Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 6. marz 1975 garri/ mjöl og grjón. Og át+i hún svo að fara frá því í skældan og veðurbarinn kofa upp á ásnum og sóa burt lífi sínu á ökrunum uppi í dalkvosinni? Nei, nei! Hún gat þaðekki. Hún varð að finna eitthvert úrræði til bjargar. AAalm skipstjóri var elzti sonur f iskimannsins í Sæbóli, þurrabúðinni niðri við Bátvíkina. Hann var þegar farinn að reskjast og hárið orðið því nær hvítt. Það var ekki hægt að segja, að hann væri beinlínis ófríður, en hann var sviplaus og vagaði eins og kálffull kýr, ef hann hreyfði sig úr sporunum. Hann hafði lengi verið skip- stjórnarmaður og átti hlutdeild í mörgum arðgæfum skipum og var talinn vel efnaður. Hann var vanur að hanga öllum stundum í búðunum á veturna. Þetta ár kom hann mjög snemma heim úr siglingum, og þegar eftir heimkomuna sást hann á hverjum degi koma strax upp úr hádeginu vagandi neðan frá Bátvíkinni, og eftir það hélt hann kyrru fyrir í þorpinu fram á kvöld, að búðum var lokað. Engan furðaði á því, þótt AAalm vendi konur sínar æ meir í nýju búðina og hætti loks alveg að líta inn í þá gömlu. Hann var ekki sá eini, sem hafði slík vistaskipti. Fyrir mann, sem slórði í búðinni til þess eins að eyða timanum, var nýja búðin miklu æskilegri staður: þar var meira líf og fjör. En þegar Kalli Seffer og konan hans mættu Sögu og AAalm á veginum til Stórbæjar eitt tunglskinskvöld í ágústmánuði komst nýr orðrómur á kreik. Fólk njósnaði og hleraði, skrafaði og gat í eyðurnar. Og grunurinn fékkst staðfestur: Saga í kaupfélasbúðinni og AAalm voru farin að draga sig saman. „Þvættingur", sagði Katrín, þegar henni barst þessi kvittur f yrst til eyrna. Henni duttu í hug allar sögurnar, sem gengið höfðu f jöllunum hærra, um samband hennar við Norðkvist. En svo mætti hún þeim sjálf eitt kvöldið, þegar hún var á heimleið úr kirkjugarðinum. Þau fóru bæði hjá sér: stúlkan roðnaði upp í hársrætur. Katrín horfði á eftir þeim, unz þau hurf u í hauströkkrið. „Þau hafa bara hitzt af tilviljun", sagði hún hálfhátt við sjálfa sig. En nú sá hún þó, að einhver f lugufótur gat verið fyrir orðasveimnum. „Ég get ekki trúað því um Sögu: það hlýtur að vera misskilningur", sagði hún hundrað sinnum vð sjálfa sig. Hún vonaði, að þetta væri að minnsta kosti ekki nema stundarfyrirbæri, og allt félli í Ijúfa löð, þegar Gústaf kæmi heim. Dag nokkurn í nóvember steig Gústaf á land og gekk upp þorpsveginn með sjópoka sinn á bakinu. Hann setti hann frá sér fyrir utan dyrnar á kaupfélagsbúðinni og stikaði síðan inn. „O-hó, Saga!" hrópaði hann. Hún brosti, en stóð kyrr og gaf engan höggstað á sér. „Ertu kominn Gústaf? Veikominn heim!" Hann æddi að af greiðsluborðinu, eins og hann ætlaði að hrífa hana í faðm sinn, en hún varði sig með því undra- valdi, sem henni var gefið. Hann stóð kyrr og studdi höndum á borðið og horfði glaðlega framan í brosandi stúlkuna. En hann var alltof glaður til þess að veita því eftirtekt, að það var eitthvað falskt og óeðlilegt í brosi hennar. Loks rétti hann hramminn inn fyrir borðið, og hún lagði litlu höndina sína í lúku hans. Hann þrýsti hana innilega. „Hvernig hefur þér liðið í sumar?" spurði hann hlýlega. „Vel, þakka þér fyrir. Og hvernig hefur þér svo liðið sjálf um?" „Ágætlega. En þetta er orðið langt sumar Ég var feginn, þegar ég steig á land hérna við Bátvíkina í þetta sinn. Nú getur maður farið að skemmta sér. En f yrst af öllu ætla ég heim og heilsa uppá mömmu. Heyrðu..." — hann deplaði augunum íbygginn, —„þú lokar auðvitað á sama tima og vant er?" Stúlkan roðnaði og svaraði hikandi: „Já, það held ég. En, Gústaf, ég á að..