Tíminn - 06.03.1975, Page 9

Tíminn - 06.03.1975, Page 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 6. marz 1975 Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN 9 nni og Llna og fylgilið hennar fa þroskað hann og augðað? ■efar nokkur, að þessi drengur hafi átt með gripunum þær stundir, sein tilfellum varla kallazt annað en hálfræktun, eða „harkaræktun” eins og einn ágætur búnaðar- frömuðurhefur nefnthana,og hún hefur framkallað gróöur, sem ekki þrifst nema með stöðugri og æ fjölbreyttari áburðargjöf. Allt er þetta vissulega i ósam- ræmi við eðli landsins, en verður að skoðast sem „barnabrek” þessa atvinnuvegar, eitthvað likt og þegar unglingar „hlaupa af sér hornin”. Nútima ræktunarbúskapur getur ekki staðizt nema i beztu sveitunum, A útskögum og til fjalla verður búskapur eftir sem áður að byggjast að langmestu leyti á landnytjum og hlunnind- um, og slikur búskapur er yfirleitt i góðu samræmi við nátt- úru landsins, eins og við nú þekkj- um hana, enda hefur hann verið stundaður frá örófi alda. Eyðing annesja og uppsveita hefur þvi i mörgum tilfellum mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir verndun á náttúrufari viðkomandi svæða. Ég efa það ekki, að landbúnað- urinn muni bráðlega breyta um stefnu varðandi ræktunaraðferðir og alla landnýtingu, enda hefur hann þegar rekið sig harkalega á agnúana á núverandi stefnu. Það leiðir lika, af sjálfu sér, ef búendur skilja réttilega hlutverk atvinnugreinar sinnar — skilja, að það er ekki einasta siaukin framleiðsla, sem er aðalatriðið, heldur fjölþættur, þjóðhagnýtur tilgangur, þá mun ekki standa á þeim að leitast við að vernda umhverfi sitt og varðveita það fyrir alda og óborna. Uppeldi Eins og þegar var getið er það enn mikil tizka að koma kaup- staðabörnum i sveit, og telja margir það ómetanlegt fyrir þroska þeirra og velferð. Þetta er vissulega mjög eðlileg skoðun, þótt hér hafi lika orðið nokkur að- stöðubreyting á siðari árum, vegna hinnar miklu vélvæðingar og framleiðslukapphlaups i búskapnum. Bæði er nú ekki eins mikil þörf fyrir börn og unglinga i sambandi við bústörfin, og á hinn bóginn er dvöl þeirra i sveitunum orðin áhættusöm vegna tækninnar.'Eru þvi margir bændur ófúsir að taka á sig þá ábyrgð, sem fylgir þvi að taka kaupstaðabörn. Þetta er mjög illa farið, þvi búskapur hefur vissulega mikið uppeldis- legt gildi fyrir alla,og ekki sizt bömin. Hér gegna sambýlin ennþá ómetanlegu hlutverki, enda eru þar minni umsvif og vélar færri en á góðbúunum. Er þvi furðulegt öfugmæli, að sumir kaupstaðabú- ar (og reyndar lika sumir bændur) vilja endilega láta leggja niður þessi bú, og jafnvel styrkja eigendur þeirra til að flytjast burtu. Nær væri að styrkja þau til að gegna þvi mikilvæga uppeldis- hlutverki, sem mörg þeirra hafa nú, og flest þeirra hafa möguleika á. Væri það sennilega hentugri stefna en hinar svonefndu sumarbúðir, sem viða eru að risa upp, en þar komast börnin ekki i neina snertingu við húsdýr og fá ekki þá tilfinningu, sem ef til vill er mikilvægust hverjum manni, að finnast hann vera til einhvers gagns. Heilsugæzla Heilsugæzla er nú mikið til umræðu og ekki ófyrirsynju, þvi sennilega hefur heilsufar almennings á Vesturlöndum aldrei verið jafn bágborið. Viðurkennd er þörf kaupstaðar- búanna til að komast út úr borg- arþrasinu, helzt i nokkrar vikur á ári, ef þeir eiga að halda sönsum og sæmilegri heilbrigði. A þessu sviði er þó ekki völ margra góðra kosta, og oft virðast menn kaupa köttinn i sekknum, hvað þetta snertir. Flestir leggja i rándýr ferðalög og dveljast á rándýrum hótelum, bara til að láta sér leið- ast. Hlutverk landbúnaðarins á þessu sviði er efalaust mikið og ómælt, þótt menn virðist litið hafa gert sér grein fyrir þvi til þessa. Samt er