Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur S. marz 1975 TÍMINN 5 Ásmundur Jóhannsson (annar frá hægri) kynnirýmsum framámönnum á sviöi raftækni framleiöslu- vörur Hjalteyrarplasts h.f. — Tlmamynd: Róbert Plastframleiðsla á Hjalteyri BH-Reykjavik. Hjaltey.rar- plast hf. kynnti framleiöslu sina á fundi með blaðamönn- um og öörum gestum, flestum á sviöi raftækni, sl. föstudag. Ásmundur Jóhannsson, lög- fræöingur, er annast forstööu fyrirtækisins, meöan fram- kvæmdastjóri er óráöinn bauö gesti velkomna, lýsti starf- semi Hjalteyrarplasts og rakti sögu fyrirtækisins, sem er ungt að árum. Hjalteyrarplast er stofnað á siðastliðnu ári og var upphaf- lega dótturfyrirtæki Sana, sem var i vandræðum með umbúðir og taldi hagkvæmast að koma upp eigin umbúða- fyrirtæki. Hins vegar reyndist svo fljótlega, að umbúðafram- leiðslan var ekki hagkvæm i rekstri, og bar margt til. Var þá ákveðið, að Hjalteyrarplast sneri sér að vinnslu iðnaðar- plasts og hefur svo verið um nokkurt skeið. Framleiðsan er aðallega rafmagnsrör og vatnsleiðslur, en einnig hefur verið fram- leitt talsvert af ljósakúplum og útiljósum, svo og handljós- um — hundum svokölluðum — sem þegar eru orðin út- flutningsvara. Dreifiaðili á erlendum markaði er Agnar Samúels- son i Kaupmannahöfn, en Reykjafell hefur á boöstólum framleiðsluna hér á Reykja- vikursvæðinu. Allmargt gesta kom á þessa kynningu, og heyrðum við ýmsa framámenn á sviði raftækni láta i ljós viður- kenningu á framleiðslunni, sem vafalaust myndi ryðja sér mjög til rúms. Loðnuveiðin: Sigurður aflahæstur — Börkur, Guðmundur og Gísli Árni fylgja fast á eftir gébé-Reykjavik — Heildarloönu- aflinn var sl. laugardagskvöld oröinn 284.734 lestir, og hafa nú 109 skip fengið einhvern afla frá byrjun vertiðar. Aflahæsta skipiö I vikulokin var ms. Siguröur RE 4 frá Reykjavik meö samtals 8182 lestir. t vikunni var landað á öll- um höfnum á landinu, er taka á móti loönu til bræöslu, alls tuttugu höfnum, auk bræöslu- skipsins Nordglobal. Mestu hefur veriö landað I Vestmannaeyjum, samtals 49.808 lestum, og næst er Nordglobal meö 34.196 lestir. Eins og áður segir, var Sigurð- ur aflahæsta skipið i lok siðustu viku, en næstur er Börkur NK 122 meö 7424 lestir, siðan Guðmundur RE 29 með 7331 lestir og GIsli Árni RE 375 með 7104 lestir. Á sunnudag tilkynntu fjörutiu skp um afla. Hann reyndist vera 11.990 lestir, og var Guðmundur RE 29 hæstur, með 800 lestir. 1 GÆRKVÖLDI höfðu þrjátiu og þrir bátar tilkynnt um loðnuafla frá miðnætti á mánudag, og var hann samtals 9.365 tonn. Aflinn fékkst að mestu leyti á Vest- mannaeyjasvæðinu og við Ing- ólfshöfða. Aflahæstu skipin voru: Börkur 950 tonn, Eldborg 530 tonn, Gisli Arni 500 tonn, Helga Guðmunds- dóttir 460 tonn, Jón Finnsson 450 tonn, Heimir SU 420 tonn og As- berg með 400 tonn. Afli annarra skipa var undir fjögir hundruð tonnum. Bátarnir eru yfirleitt mjög fljótir að fylla sig, og fer mestur timinn I að biða eftir löndunarleyfi, en þróarrými er fullt á langflestum stöðum, og biða margir bátar eftir að fá að landa um leið og eitthvað losnar um. FLOGIÐ MEÐ SJÚKA KONU — fró Þingeyri til Reykjavíkur SE—Þingeyri — A mánudags- nóttina veiktist kona á Þingeyri af innvortis blæöingum. Taldi læknir brýnt að koma henni sem fyrst f sjúkrahús, en ekki var flugfært um nóttina, þvi að hvasst var og skyggni slæmt. Héraðs- læknirinn Jens Guðmundsson, héraðshjúkrunarkonan Guörún Vilhjálmsdóttir og ljósmóðirin Vilborg Guðmundsdóttir, gerðu svo konunni til góða það sem þau fengu við komið, og i birtingu á þriðjudagsmorgun bjóst svo flug- vél frá Flugstöðinni i Reykjavik til þess að sækja konuna. Lenti vélin heilu og höldnu á Þingeyri um kl. 10:30 um morg- uninn, enda hafði þá lægt þar og birt til muna. Læknir og ljósmóðir fylgdu konunni til Reykjavikur, þar sem hún var lögð inn á Landspitalann, og liður henni nú ..............