Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.03.1975, Blaðsíða 16
BAUER HAUGSUGAN er einnig traust yXT \ eldvarnatækix^Vll \<J Guöbjörn Guöjónsson g:-:ði fyrir góöan mai ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Lorenz sleppt? Skilaboð um, að „allt væri í lagi", flutt í sjónvarpi í gær Reuter-Vestur Berlín. Hein- rich Albertz, fyrrum borgar- stjóri I Vestur-Berlin, sneri i gær aftur úr ævintýralegri för sinni til Aden. Hann kom tii Vestu-Berlinar sibdegis og flutti I sjónvarpi skilaboð frá stjórnleysingjunum fimm, er eftir urðu i Aden. Skilaboð þessi áttu — að sögn ræningja Peter Lorenz — aö verða til þess, að Lorenz yrði sleppt. í boðunum voru augljóslega fólgin lykilorð þess efnis, að allt hefði gengið vel og þvi mætti sleppa Lorenz úr haldi. Strax að loknum flutningi skilaboðanna var lesin frétt frá lögreglunni, þar sem hún krafðist þess, að Lorenz yrði umsvifalaust látinn laus. RAÐSTEFNA ÆÐSTU AAANNA OPEC HAFIN OPEC verður að vera við öllu búin, þ.ám. hernaðarárás, sagði Alsírforseti Blökkumannaleiðtogi í Ródesíu handtekinn Viðræður um nýja stjórnskipan hafa siglt í strand Reuter—Algeirsborg — Houari Boumedienne Alsirsforseti héit ávarp við setningu ráðstefnu æðstu manna Samtaka oliuút- flutningsrikja (OPEC) siðdegis i gær. t ávarpinu beindi forsetinn m.a. máli sinu til rikisstjórna iðn- rikja og kvað tilraunir til að knýja fram lækkun á oiiuverði með þvi að draga úr neyzlu vera dæmdar til að mistakast. Boumedienne sagði, að oliu- framleiðsluriki væru reiðubúin að frysta eða jafnvel lækka oliuverö, Boumediene: Samkomulag i stað átaka ef raunhæfar ráöstafanir yrðu gerðar til að endurskipuleggja fjármálakerfi heims — einkum i þvi skyni að bæta hag vanþróaðra rikja. í áheyrendahópi Alsirforseta voru samankomnir leiðtogar fiestra þeirra þrettán rlkja, er aðild eiga að OPEC, þ.á.m. Irans- keisari, sjeikar og emirar Araba- rikja og forsetar Venezuela, Ecuador og Gabon. Aðildarriki OECD greinir á um margt, en þau ráða alls yfir tveimur þriðju hlut- um allrar oliuframleiðslu heims- ins. Boumedienne endurtók fyrri yfirlýsingu OPEC þess efnis, að oliuframleiðsluriki leituðu eftir samvinnu — en vildu I lengstu lög forðas átök við iðnriki. Aftur á móti sagði hann, að OPEC yrðu að vera við öllu búin, þ.á.m. hern- aðarárás. Ráðstefnu æðstu manna OPEC er ætlað að samræma stefnu sam- takanna fyrir sameiginlega ráð- stefnu oliuframleiðslu- og oliu- neyzlurikja, sem haldin verður siðar i vetur fyrir tilstuðlan frönsku stjórnarinnar. Frétta- skýrendur i Algeirsborg segja, að skiptar skoðanir séu rikjandi meðal fulltrúa á ráöstefnunni, en allt kapp verði lagt á að ná sem víðtækastri samstöðu. Reuter—Lusaka — Yfirvöld I Ródesiu hafa handtekið einn af leiðtogum þjóðfreisishreyfingar blökkumanna I iandinu, Ndaban- ingi Sithoie. t kjölfarið hafa risiö deilur meðal forystumanna frels- ishreyfingarinnar, og erfiöara virðist nú að ná samkomuiagi um nýja stjórnskipan I Ródesiu en áður. Stuðningsmenn Sithole hafa hvatt blökkumenn til að grlpa tii vopna. Sithole er leiðtogi annars arms Afrlska þjóðfrelsisráösins (ANC), en ráðið var formlega stofnað I desember s.l., þegar við- ræður hófust við stjórn Ian Smiths um nýja stjórnskipan I Ródeslu. Fréttastofa ZANU (en svo er nafn arms þess, er Sithole veitir forystu, skammstafað) hefur að- setur I Lusaka, höfuðborg Zambiu. 