Tíminn - 13.03.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 13.03.1975, Qupperneq 1
vélarhitarinn í frostí og kulda HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 ÆNGIRf Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif . Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 v y 1,1 - ■ Allt annað en gaman — segja skip- verjarnir á Hvassafelli, sem búa í Flatey Gsal—Reykjavík. t morgun kl. 9 er ráögert að brezki sér- fræðingurinn i björgunar- og tjónamálum fari til Flateyj- ar ásamt verkfræðingi StS yfirvélstjóra Hvassafells og fulltrúa Samvinnutrygginga til að kanna aöstæður allar á strandstað með tilliti til hugsanlegra. björgunarað- gerða ■ t ráði er að þeir fari með flugvél norður i Aðaldal en þyrla fljúgi siðan með þá út i Flatey. — Ég hef ekki frétt annað en það.að þeim finnst vistin ekki beint skemmtileg, svar- aði Hjörtur Hjartar, þegar Timinn innti hann eftir þvi hvort einhverjar fréttir hefðu borizt frá þeim tveim skipverjum á Hvassafelli sem búa i Flatey. — Þeir biða eftir þvi að málin skýr- ist, sagði Hjörtur. 40-50 SÉRÞURFTABÖRN ÞARFNAST SKÓLAVISTAR í Kjarvalshúsinu eru 22 og þangað FB—Reykjavik. t ályktun For- eldrasamtaka barna með sér- þarfir, sem birtist I opnu blaðsins i dag segir, að vitað sé um milli 40-50 börn í landinu, sem þyrftu að komast i skóia, þar sem tillit væri tekið til sérþarfa þeirra, en fram til þessa hefur heldur litiö verið gert af hálfu hins opinbera til þess að stuðla að auknum þroska og þjálfun barna með sérþarfir. Foreldrasamtök barna með sérþarfir voru upphaflega stofnuð fyrir tveimur árum, en þá undir öðru nafni — Foreldrafélag fjöl- fatlaðra barna. Strax var hafin barátta fyrir þvi að skóli yrði settur á fót fyrir þessi börn. A sfð- asta hausti fékkst svo framgengt að Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi yrði tekið undir skóla fyrir börn- in. I Kjarvalshúsinu eru nú 22 börn I námi og þjálfun. Þau eru á áldrinum 3ja til 15 ára. Skólanum er skipt I tvær deildir, yngri deild fyrir börn á aldrinum 3-7 ára og eldri deild fyrir 7-15 ára, en siðan er eldri deildinni skipt i tvennt vegna ástands barnanna, og þeirrar þjálfunar, sem þau þurfa að njóta. Forstöðumaður skólans I Kjarvalshúsinu er Rannveig Löve, en i skólanum starfa dag- lega 12 manns, fóstrur og þroska- þjálfar og annað nauðsynlegt starfslið. Auk þess kemur svo þangað þrisvar sinnum i viku sjúkraþjálfi, sem þjálfar börnin likamlega, en líkamlega þjálfun fá þau auk þess einu sinni til tvisvar á dag, og er hún þá undir umsjón þeirra, sem þarna starfa daglega. komast ekki fleiri Kjarvalshúsið er engan veginn hentugur staður fyrir skóla fyrir fjölfötluð börn, og reyndar ekki fyrir neina, sem ekki eru full- friskir, þvi þar er allt I pöllum og stigum. I almenningi I miðju hús- inu leika yngri börnin sér I frjáls- um leik, en þar út frá eru kennslukrókar, þar sem sérstök kennsla eða þjálfun fer fram. Eldri deildin er siðan i sérstofum, en þar eru einnig kennslukrókar, þar sem kennarar taka eitt og eitt bam og kenna þvl ákveðinn tima á dag. Útivera er öllum börnum nauð- synleg, en umhverfi Kjarvals- hússins byður ekki upp á mikið á þvi sviði. Ekki hefur enn verið gengið frá lóðinni. Húsið stendur rétt ofan við stórgrýtta fjöru, og þar sem ekki er grjót á lóðinni sjálfri er hún eitt moldarsvað. Nauðsynlegar umbætur eru að hefjast og munu bæta aðstöðuna mikið, svo ekki sé talað um, að leiktæki gætu komið i góðar þarf- ir við þennan skóla, ekki siður en aðra skóla. í opnu blaðsins i dag er nánar sagt frá starfsemi Foreldrasam- taka barna með sérþarfir, en þess má geta, að á sunnudaginn efnir félagið til köku- og páskabazars I Bústaðakirkju og föstudaginn 21. marz verða seld lukkudýr i borg- inni starfseminni til styrktar. Hér sjást nokkur börn I Kjarvalshúsinu, aö drekka siðdegiskaffið sitt með fóstrunum. Frá starfsemi Foreldrasamtaka barna með sérþarfir er sagt I opnunni I dag, og einnig birtar myndir frá skólanum I Kjarvalshúsinu. (Timamynd