Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. marz 1975 TÍMINN UNGT FOLK FJALLAR UAA VANDAAAÁL JARÐARSVÆÐA VIÐ N-ATLANTSHAF Álendingar, írar og Grænlendingar meoal ráostefnugesta SJ-Reykjavík Æskulýðssambönd- in á Norðurlöndum gangast fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um byggða- mál að Hótel Loftleiðum dagana 9.-14. marz. Um 40-50 þátttakend- ur frá Svfþjóð, Noregi, Dan- tnörku, Finnlandi, tslandi, Græn- landi, Færeyjum, Alandseyjum, Bretlandi og irlandi, flest fólk innan við þritugt, sækja ráðstefn- una. Fluttir verða fjórir fyrirlestrar. Knut Hemm, háskólakennari frá Tromsö, talar um efnahagsleg og félagsleg vandamál jaðarsvæða I ríkjum við Norður-Atlantshaf og Svfi, sem við hófum ekki nafn á, talar um sama efni. Græn- Byggingamenn og hús- gagnasmiðir mótmæla STJÓRN Sambands bygginga- manna og aðalfundur Sveinafé- lags húsgagnasmiða hafa gert samþykktir um kjaramálin. Sambandsstjörn bygginga- manna segir, að ótaldir milljaro- ar séu með endurteknum gengis- fellingum og dagvaxandi verð- bólgu fluttir frá verklýðsstéttinni til atvinnurekenda, og með síð- ustu ráðstöfunum i fjármálum, stöðvun á útlánaaukningu og auk- Góður afli hjá Vestmannaeyja- bátum gébé—Reykjavik — Skuttogarinn Vestmannaey frá Vestmanna- eyjum hefur aflað ágætlega frá áramótum, en samtals hefur tog- arinn fengið 540 tonn. Vest- mannaey landaði fyrir þrem dögum 196 tonnum af góðum þorski. Um 54 bátar stunda nu bolfisk- veiðar frá Vestmannaeyjum, en ekki hafa allir bátarnir hafið veiðar enn. Búizt er viö að þeir verði alls um 62-63 talsins. Frá áramótum til 1. marz hefur verið landað 3.002 tonnum af bolfiski i Vestmannaeyjum. Rúmlega 30 millj. komnar í Norðfjarðar- söfnunina Gsal—Rvík — Nú hafa borizt i'úiuar þrjátíu milljónir króna I Norðfjarðarsöfnunina, sam- kvæmt upplýsingum hjá hjálpar- stofnun kirkjunnar. Heildarsöfn- unarféð er 30.059.067,- og helztu gefendur, sfðan slðasta tilkynning var gefin út, eru: Starfsfólk Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi og Reykjavfk 166.500.-, Starfsmannafélag KEA 261.000.-, Kvenfélagið Hringurinn 100.000.-, Grafiska sveinafélagið og Hið is- lenzka prentarafélag 100.000.-, frá franskri stofnun, er starfar að málefnum holdsveikra 348.500,- og var gjöfinni komið á framfæri fyrir milligöngu franska sendi- ráðsins. Eldur vio Blóðbankann BH-Reykjavik. — i gærkvöldi, um klukkan hálf-níu kom upp eldur i skemmu, sem er i byggingu við endann á Blóð- bankanum á Landspitalaióð- inni. Þegar slökkviliðið kom á vettvang, var eldurinn all- mikill, en slökkviliðsmenn réðu fljótlega niðurlögum hans, og tók slökkvistarfið rúmlega hálfa klukkustund. Um skemmdir var okkur ekki kunnugt i gærkvöldi. inni sparifjárbindingu, stefnt beint að atvinnuleysi. Mótmælir sambandsstjórnin stefnu rikis- stjórnarinnar og, afleiðingum hennar, en styður ályktun kjara- málaráðstefnu A.S.I. og hvetur aöildarfélög Sambands bygg- ingamanna til þess að afla þegar heimilda til verkfallsboðunar. Sveinafélag húsgagnasmiða lýsir einnig stuðningi við megin- kröfur A.S.I., og leggur áherzlu á, að lægstu launin hækki. segir og I samþykktinni, að laun husgagna- smiða séu með þvi, sem