Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Laugardagur 8. marz 1975 Staða sovézku konunnar Um það bil helmingurinn af öll- um visindamönnum i Sovétrikj- unum eru konur, og meðal lækna og kennara eru næstum þrir fjórðu hlutar kvenkyns. Hjá mórgum iðnaðarfyrirtækjum er forstjórinn kona, og forystusæti ýmissa mikilvægra stofnana og samtaka eru setin kvenmönn- um. Laun kvenna eru ætið þau sömu og laun karla fyrir sömu störf. Af hverjum þúsund starfandi konum hafa 793 æðri menntun, eða meðalmenntun (það er nokkru hærri tala en hjá karlmönnum). Þriðjungur fulltrúa Æðsta Ráðsins eru konur, og i öðrum „sovétum" eru þær um það bil jafn margar og karlmenn. Vann sigur sjö sinnum á 12 mín. Sovézkur meistari i f jölbragðaglimu i létt-þungavigt heitir Ivan Yarygin, og á Olympiuleikunum I Munchen árið 1972 vann hann það fræki- lega afrek, að sigra sjö sinnum á 12 minutum, en fyrir þessar sjö lotur mátti hann nota 63. mln. Ivan Yarygin er 26 ára gamall, hár'og vel vaxinn, — liölega 100 kg. að þyngd, og „kflóin eru öll á réttum stað," eins og segir I lýsingu af honum. Ivan er ættaður frá Síberíu. Hann fæddist þorpi að nafni Sizaya i Krasnoyarski- héraðinu. Þau voru tiu syst- kínin, sex bræður og fjórar systur. Hann vann mikið sem ungur drengur, bæði við búskap, veiðar og skógarhögg. 1 fristundum stundaði hann mikið fótbolta og siðar tók hann til við fjblbragðagllmuna og skaraði þar fljótt fram Ur öðrum. Arið 1970 varð hann meistari i sinum þyngdarflokki i Sovétrikjunum. Sfðan tók hann þátt I aljóða- keppennum og var sigursæll mjög. Við sjaúm hér mynd af honum i keppni, þar sem hann virðist eiga alls kostar við and- stæðing sinn, einnig mynd af kappanum á veiðum að vetrar- lagi, og svo skemmtilega fjölskyldumynd, þar sem hann er með marga verðlauna- peninga um hálsinn, og fallega eiginkonan hans situr stolt og glöð fyrir framan hann, en hann heldur á tveim börnum þeirra hjóna. Su mynd er tekin árið 1974. DENNI DÆAAALAUSI „Þeir eiga ekki að búa hér allt árið, mamma. Ég set þá út strax og vorið kemur".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.