það ljóst, að margir þess- ara ágætu „sjúklinga” gætu verið matvinnungar, og jafnvel heldur meira, á sveitabæjum, sem boðið geta upp á fjölþætta likamlega vinnu við landbúnaðarstörf, jafnt sumar sem vetur. Hið fræga fordæmi Kinverja, sem sendu allflesta kennara sina i sveit um nokkur misseri, er vissulega þess viröi, að það sé athugað og gaumgæft, enda efa ég ekki, að þessi sveitadvöl hefur verið þarlendum kennurum einhver sá bezti lærdómur, sem þeir hafa nokkru sinni fengið. Lokaorð Hér hafa nú verið rædd nokkur meginatriði, sem telja má hlut- verk fjölþætts og heilbrigðs landbúnaðar i heilbrigðu þjóð- félagi. Þeim er öllum sameigin- legt, að þau krefjast þess ein- dregið, að snúið verði af þeirri braut siaukinnar framleiðslu og einhæfni, sem gengin hefur verið á undanförnum árum. Fjölþættur smábúskapur, sem byggir sem allra mest á hinum heimafengnum landgæðum, en sem allra minnst a aðfluttri iðnaðarvöru eða matvöru, hlýtur samkvæmt þessu að vera hag- stæðastur fyrir þjóðarbúið, þegar á heildina er litið, og tekið er tillit til allra aðstæðna i nútið okkar og þeirri framtið, sem okkur er auð- ið aö skyggnast i. t samræmi við þetta þarf svo að koma á nýrri verðlagningu land- búnaðarframleiðslunnar, sem miðast að mestu leyti við tilkostnaðinn og það fjölþætta hlutverk, sem búskapnum er falið, i stað þess að binda það við kaup nokkurra vinnustétta eins og nú gerist. Þá þarf einnig að gera mun meiri kröfur til hollustu landbúnaðarvörunnar en nú er tiökað. Af þessu leiðir efalaust hærra verð,og sjálfsagt væri það heppilegra en auknar styrk- greiðslur, sem ýta undir vanmat kaupstaðarbúa og jafnvel sjálfra bændanna á þessum mikilvæg- asta atvinnuvegi þjóðarinnar. Almbrudögum 1975 orkunýtingu, ferðir o.fl., en allt hlýtur þetta stuðning af landbúnaði á viðkomandi stöðum, sem oft riður baggamuninn. Framleiðsla matvöru o.fl. Þetta hlutverk landbúnaðarins er svo alþekkt og umrætt, að ekki þarf að eyða mörgum orðum að þvi hér. Fráleitt er að deila um þýöingu þess fyrir þjóðina að framleiða sem mest af þeirri matvöru, sem hún þarfnast. 1 þessum ótryggja heimi getur að- flutningur matvæla stöðvazt hvenær sem er og fyrirvaralaust, svo við verðum einn góðan veður- dag neyddir til að lifa af gæðum landsins og hafsins. Einnig ætti innlend matvara að jafnaði að vera hollari en erlend sökum þess, hve mengun er orðin mikil i sumum góðum landbúnaðar- löndum. Innlend matvælafram- leiðsla er þvi lifsspursmál fyrir þjóðina, og ekkert minna en það. Vanmat sumra kaupstaðarbúa á innlendri matvöru er liklega eða að nokkru til komið vegna hinna miklu niðurgreiðslna, sem hafa komið þvi inn hjá mönnum, að matvara megi helzt ekki kosta neitt, og allt, sem er ódýrt, er lika ómerkilegt i augum meðalþegns- ins í framleiðslu- og neyzluþjóð- félaginu. Náttúruvernd Ef til vill finnst sumum það öfugmæli að ræða um náttúru- vemd i sambandi við búskap, og minna þá ef til vill á rányrkju undanfarinna alda, framræslu mýra, áburðardreifingu á úthaga o.s.frv. Og vist er það rétt, að bændur eru ekki alltaf til fyrír- myndar i þessu efni. Það breytir þó engu um þá staðreynd, að búskapur -;rður jafnan að byggja á náttúru- gæðum. Þegar til lengdar lætur, er hann tilneyddur að starfa með náttúrunni, en ekki gegn henni. öðru visi fær hann ekki staðizt. Honum fylgir að visu alltaf einhver umbreyting á náttúru landsins, en slik umbreyting þarf ekki að vera hættuleg, og er það sjaldnast i samanburði við þær breytingar, sem aðrir atvinnu- vegir framkalla og byggja á. Honum er þvi, að öðru jöfnu, bezt trúandi fyrir þvi að varðveita gæði náttúrunnar. Framleiðslukapphlaupið i landbúnaðinum, hefur að visu valdið þvi, að enn er stunduð rányrkja i beitarlöndum viða um landið.og mýrar hafa verið ræst- ar