Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.03.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 8. marz 1975 Sally Salminen KATRIN Saga frá Alandseyjum L 136 ,,Hvers vegna hefurðu ekki sagt mér frá þessu?" hrópaði hann reiðilega. „Ég hef oft hugsað um það, hvort ég ætti að gera það eða ekki. En mér f annst réttast að biða með það og vita, hvort hún segði þér ekki sjálf, hvernig allt er í pottinn búið". „Hvort hún segði mér það ekki sjálf! Og þú trúir þá þessum djöfuls kjaftasögum". „Þær eru að minnsta kosti ekki tilefnislausar, Gústaf minn. En ég hélt, að hún myndi kannski sjá sig um hönd, þegar þú varst kominn heim". Hann rauk á fætur, rak hnefann í borðið og öskraði bálvondur: „Það er helvítis lygi, segi ég! Kjaftasögur, sem kerlingarnar hérna hafa soðið saman yf ir kaff iboll- unum. Ég ætla að fara niður í búð og spyrja Sögu sjálfa, og svo mega kaffikerlingarnar gæta sín — og þú líka". Hann æddi strax af stað niður í þorpið. Guð f orði þvi, að hann vinni neitt óhæfuverk, tautaði Katrín fyrir munni sér. Gústaf snaraðist inn í búðina. Hún var full af fólki og meðal annarra sat Malm þar á bekk. Gústaf nam staðar í horninu við búðarborðið og drap f ingrunum óþolinmóð- lega á svarta plötuna. Hann gaut augunum f lóttalega til skiptist á stúlkuna fyrir innan borðið og gráhræða manninn á bekknum, sem var niðursokkinn í samræður við aðra búðarslæpingja. Allt í einu hrópaði Malm, í senn kunnuglega og frekjulega, til stúlkunnar: „Heyrðu, Kolbrún! Býður þú okkur ekki upp á sigarettur ídag?" Hann beiðekki svars, heldur reis upp og snaraði sér inn fyrir búðarborðið og óð beina leið að tóbakshillunni. Þar tók hann orðalaust einn sígarettu- pakka, og um leið og hann kjagaði til baka, rétti hann úr höndina og klappaði stúlkunni snögg á kinnina, eins og til þessaðsýna húsbóndarétt sinn. Síðan fór hann með upp- gerðar-hirðuleysissvip að bjóða mönnunum, sem stóðu fyrir framan borðið, sigarettur. Gústaf rauk á dyr. Hann æddi eins og vitstola maður eitthvað út í bláinn og áttaði sig ekki fyrr en hann var kominn hálfa leið til Stórbæjar. Þá leið höfðu fæturnir borið hann af gömlum vana. Hanh sneri við og gekk sömu leiðtil baka með hnefana kreppta í buxnavösunum og samanbitnar varirnar. „Djöfullinn hirði allt hyskið", hvæsti hann og sparkaði í skaflana á vegvita af því. „Djöfullinnhirði allt hyskið" hvæsti hann og sparkaði í fönnina á veginum. Það var orðið skuggsýnt og komið él. Snjónum kingdi niður í stórum, þéttum f lygsum. Allt í einu sá hann móta fyrir tveim manneskjum í drífunni. Hann brölti út af veginum og lét þær fara framhjá. Hann hrökk við eins og eldingu hefði lostið niður við tærnar á honum. Þetta var Saga og — Malm. Hann hélt utan um mitti hennar og leiddi hana þannig við hlið sér. Gústaf læddist á eftir þeim í manndrápshug, gnísti tönnum og kreppti hnefana. „Andskotans hræsnarinn", tautaði hann. Mest af öllu sárnaði honum, hvernig þessi gamli rokkur hélt utan um stúlkuna. Og hann hafði ekki einu sinni þorað að snerta hana! Þau özluðu mjúka og lausa mjöllina, án þess að hafa hugboð um, að þeim var veitt eftirför. Þau töluðu fátt, og það, sem þau sögðu, sögðu þau svo lágt, að ekki heyrðist orðaskil. Gústaf læddist hljóðlega á eftir þeim með iðandi fingurna, eins og Indíáni í vígamóð. Nú voru þau komin móts við kirkjuna, og þaðan var örskammt að prestsetrinu og skólanum. Þar skiptust leiðir til Stórbæjar. Austurbæjar og Langness. Saga og Malm sveigðu inn á Stórbæjarbrautina, og Gústaf f ylgdi þeim ef tir. En snögglega sneri hann við og gekk hröðum skrefum til