Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. marz 1975 TÍMINN Búnaðarþing: Þingfulltrúar í skoðunar- ferð ausfur fyrir fjall Gsal—Reykjavík — Fundir voru á búnaðarþingi á fimmtudags- morgun, en eftir hádegið fóru þingfulltrúar austur fyrir fjall, og skoðuðu m.a. nautgripastöoina að Laugardælum. Á miövikudag voru tvö ný mál lögð fram á þing- inu, og fjögur mál voru til siðari umræðu. Aðeins eitt þeirra hlaut afgreiðslu, en það var erindi Agn- ars Guðnasonar og Jónasar Jóns- sonar um sumardvöl fólks úr þéttbýli I sveit, en Tíminn hefur áður greint frá þvi erindi. Allverulegur skoðanamunur kom fram hjá þingfulltrúum um tillögu til þingsályktunar um breytingu á lögum Búnaðarbanka Islands og Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Þær lagabreytingar, sem allsherjarnefnd búnaðar- þings leggur til að gerðar verði, eru eftirfarandi: Veðdeild BUnaðarbanka Islands verði sameinuð Stofnlánadeild landbUnaðarins. Stjórn Stofnlánadeildar land- búnaðarins verði skipuð fjórum fulltrUum frá Búnaðarfélagi Is- lands og Stéttarsambandi bænda, tveim frá hvoru, og einum skipuðum af landbúnaðarráð- herra. Stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins ráði forstjóra, er stjórni daglegum rekstri deild- arinnar. BUnaðarbanki Islands fái rétt til gjaldeyrisverzlunar. Umræðu um málið var frestað og tekið til nánari athugunar hjá allsherjarnefnd. Sama var að segja um frum- varp tillaga um sauðfjárbaðanir. Það mál var einnig tekið út af dagskrá og nefndinni falið að at- huga, hvort ekki megi samræma sjónarmiðin. Framhald var á umræðu um frumvarp til laga um bUnaðar- fræðslu. Allsherjarnefnd hafði gert örfáar breytingartillögur við frumvarpið, sem var samið af nefnd, er niiverandi landbúnaðar- ráðherra skipaði fyrir tveim ár- um. Hjörtur E. Þórarinsson hafði framsögu i málinu, rakti helztu nýmæli i frumvarpinu og gerði grein fyrir breytingatillögum. Lárus Ag. Gíslasoni Miðhúsum gagnrýndi, að ekki væri tilnefnd- ur ákveðinn staður sem skólaset- ur bUnaðarskóla Suðurlands, sem hann taldi að ætti að vera Oddi á Rangárvöllum. Jónas Jónsson ræddi frumvarpið allltarlega, en hann var formaður nefndar þeirra, sem samdi það. ólal'ur E. Stefánsson gagn- rýndi, að i frumvarpinu væri gert ráð fyrir, að bUvisindanám væri á Hvanneyri. Hann taldi, að eðli- legra væri að tengja það Háskóla Islands. Þar væru fyrir kennslu- kraftar i flestum undirstöðu- greinum búvisindanáms. Enn fremur taldi hann, að mjög kostnaöarsamt væri að byggja og reka fullkominn búnaðarháskóla að Hvanneyri. í ályktun búnaðarþings um sumardvöl i sveitum er farið fram á að gerð verði athugun á þvi, hvort til staðar sé húsnæði i sveitum landsins, sem áhugi væri fyrir að leigja út yfir sumartlm- ann. Bendir þingið á, hvort ekki sé rétt að leita samvinnu við Landssamband veiðifélaga um að það hefði milligöngu um leigu á slfku husnæði, ef framangreind athugun gæfi tilefni til. Á fundi búnaðarþings á fimmtudag var eftirfarandi ályktun samþykkt og afgreidd: Búnaðarþing beinir þvi til stjórnar Búnaðarfélags Islands, að hún beiti sér fyrir