Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriftjudagur H. marz. 1975. AXEL NEFI AXEL AXELSSON varö fyrir þvi óhappi á laugardaginn, að hann brákaðist á nefi i leik meö Dankersen i 1. deildar- keppninni i V-Þýzkalandi. Axel fékk þungt högg i andlitið i ieik gegn Grambeke og brotnaði þá á honum nefið. BRAKAÐIST A Axel hefur ekki heppnina með sér, þvi að hann er nýbúinn að ná sér eftir meiðsli, sem hann hlaut á öxl, en i þeim meiðsl- um átti hann að striða um mánaöartíma. Dankersen vann sigur i leiknum á laugardaginn 19:11 og er liðið þvi enn með i bar- áttunni i norður-riðlinum, en tvö lið úr honum komast i 4. liða úrslitin um V-Þýzka- landsmeistaratitilinn. Gummersbach tapaði mjög óvænt fyrir ASK Worvarts Frankfurt, — mótherjum FH i Evrópukeppninni, — á heima- velli sinum i sl. viku 18:22. Gummersbach hefur þegar tryggt sér rétt i úrslitakeppn- ina um meistaratitilinn. —SOS AXEL AXELSSON...nef- brotnaði I leik með Danker- sen. STOR- LEIKUR! West Ham dróst gegn Ipswich eða Leeds í undan úrslitunum West Ham mætir annaö hvort Ipswich eöa Leeds I undanúrslit- um ensku bikarkeppninnar. 1 gærkvöldi var dregið um það hvaða lið mættust og dróst Fulham gegn Birmingham og eins og fyrr segir, þá mætir West Ham annað hvort Ipswich eða Leeds, og fara leikirnir f undan- úrsiitunum fram á hlutiausum velli. Það má þvi segja, að úrslita- leikurinn i bikarkeppninni verði leikinn i undanúrslitunum. Stórleikur er staðreynd: — WEST HAM — IPSWICH eða LEEDS, en þessi liö eru efst á blaöi hjá veð- möngurum i Lundúnum yfir lik- legustu sigurvegara bikarkeppn- innar. — SOS. „Við erum ákveðnir að selja okkur dýrt" — Við erum að komast upp úr öldudalnum og erum við ákveönir að seija okkur dýrt á iokasprett- inum. Fallið blasti við okkur um áramótin, en það þjappaöi okkur saman og við erum ák'veðnir að sigla I örugga höfn”, sagði hinn snjalli miðvallarspilari Leicest- er, Keith Weller, eftir sigurinn gegn Manchester City á Filbert Street á laugardaginn — 1:0. — ,,Ég spáði þvi fyrir keppnistima- bilið, að Tottenham, Luton og Cariisle, féllu niður I 2. deild. Sú spá stendur ennþá”. Meö sigri sinum yfir City, skauzt Leicester upp að hliðinni á Tottenham — bæði iiðin hafa hlotið 24 stig, en staða Tottenham er slæm liðið hefur leikið tveimur leikjum meira en Leicester. Sigurmark Leicester á laugardaginn skoraði BOB LEE f siðari háifleik. Everton heldur forustunni I baráttunni um Englands- meistaratitilinn. Everton vann sigur yfir Q.P.R. 2:1 á Goodison Park. Þó gekk ekki vel hjá — sagði Keith Weller, hinn snjalli leikmaður Leicester. Hann spóir Tottenham, Luton og Carlisle falli ★ Everton heldur sínu striki, en Burnley fylgir fast ó eftir Everton að finna leiðina að marki, fram hjá Frank McLintock, sem stjórnaði vörn • Q.P.R. frábærlega vel og var hann bezti maðurinn á vellinum. En þrátt fyrir stórgóðan leik, gat hann ekki komið í veg fyrir, að markaskorararnir miklu — Mick Lyons og Bob Latchford, gætu skoraö. Mark Q.P.R. skoraði ír- inn Don Givens. Burnley var óheppið að tapa stigi til Liverpool á Turf Moor. Burnley tókforustuna (1:0) i fyrri