Tíminn - 06.03.1975, Page 15

Tíminn - 06.03.1975, Page 15
Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN 15 Q Skipbrot bandið við skipbrotsmenn, og ekki náðist I þá fyrr en um miðjan dag í gær. Eins og áður segir, yfirgáfu skipverjar skipið um sjöleytið vegna versnandi veðurs, og um hádegisbilið i gær voru 12 vindstig á þessum slóðum og snjókoma. Eftir hádegi í gær voru menn jafnvel farnir að óttast um björg- unarsveitarmenn, en þeir höfðu enga talstöð, og gátu þvi ekki gefið upplýsingar um gang ferð- arinnar. Um kl. 2.30 i gær kom björgunarsveitin þar að sem skipbrotsmenn höfðu hreiðrað um sig I gúmmfbátnum á sandinum. Var ákveðið að halda upp á Ingólfshöfða og láta fyrirberast i björgunarskýlinu i nótt. Talið er þó, að einhverjir björgunarsveit- armenn hafi reynt að brjótast til byggða i gærkvöldi. Eins og áður er frá greint, var björgunarsveitiná niundatima að brjótast um 15 km leið yfir sand- ana, og að sögn Hálfdans Henrýs- sonar var ástæðan fyrir þessari erfiðu ferð eingöngu aftakaveður og ófærð. Sagði hann, að björg- unarsveitarmenn hefðu orðið að fara svokallaða vestari leið; sem talin er vera um 5 km lengri en sú, sem stytzt er. Liklegt er, að skipbrotsmenn hafi ekki viljað yfirgefa staðinn vegna þess að veðrið var að ganga niður, með það i huga, að varðskipið reyndi að ná ísleifi á flot i dag. Að sögn Hálfdáns hefur komið til tals að senda björgunarsveit- armönnum og skipbrotsmönnum talstöðvarbil frá Hornafirði, hyggi þeir á langdvöl á Höfðan- um. Við spurðum Hálfdán, hvort þeir hefðu verið farnir að óttast um björgunarsveitina. — Nei, það held ég varla, — þetta eru kjarnorkumenn og eng- in ástæða til að óttast um þá. Hins vegar var veðurofsinn slikur, að ferðin var mjög erfið og löng. — Er ekki sjaldgæft, að björg- unarsveitir ykkar hafi ekki tal- stöðvar? — Jú, vissulega, en ég get upp- lýst, að það verður bætt úr tal- stöðvarkostinum strax, og það munu ekki liða margir dagar þar til þeir hafa fengið talstöð i hend- ur. Að sögn Gunnars Ólafssonar hjá Landhelgisgæzlunni hafði ekki verið rætt um það i gær, hvort reynt yrði að ná Isleifi á flot. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Marz-námskeið i fundarsköpum og ræðumennsku og stjórnmálum. 1. Laugardaginn 8. marz kl. 1.30. Setning. erindi: Fundarreglur og félagsstörf leiðbein- andi. kl. 4.30 erindi: Atvinnuvegirnir og efnahags- lifið. Tómas Árnason alþingismaður. 2. Sunnudaginn 9. marz kl. 1.30 erindi: Flokksstarfið og skipulag Framsókn- arflokksins. Þráinn Valdimarsson fram- kvæmdastj. kl. 4.30 erindi: Ræðumennska og málflutn- ingur leiðbeinandi, málfundaræfing. 3. briðjudaginn 11. marz kl. 8.00 málfundaræfing. 4. Miðvikudaginn 12. marz kl. 8.00 erindi: Almenningur og skrifstofubáknið. Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra. 5. Fimmtudaginn 13. marz kl. 8.00 málfundaræfing. 6. Laugardaginn 15. marz kl. 1.30 erindi: Þingflokkurinn og þingstörf. Þórar- inn Þórarinsson alþingismaður kl. 4.30 erindi: Framsóknarstefnan leiðbein- andi. 7. Sunnudaginn 16. marz kl. 1.30 hringborðsumræður: Stjórnarsamstarfið og stjórnmálaviðhorfin. Fyrir svörum verða: Ólafur Jóhannessen Einar Ágústsson Halldór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. Eftir hvert erindi verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. Leiðneinandi verður Jón Sigurðsson. Námskeiðið verður haldið i húsa- kynnum Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18 Reykjavik. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu flokksins þar, simi: 24480. Tillaga um nýtt aðalskipulag Reykjavíkurflugvallar V, iiW yii B. Skíðaferð um páskana FUF i Reykjavik hyggst standa fyrir skiðaferð til Húsavikur um páskana, ef nægileg þátttaka fæst. Verði verður stillt i hóf. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Ferðanefnd FUF. Félag framsóknar kvenna í Reykjavík Fundur verður að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 6. marzji.k. Fundarefni: Sigriður Thorlacius form. Kvenfélagasambands ís- lands flytur erindi: Hugleiðingar i tilefni af kvennaárinu og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi i Hafnarfirði segir frá Alþingi. Freyjukonur og Hörpukonur eru velkomnar á fund- inn. Stjórnin. Góufagnaður FUF i Reykjavik heldur góufagnað föstudaginn 7. marz i félags- heimili Fóstbræðra við Langholtsveg. Húsið opnað kl. 20.00. Dans og miðnæturbingó. Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd FUF. Borgarnes og nógrenni Framsóknarvist verður spiluð i samkomuhúsi Borgarness föstu- dagskvöldið 7. marz kl. 9 siðd. Siðasta kvöid þriggja kvölda keppni. Halldór E. Sigurðsson flytur ávarp. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélagið. Skaftfellingar Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður verður til viðtals laugar- daginn 8. marz i félagsheimilinu Leirskálum, Vik i Mýrdai kl 14 ^ tii 16. ____________________________________________ j Hafnfirðingar og nógrenni Gsal-Reykja vik — Flugmála- stjóri boðaði fréttamenn á sinn fund I gær og þar voru þeim kynntar hugmyndir flugmáia- stjórnar um nýtt aðalskipulag Reykjavlkurflugvallar. Finnskur verkfræðingur, Bertel Hellman, að nafni, sérfræðingur I flugvall- annálum hefur dvalizt hér á landi við og við síðastliðin 10 ár, flug- málastjórnarmönnum til aðstoð- ar við mótun framtíðaráætlana um Reykja vikurflugvöll. Nú hefur verið kortlögð tillaga um aðalskipulag flugvallarins, og voru flugmálastjórnarmenn á eitt sáttir um hagkvæmni tillögunn- ar. A myndunum, sem hér fylgja, má sjá breytingarnar á skipulag- inu, samkvæmt tillögunni. Agnar Koefod-Hansen flug- málastjóri sagði, að Reykja- vfkurflugvöllur væri að sjálf- sögðu háður aðalskipulagi borg- arinnar og þvi yrði það borgar- yfirvalda að taka endanlega á- kvörðun. Hins vegar sagði hann, að það yrði þó sennilega gert i samráði við flugmálastjórn. Agn- ar tók það fram, að þótt búið væri að kortleggja þessa tillögu um nýtt skipulag, þá hefði flugmála- stjórn ekki sett fram neina end- anlega tillögu. Hins vegar mætti gera ráð fyrir þvi, að borgar- stjórn yrði send tillaga um aðal- skipulag i vor. Agnar sagði, að Reykjavikur- flugvöllur yrði nákvæmlega jafn lengi á þeim stað er hann væri nú, og borgaryfirvöld óskuðu þess. Kvað hann mikið hafa verið um það rætt að færa allt flug til Keflavikurflugvallar, en það væri samdóma álit manna, að það væri ekki framkvæmanlegt. ' Það kom fram á fundinum, að flugmálastjórn telur fjárveitingu til flugmála mun minni en nauð- synlegt væri, og sagði flugmála- stjóri, að til flugmála i ár yrði varið rúmum 200 millj. króna og væri það til allra framkvæmda. Þá kom og fram að 70—80% af þeirri fjárhæð yrði varið til beinna öryggismála. A efri myndinni má sjá framkomna hugmynd flugmálastjórnar um nýtt skipulag Reykjavikurflugvallar, en hin myndin sýnir skipulagið eins og það er nú. Þess skal getið, að allir hæöarpunktar eru ýktir. Framsóknarvist verður haldin fimmtudaginn 13. marz kl. 20:30 i Iðnaðarmannahúsinu. Þetta verður þriggja kvölda keppni. Veitingar og góðir vinningar. FUF Hafnarfirði. Austur- Skaftafellssýsla Arshátið Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldin að Hótel Höfn, Hornafirði, laugardaginn 8. marz kl. 20.00. Avörp flytja: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. Þátttaka tilkynnist i sima 8265 og 8253. Hveragerði — Ölfus Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis og Olfuss verður haldinn i Hótel Hveragerði föstudaginn 7. marz kl. 20:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Halldór Asgrimsson al- þingismaður mætir á fundinum. Stjórnin. Fræðslufundur Fuglaverndar- félagsins NÆSTI fræðslufundur Fugla- verndarfélags islands verður i Norræna luisinu fimmtudaginn 13. marz kl. 8.30 e.h. Arnþór Garðarsson. prófesor i náttúrufræði við liffræðideild Há- skóla Islands. flytur fyrirlestur með litskuggamyndum, sem hann nefnir: Votlendi og vot- lendisfuglar á lslandi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.