Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. marz 1975. TÍMINN 3 tslenzkir embættismenn kvödduigær sovézka sendiherrann og konu hans. en þau hjón hafa dvalizt hér um tveggja ára skeiö, og eru nú á förum til Noregs. Á myndinni eru sendiherrahjónin og utanrikisráðherrann Einar Ágústsson og viðskiptaráðherra Ólafur Jóhannesson. (Timamynd Gunnar) Settlers teknir með bjórdósir í hliðinu — Ekkert handalögmál, segir lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli Gsal-Reykjavik. — Tíminn greindi frá þvi I frétt i gær, að brezka hljómsveitin Settlers hefði lent I handalögmáli við íslenzkan lögregluþjón i hliðinu á Kefla- vikurflugvelli. Þorgeir Þorsteins- son, lögreglustjóri á Keflavikur- flugvelli hafði samband við Timann af þessu tilefni, og kvað það rangt vera að til handa- Vasaþjófar stólu 125 þús. Gsal-Reykjavik. — Tveir menn urðu fyrir þvi óláni i fyrradag, að tapa veskjum sinum með álitieg- um fjárhæðum I. 1 báðum tiivikunum voru veskin i vasa utan á yfirhafnarflik, en slikir ísleifi bjargað Gsal-Reykjavik — ísleifi VE-63 var bjargað af strandstað vestan við Ingólfshöfða i fyrrinótt um klukkan fjögur. Eitt af Islenzku varðskipunum kippti i bátinn og tókst snurðulaust aö koma honum á flot. Ráðgert er að Goðinn komi með ísleif til Reykjavikur I dag, en hann mun fara i slipp. Talið er þó, að báturinn sé aðeins óverulega skemmdur eftir strandið. geymslustaðir virðast vera mjög hentugir fingralöngum, ef marka má kærur vegna slikra þjófnaða. Annar maðurinn hafði brugðið sér I sundlaugina á hótel Loft- leiðum, og þegar hann klæddist fötum sinum að nýju, tók hann eftir þvi að veskið var horfið, en i þvi voru 30 þúsund krónur i reiðufé. Ekki er vist að veskinu hafi verið stolið, allt eins kemur til greina, að maðurinn hafi týnt veskinu — og þvi skal þeim tilmælum beint til finnenda, að s'núa sér til rannsóknarlög- reglunnar. Hinn maðurinn sem lenti i svipuðu óláni fór niður i hús Landsimans til að hringja. Þegar hann hafði talað i simann tók hann eftir þvi, að veskið hans var horfið, en i þvi voru 95 þúsund kr. I reiðufé.. lögmáls hefði komið. — Hljómsveitin og einn fylgdar- maður þeirra komu upp að hliðinu á föstudagskvöldið og óskuðu eftir því að fá að fara i ákveðinn skemmtiklúbb á Vellin- um til að kanna aðstæður vegna fyrirhugaðra hljómleika. Þessi rök voru talin góð og gild og hljómsveitinni hleypt inn. Kom hún aftur eftir rúman klukkutima og þá vildi lögregluþjónn sem var I hliðinu, framkvæma leit í biln- um,— eins og hann hefur fyllstu heimild til. Sýndu hljómsveitar- meðlimir tregðu við ósk hans og bað hann þá alla að fara út úr bflnum. Stúlka sem var i þessum hóp var með vöðlaða kápu i fanginu, — og þegar hún stóð á fætur hrundu uppteknarbjórdósir úr kápunni. Sagði Þorgeir að hljómsveitar- meðlimum hefði alls ekki verið meinað húsaskjól, enda hefði sumt af fólkinu einmitt verið inni I skýlinu meðan leitin var fram- kvæmd. Sagði Þorgeir, að hann hefði kallað umræddan lög- regluþjón á sinn fund og hann hefði skýrt frá málavöxtum. Til handalögmáls hefði ekki komið og enginskýrslahefði verið gerð 1 Þeirra eigin fulltrúar taka ekki mark á þeim Foringjar Alþýðubanda- lagsins og ritstjórar Þjóövilj- ans eru ákaflega aumkunar- verðir menn. Þrátt fyrir sl- felld hróp og yfirlýsingar um