Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN 1 VmL MtP"^* _. *&¦" ^^* -'ý."*$£&*&; pr a ið m ri "í- t 'g t verk landbúnaðar er einkum f ólg- ið í þvi, að hann er eini atvinnu- vegurinn, sem krefst verulega dreifðiar bUsetu.og stuðlar þvi mest að þvi, að landið sé byggt sem viðast. En dreifðri búsetu fylgir margháttuð trygging fyrir þjóöfélagið, sem ekki næst með öðru móti. Borgriki i eyðilandi fær engan veginn staðizt, og það er skylda og sómi hverrjar þjóðar aö byggja land sitt. Dreifð búseta er trygging fyrir hvers konar slysum eða áföllum af hálfu náttúruhamfara eða styrjalda, bráðra pesta, mengunar o.s.frv. Henni má likja við útgáfu á bók. Bók, sem aðeins er til á einum stað (jafnvel þótt af henni séu nokkur afrit), er jafnan i hættu að týnast og eyðileggjast, en bók, sem bUið er að gefa Ut og selja víðs vegar getur naumast týnzt. SjávarUtvegurinn er einnig að nokkru kominn upp á dreifða bUsetu, og svo er einnig um orkunýtingu, ferðir o.fl., en allt hlýtur þetta stuðning af landbUnaði á viðkomandi stöðum, sem oft rfður baggamuninn. Framleiðsla matvöru b.fl. Þetta hlutverk landbUnaðarins er svo alþekkt og umrætt, að ekki þarf að eyða mörgum orðum að þvi hér. Fráleitt er að deila um þýðingu þess fyrir þjóðina að framleiða sem mest af þeirri matvöru, sem hUn þarfnast. I þessum ótryggja heimi getur að- flutningur matvæla stöðvazt hvenær sem er og fyrirvaralaust, svo viö verðum einn góðan veður- dag neyddir til að lifa af gæðum landsins og hafsins. Einnig ætti innlend matvara að jafnaði að vera hollari en erlend sökum þess, hve mengun er orðin mikil i sumum góðum landbUnaðar- löndum. Innlend matvælafram- leiösla er þvi lifsspursmál fyrir þjóðina, og ekkert minna en það. Vanmat sumra kaupstaðarbUa á innlendri matvöru er liklega eða að nokkru til komið vegna hinna miklu niðurgreiðslna, sem hafa komið þvi inn hjá mönnum, að matvara megi helzt ekki kosta neitt, og allt, sem er ódýrt, er lika ómerkilegt i augum meðalþegns- ins f framleiðslu- og neyzluþjóð- félaginu. Náttúruvernd Ef til vill finnst sumum það öfugmæli að ræða um náttúru- vernd i sambandi við búskap, og minna þá ef til vill á rányrkju undanfarinna alda, framræslu mýra, áburðardreifingu á Uthaga o.s.frv. Og vist er það rétt, að bændur eru ekki alltaf til fyrír- myndar i þessu efni. Það breytir þó engu um þá staðreynd, að bUskapur -irður jafnan að byggja á náttUru- gæðum. Þegar til lengdar lætur, er hann tilneyddur að starfa með náttUrunni, en ekki gegn henni. öðru visi fær hann ekki staðizt. Honum fylgir að visu alltaf einhver umbreyting á • nattUru landsins, en slik umbreyting þarf ekki að vera hættuleg, og er það sjaldnast i samanburði við þær breytingar, sem aðrir atvinnu- vegir framkalla og byggja A. Honum er þvi, að öðru jöfnu, bezt trUandi fyrir þvi að varðveita gæði náttUrunnar. Framleiðslukapphlaupið i landbUnaðinum, hefur að visu valdið þvi, að enn er stunduð rányrkja i beitarlöndum viða um ¦ landið,og mýrar hafa verið ræst- ar fram af fullkomnu fyrir- hyggjuleysi og tillitsleysi. Hin nýja ræktun getur og i flestum 'í>^ ~*?i* £m>" ..,1 :^ ¦• ¦ .^ :£$&!&*¦ ¦,r? "J& '*» •. *V ,J>*, >* *!*• Benni og Lína og fylgilið hennar —efar nokkur, að þessi drengur hafi átt með gripunum þær stundir, sein hafa þroskað hann og augðað? tilfellum varla kallazt annað en hálfræktun, eða „harkaræktun" eins og einn ágætur bUnaðar- frömuður hefur nefnthana.og hUn hefur framkallað gróður, sem ekki þrifst nema með stöðugri og æ fjölbreyttari áburðargjöf. Allt er þetta vissulega i ósam- ræmi við eðli landsins, en verður að skoðast sem „barnabrek" þessa atvinnuvegar, eitthvað likt og þegar unglingar „hlaupa af sér hornin". NUtima ræktunarbUskapur getur ekki staðizt nema i beztu sveitunum, Á Utskögum og til fjalla verður buskapur eftir sem áður að byggjast að langmestu leyti á landnytjum og hlunnind- um, og slikur bUskapur er yfirleitt i góðu samræmi við nátt- uru landsins, eins og við nU þekkj- um hana, enda hefur hann verið stundaður frá örófi alda. Eyðing annesja og uppsveita hefur þvi i mörgum tilfellum mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir verndun á náttUrufari viðkomandi svæða. Ég efa það ekki, að landbUnað- urinn muni bráðlega breyta um stefnu varðandi