1 harðorðri fréttatil- kynningu, er ZANU gaf út i gær, segir m.a., að eftir handtöku Sit- hole sé útilokað að ná nokkru samkomulagi um nýja stjórn- skipan I Ródeslu. (Þarlend yfirvöld saka blökkumannaleið- togann um að hafa haft á prjón- unum að taka af llfi nokkra af andstæðingum sinum.) Reuter-Madrid. Yfir eitt þúsund hafnarverkamenn I borginni Bil- bao á norövesturhorni Spánar lögöu niöur vinnu I gær. Vinnu- stöövunin lamaði alla flutninga um höfnina, sem er ein sú stærsta á Spáni. Þá komu átta fyrrverandi starfsmenn bifreiðaverksmiðj- anna SEAT og tveir lögmenn þeirra fyrir rétt I Madrid I gær, sakaöir um ólöglegan áróður og ólöglega félagsstofnun. Þetta er I fyrsta sinn — frá þvl ANC var formlega stofnað — sem ZANU lætur frá sér heyra. Og að dómi fréttaskýrenda rennir sú staðreynd stoðum undir þá tilgátu, að blökkumenn I Ródeslu hafi klofnað á ný I tvær fylkingar. 1 tilkynningu ZANU er þvi haldið fram, að ætlunin hafi verið að ryðja Sithole úr vegi, áður en ráðstefna ANC kæmi saman. (Ráöstefnuna átti upphaflega að halda I þessum mánuði, en henni hefur nú verið aflýst.) Og enn fremur er þvi lýst yfir I til- kynningunni, að nú sé óhjá- kvæmilegt, að gripið verði til vopna og barizt, unz sigur náist. Stjórn Zambiu sendi frá sér orðsendingu siðdegis I gær. 1 orð- sendingunni er handtaka Sithole fordæmd og þess krafizt, að hann verði latinn laus þegar I stað. Reuter—Salisbury — Engar frek- ari viðræður fara fram milli ANC og stjórnar Smiths um nýskipan máia I Ródesfu, meðan Sithole situr f fangeisi. Abel Muzorewa, biskup og for- seti ANC, skýrði fréttamönnum frá þessari ákvörðun slðdegis I gær. Næsti viðræðufundur átti að eiga sér stað n.k. þriðjudag. Þetta er I fyrsta sinn um árabil, að vinnustöðvun lamar allt at- hafnallf I höfninni I Bilbao. Hafn- arverkamenn gengu frá vinnu i mótmælaskyni við brottrekstur nokkurra vinnufélaga þeirra. Astæðan fyrir brottrekstrinum var sú, að verkamennirnir kröfð- ust betri vinnuskilyrða. Þessi tvö dæmi sýna þá ólgu, sem nú rikir á Spáni. Fleiri mætti nefna. t fyrrakvöld dreifði lögreglan Sithole Robert Mugabe, sem gengur næst Sithole I ZANU-arminum, hélt fund með fréttamönnum i gær. Mugabe sagði, að ZANU tæki ekki þátt I frekari viðræðum við stjórn Smiths, nema Sithole yrði látinn laus. Mugabe sagði enn fremur, að skæruliðar létu nú til sln taka að nýju — meö auknum krafti. (Til þessa hafa skæruliðar einkum fylgt ZANU að málum.) Sithole hefur um langt skeið veriö einn harðskeyttasti leiðtogi blökkumanna I Ródesiu. Hann sat um árabil I fangelsi fyrir áform um að ráða Smith og sam- ráðherra hans af dögum-. Sithole var svo látinn laus úr fangelsi I desember ásamt öðrum leiðtog- um blökkumanna, til að þeir gætu tekiö þátt i viðræðum um nýja stjómskipan I Ródesíu. Sithole og stuðningsmenn hans úr ZANU-arminum hafa allt frá upphafi samningaviðræðnanna fylgt harðri og ósveigjanlegri stefnu,meðan ZAPU (hinn armur ANC) hefur verið meira hægfara. u.þ.b. eitt þúsund verkamönnum, er efndu til mótmæla I Bilbao. Mótmælin beindust gegn banda- rlsku hjólbarðafyrirtæki, er skömmu áður hafði sagt mönnun- um upp vinnu. Þá hófu fimm stúdentar hung- urverkfall I kirkju einni I Bar- celona. Tilefnið var, að spænsk yfirvöld hafa lokað háskólanum i bænum Valladolid á miðjum Spáni út þetta skólaár vegna mót- mælaaðgerða stúdenta. Enn ríkir mikil ólga ó Spóni: Vinnustöðvun í Bilbao-höfn lamaði í gær allt athafnalíf í þessari mikilvægu útflutningshöfn Ríkir herinn áfram í Portúgal? MPLA hefur