Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 1
] J HFHÖRÐURGUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 59. tbl. — Þriðjudagur 11. marz 1975 — 59. árgangur 'ÆHGMP Aætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri— Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & .2-60-66 t? 1 Settlers í slags- málum! Gsal-Reykjavik. — Brezka hljómsveitin Settlers, sem dvaliö befur hér á Jandi að undanförnu, varö að aflýsa tveimur skemmtunum um siðustu helgi, vegna þess aft hljómsveitarmeðlimir lentu i útistöðum við islenzkan lög- regluþjón á Keflavikurflug- velli. Kom til handalögmáls íiiilli lögregluþjónsins og tveggja hljómsveitar- meðlima. Málalyktan varð þó á þann veg, að sættir tókust. Settlers áttu að skemmta m.a. i Tónabæ þetta sama kvöld og var tilkynnt i hátalara þar, ao Settlers gætu ekki komið, þar sem þeir hefðu reynt að smygla bjór út af hermannasvæðinu. Að sögn Helga Steingrims- sonar, framkvæmdastjóra Settlers hér á landi, er þetta rangt. Hins vegar hefði verið gerð leit i bil þeirra, sem iauk meo handalögmálum, vegna þess að söngkonu hljómsveitarinnar var neitað um húsaskjól meðan leitin var fram- kvæmd. Furðu sætir að þeir aðilar, sem bjóða hljóm- sveitinni, að koma til Islands og skemmta, skuli bjóða þeimi ibúðir bandariskra dáta til að borða, eins og gert var i þessu tilviki. Óefað finnst mörgum þetta ósmekklegt og litt skylt is- lenzkri gestrisni. Helgi Steingrimsson kvað lögregluþjóninn hafa komið fram við hljómsveitina á ai'ar ruddalegan hátt, og hefðu gestirnir vart átt orð til að lýsa framkomu is- lenzka iögregluþjónsins. Er Timinn hafði tal af lög- reglumönnum á Keflavfkur- flugvelli kváðust þeir ekki kannast við þetta atvik. KAUPFÉLAGIÐ HÖFN Á SEL- FOSSI LAGT NIÐUR? KAUPFÉLAGIÐ HÖFN á Sel- fossi er liklega að syngja sitt sfð- asta vers um þessar mundir. Er I bfgerð að leysa það upp og stofna i þess stað hlutafélag til þess að taka við verzlunarrekstri þeim, sem það hefur farið með. Kaupfélagið Höfn mun hafa starfao sem næst einn áratug. Það var stofnað af Sjálfstæðis- mönnum I Arnessýslu og mjög sniðið eftir kaupfélaginu Þór á Hellu. Gerðist þetta samtimis og Sigurður Óli Ólafsson alþingis- maður lét af kaupmennsku á Sel- fossi, enda keypti kaupfélagið verzlun hans. Aðalforystumaður þess I héraði hefur verið Gisli Nýja akbrautin kemur áfram þar sem fólksvagninn stendur næst okkur. Vinnuflokkur borgarinnar er lengst til hægri að grafa fyrir niðurfallslögn. Timamynd: Róbert. Ný akhraut á Kleppsveginum BH—Reykjavík. Þessa dagana eru að hefjast framkvæmdir við gerð nýrrar akbrautar viö Kleppsveg. Liggur nýja brautin samsiða þeirri, sem nú er i notk- un, nær sjónum, frá Laugarnes- vegi að Holtavegi. Blaðið hafði I gær samband við Ólaf Guðmundsson, yfirverk,- fræðing hjá gatnamálastjóra, og sagðist honum svo frá, að vega- gerð þessi væri á áætíun, og ef ætti að ljúka henni fyrir haustið, þá væri ekki ráölegt að draga lengur að hefja framkvæmdir. Nauðsyn þessarar akbrautar kvað ólafur mjög brýna, og yrði hún aðallega ætluð til að draga ur umferðarþunganum I námunda við Ibúöarhúsin við Kleppsveginn en akreinin, sem nú er í notkun ætti að verða húsgata. Hefði hún ekki verið byggð fyrir svo mikinn umferðarþunga og nú væri á Kleppsveginum. Verður reynt að bjarga Hvassafelli? Gsal-Reykjavik — Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hugsanlega björgun Hvassafells, og að sögn skipadeildar StS er ósennilegt að slikar ákvarðanir verði teknar i dag. í gærmorgun héldu nokkrir skipverjar frá Húsavlk út í Flatey til að sækja persónulegar eignir skipverja I Hvassafelli. Litlum erfiðleikum var bundið að komast út I skipið og komu mennirnir til Húsavlkur með munina I gærdag. Tveir skipsverja hafa buið um sig á eynni og munu ætla að dvelja þar um sinn, sem varðmenn. Hvassafellið er metið á 5-700 milljónir og ems og áður