Tíminn - 06.03.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 06.03.1975, Qupperneq 13
Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN 13 Myrkur í hvítri örk — ný Ijóðabók UNGUR Akureyringur, Jón Lax- dal, hefur nýlega gefið úr fyrstu ljóðabók sina, sem nefnist Myrk- ur i hvitri örk. 1 bókinni eru tæp- lega þrjátiu ljóð og kvæðabálkar. Helgi Vilberg myndskreytti og hannaði bókina, sem er mynd- prentuð i Offsetstofunni á Akur- eyri. Þá annaðist Helgi, ásamt höfundi, fjölritun og frágang bók- arinnar, sem er mjög smekkleg- ur. Bókin er til sölu hjá bókabúð Máls og Menningar, Sigfúsi Eymundsen og i bókaverzluninni i Glæsibæ. Athugasemd VEGNA mistaka hefur þaö komið fram i fjölmiðlum aö S.H.I. hafi staðið eitt að heimsókn 2ja manna sendinefndar frá S-Vietnam dag- ana 25. feb,—1. marz. Hið rétta i málinu er að Vietnam-nefndin á tslandi tók jafnmikinn þátt i heimsókn þessari. 0 Alþingi argjald hefði ekki verið lagt á við- komandi fasteign áður. Ég geri mér grein fyrir þvi, að heimild sú, sem hér um ræðir, kann að leggja sumum sveitarfé- lögum vanda á herðar. A það einkum við um þau sveitarfélög, sem um áratuga skeið hafa lagt götur með varanlegu slitlagi. Ég hef ástæðu til að ætla að viðkom- andi sveitarfélög muni nota slíka heimild mjög með sanngirni, eða alls ekki, enda hafa gatnagerðar- gjöld verið 'innheimt, t.d. hér i höfuðborginni, um langan tima.” 0 AAenningar. mál listkynning á vegum borgarinnar, umsögn og ákvarðanir um styrk- beiðnir til lista og menningar- mála, ráðgjöf um listir og menn- ingarmál, væntanlega stjórnun á safni Rikarðs Jónssonar og varð- veizlu listasafns Asmundar Sveinssonar, ef hún verður falin Reykjavikurborg. Loks er i greinargerð vikið að þvi, að borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa tvivegis flutt tillögu um árleg listaverð- laun Reykjavikurborgar, sem myndi einnig koma til kasta þessa ráðs að annast um fram- kvæmd þess, ef sú tillaga yrði samþykkt. r 0 Ahaldahús efnis á Korpúlfsstöðum i samráði við forstöðumenn ýmissa borgar- stofnana. I framhaldi af þessu taldi Björgvin það nauðsynlegt, að yfirverkstjóra Áhaldahússins, svo og öllum öðrum yfirmönnum Reykjavikurborgar, verði sett er- indisbréf. Settar verði regl- ur um vörzlu og meðferð áhalda og efnisbirgða Ahaldahússins, og i reglunum komi fram, að Áhaldahúsinu sé óheimilt að taka að sér einkaverk fyrir starfsmenn Reykjavikurborgar eða aðra. Sömuleiðis verði bannað að lána út áhöld og efni til einkaþarfa. Enn fremur að framkvæmdar verði þær tillögur borgarendur- skoðanda um Áhaldahúsið, og öll stærri viðhaldsverk fái sérstök verknúmer og öll fylgiskjöl efnis verði merkt þvi verknúmeri, er efnið tilheyrir hverju sinni, og að byggingardeild hafi eftirlit með verkum Ahaldahússins, án þess að Áhaldahúsið sé deild eða hluti byggingardeildar, eins og nú er. Timinn hefur áður greint frá tillögu Kristjáns Bene- diktssonar um erindisbréí borg- arstarfsmanna. I tilefni af bókun Björgvins Guðmundssonar lét borgarstjóri bóka, að umbætur hefðu verið gerðar á eftirlitskerfi trésmiða- stofunnar á siðasta hausti. öll stærri viðhaldsverk hafa fengið sérstök verknúmer, og fylgir þeim nákvæm verklýsing, og öll fylgiskjöl efnis eru merkt þessum verknúmerum. öll útlán áhalda til einkaaðila hafa verið bönnuð, og fastar reglur hafa verið settar um meðferð efnis og efnisaf- ganga. Almennur lífeyris- sjóður iðnaðarmanna Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. april n.k, Há- mark lánsfjárhæðar er sem hér segir, enda sé gætt ákvæða reglugerðar sjóðsins um veð eða ríkisábyrgð: a. Sjóðféiagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins í full 2 ár geta fengið kr. 200.000.- b. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins i full 3 ár, geta fengið kr. 350.000.- c. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins i full 4 ár, geta fengið kr. 500.000,- d. Sjóðfélagar, sem greitt hafa fullt iðgjald til sjóðsins I full 5 ára, geta fengið kr. 700.000.- enda hafi þeir ekki áður notfært sér lántökurétt sinn hjá iifeyrissjóðnum. Sjóðfélagi, sem notfært hefur sér rétt sinn til lántöku hjá sjóðnum, öðlast ekki rétt til viðbótarláns fyrr en fullnægt er umsóknum um lán frá öörum sjóðfélögum og eigi fyrr en 5 ár eru liöin frá þvi að hann fékk siöast lán hjá sjóðnum. Umsóknareyðublöð og lánareglur má fá á skrifstofu Landssambands iðnaðar- manna, Hallveigarstig 1, Reykjavik, skrifstofu Meistarafélas iðnaðarmanna, Strandgötu 1, Hafnarfirði og skrifstofu Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 3, Keflavik. Stjórn Almenns lifeyrissjóðs iðnaðar- matina. Þér getið sparað rúm 40 ÞÚSUND ef þér látið okkur Otbúa frysti- eða kælihólt í f jölbýIishúsi yðar—■ þar sem frystikistan verður þá óþörf, en 385 I frystikista kostar nú um 80 þúsund krónur, en viðgerum yður fast verðtil- boð— þar sem allt er innif alið — í gerð 450-500 I hólfa á kr. 35-40 þúsund. Auk þess er rekstrarkostnaður hverf- andi og húsrými sparast, svo og er- lendur gjaldeyrir, og skattarnir lækka, þar sem afskrifa má frystihólfIn. Kynnið yður þessi kostakjör. Creda tauþurrkarinn ÚTSÖLUSTADIR: RAFHA, Oðinstorgi, simi 10-332 SMYRILL, Ármúla 7, sími 8-44-50 STAPAFELL, Keflavík, sími 1730 KJARNI S.F. er nauðsyrilegt hjálpartæki á nútíma heimili. Um 4 gerðir er að ræða. Veitum örugga ábyrgðar- og viðgerðar þjónustu á Parnall og Creda þurrkurunum. Sími sölumanns er 1-87-85 Vestmannaeyjum — og hjá okkur Raftækjaverslun íslands h.f. Ægisgötu 7 - Símar 17975 - 17976 KAUPMENN — INNKAUPASTJÓRAR Allir helztu fataframleiðendur landsins kynna yður vor- og sumartizkuna á kaup- stefnunni ÍSLENZKUR FATNAÐUR að Hótel Loftleiðum, Kristalsal, 6.-9. marz n.k. Tizkusýningar verða alla daga kaup- stefnunnar kl. 14:00, nema opnunardaginn kl. 13:30. Verið velkomin á kaupstefnuna ÍSLENZKUR FATNAÐUR Allar nánari upplýsingar varðandi kaup- stefnuna eru veittar i sima 91-24473.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.