Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 6. marz 1975 Fimmtudagur 6. marz 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þessi dagur er ákaflega heppilegur til hvers konar trúarlegra hugleiðinga, og kirkjuganga sjálfsögð i dag. Það kann að vera, að einmitt i dag rætist það, sem þii hefur verið aö vonazt eft- ir, og það svolitið einkennilega. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Enn þarftu aö taka á þvl, sem þú átt til, og nú skaltu kappkosta að leysa verkefni þin þannig af hendi, að einhverjir aðilar, sem virðast vera þér miöur velviljaðir, notfæri sér það ekki. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þu hefur ekkert illt af þvl að lyfta þér upp, eigin- lega er þér það nauösynlegt, félags- og heilsu- farslega. Þaö er lika eins og þaö liggi I loftinu, aö þú farir aö hitta einhvern, sem kemur til með aö skipta máli. Nautið (20. april—20. mai) Per neiur veno iruao lyrir leyuuai'iuaii, sem pu skalt varöveita. Það kemur þér sjálfum i koll, ef þú ferð að blaðra frá því, og þti mátt alls ekki við þvt núna, ekki gagnvart þeim, sem sagði þér þetta. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er eins og vinir og kunningjar komi talsvert við sögu I dag, og þú skalt taka afskiptasemi þeirra i ákveðnu máli með hæfilegri tortryggni, þvi að það býr meira undir en þig grunar i fyrstu. Krabbinn (21. júní—22. júli) Einhvers konar viðskipti, brask eða brall er ofarlega á teningnum i dag, og þú skalt ekki halda, aðallirséuþér sammála. Þú færð að taka á honum stóra þinum, hvað snertir þolinmæði og umburðarlyndi. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þetta er dagur tækifæranna. Það er rétt eins og þau séu eitthvað bundin heimilinu, og þess vegna skaltu fylgjast meö þvl, sem gerist heima fyrir I dag eða kvöld. En þú ættir ekki aö ástunda eyðslusemi. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þú veröur fyrir einhverjum vonbrigðum I dag, að likindum smávægilegum, að likindum vegna einhvers konar viðskipta. Taktu þetta ekki of nærri þér, en reyndu með lagni að kippa málun- um I liðinn. Vogin (23. sept.—22. okt.) Skemmtilegur dagur. Miklar likur á, að þú kynnist nýju fólki, og vissulega er þaö einvörö- ungu undir sjálfum þér komið, hvort þau kynni verða ánægjuleg eða ekki. En — haltu kyrru fyr- ir heima I kvöld! Sporðdrekinn (23. okt—21. nóv.) Það Htur helzt út fyrir, að þú muniis komast i kynni viö einhverja persónu, sem þig hefur lengi langað til að kynnast, svo að það má búast við þvl, að þessi dagur verði þér eftirminnilegur. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þaö er eitthvað, sem veldur þér kviða I dag, en þú munt komast að raun um það, að hann er al- gjórlega óþarfur. Þaö er alls ekki óliklegt, aö þér veröi falið eitthvert verkefni, sem jafnvel gæti verið tengt kvöldinu. Steingeitin (22. des.