Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.03.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 11. marz. 1975. TÍMINN 17 LANDSLIÐIÐ TIL AKUREYRAR Birgir Björnsson, iandsliðseinvaldur, telur að liðið eigi mikla möguleika á að leggja Dani að velli Deildarkeppnin og bikar- keppnin eru nú i fullum gangi og þvi er mjög erfitt að koma fyrir æfingum hjá landsliðinu. Landslcikirnir við Dani verða um aðra helgi i Laugardals- höllinni og mun undirbúning- urinn fyrir þá hefjast um næstu helgi, en þá fer lands- liðshopurinn I keppnisferð til Akureyrar”, sagði Birgir Björnsson, landsliðseinvaldur I viðtali við Timann I gær. — Ég hef mikla trú á, að Akur- eyrarferðin hafi göð áhrif á liðið þvi að það verður út af fyrir sig og leikmennirnir geta gleymt hinum daglegu áhyggjum um tíma.” — Verður liðið I æfingabúð- um á Akureyri, Birgir? — Já, það má segja það. Strákarnir leika tvo leiki, gegn Akureyrarliðunum KA og Þór, sem styrkja lið sln og þá verður ein æfing á sunnu- dagsmorguninn. Leikirnir fara fram á laugardegi og sunnudegi. — Veröur landsliðshópur- inn óbreyttur? — Já, ég reikna meö þvi. Ég er ekki enn búinn að ganga frá vali liðsins. — Birgir, þú stjórnaðir Is- lenzka landsliðinu, sem vann hinn frækilega sigur yfir Dön- um 15:10 I Laugardalshöllinni. Eru möguleikar á, að sú saga endurtaki sig? — Já, ég tel að við eigum mikla möguleika á því að vinna Danina hér heima. Sigurleikurinn gegn Dönum er ánægjulegasti landsleikur, sem ég hef komið nálægt og sú ánægja á að geta endurtekið sig. — SOS. TEKKAR SIGRUÐU í FÆR- EYJUM FÆREYINGAR léku tvo iands- leiki gegn Tékkum um helgina I Færeyjuin. Tékkneska liðið, sem lék hér I sl. viku, vann sigur I báð- um ieikjunum — 32:13 (15:9) og 23:12 (9:9). STAÐAN Staðan er nú þessi I 1. deildar- keppninni I handknattleik: Vlkingur 13 10 1 2 266-224 21 Valur 12 9 0 3 240-206 18 FH 13 7 0 6 269-255 14 Fram 13 6 2 5 244-246 14 Haukar 13 6 1 6 256-244 13 Armann 13 6 1 6 228-235 13 Grótta 13 2 2 9 254-308 6 1R 12 1 1 10 215-254 3 ★ ★ ★ Markahæstu leikmenn eru nú Hörður Sigmarsson, Hauk 119/45 Bjöm Pétursson, Gróttu 86/30 Einar Magnússon, Viking, 64/16 Pálmi Pálmason, Fram 61/19 StefánHalldórsson, Viking, 58/19 Ólafur H. Jónsson, Val 56 Halldór Kristjánsson, Gr 52/3 ÞórarinnRagnarsson.FH 49/20 HörðurHarðarson, Arm 44/21 Bjöm Jóhannesson, Árm 43/4 Viöar Símonarson, FH 43/11 Jens Jensson, Ármanni 40 ÁgústSvavarsson, 1R 39/4 Stefán Þórðarson, Fram 38 Gunnar Einarsson, FH 37/3 PállBjörgvinsson, Viking 37/2 Geir Hallsteinsson, FH 36/2 Brynjólfur Markússon, 1R 35 SÆTUR SIGUR hjó Valsmönnum Valsmenn unn'i stóran sigur um helgina I 1. deildarkeppn- inni í handknattleik. Þeir unnu bæði stigin, sem þeir töpuðu gegn Armanni. Eins og menn muna, þá kærðu Valsmenn Armenninga fyrir að hafa not- að ólöglegan leikmann (hinn 17 ára gamla Pétur Ingólfs- son) I leik liöanna I 1. deild. Fyrir helgina kvað Sérráðs- dómstóll HKRR upp úrskurð I kærunni, en dómsorð urðu þau: — að kæra Valsmanna var tekin til greina og þeim dæmd stigin, sem Armenning- ar unnu til. Það er erfitt að hugsa sér Víkingsliðið én Stefáns Halldórssonar FH-ingar réðu ekkert við þennan snögga leikmann Víkings, sem skoraði ekki aðeins 8 gullfaileg mörk, heldur var hann einnig aðaldriffjöðrin í samspili Víkingsliðsins, sem sigraði 20:17 Stefán Ilalldórsson sýndi