sparnað i opin- berum rekstri og skattalækkanir til þeirra,Asem komnir eru i þrot með lifskjör sin og afkomu. 3. Ráðstefnan telur að atvinnu- rekendum og rikisstjórn hafi af verkalýðssamtökunum, nú um eins árs skeið, verið sýnt mikið langlundargerð, og gefin fyllstu tækifæri til að koma i framkvæmd ráðstöfunum i þá átt að mæta áföllum þjóðarheildar- innar með þvi m.a. að vinna að rétjlátari skiptareglum þjóðar- tekna, og verja þannig rétt þeirra og kjör, sem verst eru settir, en sú stefna er hin eina sem á rétt á sér þegar minna er til skipta en áður. En nú hefur sannast að hvorki atvinnurekendur né stjórnvöld, hafa notað timann til slikrar stefnumótunar, heldur til þess að ráðast i sifellu á garðinn þar sem hann er lægstur, og vega æ ofan i æ i hinn sama knérunn, og að nota áföll þjóðarbúsms sem tilliástæðu til að skerða almenn lifskjör stórum freklegar en efni og ástæður hafa gefið tilefni til. Þessari reynslu rikari, lýsir ráðstefnan þvi nú yfir, að lang- lundargeð verkalýðssamtakanna er þrotið, og að þau muni nú beita áhrifum sinum af alefli til að sameina alla verkalýðshreyfing- una til allsherjarátaks, til þess að rétta hlut láglaunastéttanna, og knýja fram nýjá kjarasamninga. Skorar ráðstefnan þvi á öll verka- lýðsfélög innan ASl að afla nú þegar heimilda til verkfallsboð- unar, og vera viðbúin að beita þeim heimildum, ef atvinnurek- endur og rikisstjorn opna ekki á næstu dögum möguleika á kjara- samningum sem miðað við allar aðstæðurgætu talist viðunandi til bráðabirgða. I þvi ótrygga og óvissa efnahagsástandi, sem nú rikir telur ráðstefnan ekki koma til greina að festa samninga um kaup og kjör nema til mjög skamms tima, heldur verði nú að stefna að settu marki um að ná fram i áföngum kaupmættinum, eins og hann var eftir siðustu samninga, og verði hvert tækifæri notað til þess. Ráðstefnunni er ljóst að árang- ur fyrsta áfangans kann að marka mjög þá sem siðar verður að ná, og heitir þvi á alla verka- lýðshreyfinguna að mynda nú þá ðrjúfandi fylkingu sem til þarf, að hann verði sem stærstur og árangursrikastur. Launakjör alþingismanna Mbl. gerir launakjör alþingis- manna að umtalsefni i leiðara sinum i gær. Þar segir m.a. að ekki megi rikja nein launung um þessi mál. þvi að það sé til þe ss fallið að sá frækorni tor- tryggni og misskilnings. Þá er skýrt frá sjónvarpsþætti, þar scm þingfararkaupsnefnd gerði grein fyrir kjörum alþingismanna: „Fulltrúar Alþingis skýrðu sjónarmið sln af hófsemi og á málefnalegan hátt I sjón- varpsumræðum s.l. föstu- dagskvöld, en hið sama verður þvi miður ekki sagt um fram- komu spyrjenda, sem sýndu enn einu sinni, að þeir valda ekki að stjórna slikum þáttum á þann málefnalega hátt sem krefjast verður. Samkvæmt lögum um þing- fararkaup, taka þingmenn laun samkvæmt kjarasamn- ingi rlkisstarfs manna, en þingfararkaupsnefnd metur breytingu á launaflokkum skv. breytingum I kjarasamn- ingum hverju sinni og ákvarð- ar upphæð aukagreiðslna. Akvörðun um kjör þingmanna hefur jafnan verið I höndum þeirra sjálfra, en núverandi fyrirkomulag var upp tekiö 1971. Áður var þingfararkaup tiltölulega lágt, enda algeng- ara þá, að menn sinntu öðrum störfum ásamt þing- mennsku”. Framkoma fréttamanna Vafalaust hafa margir horft á umræddan sjónvarpsþátt, en ekki er hægt að taka undir það með Mbl. að fréttamenn sjón- varps valdi þvi ekki almennt að stjórna þáttum sem þess- um. Að visu skal það viður- kennt, að einstaka fréttamenn stofnunarinnar kunna sér ekki hóf, a.m.k. stundum, og hafa þann leiöinlega ávana að troða eigin skoðunum upp á þá, sem spurðir eru, hvað sem tautar og raular. Slikt er ákaflega hvimleitt og mesti