-19. jan.) Þu færð að líkindum eitthvert verkefni I dag, og þaö skiptir verulegu máli, hvernig það er af hendi leyst. Stattu þig nú með sóma, og gakktu ekki framhjá samstarfsfólkinu, þvl að það hefur sannarlega slnar skoðanir. /imi 28818 AUGLYSINGASTOFA IAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK j ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦lllllli JMi i.......nil Við látum norðanbréf sitja I fyrirrúmi þennan daginn. Þau eru tvö, og fjallar annað um grásleppu og rauðmaga, en hitt er um atvinnuhorfur. Svo vill til, að báðir bréfritar- arnir hafa óskað þess, að þeir væru nefndir Norolendingar, og þess vegna tökum við okkur það bessaleyfi að tölusetja þá, svo að þar verði einhver greinar- munur á þvi að ekki er það sami maðurinn, sem skrifar bæði bréfin. Hrognkelsin, sem verða ónýt Það er þá Norðlendingur I, sem fyrst tekur til máls: „Nú er rauðmaginn farinn að veiðast, þar sem hann kemur fyrst að Iandi, og næstu vikur verða hrognkeísanetin lögð I sjó viðar og viðar. Eins og kunnugt er hafa hrognkelsaveiðar verið stundaðar af kappi undanfarin ár og gefið mikið I aðra hönd á stuttum tima. En sá skuggi hvil- ir yfir þessum veiðum, að það eru svo til einungis hrognin, sem eftir er sótzt. Rauðmaginn þykir ágætur svona fyrst, en þegar fram I sækir er vist sums staðar talsverðu af honum hent, og grásleppunni svo til alveg. Ég veit ekki, hvað mikið er veitt af hrognkelsum, en vafa- laust má fara nærri um það með athugun á hrognamagninu, og geta siðan út frá þvi I eyðu, hversu miklu er hent. Ég fullyrði samt, að það eru ósköp- in öll. Fóðurbætir hugsanlega? Nú er verð á tilbúnum áburði komið upp úr öllu valdi, og fóðurbætir er Hka rándýr. Þess vegna hefur mér komið i hug, hvort ekki mætti hafa gráslepp- una til fóðurbætis. Ég viður- kenni, að mér ekki kunnugt um, hve mikil næringarefni eru I henni, en áreiðanlega eru þau talsverð, og það held ég ekki orki tvimælis, að bæði sé menningaratriði og hagsmuna- mál að nýta öll verðmæti. Væri ekki unnt að salta grásleppuna I þvi skyni að selja hana á hóflegu verði sem fóðurbæti þótt ef til vill þyrfti að hakka hana vegna hveljunnar? Mér finnst að minnsta kosti siðferðileg skylda að leita ein- hverra úrræða til þess að hag- nýta eitthvað meira en hrognin. Það nálgast glæp i hungruðum heimi að veiða stórmikið af ein- hverri fisktegund, en fleygja svo megninu af aflanum. Mér finnst þarna fara saman úrræðaleysi og siðleysi, og þann stimpil eigum við ekkí að bera þegjandi ár eftir ár án þess að klóra i bakkann". Bygging íbúðarhúsnæðis aö stöðvast Norðlendingur II f jallar um allt annað efni. Honum farast orð á þessa leið: „Undanfarin misseri hefur verið Hf og fjör i svo til öllum kauptúnum og sjávarþorpum landsins. Þannig hefur það að minnsta kosti verið, þar sem ég þekki til. Unga fólkið, sem áður leitaði svo margt burt, var orðið fráhverft þvi að yfirgefa heima- haga sina, og það var helzt húsnæðisskortur, sem var þvl þröskuldur I vegi heima fyrir. Við þessu var brugðizt á þann sjálfsagða hátt, að fjöldinn allur réðst i að byggja yfir sig, þegar atvinnan glæddist og framtiðar- horfurnar heima stórbötnuðu. Nú eru þvi miður ljótar blikur á lofti, og þessar blikur valda þvi, að ég hygg að næsta fáir muni ráðst I húsbyggingar, ef ekkí kemur mikil örvun til. Það verður reynt að halda áfram með þau hús, sem I smiðum eru, en nýbyggingar frá grunni tel ég hætt við, að detti svo til alveg niður. Þannig virðist það vera I þeim þorpum, þar sem ég er kunnugastur. Stórskerðing verklegra framkvæmda háskaleg Við skulum að vlsu gera okkur vonir um, að útgerð og fisk- vinnsla lamist ekki. Þar er auðvitað undirstaðan og megin- þáttur atvinnulifsins I minum heimahögum. Samt óttast ég at- vinnuleysi á sumum sviðum — atvinnuleysi af þvl tagi, að