Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 11. marz. 1975. Þriðjudagur 11. marz 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þú skalt gera þitt bezta i starfinu i dag, og var- astu jafnframt að gera of litiö úr getu þinni. Með þvi að hafa trú á sjálfum sér og hæfileikum sin- um til aö leysa af hendi hvaðeina, sem fyrir ber, má fjarska oft ná ótrúlegum árangri. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Eitthvað, sem þú varst búinn að ákveða fyrir alllöngu, getur dregizt á langinn, og jafnvel eru möguleikar á þvi, að ekkert verði af þvi. Það er allt i lagi á vinnustaðnum, og á eftir að lagast. Þú ættir að fara út og skemmta þér i kvöld. Hrúturinn (21. marz—yl9. april) Þér berast góðar fréttir af hugstæöu málefni i dag. Ein kona eða fleiri eru að vinna aö þvi að einhver málefni, sem þér eru hjartfólgin, nái ekki fram að ganga. Gerðu ekkert I þvi máli i dag, það getur jafnazt af sjálfu sér. Nautið (20. april—20. mai) Þú ættir ekki að gera svona mikið að þvi að brjóta heilann um, hvað aðrir hugsa eða segja. Þetta ruglar einbeittni þina, og verður þér til ills eins. Það leysa ekki aðrir vandamál þin betur en þú sjálfur i dag. Tviburar (21. mai—20. júni) Ef þú er i einhverjum vafa varðandi mál, sem þú hefur verið aö velta fyrir þér upp á siðkastið, hugsaðu þá ekki til þess aö koma þvi I fram- kvæmd. Það er ekki timabært enn. Það er ekkert á móti þvi að skemmta sér I hófi. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þetta er afskaplega heppilegur dagur fyrir upp- finningar, stórar og smáar. Hins vegar skaltu ekki þar með halda, aö uppátæki séu heppileg á þessum degi, og varastu allt óvenjulegt háttalag i dag. Farðu sérlega varlega i umferöinni. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Þú skaltnotfæra þér meðfædda hæfileika þina til þess að koma áleiöis fréttum I ákveðnu máli. Ef þér finnst þú eitthvað þvingaður eða ónógur sjálfum þér, ættir þú að lyfta þér upp með góð- um vinum þinum I kvöld. Jómfrúin (23. ágúst—22. sept.) Þaölitur út fyrir, að þú verðir fyrir óvæntum út- gjöldum i dag, og þú skalt vera viö öllu búinn. Hafðu það hugfast, að það er ekki nóg að hugsa upp góö áform, það verður að framkvæma lika, en það er ekki heppilegt samt að rasa að neinu. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þaö er ekki annað að sjá en þú sért allvel settur, hvað tilfinningamálin snertir. En slappaðu samt af og reyndu að fá sem allra bezt yfirlit yfir hlut- ina og innsýn i málin, áður en þú hefst handa um nokkuö þessa dagana. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) 1 dag verðurðu að beita alveg sérstakri varkárni I peningamálunum. Þetta gengur yfir, en þessi sérstaka varfærni i dag er bráðnauösynleg meö tilliti til þess, sem siðar kemur. Það eru sviptingar framundan og breytingar. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þú skalt gera þér grein fyrir þvi, að þú hefur hækkað i áliti upp á siðkastið. Þeir, sem ekkert hafa tekið eftir þér, eru jafnvel farnir að fylgjast með þér af áhuga, og þetta kemur sér vel fyrir þig, þegar frá liður. Steingeitin (22. des.-f-19. jan.) Þú skalthafa það hugfast, að það er nauösynlegt aö gripa gæsina, þegar hún gefst. Góö tækifæri gefast ekki á hverjum degi, en það er útlit fyrir, að þér gefist mjög gott tækifæri I dag. Mistu ekki af þvl, ef þú á annaö borð sérð það. Tímínn er peningar { Auglýsicf * í Tímanum mi 11 i HflHH Landfari vill fyrst láta þess getið, að tvö bréf frá Þ.J., sem borizt hafa með stuttu millibili, hafa verið send inn i eilifðina með viðkomu i bréfakörfunni. I þessum dálkum birtist ekki hvað sem er, og þó að mönnum þyki sitthvað fara úrskeiðis, og til dæmis valdi og aðstöðu beitt um of, þá eru skefjalaus . gróf- yrði og svivirðingar ekki úrræði til þess að greiða ádeilum veg i Landfaraþættinum. Snúum okkur svo að bréfum, þar sem málflutningur er á ann- an veg. útvarpsgjald og heyrnarleysi „Einn heyrnskertur” biður fyrir eftirfarandi linur: ,,Já, þannig