baka. Sjálfur vissi hann ekki, hvers vegna hann gerði þetta. Það var eins og eitthvert ómótstæðilegt af I hefði skyndilega snúið honum við og skipað honum að halda í gagnstæða átt. Hann skálmaði eins hratt og hann gat á móti snjódrífunni. Hann gat enga grein gert sér fyrir tilfinningum sínum og hugsun. Loks var hann kominn heim á torgið í Vesturbæ. Þar kom einhver á móti honum. Það var Katrín. Hún var berhöfðuð, en hafði fleygt sjali yfir axlirnar. „Gústaf!" stundi hún. Hann anzaði engu, heldur tók á rás upp brekkurnar. Katrín hraðaði sér á eftir honum. Heima á Klifinu stóðu útidyrnar galopnar og Ijós logaði á lampanum. Gústaf æddi inn, hristi af sér snjóinn við eldavélina og byrjaði siðan að tína af sér spjarirnar. Katrín kom másandi á eftir honum og f lýtti sér að búa um hann á slagbekknum. Svo rétti hún úr sér með koddann í höndum og leit á Gústaf, sem var að sparka af sér skónum. „Ég fann, að það var eitthvað illt áð gerast", sagði hún ofur stillilega. „Ég lagðist á bæn og bað og bað, eins og ég væri ekki með öllum mjalla". Gústaf svaraði ekki. Hann f lýtti sér upp í bólið og dró brekánið upp fyrir höf uð. Katrín slökkti á lampanum og lagðist einnig út af. PlRIMTl* .111,1,1,11, ill,i.íil ,111 LAUGARDAGUR 8. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar, Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Iþröttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.15 Að hlusta á tónlist, XIX. Átli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. íslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toppnum. 17.30 Sögulestur fyrir börn. Sverrir Kjartansson les „Bondóla kasa" eftir Þor- stein Erlingsson. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Frá Norðurlöndum. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 „Annarlegt' fólk", smá- saga eftir Maxim Gorki i þyðingu Kjartans Ólafsson- ar. Ævar Kvaran leikari les. 21.15 Kvöldtónleikar. a. Fil- harmóniusveit Berlinar leikur „Eine kleine Nacht- musik" eftir Mozart, Her- bert von Karajan stjórnar. b. Dietrich Fischer-Dieskau syngur skozk þjóðlög. c. Christian Ferras og Pierre Barbizet leika þrjár rómönsur fyrir fiðlu og pianó eftir Schumann. d. Gaehingerkórinn -syngur Fjóra söngva fyrir kvenna- kór, horn og hörpu eftir Brahms, Heinz Lohan og Karl Ludwig leika & horn og Charlotte Cassedanne á hörpu, Helmut Rilling stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma (36). 22.25 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 8. mars 1975 16.30 tþróttir. Knattspyrnu- kennsla. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aðrar íþróttir. Um- sjónarmaður ómar Ragnarsson. 18.30 Lina langsokkur. Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. 10. þáttur. Þýðandi Kristin Mantyla. Aður á dagskrá haustið 1972. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. Karl- maður á heimilinu.Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Ugla sat á kvisti. Get- raunaleikur. Umsjónar- maður Jónas R. Jónsson. 21.40 Moskva. Stutt sovésk kvikmynd um höfuðborg Ráðstjórnarrikjanna. 21.50 Skrimslið góða. (La belle et la bete). Frönsk bió- mynd frá árinu 1946, byggð á gömlu ævintýri. Aðalhlut- verk Jean Marais og Josetté Day. Leikstjóri Jean Coct- eau. Þýðandi Ragna Ragn- ars. Maður nokkur slitur upp rós á leið sinni heim úr ferðalagi og gefur hana dóttur sinni. En honum hef- ur láðst að athuga, hver sé eigandi rósarinnar. Hann reynist vera ógurlegt skrimsli, sem krefst dóttur mannsins að launum fyrir rósina, en hótar honum lif- láti ella. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.