Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 1
Stunginn með hnífi á Laugavegi Gsal-Reykjavik — t fyrra- kvöld var maður stunginn með hnifi á Laugavegi. At- burðurinn átti sér stað neðarlega á Laugaveginum og var maðurinn, sem er tæplega fimmtugur að aldri, stunginn hnifi i handlegginn. Lenti hnifurinn i upphand- legg og hlauzt af talsvert sár. Maðurinn hafði brugðið sér inn á veitingastofuna á Laugavegi 28 til að fá sér kaffisopa. Hann var rétt genginn út úr veitingastaðn- um, komu tveir piltar aðvif- andi og skipti engum togum, að annar þeirra otaði að hon- um hnifi og stakk hann siðan, eins og áður er frá greint. Maðurinn er ekki talinn hættulega særður. Að sögn lögreglunnar, hef- ur piltur sá, er verknaðinn vann, áður komið við sögu lögreglunnar vegna aþekkra atburða. Meðal annars stakk hann pilt fyrir utan Laugar- ásbió eigi alls fyrir löngu. Hann hefur verið úrskurðað- ur f 60 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn á þvi timabili. Lénharður ekki sýndur um páska Gsal-Reykjavik — Lénharð- ur fógeti, — leikritið margumtalaða verður ekki sýnt um páskana, eins og tal- ið var. Að sögn Jóns Þórarins sonar standa þó vonir til þess að hægt verði að taka leikrit- ið til sýningar i lok april mánaðar. Sagði Jón, að búið væri að setja leikritið á dagskrár- áætlun, en þvi miður væri ekki hægt að skýra frá þvi fyrr en þau drög hefðu verið lögð fyrir útvarpsráðsfund. Enskur sér- fræðingur kominn Gsal-Reykjavik — Þeir menn, sem ætluðu norður til Húsavikur i gærdag til að kanna möguleika á björgun áburðarfarms úr lestum Hvassafells, komust hvergi i gærdag, þar sem ekki var flogið til Húsavikur vegna veðurs. Voru það menn frá Brunabótafélagi tslands, sem ætluðu að kanna þessa möguleika, en eins og áður hefur komið fram eru 1117 lestir af áburði i lestum strandaða skipsins. Kominn er til landsins brezkur sérfræðingur i björgunar-og tjónamálum, sem mun vinna i samráði við Samvinnutryggingar að hugsanlegri björgun skips- ins. Mun hann og fulltrúar tryggingarfélagsins fara norður einhvern næstu daga og kynna sér aðstæður allar á vettvangi. 60. tbl. — Miðvikudagur 12. marz 1975 — 59. árgangur 'ÆNGIR? Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og ieiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? MIKLU FLEIRI FERÐAMENN I VETUR EN ÁÐUR — íslenzkir ferðamenn 42% fleiri í febrúar en á sama tíma í fyrra BH-Reykjavik. — Samkvæmt upplýsingum frá Ctlendingaeftir- litinu er um eftirtektarverða fjðlgun að ræða á farþegakomum með skipum og flugvélum til ts- lands I febrúarmánuði frá þvi, sem var I fyrra, svo og farþega- fjölgun frá áramótum miðað við sama tima i fyrra. AUs komu til landsins i febrúarmánuði 4327 farþegar en á sama tima f fyrra 3390. t febrúarmánuði I ár komu 1974 tslendingar til landsins, og 2353 útlendingar, en i sama mánuði i fyrra komu 1390 tslendingar og 2000 útlendingar. Fjölgunin er þvi aðallega meðal tslendinga sjálfra og verður það að teljast athyglis- vert. Tvo fyrstu mánuði ársins eru tölurnar um farþega til landsins þær, að 4376 tslendingar hafa komið og 5115 útlendingar eða samtals 9491 farþegi. Hér er eftir- tektarverð fjölgun islenzku far- þeganna frá þvi i fyrra, en á sama tima á siðastliðnu ári komu hing- að til lands 3160 islenzkir farþeg- ar og 4815 erlendir, samtals 7975 farþegar. Sé tölunum yfir tslendingana, sem hleypt hafa heimdraganum og komið aftur heim i febrúar- mánuði, brugðið i reiknivél, kem- ur i ljós, að miðað við sama mán- uð i fyrra ér um að ræða 42% áukningu og tvo fyrstu