Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 5. marz 1975 V i 11 f á prinsessuna aftur Idi Amin Ugandaforseti er orBinn einmana i riki sinu. Hann hefur gert Elisabetu prinsessu af Togo boð um að koma til sin á ný og hjálpa sér að leysa vanda- mál Uganda. Prinsessan er nú landflótta i Kenya, en hún var áöur ástmær forsetans og utan- rikisráðherra landsins. Amin setti hana af og hélt þvi fram, að hún hefði verið full lauslát i sið- ustu ferð sinni til útlanda sem utanrikisráðherra. Var um tima óttazt, að hún hefði verið tekin af lifi, en siðar skaut henni upp i Kenya. Hún kvað ekki hafa i hyggju að fara aftur til Uganda, meðan Amin ræður þar rikjum. Aður en Elisabeth varð utan- rikisráðherra, las hún lögfræði, sýndi tizkuföt og sat fyrir hjá tlzkuljósmyndurum. Þessi mynd var tekin á þeim tima. □□□□□□□□ Olíufundur Jarðfræöingar hafa nú lokið rannsóknum á oliulindum, sem fundizt hafa á svæðinu við Malaja Itsja-fljót. Þetta eru fyrstu oliulindir með iðnaðar- lega þýðingu, sem finnast i suðurhluta Vestur-SIberiu. ★ Sigurinn yfir fasismanum einkennir kvik- myndahátíð ársins í AAoskvu Nefnd sú, er undirbýr 9. alþjóð- legu kvikmyndahátiðina, sem heldin veröur i Moskvu dagana 10.-23. júli, hyggst á hátlðinni m.a. sýna röð kvikmynda, sem fjalla um sigurinn yfir fasism- anum fyrir 30 árum. 1 tengslum við kvikmyndaröðina verða skipulagðar umræður um □□□□□□□□□□□□□□ myndirnar. Ar hvert eru haldn- ar um 120 kvikmyndahátiðir viðs vegar um heim, og er hátið- in i Moskvu meðal hinna virt- ustu. A siðustu hátið voru sýnd- ar meira en 500 kvikmyndir — leiknar kvikmyndir, heimilda- kvikmyndir frá löndum sýning- arinnar. Engin þeirra mynda, sem sýndar voru, vegsamaöi of- beldi og kúgun. ★ Þessi fiskur er grasæta! Fyrir nokkrum árum var það mikið vandamál i Þýzkalandi, hvernig halda ætti opnum skurðum og ýmsum vötnum, sem vildu bókstaflega fyllast af allra handa gróðri. Þá var það, að þeir fluttu inn frá Ungverja- landi fisktegund nokkra, sem er fræg fyrir það, að hafa óstöðv- andi lyst á alls kyns grænum plöntum, og eru þessir fiskar fluttir i skurði og vötn, og siðan þarf ekki að hafa áhyggjur af þvi að skurðirnir stiflist af gróðri, þvi að fiskarnir éta gróð- urinn og sjá þannig um hreins- unina. Fiskur, sem er um þrjú kilógrömm að þyngd, getur etið um 500 grömm af grænum plöntum á dag. Grasætufiskur- inn dafnar alveg prýðilega I Þýzkalandi, þó að hann sé upp- haflega upprunninn austur i Asiu I mjög heitu loftslagi. En það er einn galli á fiskeldi þessu, að þótt fiskurinn dafni vel við þann hita, sem þarna er, þá hrygnir hann ekki nema við a.m.k. 25 stiga hita. Þess vegna verða umsjónarmenn með þessum málum I Þýzkalandi, að hafa miklar tilfæringar viö að koma grasætufiskunum til að hrygna, en það er ekki sparaöur tilkostnaður við að útbúa hrygningarstaði þvi að þarna hefur fengizt lausn á langvar- andi og illviráðanlegu vanda- máli, að halda skurðum og vatnsveitum opnum. Auðvitað hef ég ekkert á móti þvi, aö þú farir fram á kauphækkun Haddi. Mér þykir gott að starfs- menn minir hafa dálitla kimnigáfu. Svona voru sveröin ekki föst, fyrr- en eftir að við giftum okkur. — Hann situr fyrir framan bá- súnuleikarann. DENNI DÆMALAUSI „Þetta var nokkuð gott. Sjáðu hvort þú getur hitt sparigrisinn með þeirri næstu”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.