Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 11

Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 11
Laugardagur 8. marz 1975 TÍMINN 11 Lubanski byrjaður að nýju Pólski knattspyrnusnillingurinn Lubanski, semertalinn einn bezti knattspyrnumaöur heims og var maðurinn á bak við sigur Pól- verja á Olympiuleikunum, er nú aftur byrjaður að leika knatt- spyrnu, eftir 18 mánaða hvild. Lubanski, sem meiddist alvar- lega á fæti i nóvember 1973, lék sinn fyrsta leik eftir meiðslin með félagsliði sinu á fimmtudags- kvöldið og stóð sig mjög vel. ★ ★ Flug-Bingó Frjálsíþróttasamband Islands efnir til FLUG-BINGÓS á sunnudaginn I Sigtúni við Suður- landsbraut. 15 flugferðir verða I verðlaun og dregur bingóið nafn sitt af þeim. Þessar flugferðir verða til Tromsö i Noregi, sem er mikill ferðamannastaður. Kaiottkeppnin i frjálsum iþrótt- um fer fram þar i lok júlí, og verða flugferðirnar i sambandi við keppnina. Flugbingóið hefst kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. ★ ★ Staðan og markhæstu leikmenn Staðan er nú þessi i 1.. deildar keppninni i Englandi: Everton 31 13 14 4 46-28 40 Burnley 32 16 7 9 55-45 39 Stoke 32 13 11 8 48-38 37 Ipswich 32 17 2 13 45-30 36 Liverpool 31 14 8 9 44-33 36 Leeds 32 14 8 10 45-34 36 Derby 31 14 8 9 47-42 36 Manc. C. 31 14 8 9 44-43 36 Middlesbro 32 12 11 9 40-33 35 QPR 32 13 8 11 43-40 34 Newcastle 31 14 6 11 48-47 34 Sheff. Utd. 31 13 8 10 41-42 34 West Ham 32 11 11 10 48-41 33 Wolves 31 10 10 11 39-39 30 Coventry 32 9 12 11 41-50 30 Birmingh. 32 11 6 15 40-48 28 Chelsea 31 8 12 11 36-52 28 Arsenal 30 9 7 14 33-36 25 Tottenham 33 8 8 17 38-51 24 Leicester 30 7 8 15 28-44 22 Luton 31 5 10 16 27-45 20 Carlisle 32 8 3 21 39-45 19 Markhæstu menn: MadDonald, Newcastle.........22 Givens, Q.P.R. ..............19 Kidd, Arsenal................16 Latchford, Everton...........15 Foggon, Middlesborough.......15 Bell, Man. City..............14 Clarke, Leeds................14 OB fbúd að vsrðmæti 'tiiin i; \. "N MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.i. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. V J Joe Hooley hefur valið 20 leikmenn til æfinga 100% æfingasókn hjó leikmönnum Keflavíkurliðsins Mikill áhugi rikir nú meðal knattspyrnumanna í Keflavík, og þeir æfa af fullum krafti undir stjórn enska þjálfarans JOE HOOLEY. 100% æfinga- sókn hefur verið hjá leik- mönnum Keflavikurliðsins, og nú i vikunni valdi Hooley lióp 20 leikmanna, sem koma til með að leika fyrir Keflavikur- liðið i sumar. Allir sterkustu leikmenn Keflavikurliðsins undanfarin ár eru I hópnum, og þar að auki tveir nýliðar, sem ekki léku með liðinu á siðasta keppnistimabili, en það eru þeir Rúnar Júlíusson og Guðjón Guðjónsson. Eftirtaldir leikmenn eru I hópnum, sem Hooley hefur valið: Markverðir: Þorsteinn ólafsson Þorsteinn Bjarnason Varnarmenn: Gunnar Jónsson Ástráður Gunnarsson Guðni Kjartansson Einar Gunnarsson Hjörtur Zakariasson Vilhjálmur Ketilsson Miðvallarspilarar: Karl Hermannsson Gisli Torfason Grétar Magnússon Hörður Ragnarsson Framlinuspilarar: Ólafur Júliusson Steinar Jóhannsson Jón Ólafur Jónsson Hilmar Hjálmarsson Friðrik Ragnarsson Rúnar Júliusson Karl Gunnlaugsson Guðjón Guðjónsson Tveir leikmenn, sem léku með Keflaviléurliðinu siðasta keppnistimabil og voru fasta- menn i liðinu, þeir Lúðvik Gunnarsson og Albert Hjálmarsson, hafa ekki æft með liðinu i vetur. Albert get- ur ekki æft vegna ánna og Lúðvik er meiddur. Þá