ég ætla að...það er saumakvöld núna heima hjá Sef f er, svo að ég veit ekki, hvenær ég f er heim". Hann hló. „Sá, sem hefur einhvers að bíða, biður aldrei of lengi. Saumaðu eins mikið og þú getur, og þegar þú kemur út stendur Gústaf við garðshliðið og bíður þín". „Já, en það ve-rður orðið svo framorðið, Gústaf. Satt að segja veit ég aldrei fyrirf ram, hvenær við hættum. Þú skalt ekkert vera að bíða eftir mér". „Heldurðu, að ég láti þig fara eina alia leið til Stórbæjar í svartamyrkri? Þá þekkirðu mig illa". „ En ég er ekkert hrædd. Auk.þess veit ég ekki, hvort ég fer heim i kvöld. Kannski ég gisti hjá Seffer". „Ég kem samttil vonar og vara. Þú getur skroppið út um tíuleytið og látið mig vita, hvort þú ætlar heim". „Ég nenni því ekki, Gústaf. Ég vil, að þú sért heima hjá mömmu þinni fyrsta kvöldið". Kátínan hvarf úr svip hans. „ Fæ ég þá ekki að sjá þig meira í dag?" „Nei, ekki í dag, — seinna". Ráðsmenn, við höfum fengið merki frá minjasafninu FIMMTUDAGUR 6. mars 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les þýðingu sina á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Emil Ragnarsson tæknifræðing um tækni- stofnun Fiskifélags Islands. Popp kl. 11.00: Gisli Lofts- son kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Verkakonur á tslandi i eliefu hundruð ár.Anna Sig- urðardóttir flytur annað er- indi sitt. 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveit óperunnar i Covent Garden leikur „Stundadansinn” úr óper- unni „La Gioconda” eftir Ponchielli, George Solti stjómar. Anneliese Rothen- berger, Hetty Plumacher, Georg Völker, Fritz Wund- erlich, Gottlob Frick, Robert Kofemane, kór Berlinaróperunnar og Sin- fóniuhljómsveit Berlinar flytja atriði úr óperunni „Mörtu” eftir Flotow, Beri- slav Klobucar stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Kristin Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna. Flutt verður samfelld dagskrá um Grænland. Haraldur Ólafsson lektor talar um landið, Helga Stephensen les grænlenzka þjóðsögu, „Munaðarleysingja”, i þýð- ingu Atla Magnússonar og leikin grænlenzk þjóðlög. . 17.30 Framburðarkennsla í ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur i útvarpssal: Svala Nielsen syngur lög eftir Sigurð Agústsson, Gylfa Þ. Gislason og Victor Urbancic. Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. 20.00 Framhaldsleikritið „Húsið” eftir Guðmund Danielsson. Attundi þáttur: Óskin er hættuleg. Persónur og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutv. sögu- manns: Henningsen / Gisli Halldórsson, Agnes / Anna Krstin Arngrimsdóttir, Frú Ingveldur / Helga Bach- mann, Séra Ólafur / Þor- steinn ö. Stephensen, / Tryggvi Bólstað / Guð- mundur Magnússon, / Katrin / Valgerður Dan, Sigurður i Stétt / Flosi ólafsson, Gróa i Stétt / Briet Héðinsdóttir. Aðrir leikendur: Gisli Alfreðsson, Jón Aðils, Arni Tryggvason, Valur Gislason, Hákon Waage, Jón Gunnarsson, Sigurður Skúlason og Rand- ver Þorláksson. 20.50 Pfanósónata nr. 29 I B- dúr op. 106 „Hammerklavi- er” eftir Beethoven. Hans Richter-Haaser leikur. 21.30 „Stofnunin” eftir Geir Kristjánsson. Höfundur les fyrri hluta sögunnar. (Sið- ari hlutinn á dagskrá kvöld- iö eftir). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (34). 22.25 Kvöldsagan: „Færey- ingar” eftir Jónas Arnason. GIsli Halldórsson leikari les (2). 22.45 Kvöldtónleikar. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.