Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 14
14 HMINN Þriöjudagur 11. marz. 1975. uðu sér í dansinum. Hann sá, hvernig ávalar mjaðmirn- ar gengu til, þegar þær löbbuðu á undan honum eftir veg- inum. Hann sá hvítt og m júk hörundið aftan á hálsinum, þar sem hártjásurnar, sem ekki vöfðust upp í hnakka- hnútinn, hringuðu sig. Og svo voru það varirnar: þunnar, samanbitnar —litlar, rauðar og safamiklar varir, — stórar, rakar og blóðríkar varir. Og allt þetta kvaldi hann eins og martröð. Elmar í Áskoti, sem var jafnaldri Gústafs, varð hon- um oft samferða heim á nóttunni, þegar skemmtanirnar voru úti. Þeir brugðu sér þá stundum heim til Larssons og spjölluðu stundarkorn við vinnustúlkurnar. „Nú skreppum við inn til stelpnanna, maður", var Elmar vanur að segja. Þeir stukku yfir girðinguna, læddust upp að bakhús- inu, þar sem stúlkurnar sváfu, og börðu á gluggann. Þá heyrðist hlegið inni fyrir,og eftir dálítið þóf, féllust stúlkurnar á að opna fyrir þessum síðkomnu gestum. Þeir flýttu sér að dyrunum og smugu inn. Stúlkurnar trítluðu aftur inn ganginn, og Elmar og Gústaf eltu. Það mátti heita myrkur í herbergiskytrunni þeirra. Stúlkurnar skriðu upp í rúmið og settust á bera fæturna. önnur hafði kannski smeygt sér í kjól utan yf ir náttfötin, hin var í kápu. Piltarnir settust á rúmstokkinn hjá þeim og byrjuðu að gera að gamni sínu við þær, því að þær voru báðar kátar og lifsglaðar og gátu borið svo hnittilega fyrir sig orði, að þeir urðu að taka á því, sem þeir áttu til, til þess að verða ekki alveg undir í orðaskiptunum. En einmitt þess vegna var svo gaman að staldra við hjá þeim og spjalla við þær og deyfa með því vonbrigðin sem misheppnuð skemmtun eða samkvæmi hafði valdið. Þau höfðu öll verið leiksystkin í bernsku, svo að kunningsskapur þeirra var hreinn og undirmálslaus og önnur þeirra var systir Elmars. „Farið þið og sækið rúgbrauð handa okkur", sagði Elmar. Stúlkan í kápunni snaraði sér f ram úr og læddist f ram í eldhús. Þar dró hún upp úr deigtroginu stóran rúg- brauðshleif, sem þar hafði verið graf inn, til þess að hann héldist volgur. Brauðið var klesst og óhrjálegt, en það var gott, sætsúrt bragð að því. Ungligngarnir settust allir í hvirfingu á rúmið með brauðið á milli sín og hámuðu það í sig. Þau kankuðust nú á og hlógu, unz brauðið var búið. Þá fengu gestirnir skipun um að „hundskast út". Elmar og Gústaf höfðu átt marga glaða stund inni hjá stúlkunum. En það var ein manneskja enn í herberginu þeirra. Þriðja vinnukonan svaf ein í rúmi í horninu úti við hitt þilið. En henni veitti enginn athygli. Hún hét Seraf ía. Móðir Serafíu hafði verið vinnukona þarna í byggð- inni. Skömmu eftir að telpan fæddist fór hún til Vestur- heims til eldri systur sinnar, sem hafði skrifað henni. Seraf ía fór í fóstur til föður síns, — gamals manns, sem var leiguliði á litlum hólma skammt undan Þórseyjar- strönd. Þau framfleyttu lífinu á fiskveiðum og lítils háttar búhokri. Stjúpa Serafíu, afgömul, tannlaus kerl ing, — kenndi henni að lesa. Hún gaf barninu fjórar bækur sér til andlegs viðurværis: barnalærdómskverið, Lúthers-fræði, Sjómannavininn og Huggun heiðingj- anna. Faðirinn kenndi því að vinna. Þegar Serafía kom úr hólmanum til þess að búast undir ferminguna, fékk fólk að sjá undarlega mannveru. Handleggir hennar og axlir höfðu stækkað eðlilega, en sjálf ur líkaminn hafði hætt að vaxa. Vöðvarnir voru eins gildir og á karlmanni, og óhugnanlega langir armarnir löfðu niður að hnjám. Hárið á henni var svart og strítt, ennið lágt, og höfuðið slútti ankannalega fram á milli hernanna. Hún haf ði aldrei umgengizt ókunnugt f ólk, og nú þegar hún var