snilldarleik, þegar Vfkingar unnu góöan sigur yfir FH (20:17) I tþróttahúsinu I Hafnarfirði. Hann var allt I öllu hjá Vlkingsliðinu, skoraði ekki aöeins 8 gullfalleg mörk, heldur var hann einnig aöaldriff jöðrin i samspili Vík- ingsliðsins. Stefán hefur sjaldan eða aldrei verið eins góður og nú, hann bar höfuð og herðar yfir flesta leikmcnn, þó að smávaxinn sé. Það er erfitt að hugsa sér Vik- ingsliöiö án hans. Vlkingsliðið var i miklum ham gegn FH. Fyrst lét Einar Magnússon að sér kveða, þegar hann skoraöi þrjú stór- glæsileg mörk I byrjun leiksins — tvö með þrumuskotum utan af velli og eitt meö gegnumbroti. Þá átti hann góða linusendingu á Stefán, sem gaf mark. Einarvar svo sannarlega I ess- || inu sinu og það sáu FH-ingar, f enda tóku þeir hann úr umferð. En Vikingsliðið er það gott, að leikmenn þess létu það ekki á sig n fá. Stefán llalldórsson tók við stjórninni og samspil hans og Páls Björgvinssonar var oft snilldarlegt, sérstaklega ,,kross- klippingar" þeirra fyrir framan FH-vörnina. Þær rugluðu FH- inga i riminu og gáfu af sér mörk. Þá var frammistaða Rósmundar Jónssonar i Vikingsmarkinu mjög góð. Hann lokaði markinu algjörlega siðustu 18 min. leiksins STEFAN HALLDÓRSSON.... hefur sjald- an verið eins góður og hann var I leiknum gegn FH. Þessi smávaxni leikmaöur bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vell- inum. Hvað eftir annað splundraöi hann vörn FH og skoraði glæsileg mörk. — fékk þá ekki á sig nema 4 mörk, öll úr vitaköstum. Vörnin fyrir framan hann gegndi þar störu hlutverki, en hinn ungi Magnús Guömundsson var maður Vik- ingsvarnarinnar, og er hún orðin mjög góð. Víkingar höfðu ávallt yfir í hin- um spennandi leik, en fimm sinn- um tókst FH-ingum aö jafna (5:5 — 8:8—13:13—14:14 — 16:16), en aldrei tókst þeim að komast yfir. Þegar Viöar Simonarson jafnaði 16:16 úr vitakasti, voru 4.30 min. til leiksloka og mikill darraöar- dans var þá stiginn i Firðinum. Viggó Sigurðsson, sem átti góða spretti i leiknum, svaraði strax 17:16, siðan bætti Stefán Halldórsson viö 18:16, þá kom markfrá Magnúsi Guðmundssyni og Viggó Sigurðsson innsiglaði siðan sigur Vikingsliösins — 20:16, en FH-ingar áttu siðasta orð leiksins— Þórarinn Ragnars- son skoraði úr vitakasti — 20:17. FH-ingar léku hraðan hand- knattleik i leiknum og var árangurinn — mikil hlaup fyrir framan Vikingsvörnina, en fá mörk. Gunnar Einarsson og Við- ar Simonarson voru beztu menn liðsins, ásamt Hjalta Einarssyni, sem varði oft mjög vel — t.d. tvö vitaköst. Mörk FH-liðsins skor- uðu Gunnar 5 (1 viti), Viðar 5 (2 viti), Ólafur 2, Gils 2, Geir 2 og Þórarinn 1 (viti). Vikingsliðið er tvimælalaust okkar bezta og skemmtilegasta lið i dag, það kom i ljós i leiknum gegn FH. Fjölbreytnin var mikil hjá liðinu og hefur þaö á að skipa fjórum leikmönnum, sem eru all- ir mjög ógnandi — Einar Magnússon, Stefán Ilalldórsson, Páll Björgvinsson og Viggó Sigurðsson. Þetta eru allt leik- menn, sem geta skorað með lang- skotum og brotizt i gegn. Þá er liöið ekki á flæðiskeri statt, með þá Sigurgeir Sigurðsson og Rós- mund Jónsson, i markinu. Rós- mundur átti mjög góðan leik, hann lokaði hornunum vel i leikn- um og varði t.d. tvö vitaköst. Mörk Vikings skoruðu Stefán 8, Einar 5 (1 viti), Páll 3 (1 viti), Viggó 3 og Magnús eitt. -SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.