er það: ,,Sá, sem hefur sjónvarp, greiðir lika af útvarpi”. Ekki nema sjálfsögð hagkvæmnisregla að gera ráð fyrir þvi, að allir eigi útvarps- tæki — eða hvað? Maður á náttúrlega ekki að hugsa sifellt um sjálfan sig og vitna til sjálfs sin. En má ég 1 syngda upp á náðina? Svo er mál með vexti, að vegna mjög skertrar heyrnar hef ég ekki gagn af hljóðvarpi, sem kallað er, og á ekki viðtæki af þvi tagi. Aftur á móti á ég sjónvarpstæki, þar eð ég get þó fylgzt með myndunum. Og nú kemur að þvi, sem ég vildi segja: Er sjálfsögð hag- kvæmnisregla að leggja á mig afnotagjald af hljóðvarpsvið- tæki, sem ég ekki á og hef ekki gagn af vegna likamlegs ann- marka, af þvi að ég er að burð- ast við að eiga sjónvarpstæki? Eða er það þjóðfélagsleg refs- ing, beitt gegn þeim, sem ekki eru eins og þorri fólks? Nú er það að segja, að ekki er þess að vænta, að þjóðfélags- stofnanir þekki hagi þegnanna hvers og eins, þótt skrifstofu- kerfið sé viðamikið. Þess vegna spyr ég, hvort einhvers staðar sé gert ráð fyrir þvi i reglugerð- um, sem afnotagjöldin lúta, að þeir, sem bera sig eftir þvi, geti fengið undanþágu frá skyldu- gjaldi af tæki, sem þeir eiga alls ekki og geta ekki einu sinni haft gagn af? Annað var það ekki, sem ég vildi þér, Landfari góður”. Kjör þingmanna Siðan kemur bréf frá Vestra um margrætt mál, kaup og frið- indi alþingismanna: ,,Ég veit ekki, hvort þing- menn gera sér fulla grein fyrir þvi, hvað mikið er talað og mis- jafnt dæmt um kjörin, sem þeir hafa ákveðið sér. Fólk er ekki heldur svo hreinskilið að segja það við þá sjálfa, sem það lætur sér um munn fara annars stað- ar. Nú vil ég fá að segja, hvað mér finnst athugaverðast. Ég býsnast ekki yfir sjálfu kaupinu, þó að það sé riflegt miðað við kaup almennings. Vitleysa er að borga Reykjavikurþingmönn- um 200 þús. i ferðastyrk. Undar- legt er að borga þeim, sem búa rétt við Reykjavik matarpen- inga, og ekki fá aðrir menn, sem búa i Hafnarfirði, Kópavogi eða Mosfellssveit þess komar launa- bætur, held ég þó þeir vinni I Reykjavik. Ekki er viðkunnan- legt aö greiða ferðakostnaö, án þess að reikningar séu fram- lagðir. Það myndi ekki ganga i öðrum stofnunum, býst ég við. Væri ekki heldur æskilegt. Verst er, að þingmenn sitja ekki á sama bekk og aðrir gagnvart skattalögunum. Þurfa ekki að gera grein fyrir stórum fjár- hæðum, komast hjá að matar- peningar þeirra séu metnir til friðinda á skattskrá. Hvernig halda þeir, til dæmis að verbúð- arfólki sé innan brjósts, og hvað segir það, þegar þetta ber á góma? Ekki allt fallegt, býst ég við. Gætið hófs Ekki felli ég mig alls kostar við, að embættismenn og opin- berir starfsmenn meðal þing- manna skuli fá 30—60% af fullu kaupi um þingtimann eftir bú- setu. Og sumarleyfið óskert eða hvað? Hlægilegt er þetta, þegar i hlut eiga kennarar og skóla- stjórar utan bæjar. Skilst mér, að þeir fái svona sjö mánaða fullt kaup á ári i allt, en geti bara verið heima þegar engir skólar starfa. Fá fullt kaup á sumarleyfistimanum. I sjónvarpsþætti var sagt, að þingmenn ynnu 70—80 tima á viku. Að visu kannski ofmælt i hita umræðnanna. Nálgist vinnutiminn þetta, hvenær sinna þeir Reykjavikurembætt- um um þingtimann að tveim þriðju og utanbæjarembættum að einum þriðja og hvenær gegna þeir störfum i launuðum nefndum og ráðum? Þeir borða, það sýna matarpeningarnir. En sofa þeir ekki neitt? Jæja, ekki var meiningin að vera með neina kvikinzku. Að- eins koma á framfæri þvi, að öllum mun fyrir beztu að gætt sé hófs. Og umfram allt, að allir séu jafnir fyrir skattalögunum. Annað kemur illu blóði i marga”. Menning á 20. öld Hneyksluð móðir biður fyrir svolátandi bréf: „Það má segja, að sjónvarpið geti verið til mikils gagns sem dagdvelja fyrir sjúklinga og aðra. Það flytur stundum ágæta þætti, fræðandi þætti, eins og til dæmis þegar við fáum að sjá dásamlega niðurröðun og fyrir- komulag guðs i náttúrunnar riki. Það er ef til vill ekki minnzt einu orði á guö i þeim þáttum, en við, sem trúum, vitum, að