Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 11. marz, 1975. Þingmenn Rvíkur óánægðir með breytingu ó vegalögum sem gerir það að verkum, að fjármagn til þjóðvega í Nokkrar umræður urðu i efri deild I gær um breytingar á vega- iögum, einkum um þá tillögu samgöngunefndar, að 25% af þvi heiidarframlagi, sem veitt er til lagninar þjóðvega i kaupstöðum og kauptúnum skuli haldið eftir og þvf fjármagni ráðstafað af fjárveitinganefnd Alþingis til að flýta gerð vega og gatna með bundnu slitlagi, þar sem sérstök ástæða þykir til að ljúka ákveðn- um áfanga. Er gert ráð fyrir þvi að þetta ákvæði nái einnig til þétt- býlis með færri en 200 íbúa. Sam- kvæmt gildandi iögum er 10% af heiidarframlaginu haldið eftir. Þingmenn Reykjavikur I efri deild, Einar Agústsson utanrikis- ráöherra og Albert Guðmunds- son, lögðust gegn þessari breytingartillögu og bentu á, aö yrði tillagan samþykkt, þýddi þaö að framlag til þjöðvega I þéttbýli Reykjavikur myndi skerðast um 17-20 milljónir króna á þessu ári. Jafnframt bentu þeir á að liölega 40% af tekjum vegasjóðs kæmu frá bifreiöum Reykvikinga. Einar Agústs- sonsagðist telja óráölegt að skerða meira en gert væri hlut Reykjavikur af heildarframlagi þvi, sem veitt er til lagningu þjóðvega i lögsagnarumdæmi Reykjavíkur skerðist um 17-20 milljónir ó þessu ári kaupstöðum og kauptúnum með hliðsjón af þvi, hversu mikill hluti teknanna yrði til I Reykjavik. Einnig mætti benda á það, aö mörg óleyst verkefni væru I Reykjavik við þá vegi, sem heyra undir þessa fjárveitingu. Og loks bæri einnig að llta á það, að vegir innan lögsagnarumdæmis Reykjavikur væru mikið notaðir af öðrum en fbúum höfuðstaðar- Albert Guðmundsson (S) las upp greinargerð b o r g a r - verkfræðings, þar sem m.a. kom fram, að með breytingunni úr 10% I 25% og að þéttbýlisstaöir skuli teljast kaupstaðir og kauptún með yfir 200 ibúa i stað 300 þýddi það, að hlutur Reykja- vikur myndi skerðast um 17-20 milljónir kr. á þessu ári. Sagði Albert, að það væri oröið fyllilega timabært að gera úttekt á þvi, hvort Reykvlkingar væru ekki farnir að greiða óeðlilega stóran hluta I sameiginlegum þörfum. Siðan lagði Albert það til, að prósentutalan yrði óbreytt, þ.e. 10%. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra sagöi, að það væri Reykvikingum sem öðum lands- mönnum i hag, að þessu fé væri skynsamlega dreift. Sagði ráðherrann, að vissulega væru mörg óleyst verkefni i Reykja- vik, en þvi væri þó ekki að neita að Reykvikingar væru samt bet- ur staddir en aðrir. Ráðherrann þakkaði samgöngunefnd fyrir skilning á þessu máli. Steingrimur Hermannsson (F) og fleiri gerðu það aö tillögu sinni, að 35% af heildarframlaginu yrði haldið eftir, en sú tillaga var dregin til baka. Tillaga Alberts Guðmunds- sonar var felld með 13 atkvæðum gegn 4, en að þvi búnu voru til- lögur samgöngunefndar samþykktar og frumvarpinu visað til neðri deildar. Veröur nánar sagt siöar frá öðrum breytingum á vegalögum, sem I frumvarpinu felast. Nýtt útvarps- ráð í dag Að öllum likindum verða kosningar i nokkur ráð og nefndir á fundi sameinaðs þings I dag, þ.