hálfleik, eftir að Leighton James hafði splundrað vörn Liverpool og gefið góða sendingu á Paul En snúum okkur þá um á laugardaginn: að úrslitun- 1. deild Burnley — Liverpool 1-1 Chelsea — Derby 1-2 Everton — QPR 2-1 Leicester —Man. City 1-0 Luton —Coventry 1-3 Sheff. Utd. — Wolves 1-0 Bikar-ævintýri Fulham heldur áfram LEIKMENN LIÐSINS FERÐUÐUST 420 KM TIL AÐ TRYGGJA SÉR FARSEÐILINN í UNDANÚRSLIT Bikar-ævintýri Fulham-Iiðsins hélt áfram á laugardaginn, en þá ferðuðust leikmenn Lundúnaliös- ins 420 km leið — til Carlislc, til að tryggja sér farseðilinn I undanúr- slit bikarkeppninnar. Fulham vann góðan sigur 1:0 yfir Cariisle á Burton Park og var það Les Barrett, sem skoraði mark Ful- ham. Menn Fulham-liösins voru að sjálfsögöu gömlu landsliðs- fyrirliðarnir Bobby Moore og Al- an Mullary, en þeir áttu frábæran leik og undir þeirra stjórn hefur Lundúnaiiðið tekið stefnuna á Wembley. Á sama tima og ævintýri Ful- ham-liðsins hélt áfram, var Arsenal að tapa sinum fyrsta bikarleik fyrir Lundúnaliöi á heimavelli — Highbury — siðan 1890, eða i 85 ár. West Ham-liðið sýndi stórgóða knattspyrnu gegn Arsenal og vann sætan sigur 2:0. Ungur nýliði, ALAN TAYLOR, sem West Ham keypti fyrir stuttu frá 4. deildarliðinu Reading á 40 þús. pund, var hetja ,,The Hammers”. Þessi snjalli nýliöi, sem lék sinn fyrsta heila leik með West Ham, skoraði bæði mörk liðsins — fyrst á 15. min. leiksins og svo j byrjun siðari hálfleiksins, þegar hann skoraði með þrumu- skoti af 15 m færi, eftir að hafa fengið sendingu frá Trevor Brooking. Mjög umdeilt atvik átti sér stað á Highbury, rétt fyrir leikshlé. Þá komst Arsenal-leik- maðurinn John Radford einn inn fyrir vörn West Ham, en áður en honum tókst að senda knöttinn i netið, var honum brugðið af markverði West Ham, Mervin Day. — Greinileg vitaspyrna, sagði þulur BBC. En viti menn! dómarinn lokaði augunum fyrir brotinu, og lét halda leiknum áfram. Freddie Goodwin, fram- kvæmdastjóri Birmingham brosti sinu bliðasta á St. Andrews I Birmingham, eftir að hans menn voru búnir að leggja Middles- borough að velli — 1:0. Það var Bob Hatton, sem skoraði mark „The Blues” á fyrstu min. siðari hálfleiksins. Þrátt fyrir stórleik Kevin Beattie tókst Ipswich ekki að vinna sigur yfir Leeds á Portman Road. Leiknum, sem fór fram i grenjandi rigningu, lauk án þess að mark væri skorað —-0:0. Tvis- var sinnum munaði ekki miklu að mark væri skorað — Gordon Mc- Queen(Leeds) og David Johnson (Ipswich) átti skot I stöng og þverslá. Liðin mætast aftur á El- land Road i Ipswich, i kvöld. — SOS MET INGÓLFS í HÆTTU! Hörður Sigmarsson þarf aðeins að skora 4 mörk í síðasta leik Hauka, til að sló 1 1 óra gamalt markamet Ingólfs út HöRÐUR SIGMARSSON þarf nú aðeins að skora 4 mörk I slöasta leik Hauka-Iiösins (gegn 1R) til að slá út 11 ára gamalt markamet Ingólfs Óskarssonar I 1. deild. Ingólf- ur skoraði 122 mörk i 10 leikj- um I 1. deild i Hálogalands- bragganum 1964. Höröur skor- aði 9 mörk gegn Ármanni á sunnudaginn og hefur hann þá skorað 119 mörk i 1. deiidar- keppninni. Leikur Hauka og Ármanns var mjög söguiegur, þvi að um tima