fram af fullkomnu fyrir- hyggjuleysi og tillitsleysi. Hin nýja ræktun getur og i flestum izt það henta að stýra verölagi landbúnaðarvöru, og halda þvi langt fyrir neðan hið raunverulega gildi. Þar gildir enn gamla reglan, sem þekkt var i Róm til forna, að stjórnmála- menn verða þvi aðeins vinsælir, aö þeir gefi fólkinu „brauð og leiki”, þótt raunar sé það fólkið sjálft, sem hér gefur sjálfu sér. Af þessu hefur komið upp sú ein- kennilega mótsögn, að það er oft dýrara að lifa af eigin matvöru- framleiðslu, heldur en selja hana og kaupa siðan aftur i smásölu. Þar af leiðandi er framleiðslan sjálf eða verðmætasköpunin ekki aðalatriði, heldur er það salan. Hérlendis hefur verðlag land- búnaöarvöru verið bundið við al- mennt verðlag og kaupgjald i landinu, og á þaö einnig við það verð, sem bændunum er greitt fyrir vöruna, hið svokallaða „kaup” bænda. Eina leið bænd- anna til að auka rauntekjur sinar hefur þvi verið að auka fram- leiöslu söluhæfrar vöru, enda hefur það verið rikjandi land- búnaðarstefna hér á landi undan- farna áratugi, og óspart verið styrkt af stjórnvöldum. Þetta hefur verið framkvæmt annars vegar með aunkum afköstum ræktarplantna og húsdýra, sem náð hefur verið með næsta tak- markalausri áburðar- og fóður- bætisgjöf, en hins vegar með stækkun túna og fjölgun gripa, þ.e. almennri bústofnsstækkun. Endimörk vaxtarms Nú er hins vegar ljóst, að þessi tekjuaukningaraðferð getur ekki gengið nema mjög takmarkaðan tima. Fyrr eða siðar kemur nefni- lega að þvi, að hvorki er hægt að ná meiri afköstum hjá húsdýrun- um, né stækka búin meira. Hag- vaxtaraðferðin er þvi augljóslega mun takmarkaðri i landbúnaði en öðrum atvinnugreinum, þar sem oft virðist geta verið um að ræða ótakmarkaðan vöxt, þótt slikt sé að sjalfsögðu blekking þar lika. Það er lika ljóst, að þetta vaxt- arkapphlaup i landbúnaðinum hefur valdiö margvislegu tjóni á atvinnuveginum sem slikum og á framleiðsluvörum hans, jafnvel ekki laust við að það komi niður á kaupendum og neytendum vör- unnar. Hin miklu vöruskipti og tæknivæðing hafa gert land- búnaðinn ósjálfstæðan og háðan öðrum atvinnugreinum, svo sem iðnaöi og verzlun. Segja má, að búskapur sé ekki lengur frumat- vinnuvegur, nema að nokkru leyti. Þær miklu kröfur, sem gerðar hafa verið til afkasta hjá ræktarjurtum og húsdýrum, hafa komið niður á heilbrigði þeirra, og þar með heilnæmi þeirrar matvöru, sem framleidd er. Stækkun búanna hefur viða leitt til örtraðar á beitarlandi, og loks hafa stórbúin reynzt mörgum fjölskyldum ofurefli vegna mikils vinnuálags, kviða og áhyggna af háspiluðum rekstri, lélegu heilsu- fari gripanna o.s.frv. Vaxtar- stefna landbúnaðarins er þvi vissulega komin i þrot, einnig hér á landi. Augljóst er, að meðaltekjur bændanna verða ekki auknar lengur með auknum afköstum bústofns eða stækkun hans. Jafnvel niðurgreiðslur hafa sennilega litil áhrif i þessu efni, þar sem ekki er lengur hægt að auka söluna svo nokkru nemi. Eigi meðaltekjur bændanna að vaxa, hlýtur það að gerast annað tveggja með beinum verð- hækkunum afurðanna eða með beinum styrkjum til bænda. Það er stjórnfarslegt atriði, hvor leiðin verður valin. Hlutverk landbúnaðar 1 öllum umræðum um land- búnaðarmál á undanförnum árum virðist þvi hafa verið slegið föstu, að hlutverk þessa atvinnu- vegar væri það eitt að framleiða matvöru eða hráefni til iðnaðar. Við þetta sjónarmið hafa allir út- reikningar miðazt. örfáir rosknir menn leyfa sér þó að tæpa á þvi þjóðfélagslega hlutverki, sem búskapur og búseta i sveitum hefur, og margir þéttbýlismenn virðast enn gera sér grein fyrir þvi, hve mikilvægar sveitirnar eru fyrir uppeldi sona þeirra og dætra, einkum ef illa gengur að temja þau i kaupstöðunum. Þetta viröist þó nánast vera feimnis- mál. Sjaldan