lægst gerist i iðnaðarmannastétt. Mót- mælt er kjaraskerðingu og verð- bólgu, og lýst yfir þvi, að „frjálst framtak" kaupmannastéttarinn- ar beri ábyrgð á þvi, að gjaldeyri þjóðarinnár hefur verið eytt að miklum hluta I þarflausan inn- flutning. Sérstaklega mótmælir fundurinn innflutningi á húsgögn- um og innréttingum. Loks er skýrt frá stjórnar kjöri. Var Kristbjörn Arnason kosinn formaður, en aðrir I stjórn Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Ingvi Tómasson, Bolli A. Ólafsson og Björn Karlsson. lendingur flytur fyrirlestur um menningarleg sérkenni og vanda- mál jaðarsvæða. Þessir fyrir- lestrar verða á sunnudag, en á miðvikudag flytur Björn Stefáns- son hagfræðingur siðasta fyrir- lestur ráðstefnunnar og fjallar um markmið og leiðir byggða- stefnu. Meginstarf ráðstefnunnar fer að öðru leyti fram i tveim starfs- hópum, sem fjalla um ýmsa þætti byggðamálanna og skila um þá álitsgerðum. A þriðjudag fara fulltruar á ráðstefnunni I ferð til Hveragerðis og Þorlákshafnar. A siðari staðnum tekur fulltrúi bæjarstjórnar á móti gestunum og þeir fá tækifæri til að kynna sér atvinnullfið I Þorlákshöfn. Framkvæmdastjóri Æskulýðs- sambands lslands er Guðmundur Bjarnason. Verð á rækju og hörpudiski YFIRNEFND verðlagsráðs hefur ákveðið, að lágmarksverð á stórri rækju frá 18. febrúar til 31. mai skuli vera 53 krónur á kiló- gramm, 31 króna á smárri og 17 krónur á hörpudiski. Stærðar- mörk eru hin sömu og áður og afhendingarskilmálar eins. Verðið samþykktu fulltrúar seljenda, ásamt oddamanni. Fulltrilar kaupenda greiddu at- kvæði gegn hörpudisksverðinu, en tátu hjá við aðra atkvæða- greiðslu. Alþjóðlegur kvennadagur 8. MARZ er alþjóðiegur kvenna- dagur, og efna þá Menningar- og friðarsamtök kvenna til fundar i Norræna húsinu. Hefst hann klukkan þrjú. Fulltrúi frá Alþjóðasambandi lýðræðissinn- aðra kvenna, Mercedes Alvarez, verður gestur á fundinum. Tekin hefur verið saman fjölbreytt dagskrá, og er fyrsta atriðið brot Ur bókmenntum siðasta áratugar, sem konur I námi I heimspekideild háskólans hafa valið til flutnings. Auk þessa eru á dagskránni ávörp, söngur, ljóðalestur og fleira. Ágætur afli togara norðanlands gébé—Reykjavik — Skuttogarar á Skagaströnd, Sauðárkróki og Dalvik hafa aflað mjög sæmilega frá áramótum. Næg atvinna hefur þvi verið I frystihúsunum á þessum stöðum undanfarið. Hinn japanski skuttogari Skag- strendinga, Arnar, landaði I vik- unni um 125-130 tonnum af ágætis fiski. Arnar er nýbyrjaður að landa aftur á Skagaströnd, en eftir áramót hefur togarinn landað nokkrum sinnum i Reykjavik og á Isafirði, vegna þess aö frystihúsið á Skagaströnd hefur átt i fjárhagserfiðleikum vegna breytinga I frystihúsinu, en vélar hafa verið endurnýjaðar þar, auk annarra breytinga, að sögn Jóns Jónssonar, fréttaritara blaðsins á Skagaströnd. Vélin I skuttogaranum Arnari, var nýlega yfirfarin, en togarinn hefur reynzt skinandi vel, sagði Jón, og hefur aldrei verið frá veiðum vegna bilana. — Togarar okkar Sauðkrækl- inga hafa aflað vei undanfarið, sagði Guttormur óskarsson á Sauðarkróki. Drangey landaði 110 tonnum um síðustu helgi og Hegranesið 80 tonnum. Skafti er I veiðiferð eins og er, en er