Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 8. marz 1975 Tillaga Framsóknarmanna um lista- og menningarróð Rvíkurborgar Alfreö Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Kjarvalsstaðir hafa opnað möguleika til stóraukinnar lista- og menningarstarfsemi Alfreö Þorsteinsson borgarfull- trúi flutti framsöguræöu meö til- lögu borgarfuiltrúa Framsóknar- flokksins um stofnun Lista- og menningarráðs Reykjavikur- borgar. í viötali við Timann sagö- ist Alfreð ekki vilja neita þvi, aö kveikjan að tillöguflutningi um væntanlegt Lista- og menningar- ráð heföi vcriö deilan um Kjar- valsstaði. ,,Að visu er þetta gömul hugmynd, en þaö er álit mitt og fleiri borgarfulltrúa, aö með tilkomu Kjarvalsstaöa hafi skapazt breytt viöhorf til þessara mála, þvi að Kjarvalsstaöir opni möguleika til stóraukinnar lista- og menningarstarfsemi.” 1 framhaldi af þvi sagði Alfreö, að það væri mjög áriðandi að fastmóta ákveðnar tillögur um stjórn þessa húss svo og annarra þátta er varða listir á vegum Reykjavikurborgar. I sambandi við Kjarvalsstaði sagði Alfreð, að i sinum huga kæmi ekki til greina að Reykjavikurborg afsalaði sér neinum rétti um stjórn hússins, þvi að það væri byggt af al- mannafé og borgarfulltrúum trú- að fyrir að hafa stjórn þess með höndum. „Þráttfyrir slika skipan mála, er ekkert þvi til fyrirstöðu, að góð samvinna takist milli listamanna og borgaryfirvalda. Dæmi um hliðstæða samvinnu er samvinna iþróttafólks og borgar- yfirvalda um afnot iþróttamann- virkja Reykjavikurborgar.” Tillaga borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um Lista- og menningarráð hlaut góöar við- tökur, og var samþykkt að visa málinu til borgarráðs og 2. um- ræðu i borgarstjórn. 1 framsögu- ræðu sinni sagði Alfreð Þorsteins- son m.a.: „Það getur ekki talizt nema eölilegt, þegar á það er litið, að Reykjavikurborg hyggst verja á annað hundrað milljónum króna til lista- og menningarmála á gildandi fjárhagsáætlun, að það sé hugleitt i fyllstu alvöru, hvort ekki sé timabært að samræma stjórn þessara mál. Ég býst við þvi, að ýmsir full- trúar hafi hugleitt þetta mál á undanförnum árum. En með til- komu Kjarvalsstaða og rekstrar þess húss, skapast enn frekara tilefni og ástæða til að vinda bráð- an bug á þvi að samræma stjórn lista- og menningarmála Reykja- vikurborgar. Ég ætla ekki að draga deilurnar um Kjarvals- staði inn i þessar umræður, en neita þvi ekki, að á vissan hátt tengjast þær þessu máli. Þessi tillaga miðar að þvi, að væntanleg stjórn Lista- og menn- ingarráðs verði borgarstjórn til ráðuneytis um þennan málaflokk á sama hátt og aðrar nefndir og ráð — og það verði borgarstjórn, sem segir siðasta orðið um tillög- ur, sem koma frá ráðinu. I greinargerðinni, sem fylgir tillögunni, er lögð áherzla á það, að nýskipan þessara mála muni ekki hafa kostnaðarauka i för með sér fyrir borgarstjórn. Þá er miðað við það, að þetta nýja ráð leysi af hólmi núverandi stjórn Kjarvalsstaða — eða öllu heldur, að sú stjórn taki að sér, auk stjórnar Kjarvalsstaða, ýmsa aðra menningarþætti, sem vikið er að i greinargeröinni — og jafn- vel fleiri. Um það, hvað framtiðin ber I skauti sér um þátt Reykjavikur- borgar til menningarmála, er ekki hægt að spá nú. En sjálfsgt eiga framlög til þessa málaflokks eftir að aukast, þegar betur árar, og það gerir það enn þá nauðsyn- legra að hafa samræmda heildar- stjórn þessara mála. Ég get ekki stillt mig um aö vekja athygli á nokkrum þáttum, sem vikið er að i greinargerðinni. Til að mynda þar sem bent er á að koma þurfi málverkum borgar- innar fyrir i opinberum bygging- um i eigu borgarinnar i þvi skyni, að almenningur eigi þess kost að njóta þeirra. — Þetta er gert að einhverju marki nú, en vitaskuld þarf að sjá til þess, að starfsemin sé með þeim hætti að hreyfing sé á —• að málverkin séu færð á milli staða með vissu millibili. Þá er enn fremur ástæða til að vekja athygli á þeim þætti, þar sem rætt er um listskreytingar opinberra bygginga i eigu borgarinnar. — Eins og borgar- fulltrúum er vafalaust kunnugt er heimild i lögum um skólabygg- ingar til að verja 2% af bygg- ingarkostnaði til listskreytinga. — Það hefur verið upp og ofan, hvort heimildin hefur verið notuð. — En þó er ljóst, að það stefnir allt i þá átt að listskreytingar skóla aukist. T.d. verðúr vegg- skreyting i skólasundlauginni i Breiðholtshverfi, sem raunar verður almenningssundlaug jafn- hliða. Þá er gert ráð fyrir högg- myndum við skóla, sem fyrirhug- að er að byggja á næstu árum. — Það, að listskreytingar i sam- bancfi við skólabyggingar aukast, ýtir stoðum undir það, að Reykja- vikurborg hafi sér til ráðuneytis Lista- og menningarráð. f þessum sama lið greinar- gerðarinnar er enn fremur vikið að öðrum opinberum byggingum, svo sem íþróttamannvirkjum. Ég