Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. marz 1975 TÍMINN 7 r V _____ i n * Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðaistræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 —- auglýsingasimi 19523. Verð i iausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Kröfur verkalýðs- samtakanna J Af hálfu verkalýðssamtakanna hafa að undanförnu verið settar fram þrjár aðalkröfur. í fyrsta lagi verði atvinnuöryggið tryggt. í öðru lagi verði reynt að tryggja hag láglauna- fólks eftir megni. í þriðja lagi verði stefnt að þvi að ná sama kaupmætti launa og var að loknum kaupgjaldssamningunum i febrúar i fyrra. Um fyrstu tvær kröfurnar er það að segja, að þær eru eðlilegar og sjálfsagðar. Þær eru lika i fullu samræmi við stefnu rikisstjórnarinnar. Það ber að meta og viðurkenna, að rikis- stjórninni hefur til þessa tekizt að tryggja næga atvinnu. Þetta er meira en hefur tekizt viða annars staðar, þar sem vaxandi atvinnu- leysi hefur haldið innreið. Gengisfellingin á dögunum var þáttur i þeirri viðleitni rikis- stjórnarinnar að sporna gegn atvinnuleysinu. Á sama hátt hefur rikisstjórnin stefnt að þvi að tryggja afkomu láglaunastéttana. Hún er fyrsta islenzka rikisstjórnin, sem hefur sett lög um láglaunabætur, en það var gert að frumkvæði Ólafs Jóhannessonar. 1 framhaldi af umræddum lögum, sem voru sett á siðast- liðnu hausti, hugðist rikisstjórnin lögfesta auknar láglaunabætur nú um mánaðamótin,en frestaði þvi samkvæmt ósk aðila vinnu- markaðarins. Þá hefur rikisstjórnin boðizt til að beita sér fyrir vissum skattalækkunum, hvort heldur á beinum sköttum eða óbeinum, ef það gæti orðið til að auðvelda samninga um kjör láglaunafólks. Um þessar tvær aðalkröfur verkalýðssam- takanna, að tryggja atvinnuöryggið og hlut láglaunastéttanna, ætti þvi að geta náðst fullt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og rikisvaldsins, ef ekki koma nein annarleg sjónarmið til sögu. Um þriðju kröfu verkalýðssamtakanna,. að náð verði sem fyrst sama kaupmætti launa og i febrúarlok 1974, gegnir hins vegar öðru máli. Hún er óframkvæmanleg að óbreyttum aðstæðum af þeirri einföldu ástæðu, að viðskiptakjörin út á við eru 30% lakari nú en þá. Ef verkalýðssamtökin reyndu að knýja hana fram með verkföllum, myndi uppskeran að óbreyttum aðstæðum ekki getað orðið önnur en stöðvun atvinnurekstrarins eða stóraukin verðbólga. Þeir, sem nú bera fram kröfur um sama kaupmátt launa og i febrúarlok 1974 og það jafnt til handa láglaunastéttum og hálauna stéttum, loka augunum alveg fyrir staðreynd- um. Þeir eru að gera kröfur, sem útilokað er að fullnægja að óbreyttum kringumstæðum. Það verður ekki heldur talið sanngjarnt eða heilbrigt, ef verkalýðssamtökin ætla að binda sig afdráttarlaust við grundvöll febrúar- samninganna frá 1974, þegar þeir lægstlaunuðu fengu tiltölulega minnstar bætur. Það er rétt- lætismál, að reynt sé að draga úr þeim ójöfnuði, sem þá átti sér stað. Verkalýðs- hreyfingin á þvi að stuðla að þvi að breyta þessum grundvelli, en ekki hinu að reyna að viðhalda honum óbreyttum. Það neitar þvi enginn i alvöru, að þjóðin glimir nú við erfið efnahagsleg vandamál. I þeirri viðureign verður það að vera megin- markmiðið að tryggja atvinnuöryggið og hlut láglaunastéttanna. Aðrir verða að sætta sig við minni hlut meðan verið er að sigrast á erfiðleikunum. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Sættast Arafat og leiðtogar ísraels? Arafat hefur orðið mikið ágengt Arafat án höfuöfats EF ISRAEL hefði ekki sigr- a6 Arabarikin eins fullkom- lega i júnlstyrjöldinni 1967 og raun varð á, myndi Yassir Arafat sennilega vera óþekkt- ur nú. Það var þessi ósigur Arabarikjanna, sem hleypti nýjum þrótti I samtök Pales- tinumanna. Aður höfðu Palestinumenn treyst á, að Arabarfkin myndu rétta hlut þeirra. Þessi trú þeirra hrundi til grunna i sex daga stríðinu. Þeim varð ljóst, að þeir yrðu sjálfir að rétta hlut sinn, þvi að aðrir yrðu ekki til þess að gera það. Þeir höfðu lika fyrirmyndina til að fara eftir, þar sem voru skæruliðasam- tök Gyðinga, sem hröktu Breta frá Palestinu og stofn- uðu ísraelsriki. Til þess að vekja athygli á sér og mál - stað sinum, áttu Palestínu- menn ekki nema eina leið, þ.e. skæruliðabaráttuna. Allt ann- að hafði verið reynt áður, en árangurslaust. Fyrir 1967 voru samtök Palestinumanna harla áhrifa- litil. Þau höfðu að visu á að skipa málsnjöllum mönnum og ritfærum, sem töluðu máli þeirra á fundum og i blöðum, en fengu litla áheyrn. Ungur maöur, Yassir Arafat, hafði reynt að skipuleggja visi að skæruliðahreyfingu, sem hafði fyrst vakið á