Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN 3 Göngugarparnir niu úr Flug- björgunarsveitinni komu til byggða á sunnudaginn. Þeir lögðu upp frá Akureyri laugardaginn annan marz eins og frá var sagt i fréttum Tlmans. Ferðin gekk vel, þótt fæstir þeirra félaga slyppu við hælsæri og einn væri raunar allilla haldinn af þvi, þegar þeir komu til byggða. — Þessa mynd tók einn Flugbjörgunarsveitar- mannanna af félögum sinum á leiðinni frá Hveravöllum að Hvit- árnesi. Eins og sjá má var mikið hriðarkóf þá stundina og raunar talsverður strekkingur líka, en þeir félagar eru allir þaulvanir fjallamenn og létu slíkt ekki á sig fá. Ljósm. Hjalti Sigurðsson. Rithöfundar vilja láta endur- meta störf úthlutunarnefndar HHJ-Rvik. Sem kunnugt er hafa miklar deilur og blaðaskrif spunnizt utaf úthlutun viðbótarrit launa og vinnubrögð úthlutunar- nefndar verið átalin af mörgum rithöfundum. Nú hafa aiimargir rithöfundar skorað á Aiþingi og menntamálaráðherra að láta endurmeta störf nefndarinnar og var skjal þess efnis afhent Alþingi i gær. Rithöfundarnir, sem undirrita skjalið, eru Tómas Guðmunds- son, Kristinn Reyr, Jón Björns- son, Sveinn Sæmundsson, Þór- halíur Guttormsson, Hilda Hinriks vegna Ingólfs Kristjáns- sonar, Magnús Jóhannsson, Jóhannes Helgi f.h. Sverris Kristjánsson, Halldór Laxness, sem mótmælir fyrir þá sök, aö nefndin hafi i sjónvarpi lýst þvi yfir, að umsókn hans hafi verið hunzuð vegna þess að hún var undirrituð af lögfræðilegum umboðsmanni hans, Jóhannes Helgi, Snjólaug Bragadóttir, Andrés Kristjánsson, FHippía Kristjánsdóttir, Hilmar Jónsson, Kristinn Reyr f.h. Eirlks Sig- urðssonar og Ragnar Þorsteins- son. Áskorun rithöfundanna er svohljóðandi: „Við undirritaðir höfundar sem höfum gefið út verk á árunum 1970, 1971 1972 og 1973 teljum vinnubrögð úthlutunarnefndar viðbótarritlauna allsendis óviðunandi og skorum eindregið á alþingi og sér í lagi menntamála- ráðherra, að það og ráðherra hlutist til um að fram verði látið fara sem allra fyrst endurmat á störfum nefndarinnar árin 1973 og 1974. Það er samróma álit okkar að framkvæmdin á úthlutun viðbótarritlauna nefnd ár hafi orðið með öðrum hætti heldur en löggjafinn ætlaðist til með fjár- veitingunni. Samkvæmt framansögðu telj- um viö að hlutur okkar hafi verið ósæmilega fyrir borð borinn og setjum traust okkar á réttsýni löggjafarvaldsins og væntum þar með afdrá11 a r 1 ausrar leiðréttingar mála okkar.” o IC'tAý. a<s Toma8 ' U^TvvWO' ÍTminHa a OH 1 ót-nli 6 yfir i s.'cnv&.-p hún hafi verí" umboö nmartni Hallaor Laxnes /"'Vbrhallur Guttormsson Andrea Kry&tdanss' 'ilippía KristjáÆdóttir líílaa Hinrika vegna Ingolfs Kriatjanssonar (lrn*r]tn 7Ttn Hilmar /onsson Kristinn Reyr f. h. Eiriks Sigurðssona samkv. meöf. umboöi*.,. _ >. Sýningu á list íslenzkra kvenna lýkur í kvöld Fádæmagóð aösókn betur ver- ið að sýningu á list islenzkra kvenna i Norræna húsinu og hafa nokkur verkanna selzt. T.d. keypti Listasafn tslands verk Margrétar Jóelsdóttur „Dúett”. A sýningunni eru 67 verk eftir 44 listakonur, og er u.