Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 6. marz 1975 A UNDANFÖRNUM árum hefur ýmislegt veriö rætt um málefni landbúnaðarins á lslandi. Sumir kaupstaðarbúar virðast vera haldnir þeirri blindu aö sjá ekki né skilja þýðingu hans fyrir þjóð- arbúskapinn, og einbllna þá gjarnan á svokallaðan hagvöxt, sem þeir telja vera litinn I þessari atvinnugrein. Fyrir öðrum eru útflutningsbætur sá ásteytingar- steinn, sem nægir til að dæma landbúnaðinn óalandi og óferj- andi. Sjálfsagt má það til sanns veg- ar færa, að landbUnaður sé hag- fræðilega óhagkvæmur á íslandi, miöaö við ýmis gdsenlönd verald- ar. Hins vegar sýnist mér þessi niöurstaða fremur vera dómur yfir hagfræöinni en landbunaðin- um sem slikum. Það er augljóst, að mælikvaröi hennar er ónothæf- ur, þegar dæma skal frumat- vinnugreinar eins og landbUnað, og það hefur reyndar sannazt, að þessi mælikvarði er úreltur og ó- notandi á flestalla mannalega starfsemi, jafnvel iðnað og verzl- un, þar sem hann þó hefur rikt um nokkurra áratuga skeið sem eins konar leiðsöguhnoða. Mælikvarði hagfræðinnar er ónothæfur vegna þess, að hann er miðaður við lið- andi stund, en tekur ekki tillit til framtiðarinnar, og tekur hvorki tillit til þeirra þátta, er varða manninn sjálfan og eðli hans, né heldur umhverfið i viðustu merk- ingu. Þvi er nU svo komið, að maðurinn er um það bil að eyði- leggja sjálfan sig og spilla svo umhverfi sinu, að hætt er við, að allt jarðlifið dragist með honum i gröfina. betta er nU almennt vit- að og viðurkennt sem mesta hætt- an, sem nU steðjar að jarðarbU- um, enda sennilega mun alvar- legri hætta en t.d. kjarnorku- styrjöld, og er þá vissulega til mikils jafnað. Samt geta fákænir menn uppi á Islandi enn verið að dUtla viö hagfræðilega Utreikn- inga á undirstöðuatvinnuvegum eins og landbUnaði. Framleiðshikapphlaup A hinn bóginn hafa bændurnír sjálfir lika misskilið hlutverk sitt og atvinnugreinar sinnar. Þeir hafa i stöðugt auknum mæli lagt stund á framleiðslubUskap, sem byggist á sölu framleiðslunnar og æ meiri kaupum á aðfluttri næringu fyrir dýr og jurtir. Þeir hafa þvi lent i sama vitahringn- um ogiðnaðurog verzlun, og hafa verið ofurseldir þeim lögmálum, sem þar hafa verið talin gilda, þ.e. lögmálum hagfræðinnar. I flestum vestrænum rikjum hefur stjórnvöldunum samt fund- izt það henta að stýra verölagi landbUnaðarvöru, og halda þvi langt fyrir neðan hið raunverulega gildi. Þar gildir enn gamla reglan, sem þekkt var i Róm til forna, að stjórnmála- menn verða þvi aðeins vinsælir, að þeir gefi fólkinu „brauð og leiki", þótt raunar sé það fólkið sjálft, sem hér gefur sjálfu sér. Af þessu hefur komið upp sU ein- kennilega mótsögn, að það er oft dýrara að lifa af eigin matvöru- framleiðslu, heldur en selja hana og kaupa siðan aftur i smásölu. Þar af leiðandi er framleiðslan sjálf eða verðmætasköpunin ekki aðalatriði, heldur er það salan. Hérlendis hefur verðlag Iand- bUnaðarvöru verið bundið við al- mennt verðlag og kaupgjald i landinu, og á þa* einnig við það verð, sem bændunum er greitt fyrir vöruna, hið svokallaða „kaup" bænda. Eina leið bænd- anna til að auka rauntekjur sinar hefur þvi verið að auka fram- leiðslu söluhæfrar vöru, enda hefur það verið rikjandi land- búnaðarstefna hér á landi undan- farna áratugi, og óspart verið styrkt af stjórnvöldum. Þetta