sér athygli á nýársdag 1965, þegar fámenn- ur hópur skæruliða réðist frá Jórdan inn I Israel og vann þar nokkur skemmdarverk. Þessi atburður vakti að visu ekki mikla athygli þá, en hann er orðinn sögufrægur nú. Næstu tvö árin bar litið á skæruliðum Arafats, en þetta gerbreyttist eftir styrjöldina 1967, eins og áður segir. ÞOTT margt hafi verið skrifað um Yassir Arafat, eru sagnir mjög á reiki um ævi- feril hans. Það er staðreynd að hann er fæddur i Jerúsalem einhvern tima á árunum 1928- 1931. Foreldrar hans heyrðu til yfirstétt Palestinumanna þar. Arafat byrjaði ungur að vinna fyrir varnarsveitir, sem ara- biskir bændur skipulögðu til að verjast árásum, sem þeir urðu iðulega fyrir af hálfu skæruliðasamtaka Gyðinga. Hann barðist i liði Palestinu- manna i styrjöldinni 1948-1949, Arafat talar á þingi Sameinuðu þjööanna en það var gersigrað af Gyðingum, og flýði þá meiri- hluti Palestinumanna úr landi. Sjálfur fór Arafat til Kairó og lauk þar námi sem verkfræðingur. Að námi loknu, vann hann um skeið ýms verkfræðistörf i Egypta- landi og mun hann m.a. hafa barizt með Egyptum I styrjöldinni 1956. Nasser hafði heldur horn i siðu Palestinu- manna og mun það hafa átt þátt í þvi, aö Arafat fór til Ku- vait. Þar vann hann sem verk- fræöingur og verktaki og efnaðist talsvert. Jafnframt hóf hann að skipuleggja sam- tök Palestinumanna þar og einnig i Sýrlandi og Libanon. Það sýndi sig þá, eins og jafn- an siðar, að Arafat er óvenju- lega snjall skipuleggjari. Hon- um er bæði sýnt um að fá menn til fylgis við sig og að jafna ágreining, sem oft vill verða i sltkum samtökum, og gera þau meira og minna óstarfhæf. Fylgi hans innan samtaka Palestinumanna fór stöðugt vaxandi og siðan 1969 hefur hann verið óumdeildur aðalleiðtogi þeirra. Það virðist vera óskráð lög innan samtaka Palestinu- manna, að segja sem minnst frá starfsháttum og ferðalög- um Arafats. Það er þó vitað, að hann ferðast mikið milli hinna dreifðu skæruliðahópa og dvelst með þeim og deilir kjörum með þeim. Þannig vinnur hann trúnað þeirra.og hylli. Glæsilegt útlit hjálpar Arafat ekki, en hann er frem- ur lágur vexti, luralegur, ófrfður I andliti og sköllóttur, en það er þó fæstum kunnugt, þvi að hann gengur jafnan með höfuðfat Araba. ONEITANLEGA hefur orðið mikil breyting á högum Ara- fats á þeim sex árum, sem eru liðin siðan hann varð aðalieið- togi Palestinumanna. Upphaf- lega var litið á hann sem skæruliðaforingja, sem væri óvandur að meðulum. Jafn- framt var hann talinn óraun- sær byltingarsinni. Þá var tal- iö að markmið hans væri að kollvarpa Israel og útrýma tsraelsmönnum. Þessu siðara hefur Arafat þó alltaf mót- mælt. Hann hefur sagt, að það væri markmiö sitt, að endur- reisa hina gömlu Palestinu, þar sem Arabar og Gyðingar byggju saman i sátt og sam- lyndi. tsraelsmenn hafa bent á, að þeir yrðu I minnihluta i sliku riki og myndi það I reynd geta þýtt útrýmingu þeirra. En það eru ekki aðeins Gyöingar, sem hafa fordæmt Arafat og verið andsnúnir honum. Hið sama gildir um marga forustumenn Araba- rikjanna. Það var fyrst eftir að samtök Palestinumanna höfðu sýnt I verki, að ekki yrði fram hjá þeim gengið, ef frið- ur ætti að komast á fyrir botni Miðjarðarhafsins, að leiðtogar Arabarikjanna fóru að veita Arafat og samtökum hans vaxandi viðurkenningu. Nú hefur Arafat i reynd verið viðurkenndur sem eins konar þjóðhöfðingi, eins og glöggt sást á þingi Sameinuðu þjóð- anna á slðastl. hausti. Vissulega hefur Arafat brot- ið sér braut á þennan valda- tind, með hryðjuverkum og óvönduðum meðulum. En það hafa margir þeirra, sem hafa verið forustumenn i sjálf- stæðisbaráttu, orðið að gera á undan honum. Margt bendir lika til, að aukin völd hafi gert Arafat hófsamari og gætnari. Hann hefur fordæmt ýms. hryðjuverk, sem öfgahópar meöal Palestinumanna hafa unnið i seinni tið og hvatt þá til að hætta þeim Hann viröist lika ekki lengur gera þá kröfu, að hið gamla Palestinuriki verði endurreist, þótt form- iega hafi hann ekki fallið frá henni. Þvert á móti virðist hann nú geta sætt sig við, að i Palestinu verði tvö ríki, Israel og Palestina. Hann hefur þó enn ekki lýst yfir þvi, að hann og samtök hans vilji viður- kenna Israel. Sliks er lika tæp- ast hægt að krefjast meðan Israelsmenn vilja ekki viöur- kenna samtök Palestinu- manna. En þetta hvort tveggja getur verið skemmra undan en margur hyggur nú. Og ef til vill eiga hinir gömlu skæruliðaforingjar, Rabin og Arafat, eftir að verða friðar- höföingjar, sem vinna það mikilvæga hlutverk aö sætta Gyðinga og Palestinumenn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.