Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN Iðjuþjálfarnir, sem veitt hafa sjúkiingum hinna ýmsu deilda Borgarspítalans tilsögn. (Tlmamyndir Gunnar) Munir eftir sjúklinga sýndir d Borgar- spítalanum FB-Reykjavík. Starfsmannaráð Borgarspitalans hefur tekið upp þá nýbreytni i starfsemi spitalans, aö efna til sýninga i húsakynnum hans. Fyrir ikömmu var þar haldin mál- verka- og höggmyndasýning og á fimmtudaginn var svo opnuð önnur sýningin á spitalanum, sýning á munum, sem sjúklingar á hinum ýmsu deildum spítalans hafa unnið. Munir þeir, sem sýndir eru að þessu sinni eru unnir undir hand- leiöslu iðjuþjálfa stofnunarinnar, en iðjuþjálfunin er þáttur i lækningu þeirri, sem stofnunin leitast við að veita. t ávarpi, sem yfirlæknir geödeildar Borgarspitalans, Karl Strand, hélt við opnun sýningarinnar sagði hann m.a. að þegar hann fyrir allmörgum ár- um kom inn á geðdeildir sjúkra- húsa hefðu sjúklingarnir legiö með sængurnar breiddar uppyfir höfuð. Slikt væri ekki raunin i dag. Mjög fáir sjúklingar þyrftu vegna veikinda sinna að vera rúmliggjandi á þessum deildum. Fólkið getur sýslað við ýmislegt, og iðjuþjálfunin er liður I Sýningarmununum er komiö fyrir I stigum og á göngum spltalans. lækningunni. Henni er ætlað að gera óvirka persónu virka á ný, eins og læknirinn komst að orði. Iöjuþjálfun er litt þekkt grein hér á landi og örfáir, sem hafa sérmenntun i þeirri grein. Þörf sjúkrahúsa og ýmissa annarra stofnana fyrir iðjuþjálfa er mjög brýn, en litið hefur verið gert hér á landi til þess að kynna þessa starfsgrein og þýðingu hennar. Iðjuþjálfun má skýra á þann hátt, að hún sé starfsgrein, þar sem sérmenntað fólk (iðjuþjálfar) þjálfa hreyfingargetu og starfs- hæfni sjúlinga á margvislegan hátt, og tekur hún einnig þátt I endurhæfingu þeirra ásamt öðrum starfshópum, svo sem læknum, hjúkrunarkonum, sjúkraþjálfurum, talþjálfurum, félagsráðgjöfum, o. fl. Þær deildir, sem taka þátt i sýningunni eru Geðdeild Borgar- spitalans I Fossvogi, á Arnar- holti, og á Hvitabandinu og Endurhæfingar- og hjúkrunar- deild á Heilsuverndarstöð. A Geðdeild Borgarspitalans I Fossvogi er 31 sjúklingur. Þar kenna Guðrún Bjarnadóttir og Ragnheiður Thorarensen. Munum sjúklinga hefur verið komið fyrir i anddyri spitalans. Hvitabandið hefur rúm fyrir 31 sjúkling, sem áður hafa verð á Geðdeild Borgarspitalans i Foss- vogi. Þar kennir Grethe Bendtsen og sýnir hún 55 muni eftir sjúklinga á aldrinum 16-80 ára i skálum á 6. og 7. hæð. A deildinni i Arnarholti eru 60 sjúklingar sem eru andlega og likamlega fatlaðir langdvalar- sjúklingar af báðum kynjum. A iðjuþjálfunarstofu vinna að jafnaði um 40 sjúklingar einhvern hluta dags. önnur störf i þágu heimilisins — en þau má einnig telja þátt i iðjuþjálfun — stunda um 30 sjúklingar, en segja má, að langflestir sjúklingar deildarinnar taki að meira eða minna leyti þátt i gerð þeirra muna, sem fara siðan á árlega sölusýningu deildarinnar. Aðeins fimm sjúklingar eru óvirkir. Iðjuþjálfun á Arnarholti er stjórnað af Huldu Þorgrimsdóttur og með henni starfa Guðriöur Þorvaldsdóttir og Sigrún Lára Shanká. Sölusýning Arnarholts á þessu ári, verður sunnudaginn 6. april I Fólkvangi á Kjalarnesi. Andvirði sölu gengur aftur til efniskaupa og sjúklingar deildarinnar fá nokkra greiðslu fyrir þá vinnu, sem þeir inna af hendi i þágu deildarinnar og I iðjuþjálfun. Munir Arnarholts eru sýndir á 3., 4. og 5. hæö spftalans. A Endurhæfingar- og hjúkrunardeild á Heilsúverndar- stöð eru 35 sjúklingar, lang- dvalarsjúklingar, fatlaðir eftir sjúkdóma og slys. Flestir hafa mjög skerta hreyfigetu og aðeins II iVlargskonar munir eru á sýningunni, hér má t.d. sjá vatnslitamynd eft- ir einn sjúklinginn, auk annarra handunna muna. aðra hönd virka. Kennari á á stigavegg á 5. hæð. deildinni er Hallfriður E. Péturs- Sýningin mun standa fram að dóttir. Munir sjúklinga eru sýndir mánaðamótum. Amerísk HRÍSGRJÓN (Rpiana) RIVER hrisgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega i grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítamínrik, drjúg, laus í sér, einnig eftir suðu og sérstaklega falleg á boröi. SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoðin i poka, tilbúin i pottinn. RIVER brún hýðishrisgrjón holl og góð. $ KAUPFÉLAGID

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.