hefur verið framkvæmt annars vegar með aunkum afköstum ræktarplantna og hUsdýra, sem náð hefur verið með næsta tak- markalausri áburðar- og fóöur- bætisgjöf, en hins vegar með stækkun tUna og fjölgun griþa, þ.e. almennri bUstofnsstækkun. Endimörk vaxtar*ns NU er hins vegar ljóst, að þessi tekjuaukningaraðferð getur ekki gengið nema mjög takmarkaðan tlma. Fyrr eða siðar kemur nefni- lega að þvi, að hvorki er hægt að ná meiri afköstum hjá hUsdýrun- um, né stækka bUin meira. Hag- vaxtaraðferðin er þvi augljóslega mun takmarkaðri i landbUnaði en öörum atvinnugreinum, þar sem oft virðist geta verið um að ræða dtakmarkaðan vöxt, þótt slikt sé að sjalfsögðu blekking þar lika. Þaö er lika ljóst, að þetta vaxt- arkapphlaup I landbUnaðinum hefur valdið margvislegu tjóni á atvinnuveginum sem slikum og á framleiðsluvörum hans, jafnvel ekki laust við að það komi niður á kaupendum og neytendum vör- unnar. Hin miklu vöruskipti og tæknivæðing hafa gert land- bUnaðinn ósjálfstæðan og háðan öðrum atvinnugreinum, svo sem iðnaöi og verzlun. Segja má, að bUskapur sé ekki lengur frumat- vinnuvegur, nema að nokkru leyti. Þær miklu kröfur, sem gerðar hafa verið til afkasta hjá ræktarjurtum og hUsdýrum, hafa komið niður á heilbrigði þeirra, og þar með heilnæmi þeirrar matvöru, sem framleidd er. Stækkun búanna hefur viða leitt til örtraðar á beitarlandi, og loks hafa stórbUin reynzt mörgum fjölskyldum ofurefli vegna mikils vinnuálags, kviða og áhyggna af háspiluðum rekstri, lélegu heilsu- fari gripanna o.s.frv. Vaxtar- stefna landbúnaðarins er þvi vissulega komin i þrot, einnig hér á landi. Augljdst er, að meðaltekjur bændanna verða ekki auknar lengur með auknum afköstum bUstofns eða stækkun hans. Jafnvel niðurgreiðslur hafa sennilega litil áhrif i þessu efni, þar sem ekki er lengur hægt að auka söluna svo nokkru nemi. Eigi meðaltekjur bændanna að vaxa, hlýtur það að gerast annað tveggja með beinum verð- hækkunum afurðanna eða með beinum styrkjum til bænda. Það er stjórnfarslegt atriði, hvor leiðin yerður valin. Hlutverk landbúnaðar I öllum umræðum um land- bUnaðarmál á undanförnum árum virðist þvi hafa verið slegið föstu, að hlutverk þessa atvinnu- vegar væri það eitt að framleiða matvöru eða hráefni til iðnaðar. Við þetta sjónarmíð hafa allír Ut- reikningar miðazt. Orfáir rosknir menn leyfa sér þó að tæpa á þvi þjóðfélagslega hlutverki, sem ínlskapur og bUseta i sveitum hefur, og margir þéttbýlismenn virðast enn gera sér grein fyrir þvi, hve mikilvægar sveitirnar eru fyrir uppeldi sona þeirra og dætra, einkum ef illa gengur að temja þau i kaupstöðunum. Þetta virðist þó nánast vera feimnis- mál. Sjaldan er nU minnzt á sveitamenninguna nafnfrægu, enda er hUn liklega alveg Ur sögunni, þótt gegnt hafi miklu hlutverki fyrrum. Ég mun nU leitast við að draga fram nokkur atriði, sem sýna, að landbUnaðurinn hefur ýmsum öðrum og jafnvel mikilvægari hlutverkum að gegna en fram- leiða kjöt og mjólk. Mér sýnist það vera réttmætt að tala um a.m.k. 4-5 hlutverkaflokka: 1) almennt, þjóðfélagslegt hlut- verk, 2) framleiðslu matvöru og hráefnis, 3) náttUruvernd, 4) upp- eldi 5) heilsugæzlu. Almennt þjóðfélagslegt hlutverk Almennt þjóðfélagslegt hlut- Þrjú.sem láta sér koma velsaman — telpan,gimbrin ogseppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.