Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Útfærsla fiskveiði- lögsögunnar Það var samkomulag milli stjórnarflokkanna, þegar rikisstjórnin var mynduð, að fiskveiðilög- sagan skyldi færð út i 200 milur fyfrir árslok 1975. Það hafði verið afstaða Sjálfstæðisflokksins, að fiskveiðilögsagan yrði færð út fyrir árslok 1974. Framsóknarflokkurinn taldi rétt, að beðið yrði eftiir úrslitum á fundi hafréttarráðstefnunnar, sem haldinn verður i Genf 17. marz —10. mai i ár, og tilkynna ekki útfærsluna fyrr en að honum loknum. Jafnvel þótt ekki náist samkomulag á þeim fundi, ætti staðan að verða orðin að ýmsu leyti ljósari að honum loknum. Það hefur nú orðið samkomulag milli stjórnmálaflokkanna, að út- færsludagurinn verði ekki tilkynntur fyrr en að Genfarfundinum loknum og að útfærslan komi til framkvæmda einhvern tima á timabilinu milli 10. mai til 13. nóvember, eða áður en landhelgis- samningurinn við Breta frá 1973 fellur úr gildi. Eins og kom fram i ræðu forsætisráðherra, þegar hann svaraði fyrirspurn á Alþingi i fyrra- dag, þarf að ræða sérstaklega við Dani vegna Færeyja og Grænlands og við Norðmenn vegna Jan Mayen áður en 200 milna fiskveiðilögsagan er tilkynnt. Þessar viðræður við Dani verða ekki neitt erfiðar, þvi að nokkurn veginn er ljóst hvernig draga eigi miðlinu milli Islands annars vegar og Grænlands og Færeyja hins vegar. Hins vegar geta mörkin milli íslands og Jan Mayen orðið deiluefni. Það er enn alþjóðlegt deilumál, hvernig ákveða skuli fiskveiðilögsögu eða efna- hagslögsögu eyja, sem eru óbyggðar, eða sama og óbyggðar. Þetta er eitt af þeim deilumálum, sem eftir er að leysa á hafréttarráðstefnunni. Meðan þetta deilumál er enn óleyst á alþjóðleg- umvettvangi,ereðlilegt að Islendingar áskilji sér að sinni fyllsta rétt i þessum efnum, en endanleg niðurstaða fari svo eftir þvi, hvaða alþjóðleg regla skapast um eyjar eða þá eftir sérstöku samkomulagi við Norðmenn, sem ekki er tima- bært að gera nú. Þetta mál er mikilvægara en ella sökum þess, að olia getur fundizt á hafs- botninum einmitt þar sem deila getur risið um mörkin milli íslands og Jan Mayen. Þá er eðlilegt áður en útfærslan kemur endan- lega til framkvæmda, að rætt sé við þær þjóðir, sem nú stunda veiðar á svæðinu milli 50-200 milna, þvi að ekki er óeðlilegt að þær fái einhvern umþóttunartima. Islendingar stefna að sjálf- sögðu að þvi, að geta framkvæmt útfærsluna með sem beztu samkomulagi við þær þjóðir, sem hafa stundað veiðar á þessu svæði. Rökin fyrir þvi, að Islendingar geta ekki dregið útfærsluna lengur eru næsta augljós. Flestir fisk- stofnarnir við ísland þola nú ekki meiri veiðar en þær, sem íslendingar geta stundað. Meiri sókn myndi valda ofnýtingu þeirra. Jafnvel þeir, sem eru ihaldssamastir i hafréttarmálum, viður- kenna nú orðið, að strandriki beri ekki að leyfa öðrum fiskveiðar innan 200 milna, nema þegnar þess geti ekki nýtt fiskstofnana þar til fulls. Sliku er ekki til að dreifa, hvað íslendinga varðar. Leiði hins vegar skynsamleg friðun til þess, að íslendingar geti ekki fullnýtt fiskstofnana innan 200 milna markanna, kemur til athugunar að heimila öðrum takmarkaðar veiðar, en þá innan þeirra reglna, sem íslendingar einir setja. ís- lendingar munu aldrei sætta sig við, að erlendir aðilar eða dómstólar hafi eitthvert ákvörðunar- vald um þau mál. Slikt vald á að vera i höndum strandrikisins eins. