Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 6
6 TtMINN Þriðjudagur 11. marz. 1975. Agnar Guðnason: HAGRÆDI EÐA HAGSÆLD Töluvert hefur verið rætt og ritað um stöðu landbúnaðarins i þjóðarbúskapnum á undanförn- um vikum. Þessar umræður hafa vakið ýmsar spurningar. Það hefur komið fram, að leyfa ætti innflutning á kjöti og mjólkurafurðum. Þetta er að sjálfsögðu sjónarmið, sem hverjum einum leyfist að hafa, en hversu viturleg þau eru, er annað mál. Ýmsar tölur hafa verið nefnd- ar um verðlag innfluttra land- búnaðarafurða, en þar ber tölu- vert á milli þeirra, sem telja innflutning óskynsamlegan og hinna, sem vilja frelsi i innflutn- ingi. Helztu talsmenn fyrir sam- drætti i landbúnaðarframleiðslu hér eru þeir Björn Matthiasson hagfræðingur og Jónas Kristjánsson ritstjóri. Fóðurbætir og smjörútflutningur Eitt áhrifarikasta dæmi Jónasar um skipulagsleysi að hans mati I landbúnaðinum, snertir útflutning á smjöri. Hann sagöi i útvarpsþætti og á Heimdallarfundi, og það hefur eflaust komiö fram i Visi, að fyrir hvert kg af smjöri þyrfti 8 kg af innfluttri fóðurblöndu, og þessi 8 kg af fóðurblöndu kost- uðu sem svarar 30 kr. meira i erlendum gjaldeyri en fengist fyrir smjörið i útflutningi. Ekki veit ég i hvaða fjósi Jónas hefur virt þessi undur fyrir sér, þar sem hægt er að moka 8 kg af fóðurblöndu i kýrnar og út komi 1 kg af smjöri. Sennilega hafa verið I fjósinu þessar „heilögu kýr”, sem Jónasi verður svo tið- rætt um. Að meðaltali mun láta nærri, að bændur, sem færa búreikn- inga, gefi 300 g af fóðurblöndu fyrir hvern litra af mjólk. Það þarf rjóma úr 21 li'tra af mjólk til að framleiða 1 kg af smjöri. Þegar mjólk er skilin, fæst bæði rjómi og undanrenna. írr undanrennu er m.a. framleitt skyr. Rétt er að geta þess, að smjör hefur ekki verið flutt út sl. tvö ár. Kotbúskapur t útvarpsþættinum um mál- efni landbúnaðarins ræddu þeir félagar Björn og Jónas, ásamt Gylfa Þ. Glslasyni, um að af- nema bæri kotbúskap hér á landi. Ekki skilgreindu þeir nánar, hvers konar búskap þeir höfðu I huga. Trúlega hafa þeir þó átt við býli með tiltölulega fáa gripi. Með þvi að fækka þessum kotbændum, væri vand- inn leystur með umframfram- leiðsluna, og þar af leiðandi út- flutningsbæturnar. Þessu var svarað i þættinum af Sveini Tryggvasyni, sem benti á, að þótt viö leggðum niður búskap á um 500 býlum, þar sem fram- leiðslan væri hvað mmnst, hetöi það sáralitil áhrif á mjólkur- framleiðsluna. Þessi litlu bú eru yfirleitt I þeim héruðum lands- ins, þar sem hagstæðast er að reka sauðfjárbúskap og mjög algengt, að töluverð hlunnindi fylgi jörðunum. Ef við tökum Strandasýslu, þá er ekki fjarri lagi, að 300 ær gefi svipaðar nettótekjur og 500-600 ær i öðr- um landshlutum. Aðmati þeirra félaga eru 320-340 kinda bú ef- laust kotbýli, en 500-600 kinda bú, miðað við Islenzkar aðstæð- ur, allmyndarlega rekið býli. Gripafjöldinn er ekki einhlitur mælikvarði á hagkvæmni bú- rekstrar, — það er svo margt, sem hefur þar áhrif á. Það er vilji allra, sem starfa við landbúnaöinn og fyrir hann, að rekstrarkostnaður búanna sé sem minnstur. Það er að bónd- inn fái sem mest I nettótekjur og afurðirnar séu á sem hagstæð- ustu verði fyrir neytendur. Til- hneiging hefur verið hjá leiö- beiningaþjónustu landbúnaðar- ins til að hvetja bændur til að stækka búin. En það er ekki allt- af skynsamleg ráðstöfun, þvi það vill brenna við, að þegar gripum er fjölgað, minnki aröurinn af hverjum grip. Einn- ig er það mjög einstaklings- bundið, hvað hverjum hentar að vera með stórt bú. Oft er það til umræðu meðal bænda, hvort einhver sérstök bústærð henti betur en önnur. M.a. mála, sem tekin verða fyrir á næsta búnaðarþingi er einmitt nefndarálit um bústærð. Hátt eða lágt verð á búvöru Verð á landbúnaðarafurðum er nú mjög misjafnt i heimin- um. Ýmsar þjóðir búa við lágt verð, eins og t.d. Bretar. Þeir hafa um áratugaskeið greitt niður framleiðslukostnað bú- vara 'allt að 70% og greiða svo hliðstætt verð fyrir innfluttar landbúnaðarafurðir og skráð verö er hjá þeim, sem þýðir mun lægra verð en framleiðslu- kostnaðarverð i útflutnings- löndunum. A þessu varð að sjálfsögðu breyting við inn- göngu Breta I Efnahagsbanda- lagiö, sem vakti mikla óánægju neytenda þar i landi. 