Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. marz 1975 TÍMINN WBtom Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Samvinnufélögin Siðustu árin hefur margt verið rætt og ritað um byggðastefnu og allir tjáð henni meira og minna fylgi sitt. Sumir virðast jafnvel halda að hér sé einhver alveg ný stefna á ferð.Þvi fer vissulega fjarri. Á stjórnmálasviðinu rekur byggðastefnan rætur sinar til stofnunar Framsóknarflokksins, þvi að það var i upphafi eitt aðaltakmark hans að vinna gegn óeðlilegum fólksflutningum úr dreif- býlinu. Á félagslegu sviði er byggðastefnan miklu eldri. Það má segja, að þar reki hún upphaf sitt til þess er búnaðarfélögin og samvinnufélögin voru stofnuð. Með þeim var raunverulega hafið við- nám til að efla viðkomandi héruð og byggðalög og treysta blómlega afkomu þar. Fyrst og fremst hefur þó hlutur samvinnufélaganna verið stór i þessum efnum. í mörgum þeim byggðalögum, þar sem einkaframtakið hefur gefizt upp eða talið arðvænlegri skilyrði annars staðar, hefur það orðið hlutverk samvinnufélaganna ekki aðeins að annast verzlunina heldur að styðja margvislega aðra atvinnustarfsemi, sem afkoma viðkomandi kauptúna og héraða hefur byggt á. Þannig er þetta enn i dag. Mjög viða um landið eru sam- vinnufélögin sá burðarás, sem mest veltur á. Það gildir um samvinnufélögin eins og flesta aðra aðila, sem fást við atvinnurekstur, að þau hafa við ýmsa erfiðleika að glima um þessar mundir. í mörgum tilfellunum er aðstaða þeirra erfiðari en ella sökum þess, að samgönguskilyrði og markaðsskilyrði eru oftast örðugri i dreifbýli en þéttbýli. Af þessum ástæðum krefst atvinnu- rekstur þar iðulega meira lánsfjár og hærri álagningar en ella, svo aðeins tvennt sé nefnt. Tvimælalaust er pað mjög viða mikilvægasti þáttur byggðastefnunnar, að samvinnufélögum séu tryggð viðunanleg rekstrarskilyrði og fullt tillit sé tekið til þeirrar sérstöðu, sem vikið er að hér að framan. Ýmsir nýir hlutir, sem nú eru ráðgerðir á vett- vangi byggðastefnunnar, eru vissulega lofsverð- ir. Þvi má hins vegar ekki gleyma, að oftast reynist bezt og notadrýgst að styrkja það, sem fyrir er. Þetta gildir þá vitanlega ekki sizt um þau fyrirtæki, sem margar kynslóðir hafa byggt upp með samstarfi og félagsrekstri i viðkomandi byggðalögum. Þar hefur vissulega verið lagður sá grunnur, sem traustast er að byggja á aukið starf. Oft hefur það verið svo, að samvinnufélögin hafa eflzt mest á erfiðum timum. Þá hefur fólk fundið og skilið bezt hve mikilvægt starf þeirra er. Þannig var þetta á árunum eftir fyrri heims- styrjöldina og á kreppuárunum milli 1930-1940. Efling samvinnufélaganna væri ekki siður þýðingarmikil nú fyrir almenning, þegar kreppir að á margan hátt. Þess vegna má ekki hefta starfsemi þeirra með óeðlilegum hömlum. Þess er vert að minnast, að allt það f jármagn, sem safnast hjá samvinnufélögum, helzt varan- lega i viðkomandi byggðalögum, en verður ekki flutt þaðan. Það heldur stöðugt áfram að ávaxt- astþar og verður komandi kynslóðum til vaxandi ávinnings. Þannig tryggir uppbygging sam- vinnufélaganna varanlega byggðastefnu. Mikilvægt er að ibúar dreifbýlisins geri sér þetta ljóst og leggi sitt af mörkum til að efla samvinnu- starfið. Þá er ekki siður þýðingarmikið að opin- berir aðilar gefi þessu fullan gaum. Þ.