þ.b. helmingur verkanna til sölu. Sýning þessi er sett upp i til- efni hins alþjóðlega Kvenna- árs Sameinuöu þjóðanna, og er hvorki ætlað að vera sögu- leg yfirlitssýning né einskorð- ast við verk þeirra islenzkra listakvenna, sem lengst hafa náð álistabrautinni. Þessi sýning átti að vera uppörvun og hvatning starf- andi listakonum, bæði þeim, sem eru búnar að hasla sér völl, og eins hinum, sem nú eru að hefja listferil sinn. Þetta viröast hins vegar gagn- rýnendur ekki hafa skilið, ef dæma má af skrifum þeirra. Sýningunni lýkur kl. 22 i kvöld. Ha^iuo Joh^riBson '=~rfcj??Cc f.'g'&vít&is \fftSrjfWS3k. Jóhannes Helgi f. h. Sverris Kristjánssonar samkv^mt meöf. umboöi Undirskriftir rithöfundanna á skjalinu, sem afhent var Alþingi I gær. Happdrætti Hdskóla Islands: AAilljón til Neskaupstaðar Afstaða Björns Jónssonarfyrr og nú í Þjóðviljanum á sunnudaginn er ráðizt með miklu offorsi á Björn Jónsson, forseta Alþýðusambands ts- lands, fyrir þá yfirlýsingu, að hann teldi það vafasaman hagnað, þó að verkalýðs- hreyfingin fengi kjara- skerðingu frá siðustu samningum bætta I einu lagi. 1 viðtali við Mbl. fyrir skemmstu sagði Björn Jóns- son orðrétt: „Við teijum þessa kröfu ekki vera raunhæfa og myndi vera vafasamur hagnaður að þvi, jafnvel þótt við ættum kost á þvi. Slikt myndi hafa vafasöm áhrif á allt efnahagskerfiö og myndum við hugsa okkur tvisvar um, þótt svo óliklega vildi til, að okkur yrði boðinn allur pakkinn.” Sú afstaða Björns Jónssonar að stefna beri að þvi að kjara- skerðingin verði bætt I áföng- um, er skynsamleg og raun- sæ, þó að það sé hins vegar rétt, sem Þjóðviljinn bendir á, að Björn hafi ekki sýnt hliðstætt raunsæi I tlð vinstri stjórnarinnar. Um þaö eru flestir sammála nú, að þá hafi verið gengið of langt I kjara- samningum og rekja megi hluta þeirra efnahagsörðug- leika, sem nú er við að etja, til þeirra. Takmörkuð geta atvinnufy rir- tækjanna En þótt forseti Alþýöusam- bands islands hafi haft aðra afstöðu áður, ber að virða það, að forystumenn Alþýöusam- bandsins skuli gera sér grein fyrir þvl, að ekki eru forsend- ur til þess nú að bæta kjara- skerðingu launafólks I einu lagi. Slikt gerðist ekki öðru vlsi en á kostnað atvinnufyrir- tækjanna, og miðað við stöðu þeirra I dag, yrði fyrst um alvarlega hættu á atvinnu- leysi að ræða, ef greiöslugetu fyrirtækjanna yrði misboðið svo, aö þau treystu sér ekki til að greiða umsamið kaup. Þjóðviljinn með atvinnuleysi Stefna núverandi rikis- stjórnar er sú að koma I veg fyrir atvinnuleysi, þvl aö um það eru menn sammála, að fyrsta og síðasta boðorðið er, að full atvinna haldist, þótt um timabundna kjaraskerðingu sé að ræða. Það er þess vegna ekki með velferð launþega I huga, þegar Þjóðviijinn krefst fullra kjarabóta vitandi það, að staða atvinnufyrirtækjanna býður ekki upp á slikt, og það muni einungis leiða til uppsagna og atvinnuleysis meðal fjölda fólks. Skrif Þjóðviljans eru þvl gegn betri vitund. Á það ber einnig að llta, að enn þá hefur Þjóðviljinn ekki bent á eina einustu leið til að bæta kjaraskeröinguna til fuiis, án þess að atvinnufyrir- tækin færi yfir um. Hvers virði væri það að kaupið hækkaði um 50%, ef engin væru fyrir- tækin til að greiöa mönnum sllkt kaup? -a-þ- Mánudaginn 10. marz var dregið I 3. flokki Happdrættis Há- skóla tslands. Dregnir voru 8.775 vinningar að fjárhæð 78.750.00 krónur. 