á.m. kosning útvarpsráðs.Raun- ar stóð til að kjósa nýja útvarps- ráðið i siðustu viku, en þá mun málinu hafa verið frestað, þar sem Sjálfstæðismenn höfðu ekki gengið frá tilnefningu sinna manna. Rætt um störf iðnaðarnefndar A fundi efri deildar I gær kvaddi Stefán Jónsson (Ab) sér hljóðs utan dagskrár og gerði að um- talsefni störf iðnaðarnefndar efri deildar, en nefndin hefur haft til meðferðar frumvarpiö um járn- blendiverksmiðju I Hvalfirði. Taldi þingmaðurinn, að gera þyrfti frekari rannsóknir á lifríki Hvalfjarðar og athugun á þvi hvaða áhrif verksmiðjan hefði frá atvinnulegu sjónarmiði. Sagði hann, að ekki væri óeðlilegt, að Lfffræðistofnun Háskólans og Þjóðhagsstofnun athuguðu þessa þætti frekar. Einnig gagnrýndi þingmaðurinn störf Heilbrigðis- eftirlits rikisins. Steingrimur Hermannsson (F) formaður iðn- aöarnefndar svaraði Stefáni Jónssyni. Sagði Steingrfmur, að þaö væru vafa- söm vinnu- | » b r ö g ð , e f Alþingi ætti að taka að sér störf nefnda og ráða eins og Náttúruverndarráðs og Heilbrigðiseftirlitsins. Lagði Steingrimur áherzlu á, að þessir aðilar hefðu unnið vel að þessu máli. Samráð hefði verið haft við alla aðila, sem málið snerti þ.á.m. alla oddvita sveitarfélaga við norðanverðan Hvalfjörð, sunnan Skarðsheiðar, Náttúru- vemdarráð( landlækni og forstöðumann Heilbrigðiseft- irlits rikisins, forstjóra Þjóðhags- stofnunar og aðila frá Liffræöi- deild Háskólans ásamt marga fleiri. Það væri þvi út i hött, að ekki hefði verið staðið vel að und- irbúningi þessa máls. Undir þetta tóku þeir Eggert Þorsteinsson (A), Albert Guðmundsson (S) og Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og orku- málaráðherra' Töldu þeir allir, að málið hefði fengið itarlega meðferð i höndum iðnaðarnefnd- ar, þann mánuð, sem nefndin hefur f jallað um það. Snjóblásarar henta bezt, en eru dýrir í innkaupi A fundi I sameinuðu þingi I siðustu viku svaraði Halldór E. Sigurösson samgönguráö- herra fyrirspurnum frá þeim Lárusi Jónssyni (S) og Helga Seljan (Ab) um vetrarsam- göngur I snjóþungum byggðarlögum, sajóruðning og rekstur snjóblla Það kom fram I svari ráöherrans, að stórir snjóblásarar henta bezt i miklum snjóalögum eins og verið hafa á Norðausturlandi og Austurlandi, en hins vegar séu þessi tæki mjög dýr í inn- kaupi. Fyrirspura Lárusar Jóns- sonar var svohljóðandi: „Hvað liður framkvæmd þingsályktunar frá 26. marz 1974 um bættar vetrarsam- göngur i snjóþungum byggðarlögum og könnun á hagkvæmri og stórvirkari snjóruðningstækni? ” I svari Hall- d ó r s E . Sigurðssonar samgöngu- ráðherra kom þetta m.a. fram: „Þings- ályktun um bættar vetrar- samgöngur i snjóþungum byggðarlögum frá 26. marz 1974 er tviþætt. Fjallar fyrri hluti tillögunnar um að rikisstjórnin skuli láta endurskoða gildandi reglur um snjóruðning á vegum með það i huga að bæta vetrarsam- göngur i snjóþungum byggðarlögum, en siðari hluti tillögunnar fjallar um, að láta kanna hagkvæmni þess að afla nýtizkulegra tækja til snjó- moksturs. Varðandi fyrri lið tillögunn- ar skal þess getið, að tillögur um endurskoðun á snjó- mokstursreglum frá 1967 lágu fyrir snemma á sl. ári. 1 greinagerð með tillögu til þingsályktunar um vegaáætl- un fyrir árin 1974-1977, sem lögð var fram á Alþingi i april sl„ á bls. 42 er að þvi vikið, að áætlaður kostnaður á árinu 1974 af hinum enciurskoðuðu snjómokstursreglum muni nema um 35 m.kr. Vegáætlun fyrir árin 1974- 1977 náði eigi að verða af- greidd á Alþingi á sl. ári, en i tillögum um endurskoðun veg- áætlunar fyrir 1974-1977, sem lagðar verða fram á Alþingi innan skamms er kostnaður við vetrarviðhald við það mið- aður, að endurskoðaðar snjó- mokstursreglur taki gildi á yfirstandandi ári. Er áætlaö að kostnaðúr við vetrarvið- hald á árinu 1975 muni aukast um 47 m.kr. vegna endur- skoðunar á snjómokstursregl- um. Varðandi siðari lið tillög- unnar skal það upplýst, að Vegagerð rikisins hefur um langt árabil haft mjög nána samvinnu við norsku vega- gerðina um allt það er lýtur að bættri tækni við snjóruðning á vegum. Visast i þessu sam- bandi til greinagerðar Snæ- bjarnar Jónassonar, forstöðu- manns tæknideildar vega- gerðarinnar, um tækjakost til snjómoksturs. 