er nú minnzt á sveitamenninguna nafnfrægu, enda er hún liklega alveg úr sögunni, þótt gegnt hafi miklu hlutverki fyrrum. Ég mun nú leitast við að draga fram nokkur atriði, sem sýna, að landbúnaðurinn hefur ýmsum öðrum og jafnvel mikilvægari hlutverkum að gegna en fram- leiða kjöt og mjólk. Mér sýnist þaö vera réttmætt að tala um a.m.k. 4-5 hlutverkaflokka: 1) almennt, þjóðfélagslegt hlut- verk, 2) framleiðslu matvöru og hráefnis, 3) náttúruvernd, 4) upp- eldi 5) heilsugæzlu. Almennt þjóðfélagslegt hlutverk Almennt þjóðfélagslegt hlut- verk landbúnaðar er einkum fólg- iö í þvi, að hann er eini atvinnu- vegurinn, sem krefst verulega dreifðrar búsetu.og stuðlar þvi mest að þvi, að landið sé byggt sem viðast. En dreifðri búsetu fylgir margháttuð trygging fyrir þjóðfélagið, sem ekki næst með öðru móti. Borgriki i eyðilandi fær engan veginn staðizt, og það er skylda og sómi hverrjar þjóðar að byggja land sitt. Dreifð búseta er trygging fyrir hvers konar slysum eða áföllum af hálfu náttúruhamfara eða styrjalda, bráðra pesta, mengunar o.s.frv. Henni má likja við útgáfu á bók. Bók, sem aðeins er til á einum stað (jafnvel þótt af henni séu nokkur afrit), er jafnan i hættu að týnast og eyðileggjast, en bók, sem búið er að gefa út og selja viðs vegar getur naumast týnzt. Sjávarútvegurinn er einnig að nokkru kominn upp á dreifða búsetu, og svo er einnig um Þrjú, sem iáta sér koma vel saman — telpan, gimbrin og seppi. A UNDANFÖRNUM árum hefur ýmislegt verið rætt um málefni landbúnaðarins á tsiandi. Sumir kaupstaðarbúar virðast vera haidnir þeirri blindu að sjá ekki né skilja þýðingu hans fyrir þjóð- arbúskapinn, og einblina þá gjarnan á svokallaðan hagvöxt, sem þeir telja vera litinn I þessari atvinnugrein. Fyrir öðrum eru útfiutningsbætur sá ásteytingar- steinn, sem nægir til að dæma landbúnaðinn óalandi og óferj- andi. Sjálfsagt má það til sanns veg- ar færa, að landbúnaður sé hag- fræðilega óhagkvæmur á íslandi, miðað við ýmis gósenlönd verald- ar. Hins vegar sýnist mér þessi niðurstaða fremur vera dómur yfir hagfræðinni en landbúnaðin- um sem sllkum. Það er augljóst, að mælikvarði hennar er ónothæf- ur, þegar dæma skal frumat- vinnugreinar eins og landbúnað, og það hefur reyndar sannazt, að þessi mælikvarði er úreltur og ó- notandi á flestalla mannalega starfsemi, jafnvel iðnað og verzl- un, þar sem hann þó hefur rikt um nokkurra áratuga skeið sem eins konar leiðsöguhnoða. Mælikvarði hagfræðinnar er ónothæfur vegna þess, að hann er miðaður við lið- andi stund, en tekur ekki tillit til framtlðarinnar, og tekur hvorki tillit til þeirra þátta, er varða manninn sjálfan og eðli hans, né heldur umhverfið I viðustu merk- ingu. Þvi er nú svo komið, að maöurinn er um það bil að eyði- leggja sjálfan sig og spilla svo umhverfi sinu, að hætt er við, að allt jarðlifið dragist með honum i gröfina. Þetta er nú almennt vit- að og viðurkennt sem mesta hætt- an, sem nú steðjar að jarðarbú- um, enda sennilega mun alvar- legri hætta en t.d. kjarnorku- styrjöld, og er þá vissulega til mikils jafnað. Samt geta fákænir menn uppi á Islandi enn verið að dútla við hagfræðilega útreikn- inga á undirstöðuatvinnuvegum eins og landbúnaði. Framleiðslukapphlaup A hinn bóginn hafa bændurnir sjálfir lika misskilið hlutverk sitt og atvinnugreinar sinnar. Þeir hafa i stöðugt auknum mæli lagt stund á framleiðslubúskap, sem byggist á sölu framleiðslunnar og æ meiri kaupum á aðfluttri næringu fyrir dýr og jurtir. Þeir hafa þvi lent i sama vitahringn- um og iðnaður og verzlun, og hafa verið ofurseldir þeim lögmálum, sem þar hafa verið talin gilda, þ.e. lögmálum hagfræðinnar. I flestum vestrænum rikjum hefur stjórnvöldunum samt fund-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.