Tíminn - 06.03.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 06.03.1975, Qupperneq 16
G8ÐI fyrir góöan maM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS LORENZ HRESS f BRAGÐI Sögulegu mannráni lokið farsællega: þrátt fyrir spennu síðustu daga Reuter—Vestur-Berlin — Peter Lorenz, leiðtoga kristilegra demókrata I Vestur-Berlín, var loks sleppt úr haldi á miðnætti i fyrrinótt. Jafnskjótt hóf lögregla i borginni óhemju viðtæka leit að þeim, sem rændu honum. Lorenz hélt fund með frétta- mönnum i gær. Þótt hann virtist þreyttur, var alls ekki að sjá á honum, að hann hefði lifað i stöð- ugri spennu siðustu daga. Hann kvaðst hafa sætt sæmilegri meöferð af hálfu mannræningj- anna, t.d. voru honum færðar fréttir af borgarstjórnarkosning- unum og hann fékk að hlusta á út- varp. Ekki væri úr vegi — nú að lok- um — að rifja upp atburðarásina kringum þetta mannrán, sem vakið hefur einna mesta athygli i Evrópu á siðari árum. Fimmtudagur, 27. feb.: Kl. 7,55:yPeter Lorenz rænt á götu i einni af útborgum Vestur- Berlinar. Mannræningarnir ókunnir. Kl. 10,00: Klaus Schutz borgar- stjóri kallar fulltrúa stjórnmála- flokkanna saman til fundar vegna málsins. A fundinum er ákveðið aö láta kosningar til borgar- stjórnar fara fram, eins og ekkert hafi i skorizt. Um svipað leyti hefst viðtæk leit að mannræningj- unum. Föstudagur 28. feb.: Kl. 8,00: Samtökin „2. júni” láta birta mynd af Lorenz, þar sem hann er fangi þeirra. Með myndinni fylgir listi yfir kröfur og yfirvöldum er gefinn fresiur, til að uppfylla þær. Kl. 14,40: Heinrich Albertz, fyrrum borgarstjóri, fellst á þá kröfu samtakanna að fylgja úr landi stjómleysingjum, sem kraf- izt var, að sleppt yrðu úr haldi. Kl. 16,40: Helmut Schmidt kanslari kallar flokksleiðtoga saman til fundar til að ræða sið- ustu atburði. Kl. 20,00: Lögregluyfirvöld i Vestur-Berlin fallast á, að láta tvo stjórnleysingja lausa úr fang- elsi. Laugardagur 1. marz: Kl. 8,20: Stjórnleysingjunum tveim sleppt úr haldi. Kl. 11,00: Eiginkona Lorenz fær sent póstkort með eiginhandar- undirskrift manns sins. Kl. 15,00: Ræningjarnir senda enn eina sönnun þess, að Lorenz sé á lifi. Kl. 22,55: Tveir af þeim sex stjórnleysingjum, sem krafizt er, að látnir séu lausir, koma fram i sjónvarpi og segjast ekki kæra sig um lausn úr fangelsi. Sunnudagur 2. marz: Kl. 17,45: Flugvél leggur af stað Arabar sitja við sinn keip: Óæskileg fyrirtæki í banni Reuter—Kairó — Arabar hafa ákveðið að halda áfram að beita hefndaraðgerðum gegn þeim fyr- irtækjum eða stofnunum, er hafi með einhverjum hætti samskipfi við Israel. Að undanförnu hafa fulltrúar i svonefndri ,,refsiaðgerðanefnd” þingaö i Kairó, en nefnd þessi starfar innan vébanda Araba- sambandsins. í tilkynningu, sem nefndin gaf út i gær, segir m.a., að hefndaraðgerðum verði beitt framvegis gegn þeim fyrir- tækjum, erséu á „svörtum lista” hjá nefndinni. (Það vekur athygli, að nokkur fyrirtæki i eigu múhameðstrúarmanna eða kristinna manna eru á þessum lista, en aftur á móti er nokkrum fyrirtækjum gyðinga haldið utan hans.) 1 tilkynningu nefndarinnar er enn fremur tekið fram, að til greina komi að gripa til annarra hefndaraðgerða en að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá viðskiptum. Reynslan skeri úr um, hvort nauðsynlegt verði að grfpa til annarra aðgerða. ftíim^HORNA '.mM MILLI Reuter-Ankara. Sadi Irmak, er gegnir nú forsætisráðherra- embætti i Tyrklandi til bráða- birgða, hóf fyrr i vikunni við- frá Vestur-Berlin til Frankfurt með tvo stjórnleysingja og Albertz innan borðs. Aörir tveir stjórnleysingjar eru fluttir til Frankfurt með þyrlu. Kl. 20,00: Vestur-þýzka stjórnin kemur saman til fundar I Bonn. Kl. 21,19: Þota af gerðinni Boe- ing 707 er reiðubúin til flugtaks á flugvellinum við Frankfurt. Kl. 23,00: - Úrslit úr borgar- stjórnarkosningunum birt. Flokkur Lorenz vinnur stórsigur. Mánudagur 3. marz: Kl. 3,00: Fimmti stjórnleysing- inn ákveður að slást i hóp með hinum og er i skyndi fluttur frá Essen til Frankfurt. Kl. 8,56: Þotan hefur sig til flugs. Kl. 18,41: Þotan lendir i Aden eftir að henni hefur verið synjað um lendingarleyfi i Lýbiu, írak, Sýrlandi, Libanon og Eþiópiu. Þriðjudagur 4. marz: Kl. 6,59: Þotan hefur sig til flugs frá flugvellinum við Aden með Albertz innan borðs, milli- lendir i Addis Ababa, þar sem skipt er um áhöfn, og heldur svo til Frankfurt. Kl. 15,51: Þotan lendir i Frank- furt og Albertz er umsvifalaust fluttur til Vestur-Berlinar. Kl. 17,51: Albertz flytur i sjónvarpi skilaboð frá stjórn- leysingjunum, sem eftir urðu I Aden. Siöar um kvöldið: Mann- ræningjarnir láta Lorenz lausan. ræður við tyrkneska flokks- leiðtoga um möguleika á myndun nýrrar stjórnar i landinu. Fréttaskýrendur I Ankara telja, að Irmak eigi erfitt verk fyrir höndum, þar eð hægri flokkar séu honum andsnúnir. Stjórnarkreppa hefur rikt i Tyrklandi s.l. hálft ár. Fyrir helgi fól Fahri Koruturk Tyrk- landsforseti Irmak að freista þess að mynda stjórn á breið- um grundvelli — eins konar þjóðstjórn. Irmak hefur að undanförnu rætt við flokks- leiðtoga um þessa hugmynd, en fengið — að sögn frétta- skýrenda — dræmar undir- tektir. Eini leiðtoginn, sem hefur gefið jákvæð svör, er Bulent Ecevit, fyrrum for- sætisráðherra. Flokkur hans ræður yfir 184 sætum af 450 á tyrkneska þinginu. Aftur á móti hafa leiðtogar hægri flokka sýnt málaleitan Irmaks litinn áhuga. Fjórir flokkar, sem standa ýmist hægra megin i stjórnmálum eða nálægt miðju, hafa að undanförnu myndað óform- legt bandalag i þvi skyni að koma saman eigin stjórn, er styddist við meirihluta þings. Þetta bandalag nýtur -stuðn- ings u.þ.b. 220 þingmanna, svo að litlu munar, að hreinn meirihluti standi þvi að baki. Forystumenn þessa t banda- lags leggja nú allt kapp á að fá Lýðræðisflokkinn, sem er miðflokkur, til fylgis við sig. Þar með væri þingmeirihluti tryggður. Ljóst er, að leiðtogar Lýð- ræðisflokksins eru nokkuð reikulir i ráði, svo að alls óvist er, hvort stjórnarkreppan i Tyrklandi leysist i bráð. Bardagar um Pnom Penh harðna: Hersveitir skæruliða slá hring um borgina ií::r:„r:hz; Ætlun þeirra er augljóslega að hindra alta aðflutninga til stjórnarhersins í borginni Reuter-Pnom Penh/Washington. Bardagar um höfuðborg Kam- bódiu, Phom Penh, hörðnuðu til muna I gær. Hersveitum skæru- liða, er fylgja Sihanouk prins að málum, tókst I fyrsta sinn að slá hring um borgina, svo að her- sveitum stjórnar Lon Nols berast nú aðeins vistir og hergögn loft- leiðis. Bandarikjamenn hafa haldið uppi stöðugum loftflutningum til Pnom Penh að undanförnu, þrátt fyrir ákafar eldflaugaárásir á Pochentong-flugvöll, sem er aðal- flugvöllur borgarinnar. í gær varð ein af flutningavélum Bandarikjamanna af gerðinni DC-8 fyrir eldsprengju, og við það stöðvuðust flutningarnir um tima. Siðdegis lentu þó fleiri vélar á flugvellinum, en talsmaður Bandarikjahers i Pbom Penh sagði, að umferð yrði að mestu hætt um völlinn, nema eldflauga- árásunum linnti. Fyrr i gær var tilkynnt af hálfu flugyfirvalda i Kambódiu, að öllu innanlandsflugi um Pochentong- flugvöll hefði verið aflýst og millilandaflugi um völlinn frestað fram á föstudag. Þá tilkynnti yfirherstjórn stjórnarhersins i Pnom Penh, að skæruliðar hefðu ráðizt að borg- inni úr suðri. Það er i fyrsta skipti, sem árás kemur úr þeirri átt, en áður hafa skæruliðar sótt að borginni úr norðri, austri og vestri. Fréttaskýrendur I Pnom Penh telja, að þessi nýjasta árás skæruliða sé dæmi um versnandi stöðu stjórnarhersins I bardögum um borgina. Það er augljóslega ætlun skæruliða að einangra hversveitir stjórnarhersins i Pnom Penh, þvi að þeir hafa stöðvað alla umferð flutningapramma upp Mekong- fljót og leggja nú — eins og fyrr kemur fram — allt kapp á að stöðva flugumferð um aðalflug- völl höfuðborgarinnar. Bandariski flotinn skýrði frá þvi i gær, að þyrlumóðurskipið Okinawa biði nú á Siams-flóa — og væru þyrlur reiðubúnar að hefja sig til flugs frá skipinu og halda til Pnom Penh. Tilgangur- inn væri að bjarga þeim banda- rlskum þegnum, er þar væru, undan sveitum skæruliða, þ.e. ef i nauðir ræki. A myndinni sést, hvar birgðum er varpað úr flugvélum I fallhlffum til einangraðra hersveita stjórnar Lon Nols I Kambódíu. Fréttir benda nú til, nð stjórnarherinn, sem er aö mestu einangraður I höfuðborginni Phnom Penh, neyðist e.t.v. til að gefast upp.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.