1 niðurlagi greinagerðar Snæbjarnar seg- irsvo: „Af þeirri reynslu, sem fengist hefur hér á landi á undanförnum árum bendir allt til þess, aö snjómokstur verði i æ rikara mæli unninn af veg- heflum og snjóblásurum, auk þess sem snjóplógar nýtast á vegum með bundnu slitlagi”. Til fróðleiks skal þess getið, að i byrjun þ.m. hafði Vega- gerðrikisins yfir að ráða eftir- farandi tækjum við snjómost- ur: vegheflar 52 stk., jarðýtur 81 stk., bilplógar 7 stk„ hjóla- skófla með tönn 3 stk., blásar- ar 4 stk. Alls 147 tæki. Enn- fremur mun bætast við einn snjóblásari i þessum mánuöi, sem pantaður var sl. haust. Að lokum skal þess getiö, að Vegagerð rikisins hefur sent mann á mjög stóra sýningu á vélum til vegagerðar og vega- viðhalds, sem haldin er I Chi- cago i Bandarikjunum i þess- um mánuði. Sýningar þessar eru haldnar á 5 ára fresti og eru þar sýndar nýjustu gerðir allra tækja við vegagerð og vegaviðhald. Var fulltrúa vegagerðarinnar falið að kanna sérstaklega nýjustu tæki á þessari sýningu, sem nota má við snjóruðning á vegum.” Fyrirspurn Helga Seljan var þriþætt. 1 fyrsta lagi spurðist þingmaðurinn fyrir um þaö hvernig Vegagerðin hyggðist bæta úr þvi ástandi, sem nú rikti i samgöngumálum Aust- firðinga. t öðru lagi spurðist hann fyrir um það, hvort áform væru uppi um nýjar vinnuaðferðir, svo sem rekst- ur fullkominna snjóbíla. Og loks spurði Helgi Seljan á hvern hátt Vegagerðin hyggð- ist mæta erfiðleikum, eins og þeim, sem nýlega hefðu skap- azt á Austurlandi og viðar. t svari sinu sagöi Halldór E. Sigurðsson samgönguráð- herra m.a.: „t lok desember sl. voru snjóalög orðin með allra mesta móti á Austurlandi. Til þess að bæta úr þvi ástandi sem þetta skapaði sendi vega- gerðin i byrjun janúar til Austurlands stóran veghefil, sem kom til landsins I lok desember og einnig jarðýtu, sem tekin var á leigu hér i þessu skyni. Var þetta gert I samráði við starfsmenn vega- geröarinnar á Austurlandi. Varðandi rekstur snjóbila skal það tekið fram að sam- kvæmt gildandi lögum er vegagerðinni hvorki skylt né heimilt að taka að sér slikan rekstur, enda vandséð hvar slikt mundi enda. Rekstur snjóbila og styrkir til þeirra hafa til þessa verið i höndum samgöngunefnda Alþingis og styrkir til kaupa á þeim og reksturs hafa verið veittir undir þeim lið I fjárlögum, sem fjallar um styrki til flóa- báta. Að áliti umdæmisverk- fræðings vegagerðarinnar á Austurlandi, Einars Þor- varðarsonar, mundi einn snjó- blásari til viðbótar leysa mik- ið af þeim vanda, sem upp kom i desember og janúar vegna óvenjulegra snjóalaga og er þá miðað við óbreyttar snjómokstursreglur. Yrði snjómokstursreglum hins vegar breytt telur hann að bæta þyrfti þriðja snjó- blásaranum við. Sú reynsla sem fengizt hefur i desember og janúar i sam- bandi við óvenjúleg snjóalög á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi, bendir eindregið til þess, að hentugustu tækin til snjóruðnings séu stórir snjóblásarar. Þetta eru hins vegar dýr tæki i innkaupi og rekstri og mun Vegagerð rikisins ekki hafa bolmagn til þess að festa kaup á slikum tækjum eins og æskilegt væri, nema auknar fjárveitingar til tækjakaupa komi til. Þessi mynd sýnir snjóþyngsli á Austurlandi, en hún er tekin i Oddsskarði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.