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tapar Helmut Schmidt kosningunum 1976? Úrslitin í Vestur-Berlín virðast slæmur fyrirboði ÚRSLIT borgarstjórnar- kosninganna i Vestur-Berlin sl. sunnudag eru slæmur fyrir- boði fyrir Helmut Schmidt og flokk hans i þingkosningunum, sem eiga að fara fram á næsta ári. Það kann að hafa haft ein- hver áhrif á úrslitin, að stjórn- leysingjar rændu borgar- stjóraefni og leiðtoga kristi- lega flokksins, Peter Lorenz, og höfðu hann i haldi, þegar kosið var. Allar spár áður en Lorenz var rænt, höfðu hins vegar bent til þess, að kristi- legir demókratar myndu auka verulega fylgi sitt, en sósial- demókratar tapa. Úrslitin urðu þau, að kristilegir demó- kratar juKu fylgi sitt úr38.4% i 43.9%, miðað við borgar- stjórnarkosningarnar 1971, en sósialdemókratar fengu ekki nema 42.7% i stað 50.4% i kosningunum 1971. Hins vegar hélt Frjálslyndi flokkurinn öllu betur hlut sinum, en hann fékk nú 7.2%, en 8.4% i kosn- ingunum 1971. Sósialdemó- kratar verða nú að leita lið- sinnis Frjálslynda flokksins, en þeir höfðu hreinan meiri- hluta áður. Siðan siðari heimstyrjöld- inni lauk, hafa sósialdemó- kratar alltaf verið i meirihluta i borgarstjórn Vestur-Berlinar þar til nú. Mestan sigur unnu þeir undir forustu Brandts 1963, en þá fengu þeir 60% at- kvæðanna, en kristilegir demókratar ekki nema 28%. Furðulega mikil breyting hef- ur þvi orðið á fylgi flokkanna siðan. Þvi valda vafalaust margar ástæður. Ein er sú, að ýmis spilling fylgir langri valdasetu sama flokks og hef- ur það þótt sannast i Vestur- Berlin i seinni tið, þvi að ýmsir minni spámenn sósialdemó- krata hafa orðið uppvisir að þvi að draga sér fé eða þiggja mútur. Hér hafa að visu ekki verið um stórfelld afglöp að ræða, en nóg til þess að ýta undir þá skoðun, að timi væri til þess kominn að skipta um stjórn. Þá hefur borgarstjórn- in verið óheppin með ýmsar stórframkvæmdir. T.d. þykir nú sýnt, að Tegel-flugvöllur- inn, sem kostaði 450 millj. marka, hafi verið miðaður við miklu meiri flugumferð en eðlilegt var. T.d. var reiknað með 7.5 milljón flugfarþegum þar 1974, en þeir urðu 3.5 millj. Þá hefur verið hafizt handa um miklar byggingar fyrir ráðstefnur, sem nú þykirsýnt, að ekþi komi að tilætluðum notum. Allt þetta hefur orðið til að vekja vantrú á áfram- haldandi stjórn sósialdemó- krata. ÞAÐ ER ekki heldur óllk- legt, að þróun alþjóðamála hafi haft nokkur áhrif á kosn- ingaúrslitin. Vestur-Berlin hefur vissulega notið góðs af hinum nýja samningi fjór- veldanna um stöðu borgarinn- ar og Austur-Þjóðverjar hafa veitt ýmsar tilslakanir i sam- bandi við samgöngur og ferða- lög. Hins vegar munu Vestur- Berlinarbúar hafa vænzt meira. Athygli vakti það, að Frans-Josef Strauss fékk næstum konunglegar móttök- ur, þegar hann kom til Vestur- Berlinar til að taka þátt i kosningabaráttunni. Um 10 þús. manns sóttu fund hans, en ekki nema 6 þús. manns fund, sem þeir Helmut Schmidt og Willy Brandt héldu sameigin- lega. Strauss lýsti þvi yfir við mikinn fögnuð fundarmanna, að stefna bæri að þvi að Berlin yrði höfuðborg þýzka rlkisins. Peter Lorenz Hann hlaut þó enn betri'undir- tektir, þegar hann ásakaði