mánuði ársins er alls um að ræða 38% aukningu. Erindi manna eru að sjálfsögðu margvisleg, en naumast hefur þeim fjölgað svo gífurlega, sem farið hafa úr landi i þarfaerindum einum saman, og gefa áðurnefnd- ar tölur vissulega sitt tilefni til hugleiðinga, svo sem hverjum og einum er frjálst. Af útlendingum, sem til lands- ins komu i sl. mánuði, komu flest- ir frá Bandarikjum N-Ameriku, eða 948, frá Danmörku komu 221, Stóra-Bretlandi 230 og Sviþjóð 213. Frá Ástraliu komu 14, svo að eitthvað sé nefnt, og enn er straumur frá Júgóslaviu, þaðan komu 61. Frá V-Þýzkalandi kom 101 og frá Noregi 189, svo komu 125 frá Finnlandi. Frá Bangla- desh kom einn, sömuleiðis frá Tanzaniu og Kambódiu og er enn talsvert ótalið. Ölkeldurnar á Snæfellsnesi ónytjaðar heilsulindir í FRASÖGNUM er, aö fyrir um það bil hundrað árum hafi maður verið sendur með klyfjahest sunnan úr Mosfellssveit vestur að Rauðamelsölkeldu, til þess að sækja þangað vatn handa sjúkl- ingi, sem taldi sig fá af þvl meinabót. Slikt var ekki einsdæmi. A tfmabili var uppi sú hugmynd að setja ölkelduvatn á flöskur til titflutnings, og til eru þeir bæir á Snæfellsnesi, þar sem ölkelduvatn er drukkið með mat. Ntí um langt skeið hefur þó verið hljótt um ölkeldurnar og hvaða nytjar við kynnum að gefa haft af þeim'. Það má þvf til tiðinda teljast, að mí fyrir skömmu er komin út skýrsla um rannsóknir, sem tveir þýzkir vlsindamenn, dr. Karl Ilöll, prófessor I vatnsrannsókn- arstöðinni I Hameln, og Ulrich Munzer, verkfræðingur og land- fræðingur við landmælinga- og fjarkönnunarstöðina f Miinchen, gerðu á islenzku ölkelduvatni að forlagi Gisla Sigurbjörnssonar, á vegum rannsóknastöðvarinnar Neðra-Ass I Hveragerði. Efna- greindu þeir Höll og Miinzer vatn úr mörgum ölkeldum á tslandi og rannsökuðu það með notkun þess til heilsubóta i huga. Þeir félagar vekja athygli á þvi, að jarðfræðilegar orsakir valdi þvi, að uppsprettuvatn á íslandi, og þar með drykkjarvatn, sé sérlega kalksnautt, og ætti það eitt út af fyrir sig að vera hvöt þess að nýta kalkrikt ölkelduvatn og koma þvi á neyzlumarkað i hentugum umbúðum. Benda þeir einkum á þrjár ölkeldur I Staðar- sveit, við Bjarnarfosskot, bæina, ölkeldu og Glaumbæ, þar sem kalslummagn i hverju kiló- grammi er.frá 220 og upp I 686 milligrömm. Vatni úr þessum ölkeldum megi umbreyta i bragð- góðan drykk með Iblöndun kolsýru.oggildi raunar hið sama um ölkeldur að Lýsuhóli og Osa- koti I Staðarsveit, þótt kalsíum- magnið þar sé ekki nema 20.2 upp I 47.7 milligr. I kllógrammi. Hentugast segja þeir ölkeldu- vatnið með litlu járninnihaldi, þvi að það hafi meira geymsluþol og umbreytist litið og vitna þar eink- um af áðurnefndum ölkeldum til Glaumbæjarölkeldunnar og öl- keldu við Vallahnúk undir Svartbakafelli á Snæfellsriesi. Ur vatni frá Olkeldu er talið járnutfellingar að vænta við kol- sýruiblöndun, og úr vatni frá Bjarnarfosskoti þyrfti að fjar- lægja utleyst járn fyrir áfyllingu og dreifingu. Annað atriði, sem áherzla er lögð á í skýrsíunni, er gildi öl- keldna sem heilsulinda. „Kransæðasjúklingar geta hag- nýtt sér kalkrikt ölkelduvatn, sem í sumum tilfellum getur bjargað lifi þeirra. Einnig er slikt öíkelduvatn heilsulind fyrir nýrnasjúklinga vegna þvagörv- andi eiginleika þess. Bikarbónat- innihald ölkelduvatns verkar vel á sykursjúka, þar sem langvar- andineyzla vatns, sem inniheldur kalsíum-natriumbikarbónat, skapar minni insulinþörf". Eru þar sérstaklega nefndar til ölkeldurnar við Bjarnarfosskot, Lýsuhól, ölkeldu, Vallahnúk og Glaumbæ. Enn fremur