því, að kom- ið verði á fót samstarfsnefnd Búnaðarfélagsins, Stéttarsam- bands bænda og Framleiðsluráðs, sem vinni að öflun hagfræðilegra upplýsinga og leiðbeiningum fyr- ir landbúnaðinn. Helztu verkefni nefndarinnar verði: 1) að afla upplýsinga um stöðu is- lenzks landbúnaðar með tilliti til framleiðslukostnaðar, markaðsaðstöðu og þjóðhags- legs gildis hans. 2) að gera tillögur um heildar- stefnu i framleiðslumálum landbúnaðarins I samræmi við hagsmuni hans samkvæmt niðurstöðum af athugunum nefndarinnar. Á fimmtudag fóru flestir bUnaðarþingsfulltrUar, ásamt nokkrum ráðunautum Búnaðar- félags Islands, austur á Selfoss. Fyrst skoðuðu þeir mannvirki Sláturfélags Suðurlands og fengu þar góða leiðsögn um byggingar og framkvæmdir Sláturfélagsins af verkstjórum og forstjóra Sláturfélagsins, Jóni H. Bergs. Eftir skoðunarferð um sláturhUs- Danskur bátur erfiðleikum Gsal-Reykjavik — Danskur bát- ur, Suzie Ann að nafni, sendi frá sér neyðarskeyti I fyrrinótt, en þá hafði mikill leki komið að bátn- um, um 150 sjómilur vestur af Hvarfi. Kissinger Fundir þeirra tvlmenninganna fara fram á vetrarsetri Egypta- landsforseta i ferðamannabænum Aswan, er stendur við ána NIl. Að loknum viðræðum við Sadat fer Kissinger til Sýrlands og Israels, en snýr svo væntanlega aftur til Egyptalands með tillögur sýr- lenzkra og israelskra ráða- manna. Ljóst er, að miklar vonir eru bundnar við þessa samningaför Kissingers til Miðjarðarhafs- landa — bæði af hálfu Egypta og Israelsmanna. Báðir aðilar virð- ast t.a.m. sammála um að láta hermdarverk palestlnskra skæruliða I Tel Aviv engin áhrif hafa á samningaumleitanirnar. Sadat forseti hefur sagt, að annað hvort takist bráðabirgðasam- komulag nU eða nýtt stríð kunni að brjótast Ut. Fróðlegt verður þvi að fylgjast með gangi við- ræðna Kissingers við ráðamenn I Miðjarðarhafslöndum næstu daga. Strax og hjálparbeiðnin barzt SVFt var Reykjavíkur-radió beð- ið um að kalla þessa hjálpar- beiðni Ut til skipa, sem gætu verið á svípuðum slóðum. Náðist sam- band við færeyskan bát sem var um fimm tima siglingu frá danska bátnum, og hélt hann þeg- ar áleiðis. Nokkru siðar bárust fregnir frá Dönunum þess efnis, að dælur skipsins hefðu við og þeir myndu sennílega geta þurrkað bátinn. Síðar um nóttina var svo hjálpar- béiðnin endurkölluð. Nýjar verð- hækkanir LEYFD hefur verið hækkun á verði allmargra matvöruteg- unda, og nemur þessi hækkun 12-40%. Ýsa og þroskur hækka um 12-13% og fiskbollur og fisk- búðingur um 22%. Smjörliki hækkar úr 240 krónum i 298, rúgbrauð Ur 78 I 93, franskbrauð og heilhveitibrauð úr 61 i 72, vinarbrauð Ur 15 I 21, og tvibökur Ur 245 I 294. Þessar hækkanir nema 19-40%. ið og kjötvinnsluna voru gestum boðnar rausnarlegar veitingar. Siðar fóru bUnaðarþingfulltrU- ar I boði stjórnar BUnaðarsam- bands Suðurlands að Laugardæl- um, skoðuðu bUið, hlýddu á stutt ^erindi um fóðrunartilraunir á mjólkurkUm með grasmjöl blandað mismiklu magni af tólg. Gunnar Sigurðsson, sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun land- bUnaðarins, hefur yfirstjórn á þessari