ræktunaraðferðir og alla landnýtingu, enda hefur hann þegar rekið sig harkalega á agnUana á núverandi stefnu. Það leiöir lika, af sjálfu sér, ef bUendur skilja réttilega hlutverk atvinnugreinar sinnar — skilja, að þaö er ekki einasta siaukin framleiðsla, sem er aðalatriðið, heldur fjölþættur, þjóðhagnýtur tilgangur, þá mun ekki standa á þeim að leitast við að vernda umhverfi sitt og varðveita það fyrir alda og óborna. Uppeldi Eins og þegar var getið er það enn mikil tizka að koma kaup- staðabörnum i sveit, og telja margir það ómetanlegt fyrir þroska þeirra og velferð. Þetta er vissulega mjög eðlileg skoðun, þótt hér hafi lika orðið nokkur að- stöðubreyting á siðari árum, vegna hinnar miklu vélvæðingar og framleiðslukapphlaups i bUskapnum. Bæði er nU ekki eins mikil þörf fyrir börn og unglinga i sambandi við bUstörfin, og á hinn bóginn er dvöl þeirra i sveitunum orðin áhættusöm vegna tækninnar.'Eru þvi margir bændur ófUsir að taka á sig þá ábyrgð, se'm fylgir þvi að taka kaupstaðabörn. Þetta er mjög illa farið, þvi bUskapur hefur vissulega mikið uppeldjs- legt gildi fyrir alla.og ekki sizt bö'rnin. Hér gegna sambýlin ennþá ómetanlegu hlutverki, enda eru þar minni umsvif og vélar færri en á góðbUunum. Er þvi furðulegt öfugmæli, að sumir kaupstaðabU- ar (og reyndar lika sumir bændur) vilja endilega láta leggja niður þessi bU, og jafnvel styrkja eigendur þeirra til að flytjast burtu. Nær væri að styrkja þau til að gegna þvi mikilvæga uppeldis- hlutverki, sem mörg þeirra hafa nU, og flest þeirra hafa möguleika á. Væri það sennilega hentugri stefna en hinar svonefndu sumarbUðir, sem viöa eru að risa upp, en þar komast börnin ekki i neina snertingu Við hUsdýr og fá ekki þá tilfinningu, sem ef til vill er mikilvægust hverjum manni, að finnast hann vera til einhvers gagns. Heilsugæzla Heilsugæzla er nU mikið til umræðu og ekki ófyrirsynju, þvi sennilega hefur heilsufar almennings á Vesturlöndum aldrei verið jafn bágborið. Viðurkennd er þörf kaupstaðar- bUanna til að komast Ut Ur borg- arþrasinu, helzt i nokkrar vikur á ári, ef þeir eiga að halda sönsum og sæmilegri heilbrigði. A þessu sviöi er þó ekki völ margra góðra kosta, og oft virðast menn kaupa köttinn i sekknum, hvað þetta snertir. Flestir leggja i rándýr ferðalög og dveljast á rándýrum hótelum, bara til að láta sér leið- ast. Hlutverk landbUnaðarins á þessu sviði er efalaust mikið og ómælt, þótt menn virðist litið hafa gert sér grein fyrir þvi til þessa. Samt er það ljóst, að margir þess- ara ágætu „sjuklinga" gætu verið matvinnungar, og jafnvel heldur meira, á sveitabæjum, sem boðið geta upp á fjölþætta likamlega vinnu við landbUnaðarstörf, jafnt sumar sem vetur. Hið fræga fordæmi Kinverja, sem sendu allflesta kennara sina i sveit um nokkur misseri, er vissulega þess virði, að það sé athugað og gaumgæft, enda efa ég ekki, að þessi sveitadvöl hefur verið þarlendum kennurum einhver sá bezti lærdómur, sem þeir hafa nokkru sinni fengið. Lokaorð Hér hafa nU verið rædd nokkur meginatriöi, sem telja má hlut- verk fjölþætts og heilbrigðs landbUnaðar i heilbrigðu þjóö- félagi. Þeim er öllum sameigin- legt, að þau krefjast þess ein- dregið, að snUið verði af þeirri braut síaukinnar framleiðslu og einhæfni, sem gengin hefur verið á undanförnum árum. Fjölþættur smábUskapur, sem byggir sem allra mest á hinum heimafengnum landgæðum, en sem allra minnst a aðfluttri iðnaðarvöru eða matvöru, hlýtur samkvæmt þessu að vera hag- stæðastur fyrir þjóðarbUið, þegar á heildina er litið, og tekið er tillit til allra aðstæðna i nUtið okkar og þeirri framtiö, sem okkur er auð- ið að skyggnast i. I samræmi við þetta þarf svo að koma á nýrri verðlagningu land- bUnaðarframleiðslunnar, sem miðast a.ð mestu leyti við tilkostnaðinn og það fjölþætta hlutverk, sem bUskapnum er falið, i staö þess að binda það við kaup nokkurra vinnustétta eins og nU gerist. Þá þarf einnig að gera mun meiri kröfur til hollustu landbUnaðarvörunnar en nU er tiðkað. Af þessu leiðir efalaust hærra verð,og sjálfsagt væri það heppilegra en auknar styrk- greiðslur, sem ýta undir vanmat kaupstaðarbUa og jafnvel sjálfra bændanna á þessum mikilvæg- asta atvinnuvegi þjóðarinnar. A Imbrudögum 197S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.