Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 8

Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 8
8 TÍMINN Laugardagur 8. marz 1975 Frá opnun Kaupstefnunnar Islenzkur fatnaður Gjaldeyrissparnaður fataiðnaðarins nam 850 milliónum 1974 Dragt frá Klæöi. Leöurjakkar frá Heklu. FB-Reykjavik. Kaupstefnan ís- lenzkur fatnaöur var opnuö á Hótel Loftleiðum i gær. Hófst hún ineð ræöu Oaviös Sch. Thor- steinssonar, formanns Félags is- lenzkra iönrekenda, en viðstaddir voru ýmsir gestir, kaupmenn og innkaupastjórar, auk framieiö- enda. Þá var efnt til tizkusýning- ar. I ræðu sinni gat Davið Sch. Thorsteinsson þess, að ekki hefði verið haldin kaupstefna sl. haust, en vonandi sæju framleiðendur sér hag i þvi, að haldin yrði fram- vegis kaupstefna bæði vor og haust. bess má geta, að þetta er fjórtánda kaupstefnan tslenzkur fatnaður, sem haldin hefur verið. Þá gat Davið þess, að mikið væri rætt um nauðsyn þess að spara gjaldeyri, svo og að afla hans. Hann sagði, að islenzkur fataiðnaður gerði hvort tveggja i rikum mæli. Útflutningur ullar og skinnavöru iðnaðarins hefði num- ið rúmlega 1200 milljónum króna á siðast liðnu ári, og þar sem vör- urnar væru unnar nær eingöngu úr innlendum hráefnum, væri hér um mikla gjaldeyrisöflun að ræða. Vonandi yrði áframhald á þeirri þróun, og að þessi grein út- flutnings héldi áfram að vaxa eins hratt og hingað til. Davið Sch. Thorsteinsson gat þess enn fremur, að gjaldeyris- sparnaður fataiðnaðarins virtist vera rúmlega 850 milljónir króna árið 1974. Að lokum gat hann þess, að ef allur fatnaður, sem keyptur hefði verið á Islandi árið 1974, hefði verið islenzk fram- leiðsla hefðu sparazt til viðbót- ar 600 milljónir króna. Væru allar þessar tölur lagðar saman, kæmi út talan 2.650 milljónir, og væri þvi um miklar upphæðir að ræða. Siðan ræddi Davið Sch. um vandamál iðnaðarins. Sagði hann, að þau væru flest óleyst enn, og sæti allt við það sama og hefði verið fyrir tveimur árum, er hann hélt ræðu á kaupstefnu, sem þá var verið að opna. Vandamálin væru enn óleyst og hefðu orðið enn verri viðureignar i millitið- inni, i fyrsta lagi vegna þeirrar óðaverðbólgu, sem hér geisar, og i cðru lagi vegna þess að nú væri aðlögunartiminn að EFTA meira en hálfnaður. Þá sagði Davið Seheving Thorsteinsson: „begar tsland gekk i EFTA fyrir fimm árum, lofaði þáver- andi rikisstjórn Islands fram- leiðsluiðnaðinum mörgum mikil- vægum breytingum i skattamál- um, tollamálum, fjármálum, tæknimálum, svo og ýmsum öðrum veigamiklum málefna- flokkum, sem framleiðsluiðnað- inn varða, og á grundvelli þess- ara loforða, samþykkti fram- leiðsluiðnaðurinn- EFTA-aðildina. Þegar stjórn Félags islenzkra iðnrekenda fór yfir loforð rikis- stjórnarinnar frá 1969 og efndir þeirra, var það mat hennar, að um svo stórkostlegar vanefndir væri að ræða, að ekki yrði við un- að. Þvi var það, að stjórn Félags islenzkra iðnrekenda fór þess formlega á leit við núverandi rikisstjórn i september siðast liðnum, að „sótt verði um fram- lengingu aðlögunartima landsins að EFTA og EBE um 36 mánuði”. Þær ástæður, sem stjórn Fll taldi vera veigamestar til stuðnings þessari kröfu voru: 1. Verðstöðvanir þær, sem staðið hafa nær óslitið frá 1. nóv. 1970 til þessa dags og fram- kvæmd þeirra. 2. Vanefndir EFTA-loforðanna. 3. Gengi islenzku krónunnar hefur verið skekkt með til- færslum og styrkjum til þeirra greina atvinnulifsins, sem gengi islenzku krónunnar er einkum miðað við. 4. Um 20% innflútningsskattur er enn lagður á allar vélar og tæki framleiðsluiðnaðarins. 1 framhaldi af þessari formlegu málaleitan stjórnar Félags is- lenzkra iðnrekenda fóru fram miklar viðræður við rikisstjórn- ina, og lagði stjórn Félags is- lenzkra iðnrekenda, þann 16. desember s.l., fram itarlegar kröfur framleiðsluiðnaðarins um þær nauðsynlegu aðgerðir, sem framkvæma þyrfti, auk þess að framlengja aðlögunartimann um 3 ár. Niðurstöður þessara viðræðna urðu i stuttu máli þessar: 1. Rikisstjórnin taldi ekki stætt á

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.