Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 5. marz 1975 II Hnl ■ jifl. Deilt um lánveit- ingar Byggðasjóðs MIKLAR umræður urðu i sameinuðu þingi i gær i tilefni af fyrirspurn Jóns Skaftasonar (F) um lán- veitingar Byggðasjóðs. Tóku margir þingmenn til máls og urðu tals- verðar deilur milli þing- manna Reykjaneskjör- dæmis og Reykjavikur annars vegar og þing- manna úr öðrum kjör- dæmum hins vegar. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra svaraði fyrirspurn Jóns Skaftasonar. Gaf hann skýrslu um lánveitingar Byggðasjóðs 1972-74. Jón Skaftason sagði, að það Jón Skaftason væri að gefnu tilefni, sem hann spyrðist fyrir um lánveitingar Byggðasjóðs. Hann væri þing- maður kjördæmis, sem byggi við mjög skertan hlut hvað lána- fyrirgreiðslu Ur Byggðasjóði við- véki. T.d. væri bannað að lána til endurnýjunar bátaflotans i kjör- dæminu, sem nú væri orðinn elzti bátafloti landsins. Jón þakkaði forsætisráðherra fyrir skýrsluna um lánveitingu Byggðasjóðs. • Sagðist hann telja mjög þarft, að hún yrði birt, svo hið sanna kæmi I ljós. Sem fyrr segir, tóku margir þingmenn til máls, m.a. Tómas Árnason, sem sagði, að hlutverk Byggðasjóðs væri að koma i veg fyrir röskun búsetu. Eðli málsins samkvæmt rynni þvi meira fjár- magn til þeirra staða, sem að- streymi hefði verið frá. Hér á siðunni birtist skýrsla sú, er forsærisráðherra gaf. Nýrra reglna að vænta — sagði Ólafur Jóhannesson viðskipta- rdðherra um gjaldeyrisafgreiðslu bankannna l>AÐ kom fram i ræðu Ólafs Jó- liannessonar viðskiptaráðherra i fyrirspurnartima i sameinuðu þingi i gær, að innan fárra daga verða settar nýjar reglur um gjaldeyrisafgreiðslur bankanna. Gja ldeyrisy firfærsla fyrir ákveðnar vörutegundir hefði að undanförnu verið háð samþykki sérstakrar nefndar á vegum við- skiptabankanna. Sagði viðskiptaráðherra, að þeim vörutegundum, sem þessari afgreiðslu væru háðar, hefði fjölgað. Hins vegar hefði þetta fyrirkomulag ekki verið hugsað til frambúðar, og innan fárra daga væri að vænta skýrari reglna um þetta efni. Um sjálfa fyrirspurnina, sem var frá Ellert Schram (S), um hvað liði löggjöf um verðlagsmál, sagði ráðherrann, að þegar nú- verandi rikisstjórn kom til valda, hefði hún lýst þvi yfir, að undir- búin yrði ný löggjöf um verðmyndun, viðskiptahætti og verðgæzlu. Undirbúningur að slikri löggjöf væri hafinn, og von- andi væri hægt að kynna hana á yfirstandandi þingi. ,,1 þessu sambandi vil ég minnast á, að um siðustu áramót urðu starfsmannaskipti á verð- lagsskrifstofunni. Nýr verðlags- stjóri, Georg Ólafsson, tók þá til starfa og með honum nýr skrif- stofustjóri, Gunnar Þorsteinsson. Ég hefi falið þessum mönnum að athuga vandlega allar starfsregl- ur verðlagseftirlitsiris, sér- staklega meðþað fyrir augum, að af þvi geti orðið sem bezt not fyrir neytendur,” sagði viðskiptaráð- herra. SAMÞYKKT LÁN ÚR BYGGÐASJÖÐI 1972-1974. SKIPT A KJÖRDÆMI 1972 1973 1974 1972 - 1974 Fjöldi ÞÚ8. kr. Fjöldi Þus. kr. Fjöldi Þús. kr. F jöldi Þús. kr Veaturland 52 58.553 49 44.396 79 139.242 180 242. 191 VestfirSir 68 85.148 76 59. 678 82 115.092 226 259.918 Nor Cvesturland 44 48.736 40 51.109 48 76.057 132 175.902 NorSausturland 80. 91. 258 64 70.089 89 123.858 233 285.205 AustuíirKir 91 101.443 74 89.421 97 125.223 262 316.087 SuCurland 34 43. 355 29 26.832 42 58.417 105 128. 604 Reykjanes 44 35.840 3 10.280 3 22.910 50 69. 030 Reykjavík 19 16.065 4 5.535 1 1.000 24 22. 600 SAMTALS 432 SS S3 SS 480.398 ss n =3 ■ = 339 s a s 357. 34C S S B S S 441 S 38 SS 661.799 ■ B C ■ S S 1.212 1. s x a x s 499.537 * s: m ss = Hita- veita á Hóla- stað? Páll Pétursson (F) hefur lagt fram fyrirspurn um hitaveitu á Hólastað og i nágrannasveita- félögum svohljóðandi: Er ekki hæstvirtur landbúnað- arráðherra fús til þess að beita sér fyrir þvi að gerð verði könnun á þvi, hvort ekki sé á Reykjum i Hjaltadal nægur jarðhiti tii þess að ráðlegt sé að koma upp hita- veitu fyrir skólasetrið á Hólum, enda náist samkomulag um undirbúning að gerð hitaveitu þessarar við eiganda Reykja og við Hólahrepp og ef til vill Hofs- hrepp og Hofsós? Heildarlöggjöf verði sett um umhverfismál Heimir Hannesson (F) og Jón Baldvin Hannibalsson (SFV) hafa lagt fram þings- áiyktunartillögu