kauprán og árásir á verka- lýðshreyfinguna af hendi nú- verandi stjórnarflokka, eða „rikisstjórn afætustéttanna”, eins og það heitir á máli Þjóð- viljans, er ekkert mark tekið á þeim af fulltrúum Alþýðu- bandalagsins, sem valizt hafa til trúnaðarstarfa fyrir flokk- inn innan verkalýðshreyfing- arinnar og viðar. Nýjasta dæmið um það er yfirlýsing Snorra Jónssonar, fram- kvæmdastjóra ASt, sem telur árásir Þjóðviljans á Björn Jónsson ómaklegar. Eðvarð Sigurðsson, form. Dagsbrún- ar, er einnig annarrar skoðun- ar en Þjóðviljinn, og áður höfðu fulltrúar Aiþýðubanda- lagsins I Seðlabankanum, þeir Guðmundur Hjartarson og Ingi R. Helgason, veriö á önd- verðum meiði við flokksfor- ystuna vegna gengisfellingar- innar. Sömuleiðis borgarráðs- maður Alþýðubandalagsins, Sigurjón Pétursson, sem sam- þykkti hækkunarbeiöni Hita- veitu Reykjavíkur. Þannig ber allt að sama brunni. Ekki einu sinni helztu trúnaðarmenn Al- þýðubandalagsins taka mark á skrifum flokksforingjanna og ritstjóranna i Þjóðviljan- um. „Ummælin hitta mig líka" Vegna árása Þjóðviljans á Björn Jónsson s.l. sunnudag, tók Mbl. viðtal við Snorra Jónsson, framkvæmdastjóra ASÍ, sem jafnframt er I innsta valdahring Alþýðubandalags- ins, og spurði hann álits á þeirri stefnumörkun kjara- málaráðstefnu ASt, aö verka- lýðshreyfingin næði kaup- mættinum i áföngum, en fyrir þá skoðun skammaði Þjóðvilj- inn Björn. 1 Mbl. segir: Snorri Jónsson f r a m - kvæmda- stjóri ASt sagði að það væri slður en svo sin skoð- un, að það væri rang- túlkun, að ná ætti aftur kaup- mættinum i áföngum. ,,Ég stóð að samþykkt hennar eins og langmestur meirihluti þeirra, sem ráðstefnuna sóttu”, sagði Snorri og er hann var spuröur að því, hvort honum fyndist ómaklega veg- ið aö Birni Jónssyni I ritstjórn- argrein Þjóðviljans siðastliö- inn sunnudag, svaraði Snorri: „Já, ég verð að segja það — mér finnst þetta ekki nógu gott. Mér finnast þessi um- mæli hitta mig lika og þá sem stóðu að samþykkt ályktunar- innar”. Og Eðvarð einnig Og það er ekki aöeins Snorri Jónsson, sem lýsir yfir and- stööu við Þjóðviljann. Eðvarð Sig- urðsson, al- þingismaður og formaður Dagsbrúnar, kveður það ekkert vafamál I viðtali I Mbl., að kjaraskerð- ingunni verði að ná aftur i á- föngum, þvert ofan i þaö, sem ritstjórar Þjóðviljans hafa bá- súnað, sem hafa talið það nálgast hrein svik við verka- lýðshreyfinguna að leggja eyrun við sllku. Það eru aumkunarveröir menn, sem sitja á ritstjórnar- skrifstofun Þjóðviljans. Þeir eru ekki aöeins sambands- lausir við umheiminn, heldur einnig við sina nánustu sam- starfsmenn. —a.þ. ... um málið. Hefði lögregluþjónninn sagt, að hljómsveitarmeðlimir hefðu verið með ónot I sinn garð og óþarfa afskiptasemi. Þorgeir sagði, að vafstur I kringum þetta hefði tekið um 10 min. en siðan hefði hljómsveitin haldið sina leið. Kvað hann lögregluþjóninn hafa tekið það fram við sig, að fararstj. hópsins og sá Bretinn, sem hafði sig mest i frammi, hefðu beðizt afsökunar að skilnaði. BORUNIN AÐ LAUGUM GENGUR VEL — AAesta vatnsmagn, sem komið hefur úr einni borholu hér á landi ED-Akureyri. Eins og sagt var frá I Tlmanum nýlega, fór fram á vegum rikisins og Reykdæla- hrepps borun eftir heitu vatni aö Laugum i Reykjadal. Borunin hefur gengið mjög vel, og mun þetta vera langmesta vatns- magn, sem