tilraun, og veitti hann gestum itarlegar upplýsingar um framganga hennar. Frá Laugar- dælum var haldið heim til Hjalta Gestssonar, ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands, og setið þar hóf stjórnar og starfsmanna BUnaðarsambands Suðurlands. Á fundi bUnaðarþings I gær voru tvö mál til fyrri umræðu, er- indi BUnaðarsambands Suður- lands um auknar rannsóknir á ófrjósemi nautgripa, og erindi Jóseps Rósinkranssonar um eyðingu flugvargs. Þá var fjár- hagsáætlun BUnaðarfélags Is- lands árið 1975 til fyrstu umræðu. Eitt mál var afgreitt á bUnaðarþingi i gær, það var er- indi Agnars Guðnasonar og Ólafs Vals Hanssonar varðandi sýkingu á kartöflum. Alyktun bUnaðar- þings i þvi máli er svohljóðandi: BUnaðarþing beinir þvi til Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins, að hUn hlutist til um, að bútæknideildin framkvæmi nákvæman samanburð á kartöfluupptökuvélum þeim, sem nU eru i notkun hjá bændum. Kannað verði: 1. afköstvélanna við mismunandi aðstæður og aksturshraða. 2. skemmdir á kartöflunum við upptöku. Einnig verði rannsakað, hvort flokkunarvélar þær, sem almennt eru notaðar, spilli gæðum og Utliti kartaflna. Þá vill bUnaðarþing fara þess á leit við Rannsóknarstofnunina, að hUn láti gera samanburð á mis- munandi aðferðum við geymslu kartaflna. komið boðum áleiðis á örbylgju, þar sem lóftnet skipsins höfðu slitnað niður. Þrátt fyrir itrekað- ar tilraunir tókst ekki að ná sam- bandi víö stöðina á Siglufirði, enda hefur strandstöðin þar enga örbylgjuþjónustu. Er hUn eina strandstöð Landsslmans, sem ekki hefur slika þjónustu, þ.e.a.s. af þeim strandstöðvum, sem hafa 24 tima þjónustu. Klukkan 6.20kallaði afgreiðslu- maður SÍS á HUsavik skipið upp i talstöð, til að spyrjast fyrir um komutima þess til HUsavikur, og frétti hann þá strax, hvernig komið var fyrir skipinu. Um klukkan 7 hafði Sigluf jörð- ur samband við Slysavarnafélag Islands og greindi frá strandi Hvassafells. Bárust þá um leiö þær upplýsingar, að engin slys hefðu orðið á fólki. SVFI hafði þegar samband við björgunar- sveit sina á Húsavik og bað menn að kanna möguleika á þvi, að fara út i Flatey með björgunartæki. Þá um morguninn var illmögu- legt fyrir björgunarsveitarmenn að fara á bátum Ut I eyjuna, vegna veðurs, en þá voru 7-8 vind- stig af norð-austri og mikill sjór. Til álita kom um tíma, að senda Dagnýju SI-70 frá Siglufirði til HUsavikur að sækja björgunar- menn, en frá þvi var horfið, — og ákveðið að freista þess, að fara á tveimur bátum frá Húsavik með björgunarsveitina og tilheyrandi bUnað Ut I Flatey. Skipsverjar voru i stöðugu sambandi við Siglufjörð slðar um morguninn, og var það fyrir milligöngu Dagnýjar SI, seni var að koma inn til Siglufjarðar af veiöum. Eins höfðu Husvlkingar samband við skipverja, og starfs- menn Skipadeildar SIS I Reykja- vlk fylgdust með framvindu mála með samtölum við skipstjóra Hvassafells. Um kl. 10 I gærmorgun lögðu tveir bátar Ur höfn á Húsavik með björgunarsveitarmenn og tæki þeirra, voru það Jón Sör ÞH-220, 50 tonna bátur, og Svanur ÞH-100 30 tonn. Á sama tima lagði