—nmmii | AuglýsícT : : í Tímanuxn j eftir atvikum vel. Svo vel stóð á, er til Reykjavik- ur kom, að áætlunarvél til önundarfjarðar var rétt ófarin frá Reykjavik, og tóku þvi læknir og ljósmóðir sér far með henni að Holti, og lentu þar rúmlega þrem timum eftir að þau höfðu farið frá Þingeyri. Þá beið læknisins um 50 km akstur til Þingeyrar, en ljósmóðurinnar litlu skemmri ferð, en hún er búsett á Núpi. Þetta atvik er eitt meðal margra dæma um það, hvilikur öryggisauki og hagræði dreif- býlinu er að traustum og tiðum flugsamgöngum, ekki sizt er aðr- ar bjargir eru bannaðar um sam- göngu- og sjúkrahúsþjónustu. Er vonandi að niðurskurður fjárlaga bitni ekki um of á þessari grein samneyzlunnar. Hótel — Fyrirtæki Eigum nú bæði stórar og smáar gervi pottaplöntur á mjög góðu verði. Blómaskáli Michelsen Hveragerði — Simi 99-4225 Berkla-rannsóknir á Akureyri: Grunur um smit í einu tilviki — þó ekki sannað enn. Leitin mjög umfangsmikil gébé-Reykjavík- — Leitin að berkla-smitberanum á Akureyri er orðin mjög umfangsmikil, sagöi Snorri Ólafsson, yfirlæknir á Kristneshæli, i viðtali við Tim- ann í gær. — Þeir skipta sennilega orðið þúsundum, sem berklaprufur hafa verið teknar af. Nemendur i öllum skólum á Akureyri hafa verið rannsakaðir, auk nokkurra starfshópa, en þrátt fyrir þessa umfangsmiklu leit hefur smitber- inn ekki fundizt enn. Þó leikur grunur á, að i einu tilfelli sé um smitaö ræða, en þrjá mánuði tek- ur að fá úrskurð þar að lútandi. Nemendur og starfsfólk Menntaskólans á Akureyri hafa nú tvisvar sinnum gengizt undir rannsókn, og verður hún siðan endurtekin á mánaðarfresti út þetta skólaár, sagði Snorri. Auk þess hafa nemendur i öll- um barnaskólunum og i gagn- fræðaskólanum verið rannsakað- ir. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja, svo sem kaffistofa veitingahúsa og á fleiri stöðum, þar sem unglingar eru tíðir gestir, hefur einnig verið rann- sakað. Snorri ólafsson sagöi einnig, að þeir, sem að rannsóknum þessum stæðu, hefðu grun um smit I einu tilfelli, en ekki væri enn hægt að segja um, hvort sá grunur ætti viö rök að styrjast, þvi að þrjá mán- uði tæki að fá úrskurð um ræktun sýna. Hefði sýni frá þessu vafatil- felli verið sent i ræktun fyrir sex til átta vikum, þannig að enn myndi nokkur timi liða, þar til hægt væri að segja um það með vissu, hvort það yrði jákvætt eða neikvætt. Ekki væri hægt að sanna, hvort um smitbera væri að ræða, fyrr en ræktun hefði farið fram. Þá sagði Snorri, að mjög mikil- vægt væri að koma þvi fólki sem fyrst á lyfjagjöf, sem smitazt hefði, og þvi væri mjög vel fylgzt með öllum nýsmitunum. Hafið skilríki með í Norðurlandaferðir SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá utanrikisráðuneytinu kemur iðulega fyrir að tslendingar, sem koma til Norðurlanda, hafi ekki i fórum sinum nein gild skilriki, sem sanni rétta undirskrift þeirra. Oft geta þeir því t.d. ekki fengið skipt ferðatékkum i bönk- um. Það eru Sendiráð íslands á Norðurlöndum, sem hafa bent á þetta, og þvi vill utanrikisráðu- neytið enn vekja athygli á þvi, að ef islenzkir ferðamenn á Norður- löndum hafa ekki með sér vega- bréf, er nauðsynlegt að þeir hafi önnur skilriki er sanni hverjir þeir eru. Auglýsítf i Ttmanum G/obus r\ Fóður HAGSTÆTT VERÐ Þær svíkja ekki \ bandarísKu fóðurvörurnar ; >r WAYNE fóður- BLÖNDUR ,'J LiLLH' smmum Hann er viða — en ekki i nýja Globus-fóðrinu fró ALLIED AAILLS i Bandarikjunum Allied Mills er meðal stærstu fóðurvörufyrirtækja þar i landi og framleiðir aðeins úrvals fóður HLAÐIÐ ORKU Leitið upplýsinga —.Pantið strax Allt afgreitt í sterkum trefjaplastsekkjum Höfum til afgreiðslu nú þegar: A-kúafóöurblöndu með 15% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Maisinnihald 51% B-kúafóöurblöndu með 12% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG Maisinnihald 61% Eldissvlnafóöur með 13% meltanlegu hrápr. 100 FE/100 KG G/obus/ LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.