Tíminn - 06.03.1975, Page 6

Tíminn - 06.03.1975, Page 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 6. marz 1975 Varanlegt slitlag á götur í þétt- býli utan Rvíkur og Reykjaness kostar tæplega 6 milljarða Það kom fram i ræðu Gunn- laugs Finnssonar (F), að það muni kosta hátt á sjötta milljarð króna að leggja varanlegt slitlag á götur þéttbýlisstaða utan Reykjavikur og Reykjaness mið- að við verðlag 1. janúar s.l. Gunnlaugur Finnsson mælti fyrir frumvarpi um breytingu laga um gatna- gerðargjöld. i frumvarpinu felst það, að skýrari ákvæði eru sett um inn- heimtu gatna- gerðagjalda, þar sem það þótti orka tvimælis, hvort lög um þetta efni frá 1974, heimiluðu sveitar- stjórnum að innheimta gatna- gerðargjöld eftir að búið er að leggja slitlag á götur og gang- stéttir. Samkvæmt þessu frum- varpi verður það heimilt. 1 ræðu sinni sagði Gunnlaugur Finnsson m.a.: ,,í skýrslu, sem hefur verið gef- in út af Framkvæmdastofnun rik- isins, erfjallað um áætlanir sveit- arfélaga- varðandi gatnagerð i þéttbýli og þær hugmyndir, sem uppi eru um fjármögnun þeirra framkvæmda. Skýrslu þessari hefur verið dreift, og hafa háttvirtir alþingis- menn fengið hana i hendur. Þar getur að lita, að um risavaxið verkefni er að ræða. Miðað við verðlag 1. janúar 1975 er áætlað, að það kosti 5.773 millj- ónir króna að leggja varanlegt slitlag á það gatnakerfi, þ.e. göt- ur þéttbýlisstaða, sem þegar er fyrirhendi i þéttbýli utan Reykja- vlkur og Reykjaness. Er þar meðtalinn kostnaður við lagnir allar og frekari undirbyggingu gatnanna. Landshlutasamtökin hafa þeg- ar innt af hendi mikið starf til skipulagningar og verklegrar út- færslu framkvæmdanna. Þau hafa og sett fram ákveðnar, stefnumarkandi tillögur um fjár- mögnun þessara framkvæmda. Framkvæmdastofnunin hefur einnig sett fram hugmyndir um fjármögnun framkvæmdanna, þótt ekki sé hægt að lita á þær sem formlega tillögu stofnunar- innar. Allmikið ber á milli i hugmynd- um þessum, ekki sizt varðandi bein framlög sveitarsjóðanna umfram gatnagerðargjöld á framkvæmdatimanum, sem er áætlaður tiu ár. Enda þótt æskilegt væri að ræða þessar hugmyndir i heild, mun ég þó ekki gera það nú. Ég tel knýjandi, að þær verði fljót- lega teknar til meðferðar hér á Alþingi og mörkuð stefna, sem unnið verði eftir á næstu árum, enda þótt ekki sé bjart framund- MEÐAN Ragnheiður Svein- björnsdóttir sat á þingi fyrir ára- mót geröi hún fyrirspurn um það hvað liði athugun á staðsetningu opinberra stofnana utan Reykja- víkur. t fyrirspurnartima á Al- þingi I fyrradag svaraði Geir Hallgrimsson forsætisráðherra þessari fyrirspurn og las upp bréf frá formanni nefndarinnar, sem þessa athugun hefur með hönd- um, Ólafi R. Grimssyni, svohljóð- andi: an um framkvæmdir opinberra aðila, eins og nú stendur á. Frumvarp það, sem hér er flutt, snertir aðeins einn fjár- mögnunarþátt þessara fram- kvæmda. Það er sameiginlegt báðum hugmyndunum, sem ég áður nefndi, að þar er gert ráð fyrir gatnagerðargjöldum sem veru- legum tekjustofni, er varið verði til framkvæmdanna, eða sem nemur 25% af framkvæmda- kostnaði. Með lögum um gatnagerðar- gjöld nr. 51 16. mai 1974 er opnuð leið fyrir sveitarstjórnir til að leggja slikt gjald á vegna lagn- ingar varanlegs slitlags, enda hafi ráðherra staðfest reglugerð þar að lútandi. Óhætt er að segja, að f jölmargar sveitarstjórnir tók- ust ótrauðar á við gatnagerðar- verkefnin, létu leggja varanlegt slitlag á götur, meðan unnið var að sámræmáum reglugerðum „1 tilefni af bréfi yðar dags. 16. janúar sl. vil ég taka fram eftir- farandi: Nefndin hefur lokið gagnasöfn- un og mótað tillögur sinar i meginatriðum. Nefndin hefur kynnt sér rúmlega 200 opinberar stofnanir og tekið 140 þeirra til sérstakrar athugunar. Siðustu mánuði hefur verið unnið að samningu nefndarálits, sem fyrir sveitarfélögin. Sveitarstjórnir lögðu þann skilning I lögin, að ekki skipti máli, á hvaða stigi framkvæmd- irnar stæðu, daginn sem sam- þykkt yrði staðfest. M.