Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN 5 Margar nýjungar á döfinni hjá FUF — rætt við Svein Jónsson, nýkjörinn formann UM þessar mundir er margt á döfinni hjá FUF i Reykjavík. Á félagsskrá eru nú um 1400 mainns, og félögum hefur fjölg- aö aö undanförnu, þótt nokkur átök hafi átt sér .stað i félaginu og nokkrir hafi gengið úr skaft- inu þeirra vegna. Timinn hitti að máli Svein Jönsson, nýkjörinn formann FUF, til þess að forvitnast um starfsemi FUF. — Það er margt á döfinni hjá okkur, og við reynum að fitja upp á nýjungum i félagsstarfinu eftir þvi sem kostur er, sagði Sveinn. Innan skamms mun FUF fá til umráða hluta af hinu glæsilega húsi, sem flokkurinn er að reisa að Rauðarárstig 18, og þá getum við auðvitað sinnt ýmsu þvi, sem ekki hefur verið kostur til þessa. Stjórnarmenn félagsins munu verða til viðtals i húsakynnum flokksins að Rauðarárstig 18. Þá höfum við lika i hyggju að fá afnot af saln- um i kjallara hússins til ýmiss konar starfsemi. Við höfum Sveinn Jónsson formaður FUF i Reykjavik. hugsað okkur að hafa þar „opið hús” fyrir klúbbstarfsemi ýmsa — svo sem málfundi, bridge, skák og jafnvel diskótek, og raunar fleira. Af þvi sem framundan er nú á næstunni má nefna, að föstu- daginn 7. marz verður efnt til góufagnaðar i Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg, sagði Sveinn. Um páskana er fyrirhuguð skiðaferð til Húsa- vikurm en þar er ekki aðeins ágætt skiðaland, heldur er um- hverfi bæjarins kjörið til göngu- ferða og náttúruskoðunar. Ég vil skora á þá, sem hug hafa á þvi að taka þátt i góu- fagnaðinum eða skiðaferðinni, að hafa samband við skrifstofu flokksins á Rauðarárstig hið allra fyrsta, þvi að ekki er að efa, að fleiri vilja komast með en rúm verður fyrir, sagði Sveinn. Siðast en ekki sizt skal þess getið, að FUF mun beita sér fyrir almennum stjórnmála- fundi einu sinni i mánuði, og verða þá rædd þau mál, sem hæst ber hverju sinni. Timinn óskar Sveini til ham- ingju með formannskjörið og FUF velfarnaðar i framtiðinni. „Gjaldþol launþega er brostið" — segir stjórn Sambands íslenzkra bankamanna STJÓRN Sambands Islenzkra bankamanna gerði i fyrradag svolátandi samþykkt: ,,í stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar, sem forsætisráð- herra flutti á Alþingi 29. ágúst Sinfóníuhljómsveit íslands: Tvö verk eftir Brahms Elleftu reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands á starfsárinu 1974/1975, verða fluttir i Iláskólabiói fimmtudaginn 6. marz kl. 20:30. Hljómsveitarstjóri er Kari Tikka frá Finnlandi og einleikari Rögn- valdur Sigurjósnson pianóleikari. Flutt verða tvö verk eftir Jóhannes Brahms: Píanókonsert nr. 2 og Sinfónia nr. 3. Kari Tikka er talinn vera einn af efnilegustu hljómsveitarstjór- um Norðurlandanna, og hefur hann hvarvetna hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir túlkun viðfangsefna sinna. Hann fæddist árið 1946 og stundaði nám við Sibeliusarakademiuna I Helsinki, og lauk þaðan prófi i óbóleik 1967 og i hljómsveitarstjórn 1968. Þá stundaði hann framhaldsnám bæði I Leningrad og i Rómaborg. Frá 1972 hefur hann verið annar hljómsveitarstjóri við Sinfóniu- hljómsveit finnska útvarpsins. Eftir að hann stjórnaði flutningi á óperunni