1 Sviþjóð er aftur á móti hátt verð á land- búnaðarafurðum, þrátt fyrir niöurgreiðslur og margvislegan stuðning við bændur. Þar er gerður greinarmunur á niður- greiðslum á matvöru og beinum framlögum til landbúnaðarins. Niöurgreiðslurnar eru fyrst og fremst taldar þjóna hagsmun- um neytenda. Ekki virðist þeirra stefna i landbúnaði hafa leitt til efna- hagsöngþveitis, þvert á móti, i Sviþjóö er hvað traustust fjár- málastjórn i Evrópu um þessar mundir. Verðlag landbúnaðar- afurða, niðurgreiðslur eða beinn stuðningur við framleiðendur skipta ekki sköpum um afkomu þjóðarbúsins. Það er sameiginlegt hags- munamál framleiðenda og neytenda, að niðurgreiðslum matvara sé beitt innan skyn- samlegra marka. Það má taka sem dæmi, að bændur, sem hafa nautakjötsframleiðslu sem aðal búgrein, vilja gjarnan að hluti af núverandi niðurgreiðslum á dilkakjöti yrðu færðar yfir á nautakjöt. Eflaust eru margir neytendur þessu einnig fylgj- andi. Bændasamtökin ráða engu um hvaða vörur eru niður- greiddar eða hve miklum hlut rikisútgjalda er varið til þeirra. Það er rikisstjórnir á hverjum tima, sem taka ákvörðun um niöurgreiðslur á vöruverð og þaö er fyrst og fremst til að halda niðri kaupgjaldsvfsitöl- unni, en alls ekki litið á það, sem stuðning við landbúnaðinn. Verð i Sviþjóð og hér á landi Töluvert hefur verið gert af þvi aö bera saman verð á land- búnaðarafurðum hér og I öðrum löndum. Jafnvel hafa verið geröir itarlegir útreikningar á hvaö innfluttar búvörur mundu kosta hér á landi. Það væri þvi fróðlegt að kynnast þvi, hvernig aðrar þjóðir bregðast við, þegar verðlag landbúnaðarafurða er mun hærra hjá þeim en i ná- grannalöndum, sem eru aflögu- fær á helztu búvörum. Gott dæmi eru Sviar. Þar fá fram- leiðendur 412 isl.kr. fyrir 1 kg af I. flokks nautakjöti og 461 Isl. kr. fyrir 1 kg. af dilkakjöti, en is- lenzkir bændur eiga að fá kr. 257 fyrir nautakjötið og kr. 292 fyrir dilkakjötið i samsvarandi gæða- flokkum. Verð á mjólk án niðurgreiðslu I Sviþjóð er nú isl. kr. 82,50 hver litri. Niðurgreiðslan er 29,14 isl. kr. á lftra. Ef mjólk væri ekki niður- greidd hér á landi, mundi hver litri kosta kr. 60,35 út úr verzlun i eins litra umbúðum, það er um kr. 22 minna en mjólkin kostar i Sviþjóð án niðurgreiðslu. Neyt- endur hér á landi greiða kr. 31,00 fyrir litrann af-mjólk, en i Sviþjóð kr. 53,36. Niðurgreiðsla á nautakjötier i Sviþjóð kr. 116 á hvert kg og á dilkakjöt er niðurgreiðslan 299 kr. á kg. Hér á landi er nautkjöt- iö ekki greitt niður, dilkakjötið aftur á móti um 153 kr. hvert kg. Þrátt fyrir þetta háa verð á landbúnaðarafurðum i Sviþjóð hafa ekki borizt fréttir þaðan, að þeir hugsi sér að leggja niður landbúnaðinn, þótt það væri mun hagstæðara fyrir þá að flytja inn landbúnaðarafurðir frá Danmörku en fyrir okkur. Á sl. ári fluttu Sviar út 12.700 tonn af smjöri og 2.720 tonn af ostum. Passíusálmarnir komnir út á ungversku þýðandinn er Ordass Lajos, heiðursdoktor við Háskóla íslands FB—Reykjavik — 1 tilefni af 300. ártið Hallgrims Péturssonar var ákveðið, að Hallgrimskirkja gæfi út Passiusálmana á þýzku og ungversku. Þýzka útgáfan kom út fyrir áramót, en seinkun varð á útkomu bókarinnar á ungversku. Hún er nú komin á markaðinn. Þýöinguna gerði ungverskur prestur, Ordass Lajos. Sigurbjörn Einarsson biskup skýrði frá þvi á fundi með blaða- mönnum, að Ordass Lajos væri Ungverji, sem aldrei hefði komið til Islands, en hefði lært islenzku á eigin spýtur til mjög mikillar hlit- ar. Ordass fæddist árið 1902. Hann nam guðfræði i heimalandi