lagt fram sundurliðaðar tillögur þess efnis fyrir stjórnmálaleiðtoga NTB/Reuter-Lissabon. Hreyfing liðsforingja I Portúgalsher (MPLA) er nú sögö stefna að þvi, að forsætisráðherra iandsins verði áfram úr röðum herforingja — að loknum kosningum tii stjórnlagaþings, sem fram eiga að fara i Portúgai f aprfl n.k. Areiðanlegar fréttir herma, að MPLA hafi lagt sundurliðaðar til- lögur fyrir fulltrúa portúgalskra stjómmálaflokka. Efni tillagn- anna hefur enn ekki verið kunn- gert, en fréttum ber saman um, að I þeim sé gert ráð fyrir veru- legum áhrifum hersins á portú- gölsk stjórnmál I framtiöinni. 1 tillögunum er aö sögn gert ráð fyrir, að herinn geti beitt neit- unarvaldi, til að koma i veg fyrir samþykkt óæskilegrar löggjafar. Og á sama hátt borið upp eigin lagafrumvörp I ríkisráöi lands- ins. Þá er hugmyndin, að herinn geti hafnað þeim forsetaefnum, er honum falli ekki I geð — og til- nefnt ráðherraefni landvarna og efnahagsmála. Þessar tillögur hersins eru nú til umræðu hjá flokksleiðtogum I Portúgal og bú- izt er við, að leiðtogar MPLF knýi á um svör fyrir 20. marz, en þá hefst kosningabaráttan fyrir kosningarnar I april n.k. Mario Soares, leiðtogi sósial- ista, hefur lýst yfir því, að hann sé andsnúinn tillögunum. — Við sóslalistar berum virðingu fyrir félögum okkar úr hernum og þökkum þeim fyrir að hafa steypt einræðisöflunum. Aftur á móti væntum við þess, að þeir afsali sér pólitiskum völdum I hendur lýðræðislega kjörinna stofnana, segir Soares I viðtali við Italskt dagblað. Fréttaskýrendur segja, að bæöi sósialistar og róttækir demókrat- ar séu á móti tillögum hersins — en aftur á móti hafi miðdemó- kratar (sem nýlega hafa sætt miklu aðkasti frá vinstri öflum) fallizt á þær I meginatriöum. Þá hefur Alvaro Cunhal, leið- togi kommúnista, lýst yfir þvi, að hann sé fylgjandi tillögunum. Cunhal hefur sagt: — Herinn er nauðsyn portúgölsku þjóðinni, jafnt fyrir sem eftir kosningar. Hann er eina aflið, sem getur try ggt frelsi I Portúgal og komið á tryggu lýðræði I landinu. Þess má geta, að I fyrradag réðst Cunhal harkalega á þá, er standa vinstramegin viö kommúnista I portúgölskum stjórnmálum. Hann kvað þá stefna að þvl einu að koma á upp- lausn og stjórnleysi I landinu. Soares, leiðtogi sósíalista: Væntum þess, að herinn afsali sér völdum í hendur lýðræðislega kjörinna stofnana Cunhai, leiðtogi kommúnista: Herinn er eina aflið I Portúgal, sem getur tryggt frelsi og lýö- ræði. Listaverkasali hættir störfu m — Fimmtán ára starfi viö kynn ingu og dreifingu listaverka er lokið, sagði Kristján Guðmunds- son listaverkasali við Timann. Málverkasalan á Týsgötu 3 var lögð niöur nú um mánaðamótin. — Mig langar til þess að biðja ykkur að flytja öllum, sem að þvi hafa stuðlað, að ég hef þó getað haldið þetta lengi út við þessi skemmtilegu störf, þakkir minar og kveðjur, sagði hann enn frem- ur. Og þar sem mig langar til þess að gera eitthvað viðskiptavinum minum til ánægju að skilnaði, þá býð ég þeim að lita I glugga Mál- verkasölunnarnæstu daga, þvi að ég hef hengt þar upp smámyndir eftir sjálfan mig, er orðið hafa til á kvöldin eftir spjall við góða gesti mina. Ég hef haft svo mikið yndi af samvistum við þá, sem og marga listamenn, að ég verð að minnast þessara timamóta, sagði hann að lokum. Þess má geta, að það eru tuttugu og átta myndir, sem Kristján Guðmundsson lista- verkasali sýnir eftir sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.