um umhverf- ismál, sem felur i sér, að rikis- stjórnin láti semja hið allra fyrsta heildarlöggjöf um um- hverfismál. Þessi tillaga var áöur flutt á haustþinginu 1973, og var Heimir Hannesson þá einnig fyrsti flutningsmaður. Þess má geta, að Náttúru- verndarráð hefur lýst sig samþykkt þessari tillögu. Þegar tillagan var upphaf- lega flutt, fylgdi eftirfarandi greinargerð: „Alkunna er, að hugmyndir manna, bæöi um nánasta um- hverfi sitt I byggð, svo og um náttúruvernd, hafa breytzt mikið, jafnt hér á landi sem erlendis. Er mönnum að verða æ ljósari sú staðreynd, að beita þarf öllum tiltækum ráð- um til að forða frá mengun og náttúruspjöllum. Kemur sá skilningur fram nú þegar i Is- lenzkum lögum og þá einkum lögum um náttúruvernd og lögum um oliumengun I sjó, svo og I heilbrigðislöggjöfinni. Sú þróun er enn fremur hröð, þó að til þessa hafi henn- ar e.t.v. ekki gætt i jafnrikum mæli hér sem viða I nágranna- rikjum okkar, að ekki þarf sið- ur að hafa öflugar gætur á um- hverfisvernd I byggð — hinu næsta umhverfi mannsins mestan hluta ársins, jafnt við heimili og vinnustaði. Þvi miður hefur þessum málum ekki verið almennt sinnt sem skyldi. Það er skoðun flutn- ingsmanna, að hugtakið fag- urt land beri ekki eingöngu að skoða i ljósi hinnar sjálfsögðu varöveizlu náttúruverðmæta, heldur lika I varðveizlu og sköpun fagurs umhverfis jafnt I þéttbýli sem dreifbýli. Flutn- ingsmenn telja t.d., að of al: gengt sé, að við byggingar- framkvæmdir hér á landi sé ekki nægilega hirt um sjálf- sögö umhverfissjónarmið, eins og frágang lóða, málun húsa og almenna snyrtilega umgengni. Eins sé það of al- gengt, að bæjar- og sveitarfé- lög láti undir höfuð leggjast að fylgja eftir ákvæðum bygging- arsamþykkta um ýmiss konar frágang, er snertir umhverfis- mál. Með nýrri heildarlöggjöf um umhverfismál þurfi að ýta undir og örva áhuga og við- leitni opinberra aðila og einkaaðila að láta umhverfis- sjónarmið, sem oft geta verið i formi listrænnar tjáningar, koma fram við hönnun og alla framkvæmdýmissa verklegra framkvæmda, m.a. i bygging- arframkvæmdum. A þetta sérstaklega við skipulagningu nýrra hverfa, opinberar bygg- ingar, söfn o.fl., auk fjöl- margra annarra atriða. Flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu vilja leggja sérstaka áherzlu á nauðsyn þess, að löggjafar- valdið flýti þessari jákvæðu þróun með lagasetningu, sem sameinaöi þá löggjöf, sem þegar er fyrir hendi, og þau sjónarmið, sem hér er lýst. A þann hátt væri komið til móts viö vaxandi áhuga lands- manna á umhverfisvernd i byggð jafnt sem utan byggðar og um leið studd vaxandi við- leitni ýmissa áhugamannafé- laga um þesso mál, m.a. nátt- úruverndarfélaga og fegrun- arfélaga. Slik lagasetning yröi að stefnumörkun til nátengd þeirri stefnu, er þegar kemur fram I náttúruverndarlögun- um, en næði mun lengra. Sjálfsagt er að kanna löggjöf Norðurlandaþjóðanna um þessi efni. Telja flutningsmenn aldrei of oft á það minnt, að lands- menn allir ættu með sam- eiginlegu átaki að varðveita og fegra þá náttúruperlu, sem Island er, og á mörgum svið- um þurfi aðeins litið átak, til að miklar breytingar verði. Jafnframt verði menn að hafa I huga, að Island er fyrst og fremst matvælaframleiðslu- land, þar sem sýna verður fullkomið hreinlæti og góða umgengni úti sem inni — jafnt I hinum daglegu störfum i byggð sem i samskiptum við náttúruna. Flutningsmenn telja þó, að árangurs sé ekki aö vænta með valdboðum, heldur miklu frekar lagasetn- ingu, er styddi að þvi, sem að framan er sagt, á margvisleg- an hátt i samvinnu hins opin- Heimir Hannesson bera aðila viö alla þá, sem þessi víðtæku mál skipta, og með þeim reynt að styrkja það aimenningsálit og þá umgeng- ishætti, er fegruðu landið. Hér er áreiðanlega þörf á stórauk- inni fræðslustarfsemi I skólum og fjölmiðlum. Núverandi lög- gjöf er ekki fullnægjandi sem heildarlöggjöf i þessu sam- bandi, og ný löggjöf þyrfti að marka hin nýju viðhorf, er rutt hafa sér til rúms á siðustu árum — að lífsgæðin væru ekki sizt i þvi fólgin að njóta á- nægjulegra samskipta við um- hverfið, hvort sem það er á vinnustað, við heimilin eða i ferðalögum um landið”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.