hefur verið frá greint þykir ósennilegt að unnt verði að bjarga skipinu. Hins vegar er hald manna, að áburöarfarminum verði hægt að bjarg'a, en I skipinu eru rúm 1100 tonn af áburði. Veður hefur talsvert gengið niður á þessum slóðum slðasta sólarhring, en samt er enn nokkur sjór og hvassviðri. Hvassafellið hefur ekki færzt til á strandstað síðustu dægur. Komið hefur til tals að fá hing- aö til lands enska sérfræðinga til þess að kanna hvort unnt muni að bjarga skipinu. Skoða þarf 36 þús. bíla í Reykjavík FB—Reykjavlk. Bifreiðaskoðun hófst i Reykjavík um siðustu mánaðamót. Að þessu sinni verða skoðaðir i Reykjavik um 36.000 lu'lar, og er áætlað að skoðaðir verði 300 bilar á dag. Samkvæmt upplýsingum Guðna Karlssonar forstjóra Bifreiðaeftirlitsins vill brenna við, að fólk dragi að iáta skoða blla slna samkvæmt auglýstum tima fyrst framan af, en slðan tekur að færast Hf I tusk- urnar I júnl og júli, en þá ér einnig sumarleyfistimi eftirlitsmanna, og þvl erfitt að anna öllum sem þá koma. Væri betra, að fólk kæmi meira fyrst framan af, og dragi ekki að láta skoða bílana. Til þess að fá bíl sinn skoðaðan þarf fólk að vera búiö að greiða opinber gjöld af bilnum hjá tollstjóraembætt- inu, og einnig þarf að framvlsa yfirlýsingu frá tryggingarfélagi um að bfllinn sé I tryggingu en tryggingarupphæðir hafa enn ekki verið ákveðnar eins og kunn- ugt er. Bflaskoðunin hefst kl. 8.45 á morgnana og afgreiðslunni er ekki lokið fyrr en kl. 16:30, ogeru þá allir þeir bllar skoðaöir sem náð hafa I afgreiðslunumer. Myndina tók ljósmyndari Tlm- ans, Róbert, er veriö var að skoða bll hjá Bifreiöaeftirlitinu I Borgartúni. I bígerð stofnun hlutafélags í þess stað Bjarnason á Selfossi og kaup- félagsstjóri lengi framan af Grimur Jósafatsson. Hin seinustu ár hafa kaupfélagsstjórar félags þessa verið lausir I sessi, og kom sá, sem nú stýrir þvl, Kolbeinn Kristinsson, austur I vetur. Nú á sunnudaginn var fundur haldinn I Selfossblói, þar sem fjallaö var um framtlðaráform þess verzlunarreksturs, er verið hefur til þessa á nafni kaup- félagsins Hafnar. Sú hugmynd að láta hlutafélag taka við af kaupfélagi, munu tengd ráða- gerðum um hlutafjárframlög stórfyrirtækja I Reykjavlk, til viðréttingar þungum fjárhag. Friðrik annar BH-Reykjavlk. — Skákmótið I Tallin, sem lauk á suiinu- daginn, er eitthvert sterk- asta skákmót, sem haldið hefur verið siðustu árin. Friðrik Ólafsson keppti I slð- ustu umferð við rússneska stórmeistarann Gipslis og tapaði, eftir að hafa átt jafn- teflislega skák, en lagði allt upp úr sigri. Styrkleiki móts- ins sést bezt á þvi, hverjir skipa efstu sætin, að mótinu loknu, en röð efstu manna varð þessi. 1. Keres, 10 1/2 v. 2.-3. Friðrik Ólafsson og Spasski 9 1/2 v. 4.-5. Hort og Bronstein 9 v. 6. Gipslis 8 1/2 v. Færri vinninga fengu heimsþekktir skákmenn eins og Nei og Taimanoff, svo fáir einir séu nefndir. Skákþing íslands 20. marz Gsal-Reykjavik. Skákþing islands hefst i húsi Tafl- félags Reykjavikur við Grensásveg 20. marz n.k. Keppt er I landsliðsflokki, meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og unglingaflokki. I landsliðsflokki eiga tólf menn sæti. Friðrik ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson munu ekki taka þátt i mótinu að þessu sinni. Friðrik verður farinn á mót til Spánar og Gúðmundur verður ennþá á Kúbu. Hins vegar verða flestir af okkar sterkustu skákmönnum meðal þátttakenda, m a. Jón Kristinsson, Björn Þor- steinsson,Haukur Angantýs- son.Ingvar Asmundsson, Björgvin Viglundsson, Helgi Ölafsson, Jónas Þorvalds- son, og Frank Herlufsen. Fjórir efstu menn i lands- liðsflokki frá siðasta ári koma beint inn i landsliðs- flokkinn, en að öðru leyti er keppt um hin átta sætin, og er ennþá ekki alveg 'ljóst hverjir munu skipa þau. Skákþingi Islands mun ljúka á öðrum degi páska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.