væntan- legur Hjótlega. Afli togaranna hefur verið nokkuð jafn og aldrei rýr. Mikil vinna er i frystihúsum á Sauðárkróki, en nokkuð a£ afla togaranna hefur verið ekið til frystihússins á Hofsósi til vinnslu. Hilmar Danielsson á Dalvik sagði, að skuttogarinn Björgvin hefði landað 16.0 tonnum af prýðisfiski fyrir viku og væri nú i veiðiferð. Björgvin er smíðaður i Noregi og hefur reynzt mjög vel. Skuttogarinn Baldur landaði I vikunni tæplega 90 tonnum og er væntanlegur úr næstu veiðiferð fljótlega eftir næstu helgi. w llllll m u. Frammistaoa Frioriks UM þessar mundir er að Ijúka alþjóðlegu skákmóti I Tallin, þar sem meðal keppenda eru nokkrir beztu skákmenn heims. Friðrik ólafsson er keppandifþessu mótiog hefur þegar tryggt sér eitt af efstu sætunum. Þessi frammistaða Friðriks er ánægjuleg og bendir til þess, að hann sé að endurheimta sæti sitt við hlið fremstu skáksnillinga okkar tlma. Þv I er stundum haldið fram, að þátttaka iþrótta- fólks okkar I keppni er- lendis hafi litla þýðingu Og sé nánast hégómamál. Hvað sem sllkum skoðunum Hður, þá verður þvi ekki á móti mælt, að góð framrni- staða þess vekur athygli á landi og þjóð. Og enginn vafi er á þvl, að Friðrik Ólafssin er góður „sendiherra" islands á erlendum vettvangi. Það er jafnframt gleðilegt, að okkur hefur bætzt annar stórmeist- ari I skák, Guðmundur Sigur- jónsson, sem óðum er að hasla sér völl I skákheiminum. Skák og landkynning Úr þvi aö ská k og landkynning er á dag- skrá, má til gamans geta þess, að viða I Bandarikj- unum veit fólk það eitt um tsland, að þar fór fram „einvlgi ald- arinnar". Sú er reynsla undir- ritaðs, sem fyrir skemmstu ferðaðist viða um Bandarikin. Er óhætt að fullyrða, að tsland hafi hlotið mjög góða land- kynningu vegna skákeinvlgis- ins, og kannski iniklu meiri en menn gera sér almennt grein fyrir. Þáverandi forystumenn Skáksambands tslands, undir forystu Guðmundar G. Þórar- inssonar, unnu þrekvirki með framkvæmd þessa einvigis og eiga þakkir skiidar fyrir framtak sitt. Það, að tslend- ingnin hefur nú verið boðið að annast framkvæmd eins svæðamótanna, sem eru liður I lokaundirbúningi fyrir heimsmeistaraeinvlgi, má rekja beint til góðrar framkvæmdar skákeinvlgis þeirra Bobby Fizchers og Boris Spasskys á tslandi sum- arið 1972. -a.þ. Stórhríð á Norðurlandi gébé—Reykjavlk — Mikil snjó- koma og norðaustan hvassviðrí gekk yfir Norðurland i gær, og varð að fella niður kennslu I skólum á mörgum stöðum. Mjög þungfært er þar vlðast hvar og ófært á köfluiu. Ekki er vitað um nein óhöpp né skemmdir á mann- virkjum. A Hólmavik var norðanbylur i gær, að sögn Jóns Alfreðssonar, fréttaritara blaösins. Ekkert var kennt i barnaskólanum þar, og mjög þungfært var orðið I nágrenni Hólmavlkur. — Hér var vonzkuveður með mikilli snjókomu i gær, sagði Jó- hann Þorvaldsson á Siglufirði. Mikil veðurhæð var á timabili, en veðrið tók að lægja, er á daginn leiö. Hilmar Danielsson á Dalvlk sagði I viðtali við Timann I gær, aö mikið hefði snjóað i fyrrinótt og gærdag, og hefði skafið í stóra skafla. — Vegir eru allir ófærir, sagði Hilmar, og flestar götur á Dalvik eru ófærar bifreiöum, nema þær sem ruddar voru I gær. Barnaskólanum á