má geta þess, að Sigurð- ur Steindórsson, sem hefur verið liðsst jóri Keflavikurliðs- ins undanfarin ár, verður ekki með liðið i sumar. -SOS STEFÁN HALLDÓRSSON.... sést hér i landsleik gegn Tékkum I vikunni. Hann og félagar hans i Vikingi leika gegn FH annað kvöld. (Tímamynd Gunnar) Úrslitaorustan um meistaratitilinn Víkingar mæta FH-ingum í Firðinum annað kvöld ÞROTT- ARAR FÆRAST NÆR... 1. deilda sætið blasir við þeim Þróttarar færðust nær 1. deildar sætinu á fimmtudagskvöldið, en þá sigruðu þeir Breiðablik 21:18 I Laugardalshöllinni. KR-ingar sigruðu Keflvikinga (28:17). Leikurinn hafði lengi verið jafn, eða þar til staðan var 15:15, en þá sprungu Keflvikingar. Þróttarar eiga nú eftir að leika tvo leiki i 2. deildar keppninni gegn Fylki og KR, og þurfa þeir að fá þrjú stig út úr leikjunum til að fulltryggja sér 1. deildar sæti næsta keppnistimabil. 2. DEILD Staðan er nú þessi I 2. deild: Þróttur...... 12 10 1 1 297:213 21 KR .......... 13 10 0 3 286:245 20 KA........... 12 9 1 2 276:222 19 Þór...........12 6 0 6 234:228 12 Fylkir ...... 11 5 1 5 220:236 11 Keflavik ....12 3 1 7 193:255 7 Breiðablik 12 2 0 10 228:279 4 Stjarnan ....12 1 1 10 202:258 3 Breiðholtshlaup ÍR Annað Breiðholtshlaup ÍR fer fram á morgun kl. 14. öllum unglingum er velkomið að taka þátt í hlaupinu, og eru þeir beönir að mæta timanlega. Kylfingar! Námskeið í hjá Þorvaldi Ásgeirs syni golfkennara ÞORVALDUR ASGEIRSSON golfkennari er nú að hefja nýtt námskeið I golfi, en nýlokið er hjá honum fyrsta námskeiði vetrarins. Þorvaldur sagði, blaðamanni Timans að 24 nýliðar I golfi hefðu sótt fyrra námskeiðið, og þar að auki heföu nokkrir kylfingar sem lengra eru komnir, komið til skrafs og ráðageröa eða til að stilla sig af, eins og sagt er á „golfmáli”. Annað námskeiðið er nú að hefjast hjá Þorvaldi, og mun hann kenna alla virka daga vikunnar frá kl. 17.00 til 19.00, og eftir samkomulagi. Þor- valdur getur tekið 2-3 kylfinga saman i tima, og er hægt að panta tima i sima 42410 f.h. Þorvaldur byrjaði fyrir rúmu ári með bréfaskóla i golfi, eins og mjög tiðkast erlendis. Er sú nýbreytni aðallega hugsuð fyrir golfleik- ara úti á landsbyggðinni. Óski menn eftir þessari þjónustu Þorvaldar er hægt að skrifa honum i pósthólf 596 (Reykja- vik) og biðja um staðlað spurningabréf, sem hann svarar siðan gegn 1000 kr. gjaldi. Urslitaorustan um meistara- titilinn I handknattleik heldur áfram um helgina. Vikingsliðið verður I sviðsljósinu I Hafnar- firði, þar sem það mætir FH-ing- um. Baráttan stendur á milli Vikinga og Valsmanna, og hafa Víkingar þú þriggja stiga forskot, en ekki er enn vitað hvort Vals- menn fá stigin I kæruleiknum, gegn Armanni, eða hvort þau verða íátin falla niður, sem réttast væri. Leikur FH og Vlkings, sem fer fram I Iþrótta- húsinu I Hafnarfirði annað kvöld, hefur mikla þýðingu fyrir Vikinga, sem nú eru taldir sigur- stranglegastir i baráttunni um meistaratitilinn. Að þvi er fþróttasiðan bezt veit, verða liðin skipuð flestum sömu leikmönnum og leikið hafa með þeim i siðustu leikjum. Það má þvi búast við spennandi keppni á milli liöanna, eins og undanfarin ár, þegar þau hafa mætzt. A undan leik FH og Vikings á sunnudagskvöldið leika Haukar gegn Armanni og hefst sá leikur kl. 20.15 en strax á eftir hefst hinn þýöingamikli leikur FH og Vikings. -SOS. íþróttaskór ADIDAS Vienna kr. 3.225 Athen kr. 3.470 Póstsendum Hafnargötu 36 Keflavík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.