Róbert). Vikingar urðu islandsmeistarar i fyrsta skipti i gærkvöldi, þegar þeir sigruðu Valsmenn i fjörugum leik — 13:10. Hér á myndinni sést maðurinn á bak við Víkingliðið, Karl Benedikts- son, þjálfari liðsins, fagna strákunum sinum. Nánar á bls. 11. (Timamynd Róbert) Eignast Flugfélagið hlut í Norðurflugi? Mjög ör þróun hefur átt sér staö I flugsamgöngum við Norðurland nú siðustu árin. Flugfélagið Vængir hefur tekið upp reglulegt farþegaflug til Blönduóss og Siglufjarðar, sem nýtur vaxandi vinsælda og hefur rofið beinlinis einangrun Siglufjarðar. Þá rekur féiagið póstflug til Krúksstaða mela I Miðfirði að vetrarlagi og Búizt við frekarí jarð- hræríngum nyrðra BH—Reykjavík. — í fyrrakvöld varð jaröskjálftakippa vart fyrir norðan á all-stóru svæði, og fund- ust þeir sums staðar svo greini- lega, að rúður nötruðu I húsum, og lausir munir komust á hreyf- ingu I hillum. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings, var það klukkan 23:42 i fyrrakvöld, að snarpasti kippurinn mældist, og fannst hann á öllu svæðinu frá Kelduhverfi vestur á Sauðárkrók. Munu upptök hans hafa verið 15- 20 kilómetra NNV af Gjögri, og stærð hans um 5.0 megarið. Aðspurður kvaöst Ragnar ekki geta svarað þvl, hvert áframhald kunni að vera á þessum jarð- hræringum, en ekki kvað hann það óllklegt, eins og þær hefðu hagað sér i gærkvöldi. Það er mikið jarðskjálftasvæði þarna fyrir norðan og spenna I jarð- skorpunni og líklegt að hún sé að losa sig við spennu, likt og gerðist á Borgarfjarðarsvæðinu á slðast- liðnu sumri. Þó kvað Ragnar ólik- legt, að þessar jarðhræringar yrðu eins langæar, og væri hér fremur um hrinur að ræða þótt sú snarpasta hefði verið jafn öflug og raun bar vitni. Ekki kvað Ragnar skyldleika milli þessara jarðhræringa og þeirra, sem vart varð i mynni Skagafjarðar 1963. Hefðu þær verið sneggri og tekið fjótar af. áætlunarfiug til Mývatns að sumarlagi. Flugfélag islands hef- ur að nýju hafiö flugferðir á milli Akureyrar og isafjarðar. Nú er svo komið, að stór hluti mjólkurflutninganna til Isafjarð- ar er frá Akureyri. A siðasta hausti bauð Tryggvi Helgason flugfélag sitt til sölu. Niðurstaðan er sú, að starfsmenn Norðurflugs h.f. keyptu félagið af Tryggva Helgasyni. Sveitarfélögin á Norð- austurhorninu pg Grimseyjar- hreppur lögðu mikla áherzlu á að þessum flugrekstri væri haldið áfram I óbreyttu formi. Þau leit- uöu til Fjórðungssambands Norð- lendinga um aðstoð við fjármagnsútvegun. Niðurstaðan var sú, að Framkvæmdastofnun rikisins útvegaði lánsfé til þess- ara kaupa að þvi er segir I nýút- komnu fréttabréfi Fjórðungs- sambandsins. Á undanförnum árum hefur Fjórðungssambandið beitt sér fyrir, að Norðurflug h.f. og Flugfélag íslands h.f. taki upp gagnkvæmt samstarf. Arangur af þessum viðræðum hefur ekki komið I ljós fyrr en nú. Llkur benda til þess að allnáin sam- vinna sé að takast á milli þessara aðila. Jafnvel mun vera á döfinni eignaraöild Flugfélagsins að Norðurflugi. Gert er ráð fyrir að Norðurflug yfirtaki flug Flug- félagsins til Þórshafnar og Raufarhafnar. í vetur hefur Norðurflug hafið áætlunarferðir til Sauðárkróks. Félagið hefur nú I athugun að taka upp áætlunar- flug til Blönduóss og Siglufjarðar frá Akureyri. Komist'þetta á, er sennilega séð fyrir flugsamgöng- um milli staða innan Norður- lands. Norðurflug hefur I athugun kaup á flugvélum, sem betur henta til þessa flugs en núverandi vélar félagsins. Norðurflug er eina flugfélagið, sem hefur heimilisfesti á Norðurlandi. Léleg loðnuveiði gébé—Reykja vik. — Leiðinda- veður var á loðnumiðunum síð- astliðinn sólarhring, mikill sjór og nokkur vindur. Þó höfðu ellefu bátar tilkynnt Loðnunefnd um veiði um kl. 10.00 i gærkvöldi og voru þeir með samtals 2.250 tonn. Þessi veiði er frá miðnætti á þriöjudagj»var mjög lélegur afla- dagur, en þá tilkynntu aðeins fjórir bátar um veiði með 590 tonn, enda var bræla á öllum loðnurriiðum þann sólarhring.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.