hefur komið upp úr einni holu hér á landi, eða yfir sjötiu sekúndulitrar af 63 stiga heitu vatni, en þrýstingurinn er um 12 kg. stöðva þar sem áður hefur verið leitað eftir vatni fyrir Akur- eyringa, I Mývatnssveit og i Reykjahverfi. Kjöri út- varpsráðs frestað Kjör hins nýja útvarpsráös var á dagskrá Alþingis i gær, en málinu var enn frestað. Orsökin mun vera sú, að Sjálfstæðismenn hafa til þessa ekki komið sér sainan um tilnefningu fulltrúa sinna i útvarpsráð, en þar koma m.a. til greina þeir Magnús Þórðarson, Gunnar Schram, Ellert Schram og Zóphanias Friðriksson. Ofsaveður í Hvalfirði og á Snæfellsnesi Háspennulínan frá Mjólkárvirkjun slitnaði í óveðri gébé Reykjavik — Suðaustan hvassviðri með mikilli úrkomu var I Hvalfirði i gær, og þjóð- vegurinn talinn hættulegur bif- reiðum vegna grjóthruns. Vitaö er um bifreiðir, sem urðu fyrir grjótfoki og skemmdust, en engin slys var vitað um á fólki. A Snæ- fellsnesi var einnig ofsaveður i gær, og undir Búlandshöfða og Ólafsvikurenni var vegurinn tal- inn stórhættulegur umferð og nær ófær. Verst var veðrið i Hvalfirði i Botnsvogi og Brynjudalsvogi og út meö Þyrilshllðinni. Grjótfok var þar mjög mikið og fólk varað við að fara þar um að nauðsynja- lausu. A Snæfellsnesi undir Búlands- höfða og Ólafsvikurenni var nokkur umferð i gærdag, en ekki var vitað um nein slys, hvorki á fólki né bifreiðum. Mjög hvasst var þar og úrkoma mikil, en við það losnaði klakinn og grjóthrun var mikið úr fjallinu. A Veðurstofunni fékk Timinn þær upplýsingar, að veðrið myndi haldast svona þar til I dag, en þá verður áttin suðvestlægari, sval- ara verður og slydduél er liða tek- ur á daginn. Það tók þrjár vikur að bora niður á 522 metra, en þá fengust 54 sekúndu litrar af 62-63 stiga heitu vatni, og nægir það skólun- um og byggð að Laugum. Akur- eyringar hafa sýnt mikinn áhuga á þessum borunum, og hafa þeir nú tekið við og á mánudaginn hafði verið borað niður á 690 metra og hafði fengizt yfir 70 sekúndulitrar af 63 stiga heitu vatni. Jarðhitunardeild Orkustofnunar sér um verkið, en verkstjóri er Þórir Sveinbjörns- son. Sagði Þórir, að ekki væri búizt við meira vatnsmagni úr þessari holu, sem er um sjö tommur á vidd, en ætlunin er að bora niður á 1000-1200 mtr. dýpi. Einnig sagði Þórir, að það mætti fá mjög mikið vatnsmagn þarna að Laugum, með þvi að bora fleiri holur. Eins og áður segir, eru Akureyringar mjög áhugasamir um þessa borun, en það er mun styttra til Lauga heldur en þeirra KSn—Flateyri. — Háspennulinan frá Mjólkárvirkjun til Flateyrar og Suðureyrar slitnaði rétt innan við Flateyri i ofsaveðri, af suðaustan aðfaranótt þriðjudags. Bilunin kom þó ekki að sök.þvi að bæöi á Flateyri og Suðureyri eru ljósavélar, sem menn bjargast viö, á meðan unnið er að viðgerð- um. Viögerð lauk einnig mjög fljótt og var allt komið i samt lag um hádegi á þriðjudag. Nokkrar skemmdir urðu aðrar i veðrinu hér á Flateyri. Járnplöt- ur losnuðu af húsþökum og hluti af þaki ibúðarhúss fauk. Brakið fór inn um glugga á næsta húsi, en mun ekki hafa valdið verulegum skemmdum. Þá fauk hurð á pakkhúsi kaupfélagsins út i busk- ann og kajak fauk og mölbrotn- aði. Veðrið skall á um miönætti á mánudagskvöld, en var mjög tek- ið aö lægja á þriðjudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.