leit út fyrir stórsigur Hauka, sem náðu 6 marka forskoti — 18:12. Þá tóku Armenningar Hörð úr umferö og um ieið guggnaði Haukaliöið. Armenningar náðu að jafna 22:22 þegar 18 sek. voru til leiksloka, en þá skoraði Björn Jóhannsson, bezti maður Ar- mannsliðsins, jöfnunarmark- ið. Björn lék vel i leiknum — skoraði alls 9 mörk. Hauka- liðið fór algjörlega úr sam- bandi, þegar Hörður.sem var potturinn og pannan i leik liðs- ins, var tekinn úr umferö. Mörk Ármanns i leiknum skoruðu Björn 9, Hörður H. 5 (5 viti), Jens 4, Stefán 2, Jón og Kristinn eitt hvor. Mörk Hauka skoruðu Hörður 9 (7 viti), Ingimar 4, Elias 3, Stefán 3, Hilmar, ólafur og Svavar eitt hver. -SOS 2. deild Bolton —Manch. Utd. 0-1 Cardiff — Blackpool 1-1 Millvall —Hull 2-0 Norwich — Sunderland 0-0 Nottm.For. — Aston V. 2-3 Oldham — Portsmouth 2-0 Orient—Notts Co. 0-1 WBA-Sheff. Wed. 4-0 York City — Bristol C 1-0 Fletcher, sem þakkaði fyrir sig og skoraði. I siðari hálfleik fékk Alan Stevensoná sig klaufamark, hann missti knöttinn yfir mark- linuna eftir að hafa varið skot frá Terry McDermott (áður New- castle). Brian Alderson skoraði tvö mörk gegn Luton og Green bætti þvi þriðja við. Mark Luton skor- aði Johnny Aston.Mark Sheffield United skoraði Eddie Col uhoun i fyrri-hálfleik. Daniel & Hinton skoruðu mörk Derby á Stamford Bridge, en John Hollins skoraði mark heimamanna. Manchester United vann sigur yfir Bolton á Burnet Park — 1:0. Markið skoraði Stuart Pearson á 29. min. Tveir leikmenn Norwich urðu að yfirgefa leikvöllinn, þeg- ar Norwich gerði jafntefli gegn Sunderland 0:0. Annar þeirra var markaskorarinn Phil Boyer. Aston Villa vann góðan sigur yfir Nottingham Forest. Markaskor- arinn mikli Ray Graydon skoraði tvö mörk og Alan Little bætti þvi þriðja við. — sos. 1. DEILD Everton 32 14 14 4 48-29 42 Bumley 33 16 8 9 56-46 40 Derby 32 15 8 9 49-43 38 Liverpool 32 14 9 9 45-34 37 Stoke 32 13 11 8 48-38 37 Ipswich 32 17 2 13 45-30 36 Leeds 32 14 8 10 45-34 36 Man. City 32 14 8 10 44-44 36 Sheff.Utd 32 14 8 10 42-42 36 Middlesbro 32 12 11 9 40-33 35 QPR 33 13 8 12 44-42 34 Newcastle 31 14 6 11 48-47 34 West Ham 32 11 11 10 48-41 33 Coventry 33 10 12 11 44-51 32 Wolves 32 10 10 12 39-40 30 Birmingh. 32 11 6 15 40-48 28 Chelsea 32 8 12 12 37-54 28 Arsenal 30 9 7 14 33-36 25 Tottenham -33 8 8 17 38-51 24 Leicester 31 8 8 15 29-44 24 Luton 32 5 10 17 28-48 20 Carlisle 32 8 3 21 30-45 19 2. DEILD Manch.Utd .33 20 6 7 50-23 46 Sunderland 33 15 11 7 53-28 41 Aston Villa 32 16 8 8 50-28 40 Norwich 32 14 11 7 43-29 39 Blackpool 33 13 12 8 34-23 38 Bristol C 32 15 7 10 35-24 37 WBA 32 13 8 11 38-29 34 Bolton 32 13 8 11 37-29 34 Notts Co. 33 11 12 10 37-41 34 Oxford 33 13 7 13 32-42 33. Hull 33 11 11 11 33-49 33 York 33 12 7 14 42-43 31 Fulham 31 9 12 10 30-25 30 Southamt. 31 10 10 11 39-39 30 Nottm.For.33 10 10 13 36-44 30 Orient 32 7 16 9 22-32 30 Oldham 33 9 10 14 31-36 28 Portsmouth 33 9 10 14 33-43 28 Millvall 32 9 8 15 36-43 26 Bristol Rov.32 10 6 16 29-48 26 Cardiff 32 7 11 14 29-47 25 Sheff.Wed. 32 5 9 18 28-52 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.