Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 16
Laugardagur 8. marz 1975 HAUGSUGAN er einnig traust eldvarnatæki Guöbjörn Guöjónsson ------p--------- g:-ði fyrir yóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Stjórnarherinn fer halloka NTB—Pnom Penh — Stjórnar- herinn i Kambódiu fer enn halloka fyrir hersveitum skæruliða. Fréttaskýrendur i Pnom Penh telja, að — að óbreyttu ástandi — liði ekki á löngu, unz stjórnarherinn neyðist til að gefast upp. Harðir bardagar geisuðu i gær i grennd við aðalflugvöll Pnom Penh, og veitti hvorug- um aðilanum betur. Annars staðar virtust sveitir skæru- liða fremur i sókn. Fækkað í bandarísku herliðl erlendis Reuter—Washington — Bandariska landvarnaráðu- neytið (Pentagon) tilkynnti I gær, að fækkað yrði i herliði Bandarikjanna eriendis I þvi skyni að draga úr útgjöldum. I tilkynningunni segir m.a., að fækkað verði um 3300 i liði Bandarikjahers erlendis, en samtals eru nú 480 þúsund bandariskir hermenn á erlendri grund. Þá er áformað að fækka borgaralegum stöðum i herstöðvum erlendis um 750 en þessum stöðum gegna nú aðallega aðrir en bandariskir þegnar. Þessi fækkun á að spara bandariska rikinu u.þ.b. 50 milljóna dala útgjöld á ári. Vinsældir EBE aukast Reuter—London — í gær voru birtar niðurstöður skoðana- könnunar, er nýlega var gerð meðal brezkra kjósenda um aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu. Niður- stöðurnar sýna — að sögn Reuter-fréttastofunnar — vaxandi fylgi kjósenda við áframhaldandi aðild að EBE. 48% aðspurðra sögðust fylgjandi aðild að EBE, 34% lýstu sig andviga henni, en 18% kváðust ekki enn hafa tekið afstöðu, þvi að þeir vildu fyrst sjá hver yrði árangur af endurskoðun á aðildarskil- málum Breta, er nú stendur yfir. Skoðanakönnunin var gerð fyrir tilstilli brezka blaðsins Evening Standard. Sem fyrr segir benda niðurstöður hennar til þess, að aðild aö EBE hafi aukizt fylgi meðal brezkra kjósenda. Karlar virðast fleiri fylgjandi aðild- inni en konur. Andstaðan gegn henni er sterkust meðal yngstu kjósendanna, þ.e. þeirra, sem eru á aldrinum 18-24 ára. Hermdarverkin í Tel Aviv NTB—Tel Aviv. — ísraelsk ,yfirvöld hófu I gær að yfir- heyra áhöfn skútu nokkurrar, sem augljóslega hefur smygl- að á land skæruliðunum átta, er unnu hermdarverk á hóteli i miðborg Tel Aviv fyrr i vik- unni. Þá kröfðust blöð i Israel þess I gær, að þegar yrðu gerðar ráðstafanir til að efla strandgæzlu landsins, til að koma I veg fyrir atburði af þessu tagi. ísraelski flotinn tók segl- skútu þessa, sem er 120 tonn að stærð, og færði til hafnar i Haifa i gærmorgun. Sex manna áhöfn skútunnar var umsvifalaust tekin til yfir- heyrslu. Um borð i skútunni fannst m.a. mynd af leiðtoga PLO, Yasser Arafat. Útvarp i ísrael skýrði frá þvi i gær, að hermdarverkin hefðu verið skipulögð i Libanon. Sá eini, sem enn er á lifi af hermdarverkamönnun- um, dró i gær til baka þá fullyrðingu sina, að lagt hefði verið á ráðin i Egyptalandi. Björgunarsveitir fundu i gær fimm lik til viðbótar i rústum hótelsins i' Tel Aviv. Tala þeirra, sem létust, er þá komin upp i átján, að sögn UPI-fréttastofunnar — en lög- regluyfirvöld upplýstu, að enn væri saknað tveggja hótelgesta. Eins og skýrt var frá i Timanum i gær, hafa stærstu samtök Palestinuaraba ,,A1 Fatah” lýst sig bera ábyrgð á hermdarverkunum. Áreiðanlegar fréttir frá Beirut, höfuðborg Libanon, herma, að samtökin hafi i hyggju að vinna fleiri hermd- arverk gegn ísrelsmönnum á næstunni. Olíuneyzluríki Reuter—Paris — Helztu oliu- neyzluriki hcims, er setið hafa á rökstólum I Paris I vikunni, höfðu náð samkomulagi i gær- kvöld um ráðstafanir, til að tryggja áframhaldandi fjár- festingu i leit og vinnslu ann- arra orkugjafa en oliu. Fulltrúar Alþjóða orku- stofnunarinnar (IEA) — sem eru samtök átján iðnrikja — hafa setið sveittir við að und- anförnu að samræma ólik sjónarmið sin i þessum efnum. Bandarikjastjórn lagði, sem kunnugt er fram tillögur um verðbindingu á oliu við stjórn- ir annarra aðildarrikja IEA, en þær hafa verið tregar til að fallast á bandarisku tillögurn- ar. Fréttaskýrendur I Paris töldu I gær liklegt, að sam- komulag væri á næsta leiti, en hins vegar