segir i skýrslunni: ,,í heitu og kolsýruriku vatni ölkeldna eru jafnframt fólgnir möguleikar til lækningar ýmissa hjartasjiikdóma, en við slíka meðferð þyrftu sjúklingar að vera undir ströngu eftirliti lækna." I þessu sambandi eru sérstaklega nefndar ölkeldurnar við Lýsuhól og Glaumbæ, þó með þeim fyrirvara, að gera þyrfti fyllri koldioxiðákvarðanir á vatn- inu paðan. Erlisöm heilbrigðisþjónusta í Önundarfirði: • • FERÐALOG A HRAÐBATI, VÉLSLEÐA OG SKÍÐUM KSn-Flateyri. S.l. viku var tiðar- far mjög slæmt I önundarfirði og jafnframt voru iniklar annir hjá lækni og ' hjúkrunarkonu Flat- eyrarlæknishéraðs. Hjúkrunar- konan, Sigurveig Georgsdóttir, býr i Holti, en það er handan ön- undarfjarðar. Læknirinn, Jens Guðmundsson, býr á Þingeyri, en þaðan er yfir tvo firði og eina heiði að fara til Flateyrar. S.l. viku gegndi Sigurveig starfi á Flateyri alla daga nema einn. Til að sinna starfi sinu þessa viku varð Sigurveig að fara með vél- sleða, bflum, hraðbáti, fiskibát- um og á skfðum. Jens var á Flat- eyri 3 daga vikunnar og notaði á ferðalögum sinum vélsleða, bila, fiskibáta og flugvél. Sem dæmi um annir og ferðalög læknisins má geta þess, að um miðnætti á mánudaginn var hann kominn heim á Þingeyri af Flat- eyri. Um tveim timum siðar, að- faranótt þriðjudags er hann kallaður til sjúklings á Þingeyri og vakir yfir honum nóttina. Að morgni flýgur hann með sjúkling- inn suður til Reykjavíkur, á Reykjavikurflugvelli skiptir hann um flugvél og flýgur að Holti i ön- undarfirði og gegnir störfum á Flateyri þriðjudaginn siðdegis. Kominn var hann heim á Þing- eyrium kvöldmatarleytið, en var kallaður aftur til Flafeyrar kl. 21,00. Þá var færð orðin mjög erfið og komst hann með hjálp vegagerðar til Flateyrar klukkan tvö aðfaranótt miðvikudags. Þar starfaði hann siðan miðvikudag- inn og komst heim á Þingeyri um kvöldmat. Hjúkrunarkonan, Sigurveig, starfar með lækninum i Flat- eyrarlæknishéraði, en sinnir auk þess sjúklingum þann tima, sem læknirinn er ekki þar. Feröalög hennar vegna starfsins eru oft erfið, þótt ekki þurfi hún venju- lega að fara nema um önundar- fjörð. Sigurveig er eiginkona séra Lárusar Guðmundssonar i Holti. Meðal þeirra farartækja, sem hún notar á ferðum sinum er hraðbátur er þau eiga. S.l. mið- vikudag komu þau á hraðbátnum til Flateyrar I sæmilegu veðri. Hins vegar hvessti mjög siðdegis, og var þá meðfylgjandi mynd tekin, er verið var að bjarga báti þeirra frá skemmdum i Flateyr- arhöfn. Bátur þessi, sem er rúmlega hálfrar milljónar króna virði var mjöghætt kominn i höfninni, m.a. brotnaði hliðarrúða, borðstokkur rifnaði og tjaldhús bilaði. Var mesta mildi, að báturinn skyldi ekki sökkva i þeim hamförum, sem á honum dundu á timabili. Er lægði, tókst séra Lárusi að komast um borð og ræsa vél báts- ins og sigla út úr höfninni, en þar var sjólagið verst. Til marks um, hve höfnin hér er slæm i norð- austanátt, má geta þess, að séra Lárus sigldi bátnum siðan áfalla- laust yfir fjörðinn, en vélbáturinn Kristján fylgdi honum þó yfir i öryggisskyni. Vert er að taka fram i sam- bandi við hinar erfiðu ferðir læknis og hjúkrunarkonu, að margir leggja þeim lið. Má þar nefna Vegagerð rikisins, Land- helgisgæzluna, starfslið Vængja, bæði i Reykjavik og á Flateyri, bændur og sjómenn, auk fjölda annarra einstaklinga. Er einkar ánægjulegt, hve samtaka allir þessir aðilar eru við að leggja þeim lið i erfiðu starfi. Hraðbátur Holtshjóna hætt kominn I sjóróti við bryggju á Flateyri. Ljósm. K.Sn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.