það getur orðið mjög afdrifarlkt. Það er hætta á þvi, að byggingariðnaðarmennirnir okkar standa uppi atvinnulausir einn góðan veðurdag. Ef sá niðurskurður fjárlaga, sem nú er ráðgerður, gengur að miklu leyti, jafnvel fyrst og fremst út yfir verklegar fram- kvæmdir viðs vegar um landið, en ekkirekstrarkostnaðþá er vá fyrir dyrum. Það er mjög alvar- legt mál, ef það gerist samhliða þvi, að nýbyggingar einstakl- inga dragast mjög saman, eða falla jafnvel svo til alveg niður. Verði svo samhliða þessu reynt að ráða bót á atvinnuleysi byggingariðnaðarmanna með stórframkvæmdum á vegum hersins á Keflavikurflugvelli, verðum við úti á landi fyrir- sjáanlega fyrir alvarlegum skakkaföllum. Byggingar- iðnaðarmennirnir okkar, sem við megum sizt við að missa úr samfélagi okkar, munu flytjast burt að þeim eldi, sem betur brennur, og við standa uppi, búnir að missa frá okkur þá stétt, er okkur er mikil þörf á, þegar aftur birtir til. Gætið að afleiðingunum Þetta má með engu móti ger- ast. Það má alls ekki lama þétt- býliskjarnana úti á landi, er hvaö mest leggja i þjóðarbúið. Enginn getur skipað einstaklingum að ráðast I nýbyggingar, þegar timar eru svo viðsjárverðir, að þeir treysta sér ekki til þess, og einmitt þess vegna má rfkis- valdið ekki vega I sama knérunn með tillitslausum samdrætti verklegra framkvæmda útí um land. Mér finnst það tvennt skipta ákaflega miklu máli nú, 'og ég veit, að þar eru mér margir sammála að rikið haldi uppi verklegum framkvæmdum af fremsta megni, og undan- bragðalaust verði framkvæmd gefin fyrirheit um byggingu leiguhúsnæðis á vegum sveitar- félaga úti á landi. Þessa viðvörun vil ég biðja Landfara að birta einmitt úti á Iandi nú, þegar um það er f jall- að, hvar hóggviö skuli i fjárlög- in". Er það metið? Marla P. skrifar: „Sigurður E. Haraldsson tal- aði i útvarpið um daginn og veg- inn á mánudagskvöldið. Hann hóf mál sitt á þvl að segja frá starfsmanni rfkis eða ríkis- stofnunar, sem færi á milli staða á reiðhjóli og varðveitti eigur rikisins, er hann hefði undir höndum af þvilíkri sam- vizkusemi, að á þeim sæist ekki rispa, blettur né hrukka. Sigurður rakti þetta ekki frekar. Hann gat þess ekki, hverning samvizkusemi þessa manns væri virt, hvar i launa- flokkum hann væri, hvort yfir- boðarar hans hefðu vottað hon- um þakkir sinar, eða hvort hann kannski fengi Fálkakross. Ég held, þó, að mannþekking min og þjóðfélagsþekking nægi til þess að botna söguna — þvl miður: Þessi maður er i lágum launaflokki, yfirboðarar hans hafa látið sér hægt um þakklæti og viðurkenningu, og hann hefur engan Fálkakross fengið. Dyggð, trúmennska og spar- semi er ekki I neinum metum i þjóðfélaginu, og vel unnin störf eru ekki einhlit til forfrömunar. Kjaftháttur, skrum og skrið- dýrstilburðir greiða hins vegar leiðina, og þá er ekki spurt um vinnusemi og verklag. Og svo náttúrlega ýtni og frekja viö að olnboga sig áfram. Þetta er þvi miður hinn leiði sannleikur." AAEST SELDA STEYPUHRÆRIVÉL Á HEIAASMARKAÐI ÞORHF REYKJAVIK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25 III! ÁLFNAÐ ER VÉRK ÞÁHAFIÐER &SAMVINNUBANKINN Já! Þetta fæst allt byggingavöru- kjördeildinni. Hér verzla þeir^ sem eru að byggja eða þurfa að endurnýja. Opið til kl. 7 á föstudögum Lokað á laugardögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.