ö.o., svo að dæmi sé tekið, að engin hætta væri á að eigandi húss nr. 10 slyppi við gatnagerðargjald, en eigandi hússins nr. 12 við sömu götu yrði að greiða fullt gjald. Enn fremur var sá skilningur uppi, að ekki skipti máli, hvort verkið væri framkvæmt árið 1973 eða 1974, svo fremi að gatnagerð- Frh. á bls. 15 . verður I tveimur meginhlutum. 1 fyrri hluta álitsins verður fjallað um þróun stjórnkerfisins, gerð grein fyrir viðhorfum til ýmissa meginatriða, sem snerta flutning rikisstofnana og lýst tillögum nefndarinnar i höfuðatriðum með tilliti til: a) heildarflutnings, úti- búaflutnings og deildaflutnings rikisstofnaria, b) tegunda starf- semi og landshlutaaðseturs. 1 sið- ari hluta álitsins verða greinar- geröir um einstakar stofnanir og Vilhjálmur með eða á móti z-unni? HEIMIR Hannesson (F) hefur beint eftirfarandi fyrirspurn til menntamálaráðherra: „Vill menntamálaráðherra taka til endurskoðunar þ'ær breyt- ingar á Islenzkum rithætti, er menntamálaráðuneytið hefur ný- lega sett reglugerð um. önnur fylgiskjöl. Þessa dagana er verið að vél- rita álitið og mun nefndin taka það innan tfðar til lokaumfjöllun- ar. Áformað er að nefndin ljúki störfum I næsta mánuði. Fulltrú- ar nefndarinnar munu áður en lokaumfjöllun um álitið fer fram ræða við fáeina aðila, m.a. for- ystumenn þriggja landshluta- samtaka, til að kanna frekar við- horf þeirra til nokkurra efnisat- riða.” ■i— Stofnananefndin lofar að skila áliti fljótlega Flóabardagi hefur borizt inn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins SVO VIRÐIST sem frumvarp- iö um samræmda vinnslu sjávarafla ætli að standa I þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins, þrátt fyrir yfirlýsingu eins þingmanna flokksins, Sverris Hermannssonar, sem lýsti þvi yfir i umræðum I gær, að frumvarpið væri hvorki frum- varp sjávarútvegsráðherra né rikisstjórnarinnar, heldur frumvarp þingflokks Sjálf- stæöisflokksins! Þrir af þingmönnum Sjálf- stæöisflokksins, þeir Páimi Jónsson, Guðmundur H. Garð- arsson og Ellert B. Schram, hafa lýst alfarið yfir, að þeir muni ekki styðja frumvarpiö. Stór orö hafa ekki veriö spöruð i þvi sambandi. T.d. lét Guö- mundur H. Garöarsson þau orö falla I garö Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra, að hann hefði ekki trúað að óreyndu, að ráð- hcrrastóll gæti leikið jafngóðan mann jafnilla. Matthiasi sjávarútvegsráð- herra bættistgóður liösmaður, þarsem Sverrir Hermannsson er. Vandaöi Sverrir þremenningunum ekki kveðjurnar og taldi tal þeirra um frjálsræði barnalegt. Mætti helzt á þeim skilja, að þeir vildu ganga svo langt I þeim efnum, að menn ættu að hafa rétt til að klóra augun hver úr öörum. Guðmund H. Garðarsson kallaði þingmað- urinn „fulltrúa einokunar- hringsins”, en þar á hann sjálfsagt við þaö, að Guð- mundur er starfsmaöur Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna. Sem kunnugt er, þá er rækjustríðið á Húnaflóaa i tengslum við þetta frumvarp. Var haft á orði I Alþingi i gær, að , Flóabardagi iiefði bor- izt inn I þingflokk Sjálfstæðis- flokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru sumir hverjir þungorðir i garð sjávarútvegsráðh. Matthiasar BjarnasonarM.a. sagði Guðmundur, að hann hcfði ekki trúað þvi að óreyndu, að ráðherrastóll gæti leikið jafngóðan mann jafnilla. A myndinni er Guðmundur I ræðustól og Mattthías Bjarnason til hægri hlustar á. 1 forsetastóli er Ragnhildur llelgadóttir og við lilið hennar Páll Pétursson. (Timamynd Gunnar).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.