Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 9
Laugardagur 8. marz 1975 TÍMINN 9 Náttkjólar frá Artemis. þvi að fara fram á við EFTA og EBE að framkvæmd á samningsbundnum skuldbind- ingum Islands verði frestað um þrjú ár. 2. Rikisstjórnin hét þvi að láta fara fram úttekt á stöðu fram- leiðsluiðnaðarins og áhrifum EFTA-aðildarinnar á hann, og mun rikisstjórnin taka endan- lega ákvörðun um afstöðu sina til framlengingar aðlögunar- timans á grundvelli þeirrar rannsóknar. Ég vil upplýsa, að þessi rannsókn er nú i þann veginn að hefjast. 3. Rikisstjórnin lofaði að beita sér fyrir þvi, að aðeins yrði greiddur helmingur söluskatts i tolli af vélum og tækjum framleiðsluiðnaðarins frá ára- mótum 1975. 4. Rikisstjórnin lýsti yfir, að það væri eitt af grundvallarstefnu- málum hennar, að aldrei yrði gripið til neinna aðgerða, er skekktu gengisskráninguna, og að leiðrétt yrðu þau atriði i efnahagskerfinu, sem nú raska réttum grunni gengisins. Flestar aðrar kröfur stjórnar Fll voru sagðar i athugun. Þannig standa þessi mál nú, á fimm ára afmæli Efta-samnings- ins, og treysti ég mér ekki til að Herrafrakki frá Elg. segja, hver leikslok verða i þeirri baráttu, sem við heyjum fyrir áframhaldandi tilveru islenzks framleiðsluiðnaðar. Ég vil nota þetta tækifæri til að minna ráðamenn þjóðarinnar á, að atvinnuöryggi þeirra 10.500 manna og kvenna, sem nú starfa við framleiðsluiðnaðinn, er undir þvi komið, að framkvæmdar verði tillögur stjórnar Félags is- lenzkra iðnrekenda frá 16. desem ber s.l., en þær tillögur miðast allar að þvi, að gert verði mögu- legt að starfrækja hér á landi framleiðsluiðnað i fullri og opinni samkeppni við þróuðustu iðnriki veraldar. t sambandi við þá efnahags- örðugleika, sem þjóðin á nú við að fást, örðugleika sem að lang- mestu leyti eru sjálfskaparviti, vil ég minna á það grundvallar- atriði, sem oft vill gleymast og Ullardragt frá Alafossi. sem'' of fáir virðast gera sér grein fyrir, en það er að grund- völlur hins islenzka velferðar- þjóðfél. eru framleiðsluatvinnu- vegirnir þrir, sjávarútvegur, fiskiðnaður og framleiðsluiðnað- ur. En þessir atvinnuvegir keppa við erlenda framleiðsluatvinnu- vegi, ýmist hérlendis eða erlend- is. Á þessum þrem höfuðatvinnu* vegum br öll önnur atvinnu- starfsemi þjóðarinnar byggð, og þvi verður að gæta þess, að sú yfirbygging, sem reist er á þess- um grunni, verði aldrei svo þung, eða hátimbruð, að undirstaðan fái ekki undir henni staðið. Við kom- umst aldrei út úr vitahring verð- bólgu og gengisfellingar, nema landinu sé stjórnað af mönnum, sem skilja þetta grundvallar- atriði, og hegða sér samkvæmt þvi”. Peysur frá Prjónastofunni Iðunni. Stúlkurnar sýna framleiðsluvörur frá Bót. Fatnaður frá Klæði. Framleiðsluvörur frá önnu Þórðardóttur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.