hann er höfundur og skapari alls þessa, og ber allt með orði mátt- ar sins. „Allir hlutir eru gerðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið”. En ég er á móti klúrum atriö- um, sem allt of oft eru sýnd i myndum og leikritum. Hefur nokkur sig upp I að segja nokkuð opinberlega á móti þessu? Ég hef heyrt fólk andmæla i kunn- ingjahóp. En þetta er menning 20. aldarinnar, „nýju fötin keis- arans” á okkar öld. Hver vill fyrstur segja, að þau séu hýjalin og skýli engu, séu ekki sóma- samleg? Þetta geta verið verð- launaðar myndir, áhugavekj- andi á köflum. Framleiðendur hugsa sjálfsagt fyrst og fremst um söluhæfni, peningaafrakst- urinn. Þá má myndin ekki vera of forneskjuleg á þessu sviði. Það má ekki hafa eyður. Allt verður að sýna. Séu það ekki hvilubrögðin sjálf, þá minnsta kosti svo berorða texta, að kon- ur sem sitja fyrir framan skjá- inn, ásamt börnum sin- um, sumum læsum, dreyrroðna af blygðun að láta þau horfa á slikt. Unglingar, sem ekki hafa tileinkað sér nýmenninguna, horfa gjarna út i vegg, þegar karlmaður allt i einu hvolfir sér yfir kenmann á sjónvarpsskján- um. * A æskulýðsdegi Ég kann ekki að meta það sem fyrirmyndar siðferði, að fólk sé að sýna hvilubrögð sin inni i hvers manns stofu. Mér fannst nú alveg bitið höf- uðið af skömminni með leikrit- inu, er sýnt var 2. marz. Ekki ó- skemmtileg landkynning þetta fyrir Bretland, þaðan var það sagt upprunnið. Ekki ótilhlýði- legur þáttur á æskulýðsdegi is- lenzkrar þjóðkirkju! Við höfum nóg af glæpum i okkar litla landi, þótt við kostum ekki sýni- kennslu i nauðgun og hrottaskap i þessari rikisreknu stofnun, sjónvarpinu. Hvað skyldu það vera mörg heimili hér á landi, sem ein- göngu fengu sér sjónvarpið barnanna vegna? Þau vildu, að börnin sætu heima á kvöldin, en gerðu ekki nágrönnunum á- troðning, þegar þ'eir voru búnir að fá sér sjónvarp. Allt i einu koma svo tilkynningar um, að nú komi atriði, sem ekki sé fyrir börn. Ekki veit ég, hvaða til- gangi þetta þjónar, nema þá að sýna okkur, að þeir hjá sjón- varpinu séu ekki sjálfir alveg lausir við alla sómatilfinningu og vilji i huganum klóra svolitl- um sandi yfir saurinn, sem hið sýnda gæti skilið eftir i hugum barnanna. Hvað ætli mörg heimili hafi alltaf tiltæka full- orðna manneskju til að binda fyrir augu barnanna, eða jafn- vel heyri yfirleitt slikar tilfall- andi tilkynningar? Móðirin er e.t.v. að vinna á kvöldvakt utan heimilis eða sinna sinum verk- efnum I húsinu annars staðar en þar, sem sjónvarpið er. Fað- irinn gæti hafa skroppið á fund eða hreinlega sofnað i sófanum eftir snemma tekinn dag. Viðbrögð við sjónvarpssora Þessi klausa stóð i blaði ný- lega: „Ýmsir þeirra, er kirkjur sækja i Bandarikjunum, eru hneykslaðir yfir skemmdar- verkaáhrifum sjónvarps. Flest- ir mögla dálitið og halda áfram að horfa, en ekki allir. Söfnuður i rikinu Michigan skipulagði ný- lega opinbera brennu á sjón- varpstækjum á bilastæði kirkj- unnar. Fyrst talaði trúboði um efnið: „Hver stjórnar huga þin- um”, og siðan var minnst ellefu tækjum, (rúml. 750 þús. króna virði) kastað á bálið. — Dagskrárnar eitra huga barna okkar, sagði kennari i sunnudagaskóla. Hann kastaði tveimur sjónvarpstækjum á bálið. Annað var litasjónvarp, er kostaði rúmlega 108 þúsund krónur. Bandarikjamenn eru, ef til vill, komnir dýpra niður i sor- ann i sjónvarpsefni en við. En mér finnst að minnsta kosti, og ég er ekki ein um það, að ekki ætti að hafa atriði til sýnis, sem fjölskyldan öll má ekki sjá”. 1 rsbdBn I BEKKIR % OG SVEFNSÓFARl vandaðir og ódýrir — til sölu að öldugötu 33. ^Upplýsingar I sima 1-94-07.^ § Læknaritari í afleysingar rt.'f J—J. >.£ :/s./ Tyt-í •• j.*>, J-.í 1. ritara vantar til afleysinga á Skurðlækningadeild Borgarspitalans. Ráðningartimi nú þegar til a.m.k. 30. september n.k. Starfsreynsla nauösynleg. Upplýsingar veitir skrif- stofustjóri I sima 81200. $ k m Reykjavik, 10. marz 1975. & Borgarspitalinn v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.