sinu, en stundaði siðan nám erlendis, m.a. I Sviþjóð. Hann gerðist prestur I Ungverjalandi, og árið 1946 var hann kjörinn biskup. Árið 1947, þegar Lúth- erska heimssambandið var stofnað, var hann kosinn varafor- seti þess. Þegar svo alkirkjuráðið var formlega stofnað 1948, var Ordass valinn i stjórnarnefnd þess. Árið 1949 var Ordass Lajos sviptur embætti sinu vegna ágreinings við stjórnvöld, og fram til ársins 1956 var hann i varðhaldi. I sambandi við at- buröina i Ungverjalandi 1956, var hann aftur settur I embætti sitt og fékk fulla uppreisn. Árið 1958 var hann enn sviptur embætti, og við það hefur setið siðan, og hann verið ófrjáls maður i landi sinu, að þvi er biskupinn sagði. Ordass hefur mikið unnið að ritstörfum undanfarin ár, þrátt fyrir það, aö verk hans hafi ekki fengizt gefin út. I einveru sinni tók hann að leggja sig eftir islenzku máli, að sögn biskupsins, og lærði það furðulega vel. Ordass er skáldmæltur vel og hinn snjallasti I meðferð ungverskrar tungu. Hefur hann i bréfum til biskups margoft látið að þvi liggja, að Passiusálmar Hallgrlms Péturs- sonar hafi orðið sér mikil uppgötvun og hann hafi sótt meira til þeirra á undan- fömum órum en til flestra ann- arra bóka. Biskupinn sagði,að leitað hefði verið til ungverskra menntamanna, og álit þeirra fengið á þýðingu Ordass á Passiu- sálmunum. Teldu þeir þá mjög vel þýdda, og að hér væri á allan hátt um mjög gott verk að ræða. Árið 1971 var Ordass Lajos gerður aö heiöursdoktor við Háskóla Is- lands, m.a. vegna þýðingar hans á Passiusálmunum, en hann hafði áður verið gerður að heiðurs- doktor við annan háskóla utan Ungverjalands. Þess má geta i sambandi við þessa ungversku útgáfu Passiu- sálmanna, að 23. sálmur er GRUNNSKÓLI ÍSf Þjálfaranámskeið A-stigs verður haldið i Reykjavik i marz og april. Hefst það fimmtudag- inn 13. marz og stendur yfir i 15 kvöld. Bókleg og verkleg kennsla fyrir leiðbeinendur i iþróttum. Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku siðar i B-stigs námsskeiðum sérsambandanna. Upplýsingar veittar á skrifstofum í.S.l og Í.B.R. Skólastjóri verður Jóhannes Sæmundsson, iþróttakennari. Stjórn Í.B.R. tvöfaldur. Hefur Ordass þýtt sálminn eins og hann er i öllum útgáfum Passiusálma, og auk þess afbrigði af honum, sem einungis hefur komið fram i útgáfu Grims Thomsens og i bók Magnúsar Jónssonar um Hallgrim Pétursson. Aftast i ung- versku útgáfunni er svo sálmurinn Allt eins og blómstrið eina. Hallgrimskirkja hefur nú gefið út Passiusálmana á þremur erlendum tungum. Fyrsta útgáf- an var gerð á ensku, árið 1966, og var þar um að ræða þýðingu Arthurs Cooks. Þýzku þýðingu sálmanna gerði Wilhelm Klose prestur. Hann gerði þá þýðingu á árunum milli 1930 og 1940, og var upphaflega ætlunin, að hún kæmi út þá, en strfðið kom I veg fyrir, að af útgáfunni yrði i það sinn. Passiusálmarnir hafa komið út á dönsku. Var þaö árið 1930 og hafði Þórður Tómasson prestur, sem var Islenzkur i aðra ættina en danskur i hina, þýtt þá. Hann starfaði allan sinn aldur i Danmörku. Þá komu Passiu- sálmarnir út á ensku árið 1923, þó ekki I heild. Þá þýðingu gerði Pilcher biskup. Nokkru siðar, eöa árið 1928, komu þeir út á klnversku, og byggðist sú þýðing á þýðingu Pilchers. Hermann Þorsteinsson, formaður safnaðarfélags Hall- grímssóknar, skýrði frá þvi, að árlega legði Hallgrimskirkja nokkurt fé af mörkum til Stofnun- ar Arna Magnússonar I þeim tilgangi að styrkja þar væntan- lega heildarútgáfu á verkum Hallgrims Péturssonar, sem áætlaö er, að komi út einhvern tima i framtiðinni. Er hér um mjög mikið verk að ræða, sem ekki sér fyrir endann á, enda liggja enn óskráð handrit á söfnum, sem eftir er aö fara i gegn um og skrá og flokka, áður en endanlega verður hægt aö ganga frá slikri útgáfu. VINSÆLU RAFMAGNSVERKFÆRINl FAST HJA FLESTUM VERKFÆRA- m VERZLUNUM LANDSINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.