Husavlk var lokað I gær vegna veðurs, en þar gerði norðaustan stórhrlð, og 8-9 vindstig voru þar I gærmorgun, en Htið frost, að sögn Þormóös Jónssonar, fréttaritara blaðsins. SLAKAÐ A GJALD- EYRISHÖMLUM ÞEIM hömlum, sem gilt hafa I gjaldeyrisviðskiptum að undan- förnu, verður að mestu aflétt, segir I fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu. Enn um sinn verður þó eftirlit með gjaldeyris- sölu vegna kaupa á bifreiðum, vinnuvélum, húsgögnum, inn- réttingum, kexi og brauðvöru. 1 heild er fréttatilkynningin á þessa leið: „Að undanförnu hefur verið tal- ið óhjákvæmilegt vegna gjald- eyrisástandsins að takmarka sölu á gjaldeyri, og hefur það leitt til þess, að afgreiðsla á einstökum yfirfærslum hefur tafizt nokkuð. Meö gengislækkuninni og tak- mörkun á bankaútlánum standa vonir til, að hægt verði að koma á meiri jöfnuði I gjaldeyrisviðskipt- um. Hefur þvi rikisstjórnin I sam- ráöi við Seðlabankann ákveðið að aflétt að mestu þeim takmörkun- um sem gilt hafa i gjaldeyrisvið- skiptum að undanförnu. Stefnt er að þvi, að gjaldeyrisbankarnir af- greiði á næstunni gjaldeyri til kaupa á frilistavörum með eðli- legum hætti eins og áður var. Þó munu gjaldeyrisbankarnir enn um sinn hafa eftirlit með gjald- eyrissölu vegna sérstakra vöru- kaupa, svo sem bifreiða, vinnu- véla, húsgagna, innréttinga, kex og annarra brauðvara. Þessar vörur verða þó áfram á frilista, og er þess vænzt, að hægt verði að selja gjaldeyri fyrir innflutningi þeirra án nokkurra verulegra tafa. Þá hefur einnig verið ákveðið að gera nokkrar breytingar á reglum um erlendan greiðslufrest I þvl skyni að draga úr innflutn- ingi á meðan núverandi erfiðleik- ar standa yfir. Verður lengd greiðslufrestins stytt frá þvi, er veriðhefur, m.a. vegna innflutn- ings á stórvirkum vinnuvélum og tækjum, dráttarvélum, vörubif- reiöum, sendiferðabifreiðum og bifreiðum, sem greiðslufrestur hefur verið heimilaður fyrir. Ekki hefur verið talið ráðlegt að tak- marka frekar greiðslufrest vegna innflutnings annarra vöruteg- unda." Bátar bíða löndunar allt fram á sunnudag gébé—Reykjavik — Frá miðnætti á fimmtudag og til kl. 19:00 I gær- kvöldi, höfðu 20 bátar tilkynnt um loðnuveiði, og voru þeir með sam- tals 7.600 tonn, sem aðallega fékkst suður af Reykjanesi, en einnig litillega austan Ingólfs- höfða. Aflahæstu bátar I gær voru Sigurður og Börkur með átta hundruð tonn hvor. Verið var að landa I Norglobal I Hvalfirðiigærkvöldi, en allt rými er upppantað þar um helgina. Þá þurfa bátar að biða allt fram á sunnudag til að geta landað á Faxaflóasvæðinu. A miðnætti á fimmtudag var búið að landa tæplega 57 þúsund tonnum i Vestmannaeyjum, en i gær biðu þar 23 bátar eftir löndun og var áætlað að hún gæti hafizt um miðnætti sl. Unnið er við bræðslu dag og nótt i Vestmanna- eyjum en alltaf er einhver bið fyrir bátana, þó misjafnlega löng sé. Árangurslaus samningafundur FB— Reykjavik. —Fundur sátta- semjara með fulltrúum ASt og vinnuveitenda stóð fram eftir degi I gær, en engar uiðurstöður um samningamálin fengust ú þessum fundi. Ekki hafði verið ákveðinn fundartimi næsta fund- ar, er blaðiö fór i prentun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.