1.000.000 króna vinningurinn kom á númer 7181. Var þetta númer selt I þessum fjórum umboðum: Aðalum boðinu, Tjarnargötu 4, hjá Frlmanni Frlmanssyni I Hafnarhúsinu og á Neskaupstað. 500.000 krónur komu á númer 30770. Voru allir miðarnir af þvi númeri seldir hjá Frimanni Frímannssyni i Hafnarhúsinu. 200.000 krónur komu á númer 7211. Voru allir miðarnir af þessu númeri seldir hjá Frimanni Frímannssyni i Hafnarhúsinu. 50.000 krónur: 6-7% hækkun á landbúnaðarvörum — Mjólk hækkar ekki vegna aukinna niðurgreiðslna SJ—Reykjavik. Framleiðsluráð landbúnaðarins auglýsti á sunnu- dagskvöld i rlkisútvarpinu nokkr- ar breytingar á verðiagi land- búnaðarvara, sem tóku gildi i gær, mánudag. Ástæðan fyrir breytingum þessum er fólgin I verðhækkunum rekstrarvara I verðgrundvelii, svo sem fóður- bætis, sem hefur hækkað um 27% siöan slðast var verölagt, hækk- unum á benslni, oiium, rafmagni o.fl. Hækkunaráhrif þessara rekstrarvara á verðlagsgrund- völlinn er 5.62%. Verð á nýmjólk breytist ekki vegna aukinna niðurgreiöslna úr rikissjóði. Yfir leitt er smásöluverðhækkunin milli sex og sjö prósent og þar með cr einnig talin sölu- skattshækkunin á kjöti. Þetta er hámarkshækkun, sem rikis- stjórnin hefur ákveðið að fara ekki fram úr og þess vegna hefur hún aukið niðurgreiðsiurnar. Sölulaun til smásöluverzlana á kjöti hækka um 2 1/2% að krónu- tölu, en lækka i raun miöað við prósentuálagningu. Eins og áður segir hækka niður- greiðslur rikissjóðs i nokkrum tilvikum. Helztu hækkanir niður- greiðslnanna eru þessar: Niður- greiðsla á mjólk hefur verið aukin um 2 kr. og 78 aura á litra, á smjöri 15 kr. pr. kiló, á 1. verðfl. kindakjöts 2.70 kr. og öðrum flokkum kindakjöts sambærilega. Hér eru sýnishorn af veröhækk- unum nokkurra vara i smásölu: Verðáður Verðnú Hækkun i kr. Hækkun i% 3994 — 7180 — 7182 — 7748 — 8224 Súpukjöt, frampartar 301 kr. pr. kg. og siður 322 21 kr. 6.97% -8507- -11346 — 11827 — 12196 — Læri 341 - - - 363 22 kr. 6.45% 13849 — 14446 — 15884 — 31853— Hryggir 351- - - 373 22 kr. 6.27% 36227 — 39832 — 40496 — 40564 — Rjómi i 1/4 1 hyrum 77 kr - - 82 5 kr. 6.4% 46657 — 48442 — 56737 — 59051 — Smjör 463 - - - 491 28 kr. 6.05% 59055. Ostur 45% 445 - - - 470 25 kr. 5.62% HVAÐ GAMALL TEMUR UNGUR J SAMVINNUÐANKINN ISI Alan og Júlía á förum til írans Alan Carter og Julia Claire, sem stjórnað hafa og kennt listdans i Þjóðleikhúsinu, eru á förum héðan eftir tveggja ára dvöl. Brottfarardagur er ákveðinn 25. marz, og 'leggja þau nú leið slna til Teheran, þar sem þau taka við starfi i þágu iranskra listdansara. 1 bréfi sem þau Alan Carter og Júlia hafa skrifað Sveini Einarssyni Þjóðleikhússtjóra og starfsfólki Þjóöleikhúss- ins, segjast þau fara héðan i glaðri fullvissu þess, aö hafa komið hér nokkru til leiðar. Láta þau 1 ljósi þá von sina, að þaö sem þau hafa gert, verði upphaf annars meira, og vitna til þess, að mjór visir hafi ver- iö upphaf hins konunglega balletts i Englandi fyrir fjöru- tiu árum. Enn fremur segir I bréfinu, að listdans sé listgrein, þar sem Islenzkir hæfileikar geti notið sin, og láta þau Alan og Júlia I ljós þá von, aö þeim veitist síöar tækifæri til þess að æfa og setja hér á svið fleiri verk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.