minnist þess, að fyrir örfáum ár- um flutti ég tillögu i borgarstjórn þess efnis, að athugað yrði um möguleika á skreytingu mann- virkja i Laugardal, og benti á, að bakhlið stúkubyggingar Laugar- dalsvallar væri tilvalin til slikrar skreytingar. Það er hægt að hafa langt mál um þá tillögu, sem hér liggur frammi. Ég held, að allir geti verið sammála um, að lista- og menningarþættir i starfsemi Reykjavikurborgar eigi eftir að aukast. T.d. er ljóst, að Reykja- vikurborg mun i framtiðinni hafa umsjón með listaverkasöfnum kunnra núlifandi listamanna, sem stundað hafa list sina hér i borg. Þar sem nokkuð itarleg greinargerð fylgir tillögunni sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um tillöguna. Ég vek athygli á þvi, að ráð er fyrir þvi gert, að borgarráð geri frekari tillögur um starfssvið Lista- og menn- ingarráðs þannig, að það er ekki endilega'vist, að þær tillögur, sem gert er ráð fyrir i greinargerðinni heyri allar undir þetta ráð, þótt það sýnist eðlilegt. Spurningin er kannski miklu fremur um það, hvort og hve mörgum nýjum lið- um verði bætt við.” B.H. Samræmd stjórn lista- og menningarmóla á vegum Reykjavíkurborgar A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag fluttu borgarfull- trúar Framsóknarflokksins svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn samþykkir að stofnað verði Lista- og menningarrúð Reykjavikur- borgar, er hafi það hlutverk með höndum að annast og hafa umsjón með þeim þátt- um, er varða listir og menn- ingarmál á vegum Reykja- víkurborgar. Lista- og menningarráð skal starfa á sama grundvelli og önnur ráö og nefndir Reykja- vikurborgar, þ.e. að gera til- lögur og vera borgarstjórn til ráðuneytis i þeim málaflokki, sem undir ráðið heyrir. Borgarstjórn felur borgar- ráði að gera frekari tillögur um starfssvið Lista- og menn- ingarráðs, en stefnt skai að þvi, að það taki til starfa eigi siðar en um næstu áramót.” i greinargerð með tiliögunni segir svo: Vert er aö benda á, að tillagan felur ekki I sér kostnaöarauka fyrir Reykjavikurborg, heldur er um það að ræða að sameina lista- og menningarmál borgarinnar undir eina stjórn. Veröur að telja það eðlilega ráðstöfun, þegar þess er gætt, að Reykjavikurborg hefur i vaxandi mæli variö fjármun- um til þessarar starfsemi, sem nú er orðin margþætt og viöamikil. M.a. hafa Kjar- valsstaðir opnaö möguleika til stóraukinnar lista- og menn- ingarstarfsem i á vegum borgarinnar og undirbúningur er hafinn að byggingu borgar- leikhúss. Lagt er til, að stjórn þessara mála verði i höndum eins aðila, Lista- og menningar- ráðs Reykjavikurborgar, sem kosiö verði af borgarstjórn með sama hætti og önnur ráð á vegum borgarinnar. i tillög- unni er gert ráð fyrir, að borgarráð setji Lista- og menningarráði starfsreglur og marki starfssvið þess. í þvi sambandi virðist eðlilegt, að Lista- og menningarráö annist m.a. eftirtalin verkefni: 1. Stjórn og rekstur Kjar- valsstaða. 2. Undirbúning og fram- kvæmd listahátiðar, að þvi er tekur til borgarinnar. Stóð — listaverk Ragnars Kjartanssonar. 3. Eigi aðild að stjórn væntanlegs Borgarleik- húss. 4. Kaup á listaverkum fyrir borgina, svo sem málverk- um og höggmyndum og ákvörðun um staðsetningu þeirra. 5. Umsjón með listskreyting- um opinberra bygginga i eigu borgarinnar, svo sem skóla, barnaheimila, sjúkrastofnana og iþrótta- mannvirkja. 6. Sjá um, að málverkum i eigu borgarinnar sé komið fyrir á þeim stöðum, þar sem fólk á þess kost að sjá-* þau svo sem i opinberum stofnunum. 7. Beita sér fyrir listkynning- um á vegum borgarinnar og þá gjarnan út i hverfun- um. 8. Veita umsagnir um styrk- beiðnir varðandi lista- og menningarmál, svo fremi Lista- og menningarráöi verði ekki falin sjálfstæð ákvörðunartaka i þeim efnum. 9. Hafa með höndum stjórn á safni Rikarðs Jónssonar, þegar gengið hefur verið frá samningum við lista- manninn um þaö mál. 10. Vera borgaryfirvöldum til ráðuneytis um alit, sem varðar lista- og menn- ingarmál, og stuðla á allan hátt að sem fjölbreyttustu lista- og menningarlifi i borginni. Þótt hér sé drepið á nokkur atriði, sem eðlilegt væri að heyrðu undir Lista- og menn- ingarráðið, er sú upptalning þó hvergi nærri tæmandi. Mörg verkefni eru nærtæk og koma i ljós, þegar farið er að hugleiöa þessi mál. Flutnings- menn tillögunnar telja t.d„ að Listasafn Ásmundar Sveins- sonar þurfi að varðveita tii frambúðar á þeim stað, sem þaö er nú. Vart verður komið auga á aðila, sem stæði nær að beita sér fyrir sliku, en Reykjavikurborg. Þá minna þeir á, að borgar- fulltrúar Framsóknarflokks- ins fluttu tvivegis fyrir nokkr- um árum tillögu um, að Reykjavikurborg veitti árleg listaverðlaun. Sú tiliaga náði ekki fram að ganga, en mætti vissulega koma til skoðunar að nýju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.