Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN 5 RÍKISSTOFNUNUM Á OSLÓARSVÆÐINU FÆKKAÐ í OSLÓ og nágrenni hennar eru fast að þrjú hundruð rikis- stofnanir, og árið 1971 voru fastráðnir starfsmenn þeirra um fjörutiu og fjögur þúsund. Með launum þessa fólks er milljörðum króna, sem rikið tekur i sköttum og toiium af ölium landsmönnum, veitt á tiitölulega litið svæði, en við þá milljarða sem þannig eru fluttir til innan lands, bætast aðrir milljarðar, sem varið hefur verið til byggingar húsa handa þessum stofnunum, viðhalds þeirra og hvers konar annarrar þjónustu i kring um þær og starfsfólk þeirra. Loks á það fólk, sem býr I grennd við þessar stofnanir, margar valdamiklar, miklu hægara um vik að koma sinum málum fram en hinir, sem sitja viðs fjarri, en borga þó jafnmikið. Þetta veldur óhóflegri þenslu I höfuðborginni og ná- grennihennar, og þetta er lika þjóðfélagslegt misrétti. Af þeim sökum hefur i Noregi, sem viða annars staðar, verið unnið að undirbúningi þess að dreifa rikisstofnunum miklu meira um landið en verið hefur. Nú um þessar mundir verða lagðar fram tillögur um brott- flutning tiu rikisstofnana af Oslóarsvæðinu, og má að visu segja, að hægt sé farið i sakirnar. Málið verður lagt fyrir stórþingið i vor, og talið er, að það fái afgreiðslu i haust. Meðal annars er unnið að könnun og áætlunum innan yfirstjórnar pósts og sima, rikistrygginga, vegamála- skrifstofu og raforkustofnun- ar, þó án þess að afstaða hafi verið tekin til þess, hvort þess- ar stofnanir skuli fluttar I aðra landshluta að öllu leyti eða að hluta til. Þær stofnanir tiu, sem þeg- ar hafa verið valdar til brott- flutnings, eru smærri I sniðum, og skiptir starfsfólk þeirra aðeins nokkrum hundruðum. Nokkrar stofnanir kemur ekki til greina að flytja brott frá Osló. Þar á meðal er stórþingið sjálft, ráðuneytin, hæstiréttur og rikisendurskoð- unin. Sama máli gegnir auðvitað um stofnanir, sem ætlaðar eru til þjónustu þvi fólki, sem býr á Oslóar- svæðinu. Samhliða þessu er lögð á það mikil áherzla, að nýjar rikisstofnarnir verði settar niður utan Oslóarsvæðisins, svo fremi sem þess er nokkur kostur sökum eðlis þeirra. Agallinn við brottflutning gamalla stofnana er sér i lagi röskun á högum þeirra starfs- manna, sem eru rótgrónir á Oslóarsvæðinu — einkum þeirra, sem til aldurs eru komnir og með öllu ókunnugir á þeim stöðum, er stofnun þeirra verður flutt á. Skordýra verk smiðjur í þágu jarð ræktar 1 Sovétrikjunum hafa verið reist- ar fjórar verksmiöjur, sem eiga að ala upp skordýr, sem að gagni geta komið við að halda i skefjum snikjudýrum ýmsum, sem sýkja nytjajurtir eða draga úr upp- skeru. Þetta er gert I þvi skyni að draga úr notkun efna og lyfja, er notuð hafa verið við jarðrækt. Þessar verksmiðjur eru i Len- ingrad, Kishinev, Nalchi og Anapa. Trichogramma heitir eitt þeirra skordýra, sem fóstruð verða I þessum verksmiðjum, og er það svo smátt, að það sést tæp- ast með berum augum. Það er eðli þess, að það verpir eggjum sinum i egg annarra skordýra, sem skaðvænleg eru mörgum jurtum. Miklar tilraunir hafa verið gerðar með þetta skordýr, og er það árangur þeirra, sem leitt hefur til þess, að nú á að fara að nota það á ökrum og I aldingörð- um. Þvi má unga út milljónum saman á tiltölulega ódýran hátt. Útungunin fer fram i llmbornum pappirsörkum, sem smurt hefur veriðá eggjum þeirra tegunda, er henta trichogramma. Pappirs- arkirnar eru gataðar eins og frimerkjaarkir, og er bitunum dreift yfir akra eða festir á stofna aldintrjáa á hentugum tima árs. Úr stórri verksmiðju með átta færiböndum geta komið milljónir skordýra á hverjum sólarhring. LEIKFÖNG Stignir traktorar, stignir bil- ar, hjólbörur, brúðuvagnar, brúðukerrur, rugguhestar, skiðasleðar, magasleðar, snjóþotur, boltar m.g., brúðuhús, Barbie dúkkur, Big Jim dúkkukarlar, bangs- ar, módel, búgarðar, kast- spil, bobbspil, Tonka gröfur / Ýtur, ámokstursskóflur, Brunaboðar Póstsendum Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, simi 14806. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Sunnudaginn 16. marz n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra fimmtudaginn 13. marz og föstudaginn 14. marz i afgreiðslu Sparisjóðsins og við innganginn. Stjórnin. Staða vélritara við embætti rikissaksóknara er laust til umsóknar. Umsóknum sé skilað á skrifstofu rikissak- sóknara, Hverfisgötu 6, fyrir 18. þ.m. Auglýsid' í Tímanum Félag járniðnaðar- manna Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 13. marz 1975 kl. 8.30 e.h. i samkomusal Lands- smiðjunnar v/Sölvhólsg. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamálin 3. Önnur mál Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna heybindivélar Nú er fyrsta sendingin af þessum landskunnu bindi- vélum komin til landsins á mjög hagstæðu vetrar- verði. Kosta aðeins um kr. 568 þúsund en munu kosta 20% meira i sumar. — örfáum vélum enn óráðstafað. — Dragið þvi ekki að panta. fJ^fM ir> h IfiSSIga CjbODUSf LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 Félag íslenzkra rafvirkja: Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 13. marz 1975 kl. 20.30 i Félagsheimili rafvirkja og múrara að Freyjugötu 27. FUNDAREFNI: 1. Kjaramálin. 2. Heimild til verkfalisboðunar. Stjórn Félags islenzkra rafvirkja. Framtíðarvinna Vel menntuð skrifstofustúlka óskast strax. Góð mála- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir um starfið sendist i pósthólf 350 merkt Framtiðarstarf, fyrir 24. þ.m. Þér getið sparað rúm 40 ÞÚSUND ef þér látið okkur útbúa frysti- eða kælihólf i f jölbýlishúsi yðar — þar sem frystikistan verður þá óþörf, en 385 I frystikista kostar nú um 80 þúsund krónur, en við gerum yður fast verðtil- boð — þar sem allt er innifallð — i gerð 450-500 I hólfa á kr. 35-40 þúsund. Auk þess er rekstrarkostnaður hverf- andi og húsrými sparast, svo og er- lendur gialdeyrir, og skattarnir lækka, þar sem afskrifa má frystlhólfin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.