Þ. Benedikt Ásgeirsson: Stjórnin í Bonn og atvinnulýðræði Dæmi um takmarkaðan árangur hennar innanlands ÞETTA er sjötta árið, sem stjórn SPD/FDP fer með völd i Þýskalandi. t utanrikismál- um hefur hún komiö á bættri sambúð við kommúnistarikin. Innanlands hefur hún hins vegar ekki gert neinar róttæk- ar breytingar. Það er reyndar ekki hægt að gagnrýna Sosíal- demokrata fyrir vöntun á póli- tisku imyndunarafli. Hug- myndir og áætlanir þeirra um breytingar á þjóðfélaginu eru bæði fjölþættar og róttækar. Af ýmsum ástæðum er aðal- vandamálið að framkvæma þær. í fyrsta lagi er öllum breytingartillögum, sem hægt er að kenna við kommúnisma hafnað. 1 öðru lagi er öllum umbótum og breytingum, sem samrýmast ekki sparnaðar- stefnu kanslarans, frestað um óákveðinn tíma. I þriðja lagi eru breytingartillögur oft ,,af- vatnaðar" áður en þær eru lagðar fyrir Sambandsþingið i Bonn, svo að Flokkur f rjálsra demókrata geti fallist á þær. Ýmsar tillögur, sem Sam- bandsþingið samþykkir, eru felldar af Sambands ráðinu, en þar ræður CDU/CSU yfir meirihluta atkvæðanna. Niðurstaðan er sú, að stjórn SPD/FDP hefur komið mun færri breytingum i fram- kvæmd en búast mætti við, þegar markmið og yfirlýsing- ar sosialdemókrata eru athugaðar. EIN AF athyglisverðari umbótum, sem SPD/FDP hef- ur ákveðið að framkvæma á kjörtimabilinu, miðar að auknu atvinnulýðræði. Slikar áætlanir eru ekki nýjar af nál- inni, og frumvarp SPD/FDP hefur verið lengi I undirbún- ingi. Aðalatriði þess eru: Jafnrétti atvinnurekenda og launþega i stjórnum fyrir- tækja. Hlutafjáreigendur og starfsmenn eiga að hafa jafn marga fulltrúa I stjórn fyrir- tækisins. Fulltrúar launþega eru ekki kosnir beint. Þeir kjósa fyrst hóp trúnaðarmanna, sem sið- an velja þá, er sitja I stjórn fyrirtækisins. Allir starfshópar fyrirtækisins, þ.e. almennir verka- og skrif- stofumenn ásamt deildar- stjórum og forstjórum, eiga sina fulltrúa i stjórninni. Enn- fremur eiga verkalýðsfélögin að kjósa tæpan þriðjung full- trúa starfsmanna. Þetta frumvarp hefur ýmsa galla. A það hefur verið bent, að fulltrúar launþega i stjórn ' fyrirtækisins -verði i mjög óeðlilegri aðstöðu við gerð kjarasamninga. Að vissu leyti eru þeir að semja við sjálfa sig um kaup sitt og kjör. Sem full- trúar launþega er ólíklegt, að þeir taki mikið tillit til hags- muna atvinnurekenda. Hægri sinnaðir lögfræöingar halda, að hér sé um breytingar að ræða, sem samrýmast ekki stjórnarskránni. Ef stjórnir fyrirtækja verða skipaðar á þann hátt, sem gert er ráð fyr- ir i frumvarpinu getur hæg- lega komið upp sú staða, að ekki verði hægt að taka neinar ákvarðanir, vegna þess að all- ir fulltrúar hlutafjáreigenda annars vegar' og fulltrúar launþega hins vegar verði á öndverðum meiði. Talsmenn verkalýðssamtakanna halda þvi hins vegar fram, að full- trúar launþega muni vegna ábyrgðar sinnar sem stjórn- endur fyrirtækisins ekki taka eingöngu tillit til hagsmuna launþega. Ennfremur er Helmut Schmidt kanslari sennilegt, að fulltrúar úr hópi deildarstjóra og forstjóra verði að miklu leyti á sama máli og' umboðsmenn hluta- fjáreigenda. TILHOGUN við kosningar fulltrúa launþega hefur sætt mikilli gagnrýni. Þessi að- ferð hefurréttilega verið köll- uðólýðræðisleg. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar halda þvi fram, að einstakir launþegar, einkum verka- menn, hafi ekki nógu mikla þekkingu á frambjóðendunum til að geta dæmt um hæfni þeirra til að sitja i stjórn fyrir- tækisins. Það liggur nærri að álykta, að slikir launþegar séu heldur ekki hæfir til að taka þátt i þingkosningum, vegna þess að þeir þekki frambjóð- endur ekki nógu vel! Af- leiðingar þessa fyrirkomulags eru þær, að almennir launþeg- ar hafa mjög Htil eða engin áhrif á það hverjir verða um- boðsmenn þeirra i stjórn fyrirtækisins. Þeir geta aðeins kosið trúnaðarmennina. Þeir ráða þvi hverjir verða kosnir i stjórn fyrirtækisins. Frumvarp þetta eykur verulega völd verkalýðs- hreyfingarinnar. Tæplega þriðjungur af umboðsmönnum starfsmanna verða kosnir af þeim. Verkalýðsfélögin hafa einkum beitt sér fyrir þvi, að fulltrúar launþega verði kosn- ir óbeint af trúnaðarmönnum. Þau munu trúlega hafa mikil áhrif á það hverjir verði boðn- irfram sem trúnaðarmenn. Ef það verða aðallega fulltrúar verkalýðsfélaganna, þá er lik- legt, að þeir muni eingöngu kjósa sina menn I stjórn fyrir- tækisins. Allar likur benda þvi til þess, að fulltrúar launþega verði einkum talsmenn og starfsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar. Þetta ólýð- ræðislega kosningafyrirkomu- lag virðist eiga að tryggja að svo verði. FRUMVARP þetta hefur verið gagnrýnt af ýmsum aðil- um. Atvinnurekendur halda þvi fram, að með þvi sé verið að skerða eignaréttinn og koma i veg fyrir frjálsa kjara- samninga. Verkalýðssamtök- in vilja auka áhrif starfs- manna, einkum verkamanna, i stjórn fyrirtækja. Slðast en ekki sizt hefur FDP gagnrýnt kosningalyrirkomulagiB mjög harkalega undanfarið og telja það andstætt frjálslynd- um grundvallarsjónarmiðum. Frjálsir demókratar óttast lika, að frumvarpið sé ekki I samræmi við stjórnarskrána. Þessi gagnrýni sætir nokkurri furðu, þvi FDP hafði fallizt á þetta frumvarp áöur en það var lagt fram. Þessi skoðana- skipti eiga rætur slnar að rekja til þess, að Frjálsir demókrataróttast að falla alveg i skuggann af sósial- demokrötum. Eftir kosninga- ófarir siðasta árs hefur FDP gert ýmsar tilraunir til að vekja athygli á þvi hvað greini þá frá SPD. Fyrrnefnd gagnrýni er tvimælalaust slík tilraun. Afdrif þessa frumvarps, sem á að auka atvinnulýðræði, þó i mjög takmörkuðum mæli sé, eru óviss. Það væri hins vegar mikið áfall fyrir SPD og reyndar FDP lika, ef það væri ekki samþykkt á þessu kjör- timabili. Ýmsar umbótatillög- ur SPD hafa hlotið frekar dapurleg örlög. Endurbótum á skattalöggjöfinni var að nokkru hafnað I Sambands- ráðinu, tillögur um róttækar breytingar á æðri menntun voru lika felldar i Sambands- ráðinu, lög um frjálsari fóstureyðingar liggja fyrir Hæstarétti, sem ákveður hvort þau séu i samræmi við stjórnarskrána. Fleiri tillögur SPD mætti nefna, sem hefur verið hafnað, eða breytt veru- lega á lokastigi. Það er ekki nægjanlegt fyrir SPD, aö halda nokkurn veginn i horf- inu i efnahags — og fjármál- um. Sosialdemókratar verða lika að sanna, að þeir geti framkvæmt hugmyndir sinar um breytingar á þjóðfélaginu. Göttingen, 23.2.1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.