sigurvegarana i síðari heims- styrjöldinni fyrir striðsglæpi. Margt bendir til, að Strauss sé nú mjög aö styrkja stöðu sina sem næsta kanslaraefni kristi legra demókrata. Framundan eru nú fylkis- kosningar i fjórum fylkjum og verða úrslit þeirra sennilega talin gleggra merki um við- horf þýzkra kjósenda en úrslit borgarstjórnarkosninganna I Vestur-Berlin, sökum þess, að ekki verður fullyrt, hvaða áhrif ránið á Lorenz kann að hafa haft á þau. Þess vegna verður umræddum fylkiskosn- ingum vafalaust veitt mikil athygli. Úrslita þessara kosninga er ekki langt að biða, þvi að hin fyrsta þeirra fer fram á sunnudaginn kemur. Hún verður I Rheinland-Pfalz, en þar hafa kristilegir demókrat- ar nú meirihluta og er Helmut Kohl, formaður flokksins, for- sætisráðherra stjórnarinnar þar. Miklu skiptir fyrir Kohl, að kristilegir demókratar auki fylgi sitt, þvi að ella mun hon- um veitast erfitt að koma til greina sem kanslaraefni. Hann er nú annars oftast nefndur sem kanslaraefni kristilegra demókrata, ásamt Strauss og Gerhard Stolten- berg, forsætisráðherra i Schleswig-Holstein, en þar verður kosið til fylkisþings 13. april. Úrslitin i þessum tvenn- um kosningum, geta ráðið þvi hvorum þeirra Kohl eða Stoltenberg verður að lokum teflt fram gegn Strauss sem kanslaraefni. Keppi þeir Kohl og Stoltenberg hart sem kanslaraefni, gæti það orðið vatn á myllu Strauss og tryggt honum sigurinn. Af framan- greindum ástæðum geta kosn- ingarnar i Rheinland-Pfalz og Schleswig-Holstein orðið ör- lagarikar, þvi að þær eru eins konar glima milli Kohls og Stoltenbergs. Sú kosningin, sem getur orð- ið mesta vísbendingin um fylgi flokkanna, fer fram i Nordrhein-Westfalen 4. mai. Hér er um að ræða stærsta fylki Vestur-Þýzkalands, sem hefurum 17 millj. ibúa. Kristi- legi flokkurinn er nú stærsti flokkurinn þar, en samstjórn sósialdemókrata og Frjáls- lynda flokksins fer með völd. 1 kosningunum þar 1971 fengu kristilegir demókratar 95 full- trúa, sósialdemókratar 94 og Frjálslyndi flokkurinn 11. Það myndu þykja söguleg úrslit, ef kristilegir demókratar næðu hreinum meirihluta. Af þvi yrðu vafalitið dregnar ályktanir um likleg úrslit þingkosninganna 1976. Þann 4. mai fara einnig fram fylkiskosningar I Saar- héraði, en þar eru kristilegir demókratar nú I meirihluta. 1 ÞEIM fylkiskosningum, sem fóru fram á siðastl. ári, juku kristilegir demókratar yfirleitt verulega fylgi sitt, en þó hvergi meira en I Bayern, þar sem Strauss ræður rikj- um. Sósialdemókratar töpuðu að sama skapi. Haldist þetta áfram i fylkiskosningunum nú, horfir ekki vel fyrir sósial- demókrötum i þingkosningun- um á næsta ári. Helzta von þeirra er nú bundin við per- sónulegt fylgi Helmut Schmidts, sem er traustur og einbeittur persónuleiki og þvi Þjóðverjum aðskapi. Hann er einnig snjall ræðumaður. 1 þingkosningunum skiptir fátt meira fyrir flokkana en að geta teflt fram álitlegu kansl- araefni. Þar eru kristilegir demókratar i vanda staddir. Strauss er tvimælalaust meiri persónuleiki en þeir Kohl og Stoltenberg, en hins vegar getur hann frekar fælt óháða kjósendur frá flokknum. Fátt vekur nú meiri eftirvæntingu i sambandi við vestur-þýzk stjórnmál en það hver keppi- nautur Helmut Schmidts verð- ur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.