væri ekki ljóst, hvers efnis það yrði. Allt kapp er nú lagt á, að oliuneyzlurikin hafi samræmt sjónarmið sin fyrir fyrsta fund þeirra með oliuframleiðslurikjum, sem væntanlega verður haldinn i Paris 7. april n.k. Blómaskáli MICHELSEN Hveragerði - Sími 99-4225 Kissinger freistar enn éinu sinni að miðla málum í Miðjarðarhafslöndum: Nú eða aldrei Egyptar fúsir til að gefa eftir, svo að bráðabirgða- samkomulagi verði náð Kemst nú skriður d samningaumleitanir í Kýpurdeilunni? Öryggisráð Sþ vill friðarviðræður á ný Kissinger reynir sem endranær að miðla málum Þeir eru komnir og kosta með kerti KR.785 landsforseta um leiðir til aö tryggja varanlegan frið I Mið- austurlöndum. Areiðanlegar fréttir frá Kairó hermdu i gær, að Egyptar væru nú fúsir til að koma nokkuð til móts við ísraelmenn, enda virðist egypzka þjóðin þrá frið. Þótt egypzkir ráðamenn séu ekki reiðubúnir til að lýsa yfir friði á ókomnum árum, eru þeir að sögn fúsir til að skiptast á skriflegum yfirlýsingum við Israelska ráða- menn, þar sem báðir aðilar heita að ráðast ekki á hinn, meðan ein- hver von sé til að endanlegir friðarsamningar verði gerðir. En Egyptar setja örugglega fjölda skilyrða fyrir að gefa út slika yfirlýsingu, t.d. að ísraelsmenn kveðji ekki aðeins herlið sitt heim frá Sinaiskaga, heldur og frá Gólan-hæðum og vesturbakka Jórdan-ár. Búizt er við að aðalumræðuefn- ið á fundi þeirra Sadats og Kissingers i dag verði hugsanleg- ur brottflutningur Israelshers frá fjallaskörðunum Giddi og Mitla, og að auki frá oliuvinnslusvæðinu við Abu Rodeis. Þessir þrir staðir eru taldir hafa mjög mikilvæga hernaðarlega þýðingu, — t.d. er auðvelt fyrir ísraelsmenn að hrinda árásum á Sinai-skaga, meðan þeir halda fjallaskörðun- um. Framhald á 5. siðu. NTB/Reuter — New York/Sam- einuðu þjóunum/Brussel. Tals- maður núverandi formanns öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði I gær, að liklega yrðu greidd Blaöburóar- fólk óskast í eftir- talin hverfi Langholtsvegur Laufásveg Bergstaðastræti Háteigsvegur Símar: 1-23-23 og 26-500 NTB/Reuter — Kairó/Aswan. Aswan I Egyptalandi á miðnætti I Henry Kissinger, utanrikisráð- nótt. A morgun mun Kissinger herra Bandarikjanna, kom til ræða við Anwar Sadat Egypta- Sadat og Kissinger. Myndin var tekin I siðustu samningaför bandariska utanrikisráðherrans. atkvæði um nýja ályktunartillögu um Kýpurdeiluna I öryggisráðinu i dag. Tillögunni er einkum ætlað að fá deiluaðila til að taka á nýjan leik upp samningaviðræður um lausn deilunnar. Fulltrúar I öryggisráðinu hafa I vikunni rætt málið. 1 fyrradag urðu þeir sammála um efni ályktunartillögu, er rikisstjórnir viðkomandi rikja fjölluðu svo um i gær. í dag er svo búizt við, að öryggisráöið verði kvatt saman og ályktunartillagan samþykkt. t tillögunni er gert ráð fyrir, að þegar verði hafnar friðarviðræð- ur milli aðila að Kýpurdeilunni, þá bæði I Nikósiu og New York undir stjóm Kurt Waldheim, aöalritara S.Þ. I tillögunni er hörmuð sú ákvöröun tyrkneskumælandi eyjarskeggja að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs rikis á norðurhluta Kýpur. Þá er varað við sérhverri einhliða aðgerð af hálfu hvors deiluaöila sem er. Og ennfremur sagt, aö fyrrnefnd ákvörðun eigi ekki aö hafa i för með sér stöðvun samningaumleitana. Þá eru deiluaðilar beðnir að taka undir eins til greina ályktun Allsherjarþings S.Þ. frá þvi I haust. 1 þeirri ályktun er mælzt til, að allt erlent herlið hverfi sem fyrst frá Kýpur, að deiluaðilar komist niður á lausn, er taki til greina réttindi beggja þjóðar- brota og loks að flóttamönnum verði þegar leyft að snúa aftur til fyrri heimkynna. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, átti við- ræður við hinn gríska starfsbróð- ur sinn, Dimitrios Bitsios, I Brussel i gær á leið sinni til Mið- jarðarhafslanda. Viðræðurnar, sem stóðu i tvær klukkustundir, snérust að sjálf- sögðu einkum um leiðir til að leysa Kýpurdeiluna. Að við- ræðunum loknum sagði Kissing- er, að of snemmt væri að spá um árangur þeirra. Bitsios var aftur á móti bjartsýnni og kvaðst jafn- vel vona, að skriður kæmist á samningaumleitanir á næstunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.