Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 11. marz. 1975. HANN kom hingað haustið 1973 aö loknu prófi á leið til Kanada. Hugur hans stóö til aö dveljast þar um tima og jafnvel fara til Suður-Ameriku. En ferðin varð ekki lengri en hingað til islands. Sá sem um er rætt er Jean Pierre Biard kortafræðingur, sem unnið hefur hjá Landmæl- ingum ríkisins siðan i desem- ber. Hann er nú kvæntur is- lenzkri konu, Reginu Harðar- dóttur, og búsettur hér á landi. Jean Pierre Biard nam landa- fræði við Sorbonneháskóla i Paris og siðan var hann tvö ár i sérstökum kortafræðiskóla. Lokaverkefni hans þar var i hagrænni kortagerð og fjallaði um tsland. Það er hin vandað- asta kortabók, með ivafi úr Hávamálum og ljósmundum frá landi elds og isa, sem Jean Pierre hefur sjálfur tekið. — Mér fellur ísland vel i geð landfræðilega, segir Jean Pierre Biard. — Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum, sem ferðamaður og stúdent, og hafði aldrei séð hagræn kort hér á landi og vissi ekki til að þau hefðu verið gerð hér. Ég valdi lika ísland sem átyllu til að geta komið hingað aftur, þvi að ég kunni vel við landið og fólkið. Fékk frið til að vinna að kortum um island Frakkar vita yfirleitt ekki mikið um tsland, halda jafnvel að hér séu Eskimóar. Flestir geta ekki imyndað sér, að á ts- landi sé nokkuð sem heitir efna- hags- eða viðskiptalif. Það var þvi eitt gott við að ég valdi Island sem próf- verkefni, kennararnir þekktu ekkert til landsins. Þeir voru hins vegar alltaf að gera einhverjar athugasemdir við skólafélaga mina, sem höfðu valið héruð i Frakklandi fyrir prófverkefni, meðan við unnum að þeim. Prófverkefnið var mér mjög gagnlegt. Það er mikilvægt að geta unnið sjálfstætt að svona verki. Fyrsta kortið i kortabók- inni, sem ég gerði um tsland, var vatnafræðilegt yfir vatna- svæði Þjórsár og Hvitaár. Þetta var skyldukort, og einnig var mér gert að búa til kort yfir loftslag, þ.e. úrkomu og hitastig og loks landbúnað. Að öðru leyti valdi ég sjálfur hvers konar kort ég gerði. Fyrir valinu urðu t.d. fuglar hér á landi. tsland er konungdæmi fuglanna og með þvi að sýna aðsetursstaði þeirra og hátterni hér gat ég sýnt margar aðferðir i kortagerð og gert tilraunir með þær. Einnig tók ég fyrir fiskveiðar, breytingar á mann- fjölda og þróun hans i hinum ýmsu hreppum landsins o.fl. — En þetta er orðið gamalt núna, segir Jean Pierre. 1 kortabókinni eru engar nýrri upplýsingar en frá 1971. — t hverju felst námið i kortafræði? — Það er skilyrði að hafa B.A. prof i landafræði til að komast i kortafræðiskólann. :: Jean Pierre Biard: — Ef ég fæ verkefni i minni grein vil ég setjast hér að. Timamyndir GE „VALDI ÍSLAND TIL AÐ GETA KOMIÐ HINGAÐ AFTUR" í heimsókn hjó Regínu Harðardóttur og Jean Pierre Biard ;:A. . ..."v Jean Pierre Biard teiknar I tómstundunum. Myndir hans sýna glöggiega, að hann hefur mætur á því óraunverulega, fjarstæða. Hér skýrir hann eina myndanna fyrir konu sinni, Reginu. Fyrra árið þar eru einkum kenndar reglur um framsetn- ingu, og þá möguleika sem fyrir hendi eru i kortagerð eftir þvi um hvað er fjallað. Siðara árið er verklegt nám, æfingar og meðferð áhalda, svo sem cirkla o.fl. Bregður upp betrii' mynd landfræðilega — Hverjir eru kostir hag- rænna korta frám yfir hag- skýrslur? — Við getum tekið sem dæmi um kosti þeirra, að hægt er að sýna tvö þrjú atriði á einu og sama hagræna kortinu, sem aftur á móti yrðu ekki sýnd nema i tveim þrem skýrslum eða linuritum. Eins getum við nefnt kort yfir aflamagn á hin- um ýmsu höfnum um ákveðinn árafjölda. Þar bregður kortið upp betri mynd hvað landfræði- legt sjónarmið snertir, en þurr bókstafurinn eða linuritið. En það er mjög mikilvægt að setja inn á hvert einstakt kort hvaðan upplýsingarnar eru, sem þar eru sýndar, svo að fólk geti þar leitað sér frekari fræðslu. — Við hvað starfaðu hjá Landmælingum rikisins? — Ég vinn þar þvi miður ekki við mina sérgrein, heldur sem teiknari og við ljósmyndavinnu. Núna er nýbúið að ljúka við að endurskoða kort fyrir skóla. Mest er nú unnið við endurskoð anir á kortum, við vinnum ekki að neinu nýju eins og er. Kort um landbúnað hér — Hefurðu engin viðfangsefni fengið i hagrænni kortagerð? — Jú, fyrir skömmu komu nokkur kort eftir mig i Hagtið- indum um sjávarútveg. Ég er lika búin að gera nokkur kort um landbúnað fyrir timaritið, sem birtast á næstunni, og ritstjórinn hefur áhuga á að halda áfram að birta slik kort. Landfræðileg kort og gerð þeirra eru vissulega mjög mikilvæg. Og slik kort eru einn- ig grunnkort við gerð alls konar korta annarra. En auk hag- rænna korta, má nefna söguleg kort, ferðamálakort, auglýs- inga- og skipulagskort. Hagræn kort hafa litillega verið gerð hér áður, segir Jean Pierre Biard, en ekki eftir ákveðnum reglum. Regina Harðardóttir, eigin- kona Jean Pierre, starfar nú hjá verzlunardeild franska sendi- ráðsins. Hún talar frönsku, enda vann hún um tveggja ára skeið hjá sendiráði íslands i Brussel. — Það var mjög þakklátt starf, segir Regina. — Mikið að gera, enda var þetta á þeim tima þegar verið var að semja við Efnahagsbandalagið. Ég get ekki neitað þvi að mér fannst ánægjulegra að vinna fyrir ts- land, en fyrir aðra þjóð. — Ætlið þið að vera áfram á tslandi? — Ekki nema ég fái einhver verkefni hér i hagrænni korta- gerð eða eitthvað hliðstætt, seg- ir Jean Pierre. SJ Bandarísk sýníng gébé—Reykjavlk — Næstkomandi mánudag verður opnuð sýning á verkum 28 bandariskra listamanna i húsnæði Menningarstofnunar Bandarikjanna að Neshaga 16 I Reykjavlk. Sýnd verða þrjátiu og eitt verk, tréskurðarmyndir, iitógrafiur og fleira. Franz Ponzi listfræðingur annaðist uppsetningu sýningarinnar, sem stendur til 21. marz. Opið verður á hverjum degi, meðan á sýningunni stendur frá klukkan 14:00 til 20:00. Timamynd G.E. sýnir hluta sýning- arinnar. 'kf^aupféiag ^ i auglýsir: angæinga Höfum til sölu Massey Ferguson 203 iðnaðarvél, árgerð 1967. Upplýsingar gefur Bjarni Helgason, simi 99-5121 og 99-5225.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.