allt í einu komin í margmenni, kunni hún hvorki að tala né hegða sér eins og aðrir. Hún hrökk við í hvert skipti, sem einhver ávarpaði hana, skipti litum, drap tittlinga og skalf á beinunum. Ef hún reyndi að svara, komu orðin öll bjöguð út úr henni, og stundum gat hún engu hljóði komið upp, nema einhverju óskiljanlegu hiksti og hríni. En hörund hennar var bjart og ferskt, augun stór og dökk og tindrandi og munnurinn breiður með rauðar og þrýstnar varir. Faðir Seraf íu dó áður en hún var fermd. Stjúpa hennar fór þá til ættmenna sinna á Álandi, og eigandinn ráðstaf- aði hólmanum á ný. Serafía varð kyrr hjá Larsonsfólk- inu, þar sem hún hafði dvalið meðan hún gekk til prests- ins. Hún vann á við aðra: dró mjólkurvagninn með löngum örmum sínum, mokaði f jósið og skar korn og þreskti. Stundum fór hún með hinum stúlkunum á skemmtanir. Þegar dansað var eftir hl jóðfæraslætti, faldi hún sig bak við óf ríðustu og fátækustu stúlkurnar, sem ekki var boð- ið upp, nema þá fyrir einhverja sérstaka heppni. Serafía kunni ekki að dansa og átti engan kost á að læra það. I hringleikjunum tók hún aftur á móti þátt. En enginn ( Hefur þú komið , til íslands Júlli? Ekki enn,en draumur minn er að spila með sinfóniunni þar. Heyrðu, hefur þú heyrt um iþróttafélag' sem heitir íslands- sinfónian? ÞRIÐJUDAGUR 11. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgúnstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson les „Söguna af Tóta” eftir Berit Brænne (8). Tilkynn- ingar kl.9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Val- borg Bentsdóttir sér um þátt með frásögnum og tón- list frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.0Ö Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Verkakonur á íslandi I ellefu hundruð ár. Anna Sigurðardóttir flytur þriðja erindi sitt. 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lensk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatlminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt.Berglind B. Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 FramburQarkennsla I spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Upphaf heimspekilegrar hugsunar Jón Hnefill Aðal- steinsson fil lic. flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins,Ragn- heiöur Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um fræðsluþátt fyrir unglinga. 21.20 Tónlistarþáttur i umsjá Jóns Ásgeirssonar. 21.50 Fróðleiksmolar um Nýja testamentið. Dr. Jakob Jónsson talar um reiði Guös. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (38). 22.25 Kvöldsagan: „Færey- ingar” eftir Jónas Arnason. Gísli Halldórsson les þriðja hluta frásögunnar. 22.45 Harmonikulög. Sænskir harmonikuleikarar leika. 23.00 A hljóðbergi. Erindring- er om Poul Reumert. Frá leik- og upplestrarkvöldi Ebbe Rode i Þjóðleikhús- kjallaranum 28. f.m. 23.55 Fréttir f stuttu máli. Þriðjudagur 11. mars 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Helen — nútimakona. Bresk framhaldsmynd. 3. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 2. þáttar: Helen hefur sagt manni sinum, að hún æski skilnaðar. Hann á bágt með að trúa þessu, en flytur þó að heiman. Helen heimsækir lögfræðing og hann ræður henni að hugsa málið vandlega. Faðir hennar tekur fréttinni illa, en Helen er sannfærð um, að vonlaust sé að koma á sætt- um. 21.30 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.00 Frelsisbarátta Nami- biumanna. Sænsk heimilda- mynd um starfsemi frelsis- hreyfingarinnar SWAPO i Suður-Afrikurikinu Nami- biu og viðbrögð stjórnvalda við tilraunum innfæddra til að bæta stöðu sina. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.