flóa- báturinn Drangur af stað frá Siglufirði með björgunarsveitina Stráka, áleiðis austur i Flatey, — en Drangur lá inni á Siglufirði vegna þess, að fresta varð ferð til Grlmseyjar vegna veðurs. Á svipuðum tima og áðurnefnd- ir bátar lögðu af stað á strandstað bárust þær fréttir, að mikill sjór væri kominn i skipið, allir botn- Hvassafell tankar nema einn væru fullir af sjó og eins væri mikill sjór i vélarrUmi. Þá var skipið komið vel inn fyrir brimgarðinn og að- eins 50-60 metra frá landi. Þá bár- ust og þær fréttir, að skipshöfn- inni væri ekki bráð hætta bUin. Laust eftir hádegi komu HUsa- víkurbátarnir aðFlatey og var þá eitt samfellt grunnbrot við eyjuna. Leit þvi illa Ut með að þéim tækist að komast að bryggj- unni. HUsavíkurbátunum tókst þó að sæta lagi og komast i gegnum grunnbrotiðað bryggjunni. Komu bátarnir að landi um kl. 1. Strax og ljóst var, að bátarnir voru komnir til Flateyjar og björgunarsveitarmenn byrjaðir aö undirbúa björgun áhafnarinn- ar á Hvassafelli, var Drang snUið við og kom hann aftur til Siglu- fjarðar um kl. 3. Þegar björgunarsveitarmenn höfðu stigið á land I Flatey, var þegar hafinn undirbúningur að björgun skipsáhafnarinnar. Um miðjan dag fréttist svo að 11 skip- verjar, þar af tvær konur, væru komnir I land eftir giftusama björgun. Átta skripverjar urðu eftir um borð I skipinu, og þeir ætluöu að dveljast þar eitthvað lengur. Um svipað leyti bárust þær fréttir, ab sjór væri einnig kominn I lest eitt, og að skipið færðist sl- fellt nær landi, en mikið stórgrýti er á strandstaðnum og grynning- ar 200-300 metra ut. B.S.R.B. boö- ar til fundar BANDALAG starfsmanna rikis og bæja gengst fyrir almennum launþegafundi I Háskólabiói á in ;i ii iid a n i n ii, og hefst hann klukkan 3,15. Fundarstjóri verður AgUst Geirsson, formaður Félags is- lenzkra simamanna, en Frum- mælendur Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., Ingibjörg Helgadóttir, formaður Starfs- mannafélags rikisstofnana, Þór- hallur Halldórsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar, Ingi Kristinsson, formað- ur Sambands islenzkra barna- ]kennara, og Haraldur Steinþórs- :Son, framkvæmdastjóri B.SJR..B. Á þessum fundi verður sérstak- lega f jallað um skerðingu á kjör- um launamanna. SUNNUKVOLD Ferðakynníng! FEGURÐARSAMKEPPN! Valdir íulltrúar á alþjóðlegar fegurðarsam- keppnir að Hótel Sögu sunnudagskvöld 9. marz. 1. Ferðakynning: Sagt frá hinum fjölbreyttu og ódýru ferðamögu- leikum á vegum Sunnu. 2. Bingó: Þrjár utanlandsferðir. 3. Brezku sjónvarpsstjörnurnar The Settlers syngja. 4. Fegurðarsamkeppni: Valdir fulltrúar íslands á alþjóðlegu feg- urðarsamkeppnirnar Miss Europe i Beirut 30. mai og Miss Uni- verse i San Salvador 6. júli. 5. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. 01.00. Matargestir! Pantið borð hjá yfirþjóni timanlega vegna fyrir- sjáanlegrar mikillar aðsóknar — Enginn aðgangseyrir nema rúllugjald. Í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNU FERflASKRIFSTOFAN SUNNA UEKJARGOTU 2 SÍMAR 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.