Tosca við Stokkhólms- óperuna við mikla hrifningu, var honum boðin staða sem hljóm- sveitarstjóri óperunnar frá 1. júli n.k. Rögnvaldur Sigurjónsson fædd- ist á Eskifirði 1918. Hann stundaði nám við Tónlistar- skólann i Reykjavik og lauk þaðan prófi 18 ára að aldri. Framhaldsnám stundaði hann i Paris og i New York. Hann hefur oft áður komið fram með sinfóniu- hljómsveitinni og haldið fjölda sjálfstæðra hljómleika i Reykja- vik. Auk þess hefur hann farið margar tónleikaferðir til Evrópu, og einnig til Banda- rikjanna, Ráðstjórnarrikjanna og Kanada. Rögnvaldur er nú yfir- kennari i pianóleik við fram- haldsdeild Tónlistarskólans i Reykjavik. 1974, er m.a. tekiö fram i sam- bandi við kjaramál: „Haft sé liáið samráð við aðila vinnumarkaðar- ins og komið fastri skipan á sam- ráð rikisstjórnarinnar við þá.” Þegar bráðabirgðalög um „lág- launabætur o.fl.” voru i undir- búningi, sat stjórn Sambands is- lenzkra bankamanna, ásamt stjórnum BHM og BSRB, tvo fundi með forsætisráðherra, þar sem þau mál voru rædd. Ekki er oss kunnugt um frekari „sam- ráð” við nefnda aðila vinnu- markaðarins. A undanförnum mánuðum hefur dýrtið aukizt hraðar og meira en dæmi eru til um. A sama tima hafa laun haldizt óbreytt, og er augljóst orðið, að gjaldþol launþega er brostið, enda öllum fjárhagsbyrðum verið skellt ein- göngu á almenning. Það hlýtur að vera krafa allra launþegasam- taka I landinu, að nú sé staldrað við á þeirri braut og gerð ýtarleg úttekt á fjárhagsstöðu almennings. Stjórn Sambands islenzkra bankamanna telur, að það umsát- ursástand, sem nú rikir um heim- ili launþega, hljóti að leiða til harðra andsvara og ófarnaðar i þjóðfélaginu, verði þvi ekki afiétt i verki hið fyrsta.” Myndlistar- kennarar styðja F.Í.M. A fundi hjá Félagi Islenzkra mynd 1 i starkennara var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við Félag islenzkra myndlistarmanna i deilu þess við borgaryfirvöld Reykjavikur. Félagið furðar sig á ihlutun borgarráðs vegna ákvörðunar meirihluta sýningarráðs um strangt gæðamat á þeim mynd- verkum, sem sýnd skulu að Kjar- valsstöðum. AuglýsidT { í Tímanum i Ratgeymar í miklu úrvali CAV Olíu- og loficíur i flestar tegundir bif reiða og vinnu véla HLOSSB-------------- Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun -8-13-51 verkstaeöi • 8-13-52 skrifstof* Verksmiðja og skrifstofur vorar verða lokaðar í dag eftir hádegi fimmtudaginn 6. marz — vegna jarðar- farar. Kassagerð Reykjavikur. Bókamarkaóurínn Í HÚSI IÐNAÐARINS VID INGÓLFSSTRÆTI Dráttarvél til sölu Ford iSlilMl dráttarvél árgerð 1970 með húsi og vökvastýri. Upplýsingar hjá Kristjáni i sima 93-8687. VERALDARSAGAN 1 2. bindi Veraldarsögu Fjölva kemur út siöar í mánuðinum. Takmörkuðum f jölda einstaklinga, skóla og stofnana er gefinn kostur á áskrift á hagstæðu verði, sem gildir til útkomudags. Upplýsingar veittar, ef þér klippið út seðilinn og sendiö hann til Fjölva VERALDAR iBSSAGA FJÖLVA Til Fjölva, Pósthólf 624, Reykjavík Ég undirritaður óska upplýsinga um áskrift á hagstæðu verði að Veraldarsögu fjölva Nafn................................................ Heimilisfang........................................ argus

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.