misskiln- ingur að halda að frekjulegar spurningar flokkist undir góða fréttamennsku. Snjail frétta- maður getur knúið fram svör, án slíkrar framkomu. Sem betur fer getur sjónvarpiö hrósað sér af góðu fréttafólki yfirleitt, og sjálfsagt er að taka tillit til þess, að þvi er oft vandi á höndum, þegar gæta þarf hlutleysis til manna og málefna. Fjdrhagslegt sjdlfstæði þingmanna En svo aftur sé vikið að kjörum þingmanna, þá eru nefnd þrjú atriði I leiðara Mbl., sem blaðið telur umdeil- anleg. í fyrsta lagi sú ákvörð- un þingmanna að hækka allar aukagreiðslur til sin um 20% s.I. haust á sama tima og allt kaupgjald i landinu var bund- ið. 1 öðru lagi fæðispeningar, sem greiddir eru þingmönnum sem búa i nágrannabyggðum Reykjavikur, og loks i þriðja lagi 200 þús. króna ferðastyrk til þingmanna Reykjavfkur. 1 framhaldi af þvi segir: „Þó að hér hafi verið nefnd þrjú umdeilanleg atriði, er hitt jafn ljóst, að margir þing- menn hafa f járhagslegar byrðar af þingmennsku. Þessu starfi fylgir óhjákvæmilega mikill kostnaður, sem rétt er að greiða, enda mikilvægt fyrir stöðu Alþingis, að fjár- hagslegt sjálfstæði þing- manna sé tryggt”. Tillaga Eysteins Jónssonar Undir það skal tekið, að tryggja verður fjárhagslegt öryggi þeirra, sem þing- mennsku gegna. Eysteinn Jónsson, fyrrv. alþingis- maður, var þvi mjög fylgjandi, að launakjör þingmanna væru það góð, að þeir gætu helgað sig þingmennsk- unni og séö sér farborða með þingmannslaununum einum. Þannig þarf það helzt að vera, enda þótt það sjónarmið eigi nokkurn rétt á sér, að viss hætta er fólgin i þvl, ef þing- menn slíta með öllu tengsl sin við atvinnulifið. —a.þ. ÞÉTTBÝLISFÓLK INN A SVEITAHEIMILIN — erindi um sumardvalir í sveitum lagt fyrir Búnaðarþing í dag Gsal—Reykjavik — 1 dag verður lagt fyrir búnaðarþing erindi Agnars Guðnasonar og Jónasar Jónssonar um sumardvalir i sveitum, en i erindi sinu segja þeir, að fram liafi komiö sú hug- mynd, að Upplýsingaþjónusta landbúnaöarins og „Freyr" gerðu i samvinnu á þvi könnun, hvort vilji væri fyrir þvi i sveitum að leigja húsnæöi til sumargesta, og hver væri markaður fyrir slika þjónustu. Vilja f lutn ings menn þessa máls, að kannaður verði hugur fólks i sveitum til aö leigja her- bergi, sumarbústaöi eða gömul en þó ibúðarhæf hús yfir sumar- mán uðina. t greinargerð um málið segir svo: „Þetta er fyrst og fremst hugs- að fyrir þéttbýlisfólk, sem vill komast i „sveitasælu”, búa á venjulegu sveitaheimili og fá tækifæri til að kynnast fólki i sveitum. Ákjósanlegt væri, að morgunverður gæti fylgt gistingu, þó er það ekki skilyrði, sérstaklega þar sem hægt væri að leigja húsnæði með góðri eldun- araðstööu ", Segja flutningsmenn, að á þvi leiki enginn vafi, að fólk úr þétt- býli muni notfæra sér i rikum mæli gistingu á sveitaheimiium, og aðstefnt verði að þvi, að milli- liðakostnaður verði i algjöru lág- marki. Þannig verði ekki stofnuð gistimiðlun, heldur gert ráð fyrir að það fólk, sem vill notfæra sér gistingu á sveitaheimilum, hafi beint samband við viðkomandi heimili og panti gistingu með góðum fyrirvara. 1 ráði er að prenta lista yfir þau heimili i sveit. sem vilja taka þátt i þessari starfsemi, ef málið hlýt- ur samþvkki búnaðarþings. Hefur komið fram hugmynd um að þessi starfsemi hljóti nafnið „Sveitasæla” eða annað slikt nafn. 1 listanum yrðu birtar upp- lýsingar og myndir af ibúðarhús- unum. „Akjósanlegt væri, að starf- semi þessi gæti hafizt þegar á þessu ári," segja flutningsmenn. I lok greinargerðarinnar segir: „Stuðlið að aukinni þekkingu og gagnkvæmum kynnum milli stétta! Verið með og takið þátt i „Sveitasæiu".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.